Fréttablaðið - 15.10.2011, Síða 33

Fréttablaðið - 15.10.2011, Síða 33
Náttúrulækningafélag Íslands Laugavegi 7 - 101 Reykjavík - Sími: 552 8191 - www.nlfi.is Ályktanir 33. landsþings NLFÍ í október 2011 Berum ábyrgð á eigin heilsu Erfðabreyttar lífverur - ræktun erfðabreyttra plantna á Íslandi Landsþing Náttúrulækningafélags Íslands fordæmir það ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda að heimila útiræktun á erfðabreyttum lífverum á Íslandi. Fjöldi ritrýndra vísindalegra rannsókna liggja nú fyrir sem sýna fram á að erfðabreyttar lífverur og afurðir þeirra valda óafturkræfu tjóni á umhverfi og heilbrigði dýra og manna. Landsþing NLFÍ telur að notkun erfðabreyttra lífvera skuli einvörðungu fara fram í lokuðu rými. Þingið krefst þess að þar sem leyfi til slíkrar “afmarkaðrar” notkunar hafa verið veitt tryggi eftirlitsaðilar raunverulega afmörkun þannig að erfðabreytt efni berist ekki út í umhverfi og mengi grunnvatn og jarðveg. Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til að banna með öllu útiræktun á erfðabreyttum lífverum og undirbúa að Ísland verði sem fyrst lýst „land án erfðabreyttra lífvera”. Erfðabreyttar lífverur - innihaldslýsingar Landsþing NLFÍ fordæmir aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda varðandi innihaldslýsingu matvæla og hvetur þingið til þess að nú þegar verði tekin upp tilskipun EES í íslensk lög um merkingar á matvælum sem framleidd eru úr erfðabreyttum lífverum og afurðum þeirra. Lífræn framleiðsla Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til að styðja bændur í lífrænni framleiðslu og móta stefnu um eflingu lífræns landbúnaðar á Íslandi. Innlend framleiðsla annar nú ekki eftirspurn eftir lífrænum afurðum. Vottað lífrænt nytjaland á Íslandi nemur nú aðeins 1,23% af áætluðu flatarmáli þess lands sem talið er nýtanlegt til landbúnaðar. Vísindalegum rannsóknum fjölgar sem sýna fram á að lífrænar aðferðir auka langtíma hagkvæmni í framleiðslu, hafa jákvæð áhrif á lífríki og umhverfi, auka næringarefnainnihald matvæla og stuðla að bættu heilsufari. Mataræði barna í grunnskólum Landsþing NLFÍ hvetur íslensk stjórnvöld til að tryggja börnum hollt fæði í öllum grunnskólum landsins. Rannsóknir sýna tengsl á milli holls og góðs mataræðis og námsárangurs. Því ættu allir grunnskólar á Íslandi að bjóða fjölbreytta fæðu öllum börnum að kostnaðarlausu. Sykur og auglýsingar Landsþing NLFÍ varar við auglýsingum á miður hollum neysluvörum. Margar auglýsingar hvetja til neyslu á varningi sem inniheldur mikið af viðbættum sykri og öðrum óæskilegum efnum þótt þær gefi hollustu í skyn. Vitað er að ofneysla sykurs hefur slæm áhrif á heilsufar. NLFÍ hvetur til að undantekningalaust verði skylt að tilgreina magn viðbætts sykurs á umbúðum matvæla sem seld eru hér á landi. Áfengi Landsþing NLFÍ hvetur til aukinnar almennrar fræðslu um skaðsemi áfengis, einkum er varðar áhrif þess á barnshafandi konur, börn og unglinga. Neysla áfengis á meðgöngu getur skaðað fóstur og orsakað m.a. greindarskerðingu. Neysla áfengis skaðar einnig börn og unglinga sem eru að taka út þroska og getur leitt til fíkniefnaneyslu. Landsþing NLFÍ hvetur til að sett verði varnaðarorð á umbúðir áfengra drykkja og skorar á stjórnvöld að fylgja betur eftir banni við áfengisauglýsingum og herða viðurlög ef brotið er gegn þeim. Tóbak Náttúrulækningafélag Íslands og stofnendur þess hafa mælt gegn tóbaksneyslu í yfir 80 ár. Landsþing NLFÍ fagnar þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi og hvetur stjórnvöld til að taka skrefið til fulls og banna reykingar á almannafæri. Árlega deyja um 260 manns af völdum tóbaksnotkunar á Íslandi. Hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar Landsþing NLFÍ hvetur til aukinnar samþættingar hefðbundinna lækninga og viðbótarmeðferða. Viðbótarmeðferð vísar til meðferðar sem ekki hefur verið talin hluti af hefðbundinni heilbrigðisþjónustu en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að nýtist samhliða hefðbundinni meðferð eða sem sjálfstæð meðferð. Umhverfi Landsþing NLFÍ minnir á að hreint náttúrulegt umhverfi er mikilvægur þáttur í lífi og heilsu fólks. Almenningur þarf að geta stundað heilbrigt útilíf og hafa aðgang að ósnortnum víðernum. Fólkið í landinu og stjórnvöld verða að standa vörð um stórbrotna náttúru Íslands og lífríki þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.