Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 42

Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 42
2 fjölskyldan D vítamín er án efa eitt af þeim fæðubótarefnum sem hver og einn þarf að taka fyrir almennt heilbrigði og sem forvörn gegn fjölda sjúkdóma. Haraldur Magnússon osteópati B.Sc (hons) frá NOW fyrir börn og fullorðna D-VÍTAMÍN Þú færð NOW vörurnar í verslunum um allt land. Nánar á www.yggdrasill.is Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Friðrika Benónýsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsing- ar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Það er tvöfalt hættulegra að eignast barn í Bandaríkjun-um en á Íslandi. Við höfum eitt hæsta hlutfall mæðra- dauða í iðnvæddu ríki og hæsta ungbarnadauða, sem jafnast á við lönd á borð við Katar og Sádi-Arab- íu,“ segir bandaríski blaðamaður- inn Jennifer Margulis. Hún ferðað- ist til Íslands í september til að bera íslenska heilbrigðiskerfið saman við það bandaríska fyrir bók sem hún er að skrifa. Bókin mun heita: „The Business of baby: How corporations and private interests skew the way we parent.“ Þar rannsakar Margul- is foreldrahlutverkið, meðgöngu, fæðingu og fyrsta ár barnsins í bandarískum veruleika. Ísland er barnvænt land Jennifer starfar hjá tímaritinu Mothering, sem er á netinu undir www.mothering.com. Í gegnum síð- una komst hún í samband við Dag- nýju Zoega, ljósmóður á Selfossi, og í samtölum við hana vaknaði áhugi hennar á að kanna aðstæður á Íslandi. „Mig langaði að vita hvað gerir Ísland að barnvænu landi, af hverju ungbarnadauði er jafn lítill og raun ber vitni og hvernig læknar og ljós- mæður vinna saman,“ segir Jenni- fer, sem hefur unnið til verðlauna fyrir skrif sín og birt greinar í New York Times og O: The Oprah Magazine. Í heimsókn sinni hér talaði hún bæði við lækna og ljósmæður og heillaðist af fyrirkomulaginu á Land- spítalanum. Henni þótti merkilegt að fagfólkið vildi ekki aðeins tala um það góða heldur einnig annmarka á kerfinu. Þá ræddi hún við fimm konur sem áttu börn á Landspítal- anum. „Þrjár þeirra höfðu reyndar ekki átt góða upplifun af fæðingunni en tvær þeirra voru mjög ánægðar,“ segir Jennifer og þykir jákvætt að konur sem ekki hafi átt góða fæðing- arupplifun geti komið til lækna og hjúkrunarliðs og látið vita. „Og þau vilja raunverulega vita af því, sem er ekki raunin í Bandaríkjunum. Ef þú kæmir til læknis til að tala um slíkt eftir fæðingu myndi hann bregðast illa við,“ vill hún meina. Þá finnst henni jákvætt að hér sé vel tekið á móti konum sem reyni heimafæð- ingar en þurfi síðan að fara á spít- ala. „Margir læknar í Bandaríkjun- um hafa neikvæða afstöðu gagnvart heimafæðingum.“ Ljósmæður til stuðnings Stærsta muninn á bandaríska og íslenska fæðingarkerfinu segir hún vera að hér sjái ljósmæður að stærstum hluta um fæðingar. „Þær telja að líkaminn sé gerður til að eignast börn og þær séu í raun aðeins á staðnum til stuðnings en ekki til íhlutunar. Í Bandaríkjun- um er vandamálið að fólk borgar fyrir læknisþjónustu og því eru oft á tíðum gerðar fleiri rannsóknir og aðgerðir en þörf er á vegna þess að spítalinn græðir á því,“ segir hún. Annað sem kom henni þægilega á óvart var að flest verk væru studd rannsóknum hér. „Til dæmis eru íslensk börn ekki þvegin eftir fæð- inguna því bandarískar rannsóknir sýna að það er ekki gott. Það er því kaldhæðið að bandarísk börn eru þvegin upp úr sótthreinsandi sápu,“ segir hún mædd. Eiginmaðurinn tók á móti Jennifer er 42 ára og fjögurra barna móðir. Fyrsta barnið átti hún á spít- ala og var upplifunin mjög neikvæð, svo hún ákvað að eignast næstu börn heima. Miðbörnin eignaðist hún með aðstoð ljósmóður en þegar hún varð ófrísk í fjórða sinn nefndi hún við manninn sinn að hún vildi enga ljós- móður. „Honum leist ekki á það en mér tókst að sannfæra hann,“ segir Jennifer glettin, en henni fannst að fæðingin ætti að vera jafn pers- ónulegur viðburður og getnaðurinn sjálfur. Maður hennar tók því á móti barni þeirra heima án aðstoðar. „Ég tek fram að ég ýti ekki undir að fólk eigi börn án aðstoðar en mér þótti það rétt fyrir mig á þessum tíma- punkti,“ segir hún. Jennifer ferðaðist einnig til Nor- egs til að kanna aðstæður þar og mun ferðast víða um Bandaríkin fyrir bók sína, sem áætlað er að komi út árið 2013. Þeim sem vilja kynna sér nánar starf þessarar kjarnakonu er bent á síðuna www. jennifermargulis.net. - sg Tók á móti eigin barni Jennifer Margulis er bandarískur blaðamaður og fjögurra barna móðir. Hún kom til Íslands í haust til að bera saman aðstæður til fæðinga hér á landi og í Bandaríkjunum vegna bókar sem hún er að skrifa. Áhugi hennar á málefninu vaknaði út frá hennar eigin reynslu, en þrjú barna sinna átti hún heima og það síðasta án aðstoðar. Fjölskyldan Jennifer með börnum sínum fjórum. Það yngsta kom í heiminn án aðstoðar fagfólks og tók eiginmaður hennar á móti því á heimili þeirra. MYND/CHRISTOPHER BRISCOE Í gegnum tíðina hef ég átt afar dramatíska ketti sem hafa með ánægju látið fjölskylduna líta út eins og glæpamenn. Þannig hefur engu máli skipt þótt rækjur og rjómi séu í öll mál, þegar þeir stíga út á stétt horfa þeir brostnum augum á nágrannana. Auk þess sem kettir eru almennt gjarnir á að láta svona er þetta fremur dramblátt kyn. Flestallir hafa þeir verið af Abyssiníu- eða Sómalí-tegund. Þeir eru yndislegir, gáfaðir og félagslyndir en um leið sérstaklega kröfu- harðir, gleyma engu og fyrirgefa seint. Enginn þeirra hefur þó enn slegið út stjörnuleik Lottu sálugu, sem árið 2006 samdi og setti upp útsmoginn leikþátt í hverfisbúðinni sem þá var. Hún var ekki lengi að renna á lyktina af harðfiski í hillu, dyr verslunarinnar voru alltaf upp á gátt og eftirspilið því gefið. Hún var í tímabundinni kattapössun hjá ættingjum, sem urðu að þola ásakanir um dýraníð, en kjörbúðarfólki þótti augljóst að kötturinn mátti búa við svelti, rænandi sér í svanginn. Lotta glotti. Lotta, vel haldin heima fyrir en þrusugóð leikkona, ýfði upp kast- aníubrúnt loðið skottið, saug inn kinnarnar og ýlfraði þegar búðareig- andinn henti henni út úr búðinni. „Næst hringi ég á lögregluna, níðing- ur!“ gólaði hann á eftir mér þegar ég var látin ná í hana þangað. Kötturinn sem ég á í dag, frænka Lottu, gengur hringi í kringum húsið, okkur til háðungar, þegar nýmeti er ekki á boðstólum. Sérstaklega hefur hún verið ósátt eftir að við voguðum okkur að prófa nýja tegund af þurrmat, sem í hennar bókum er drasl en í heim- ilisbókhaldinu skráður sem munaður. Keyrði þá um þverbak þegar nýtt rúm var keypt handa heimasætunni, 13 ára. Okkur grunar að annað- hvort finnist henni það ekki vera nógu mjúkt eða þá kannski of hart. Það er svolítið erfitt að ráða í það. En af því að okkur er í mun að opin- bert neytendakvart hennar berist ekki út á götu og að við fáum að versla í hverfisbúðinni óáreitt reynum við að halda henni góðri. Það er sem sagt bleikur fíll í stofunni. Þótta- fullur köttur sem fjölskyldan dekstrar með- virk. Áhyggjuefnið að vinnudegi loknum er ekki hvort búið sé að sinna heimalærdómi og kaupa í matinn (jú, ef það er handa kettinum) heldur hvort Kleópatra veiti okkur blessun sína. Kötturinn með völdin Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar BÓKIN Danski myndasagnaflokkurinn Goðheimar naut óhemju vinsælda þegar hann kom út í íslenskri þýðingu á síðari hluta 20. aldar. Nú hefur verið ráðist í að endurútgefa seríuna hérlendis og hafa tvær bækur litið dagsins ljós. Sú síðari, Hamarsheimt, kom nýverið út. Hún byggir á Þrymskviðu, sem segir á gamansaman hátt af því þegar þrumuguðinn Þór ákveður að endurheimta hamarinn Mjölni frá jötninum Þrymi. Með honum í för slást systkinin Þjálfi og Röskva og ólíkindatólið Loki Laufeyjarson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.