Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 69
fjölskyldan 5
Hækkun mikið reiðarslag
Í ljósi gjaldskrárhækkana ArtMe-
dica og óvissu með niðurgreiðslur
Sjúkratrygginga eftir áramót segir
María nú margar konur kveðja á
vefsíðunni Draumabörn, samfélagi
þeirra sem ganga í gegnum tækni-
frjóvganir.
„Tíðindin eru reiðarslag á
tímum þegar flestir þurfa að
horfa í hverja krónu. Við hjónin
erum farin að horfast í augu við
að dóttir okkar verði einkabarn ef
aðstæður breytast ekki. Á næsta
ári munum við nota tvær frostrós-
ir sem við eigum í uppsetningu,
en verði ekki þungun úr því veit
ég ekki með framhaldið,“ segir
María, en glasameðferð fyrir þau
hjónin mun kosta yfir 600 þúsund
krónur skiptið.
„Fólki er refsað fyrir að geta
ekki eignast börn. Vegna þess að
við eigum nú eitt barn fáum við
svo til enga niðurgreiðslu með
næsta barni. Það er ósanngjarnt
þegar litið er til þess að pör sem
eiga börn úr fyrri samböndum fá
fulla niðurgreiðslu vilji þau eign-
ast barn saman og konan hafi látið
taka sig úr sambandi í millitíð-
inni. Á meðan er pörum sem geta
alls ekki eignast barn nema með
tæknifrjóvgun stillt upp við vegg
með sitt einbirni ef þau eiga ekki
nægan pening til að eignast fleiri
börn,“ segir María og bætir við að
horfa þurfi á aðstæður hvers og
eins.
„Sem viðskiptalögfræðingur
veit ég að Mannréttindadómstóll
Evrópu dæmdi að barneignir eru
ekki mannréttindi. Það finnst mér
skrýtið því það eru mannrétt-
indi að vera hamingjusamur og
barneignir stuðla að lífshamingju
flestra. Hins vegar er áframhald-
andi stuðningur ríkisins þjóðinni
til hagsbóta því glasabörn verða
líka skattgreiðendur framtíðar. Ef
niðurgreiðslur frá Sjúkratrygging-
um falla niður mun það koma illa
við marga og hafa áhrif á andlega
heilsu kvenna. Það mun svo kosta
samfélagið miklu meira en ham-
ingjusöm móðir og þá er spurn-
ingin; hvað er verið að spara?“ - þlg
Samningur milli Sjúkra-
trygginga Íslands og
læknastofunnar ArtMedica
um niðurgreiðslur á
tæknifrjóvgunaraðgerðum
rann út 1. október síðastlið-
inn. Samkvæmt samningn-
um fór þátttökuhlutfall
Sjúkratrygginga í tækni-
frjóvgunum eftir því hvort
um fyrstu meðferð var að
ræða, aðra til fjórðu
meðferð eða meðferðir eftir
það. Síðan hefur velferðar-
ráðherra samþykkt reglu-
gerð um óbreyttar niður-
greiðslur til áramóta, en
óvissa ríkir um framhaldið.
Skilyrðin verða þau sömu;
par sem ekki á barn saman
fær 40 prósent endurgreidd
af fyrstu meðferð og 65
prósent af annarri til fjórðu
meðferð. Par sem á eitt barn
saman fær 15 prósenta
endurgreiðslu á fyrstu til
fjórðu meðferð.
Óvissa eftir
áramótin
EKKERT ÖRUGGT Frjóvgun í glasameðferð fer fram í
hitaskáp. Eftir tvo sólarhringa hafa fósturvísarnir venjulega skipt
sér í tvær til átta frumur. Bestu fósturvísunum er komið fyrir í legi
konunnar. Einungis má setja upp tvo í einu. Líkur á þungun eru
innan við 40 prósent.
ÞUNGUR BAGGI Eftir fjórar glasameðferðir fellur
niðurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands niður óháð því hvort
þær hafi borið árangur eða ekki. Hver glasameðferð eftir það
kostar 376.055 krónur og hver smásjármeðferð 449.660 krónur.
Lyfjakostnaður er ekki meðtalinn.
512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR
ENSKI BOLTINN
STÆRRI EN ALLT
ER TITILLINN KOMINN Í ÁSKRIFT Á OLD TRAFFORD?
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000