Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 18

Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 18
18 15. október 2011 LAUGARDAGUR Í nýlegri grein setur Þorvald-ur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknar- nefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem for- stöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabanka- stjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivert Eitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlut- aðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rann- sókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í sam- ræmi við það sendi RNA enga til- kynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Nið- urstaða ríkissaksóknara var ein- föld; ekkert tilefni var til saka- málarannsóknar. Engin brot á starfsskyldum RNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“? Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „van- ræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum sam- anburði við innlendar eða erlend- ar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þre- menninganna og bent á uppbygg- ingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað fram- kvæmt neyðarlögin á árangurs- ríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niður- stöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þrem- ur árum eftir hrun, er öðru mál- anna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á- nefndir halda, auk þess sem óvönd- uð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. Niðurlag Í grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um banka- hrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að sam- kvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúar- rit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með aftur- virkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttar- verndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér. Ísland er í heiðursæti á Bóka-messunni í Frankfurt. Það er óhætt að segja að íslenska fram- lagið hefur slegið rækilega í gegn. Íslenski skálinn, sem er mjög víðfeðmur, er rofinn af stórum þverveggjum og upp á þá er varpað lifandi myndum af fólki sem situr og les. Þessi aðferð er í senn hrífandi og róandi. Kryddið við myndir af lesandi fólki er gamlar hálf- rökkvaðar íslenskar stofur með fjölskylduljósmyndum uppi á vegg, gömlum sófum þar sem gestir sitja og horfa á lesturinn, og bókaveggjum. Kirsuberið á ísinn er hugmynd sem er full- komlega andstæð lifandi les- urum á veggskjáum. Það er fern- ingslaga skáli þar sem íslenskt landslag rennur með nýrri tækni um útveggi, flæðir niður inn- veggina og steypist eins og lif- andi myndaflóð öfugu megin við þyngdaraflið um skálaloftið. Áhorfandinn þarf að gæta þess að missa ekki jafnvægið því upplifunin er eins og að fljúga á sýndarþotu gegnum lands- lag jökla, ólgu stórfljóta, brims og mannlífs. Bókmenningin og náttúruarfleifðin takast á og búa til gerjun og skapandi kraft í þeim sem horfir, og leiðir fram í skilningarvit þeirra með göldr- óttum hætti tvo frumkrafta sem hafa gegnum aldirnar mótað okkur sameiginlega: Tröllaukna hamfaranáttúru og sköpun í skriftum. „Einstök og brilljant” hönnun Í þýskum stórblöðum er skrifað á forsíðum, að hugmyndin að baki skálanum sé einstök og brilljant. Ein forsíðan sló því upp að hugmyndin sem íslenski skálinn byggir á væri sú besta sem nokkurt gestaland í heið- urssæti hefði lagt fram. Önnur sagði að hönnun skálans væri sú einfaldasta og tærasta sem sést hefði á bókamessunni í áratugi. Sýningin er gríðarlegt framlag til að kynna það jákvæðasta í fari Íslands – með bókmenningu sem dráttarklár. Það hefur tekist með slíkum fádæmum að þessa dagana er íslenska menningin á öllum forsíðum, innblöðin full af viðtölum við rithöfunda og lista- menn, og vefmiðlar litaðir að sama skapi. Mörg hundruð viðtöl hafa birst við rithöfunda og forsvars- menn Sagenhaftes Islands, sem þýða má sem frábæra sagna- landið. Tugir annarra listviðburða sem dreifast um lengri tíma og sáldrast um allt Þýska- land tengjast líka þessari útrás íslenskrar menningar. Umfjöll- unin mun halda áfram lengi á eftir. Þau sem hafa haldið kyndl- inum lifandi eiga mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna við að halda heiðurssæti Íslands á lífi gegnum bankahrunið. Harðsnúið og samstætt lið Stærðin á íslenska framlaginu speglast best í þeirri staðreynd að í tengslum við messuna eru gefnar út yfir 200 þýðingar á íslenskum bókum eða bókum um Ísland. Utanríkisráðherra er meðal verndara sýningarinnar, óformlega að minnsta kosti, og ég hef síðustu daga verið við- staddur tugi atburða, sem renna lipurt frá morgni til kvölds, þar sem íslenskar bækur og höfund- ar eru kynntir. Allt gengur snurðulaust undir vökulu auga Halldórs Guð- mundssonar bókmenntafræð- ings, sem er framkvæmdastjóri Íslands á messunni. Hann hefur með sér harðsnúið og samstætt lið, miklu fámennara en fyrri stórþjóðir sem nutu sama heið- urssess og við á þessari messu, en nýtur vissulega liðsauka úr sendiráði okkar í Þýskalandi. Ekki má heldur gleyma fram- lagi þeirra sem bjuggu til holl- vinabandalag um Ísland. Holl- vinabandalagið og Halldór eiga sérstakt lof skilið fyrir dæmafáa hörku í peningaslætti úr einka- geiranum hér í Þýskalandi. Hann reiddi af höndum ríflega 130 milljónir ofan á framlag rík- isstjórnarinnar. Þeir sem halda að Ísland eigi ekki vini í Evrópu þekkja ekki þel hinna þýsku. Þeim þykir undurvænt um Ísland, og gleðjast einlæglega yfir velgengni okkar á bóka- messunni, og ekki síður hinu, að við urðum ekki hungurmorða á myrkum miðöldum. Stökkbretti inn á ný málsvæði Þýska málsvæðið nær yfir hundrað milljón manns. Þar eru flestar bækur keyptar á haus utan Íslands, og Þjóðverjar eru menningar- og listaþjóð fram í þýska fingurgóma. Akurinn sem þarna er plægður fyrir Ísland er því frjór fyrirfram. Þegar áburður og önnur virkt í formi íslenskra rithöfunda og bóka er í hann borinn þá spretta grös. Það er því engin furða að kaup á íslenskum bókum í Þýskalandi slá nú öll met. Og af því ég er nú líka útflutningsráðherra gleður það mig mjög að kaup á samn- ingsréttum á efni sem teng- ist íslensku bókunum rýkur út, enda er helmingur alls slíks sem selt er út úr Íslandi keyptur til Þýskalands. Þá er sagan ekki öll. Bóka- messan í Frankfurt er líka stökkbretti út í annan heim handan Atlantsála. Ég var þannig fenginn til að opna sér- stakan hátíðafund með Amazon Crossing, sprota af Amazon- netforlaginu sem við þekkjum öll. Þar tilkynnti fyrirtækið að það hefði ákveðið tíu íslenskar bækur til að þýða á ensku og selja um öfluga farvegi netfor- lagsins. Ísland á eftir að njóta þessa stórmerkilega framtaks um áraraðir í formi meiri vildar gagnvart íslenskum vörum, landinu, þjóðinni, auk þess sem bókamessan mun hrinda af stað nýrri innrás þýskra túr- ista til guðsvorslands. Þessum bókmenntalega trumbuslætti undir Íslandslagi verður svo framhaldið með því að Reykja- vík er nú orðin bókmenningar- borg Unesco, og var kynnt hér í morgun með pompi og prakt af Jóni Gnarr og hans liði. Fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands færir utanríkisráðu- neytið þeim öllum þakkarkoss sem hönd lögðu að verki, fólk- inu sem nefnt er hér að ofan, og öllum hinum líka. Slík Íslands- veisla hefur aldrei fyrr verið haldin. Svo var hún líka hressi- lega styrkt af Evrópusamband- inu án þess að nokkur nefndi aðlögun. Bestu þakkir fyrir góða menningarveislu. Skrifað í Frankfurt 14. októ- ber. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ekki má heldur gleyma framlagi þeirra sem bjuggu til hollvinabandalag um Ísland. Hollvinabandalagið og Hall- dór eiga sérstakt lof skilið fyrir dæmafáa hörku í peningaslætti úr einkageiranum hér í Þýskalandi. Einstök Íslandsveisla í Frankfurt Rangfærslur Þor- valdar Gylfasonar Rannsóknar- nefnd Alþingis Jónas Fr. Jónsson lögmaður Menning Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.