Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 15. október 2011 11 LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR 2011 Í REYKJAVÍK FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER – Íþróttamiðstöð Vals að Hlíðarenda 16.30 Setning landsfundar: Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar Tónlist og ávörp Ályktanir og tillögur lagðar fram 20.00 Landsfundargleði – skemmtiatriði og tónlist LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 9.00 Skýrslur úr flokksstarfi 10.00 Málefnanefndir 11.00–12.00 Kosning formanns 12.00–12.50 Málstofur 13.00–14.00 Richard Wilkinson - erindi Hvað getum við gert til að auka jöfnuð og velferð í samfélaginu? 15.30–16.30 Kosning varaformanns 17.00 Ísland í Evrópu Guðmundur Gunnarsson, rafiðnaðarmaður SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER AÐRIR VIÐBURÐIR Í TENGSLUM VIÐ LANDSFUNDINN FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 8.30–10.00 Gefið okkur séns! – Ungt fólk og atvinnumál 12.00–14.00 Aðalfundur sveitarstjórnarráðs 13.00–15.00 Aðalfundur samtakanna 60+ Sjá dagskrá í heild: landsfundur.is | xs.is JÖFNUÐUR ATVINNA VELFERÐ LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR AÐ HLÍÐARENDA 21.–23. OKTÓBER 2011 { { { Allir velkomnir! Allir velkomnir! Allir velkomnir! DÓMSMÁL Ægir Geirdal listamað- ur hefur stefnt Steingrími Sæv- ari Ólafssyni, ritstjóra vefmiðils- ins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Hann krefst ómerkingar á sex ummælum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot. Ummælin sem um ræðir birtust frá því í nóvember í fyrra þar til í maí. Tvær syst- ur stigu fram í kjölfar þess að Ægir bauð sig fram til setu á stjórnlagaþingi og sökuðu hann um að hafa mis- notað sig þegar þær voru börn. Hann hafnaði ásökununum og hótaði bæði þeim og miðlinum lögsókn. Ekkert hefur þó orðið af málshöfðun á hendur systrunum. Ægir krefur Steingrím Sævar um eina milljón króna í miskabæt- ur og 200 þúsund krónur að auki til að kosta birtingu dómsins. Stein- grímur hefur hafnað sök. - sh Sakaður um kynferðisbrot: Ægir Geirdal stefnir ritstjóra ÆGIR GEIRDAL STEINGRÍMUR SÆVARR ÓLAFSSON BORGARMÁL Dómnefnd Phillipe Rotthier-stofnunarinnar hefur veitt arkitektastofunum ARGOS, Gullinsniði og Studio Granda sér- staka viðurkenningu fyrir hönn- un endurbyggingar eftir miðbæj- arbrunann. Viðurkenningin er veitt fyrir besta endurnýjun í borgum, bæjum eða byggingum í Evrópu síðastliðin fimm ár. Verðlaunin eru virt meðal arkitekta. Verð- launin verða veitt á morgun við hátíðlega athöfn í Arkitektúrsafn- inu í La Loge í Brussel. - shá Íslenskir arkitektar heiðraðir: Hönnun bruna- reits verðlaunuð TIL SÓMA Lækjargata 2 og 2b og Austur- stræti 22 brunnu til kaldra kola en hafa verið byggð upp í upprunalegri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vilja fleiri börn í Bláfjöll Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæð- isins hefur falið framkvæmdastjóra sínum að vinna úr hugmyndum um hvernig hægt sé að stuðla að fjölgun barna í Bláfjöllum og skoða frekari markaðstækifæri í því sambandi. VETRARÍÞRÓTTIR LÖGREGLUMÁL Ofurölvi karl- maður ók bíl sínum gegn rauðu ljósi á gatnamótum í Kópavogi á fjórða tímanum í fyrrinótt, þvert á annan bíl, sem var að aka þar yfir á grænu ljósi. Þrátt fyrir harðan árekstur slasaðist enginn, en báðir bíl- arnir voru óökufærir á eftir og þurfti að fjarlægja þá með krana- bíl. Að sögn lögreglu var maður- inn, sem olli árekstrinum, mikið drukkinn. Annar ökumaður var tekinn úr umferð í Reykjavík í nótt vegna ölvunaraksturs. Keyrði yfir á rauðu ljósi: Ofurölvi maður lenti í árekstri VIÐSKIPTI Valitor mun bráðlega fara af stað með verkefni þar sem hópi viðskiptavina fyr- irtækisins verður boðið að nota farsíma sinn sem kreditkort. Um er að ræða samstarfs- verkefni Valitor, Visa í Evrópu og norska tækniöryggisfyrirtækisins Oberthur en Ísland verður tilraunamarkaður fyrir þessa nýju tækni. „Það er mér sérstök ánægja að kynna í dag nýjung á sviði greiðslulausna sem mun á næstu misserum breyta því hvernig fólk hagar sínu daglega lífi,“ sagði Viðar Þorkels- son, forstjóri Valitor, á blaðamannafundi í Hörpu í gær. Viðar sagði stefnu fyrirtækj- anna vera að gera veskið óþarft með því að færa kredit- og debetkort inn í farsímann. Tæknin gerir einstaklingum kleift að greiða fyrir hvers konar vörur og þjónustu með farsíma án snertingar við posa eða annan búnað. Tilraunaverkefnið fer af stað í byrjun næsta árs og verður þúsund símnotendum boðið að taka þátt. Auk þess koma að því fjöl- margir seljendur vöru og þjónustu. Verkefnið á Íslandi er það langstærsta sem ráðist hefur verið í með þessari tækni en mikil ánægja hefur mælst með hana þar sem hún hefur verið prófuð. Viðar segir að gangi allt að óskum verði mögulegt að fara með verkefnið í almenna dreifingu á seinni hluta árs 2013. - mþl Valitor af stað með tilraunaverkefni þar sem Visa-kort eru færð inn í farsíma: Stefna að því að gera veskið óþarft Í HÖRPU Í GÆR Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, ásamt Niels Hendrik Andersen frá Oberthur og Fredrik Wester man frá Visa í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.