Fréttablaðið - 15.10.2011, Side 92

Fréttablaðið - 15.10.2011, Side 92
15. október 2011 LAUGARDAGUR60 folk@frettabladid.is Kvikmyndir ★★★★ Hetjur Valhallar - Þór Leikstjóri: Óskar Jónasson. Meðleikstjórn: Gunnar Karlsson, Toby Genkel. Aðalhlutverk: Atli Rafn Sigurðsson, Þórhallur Sigurðsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Feykigóð fjölskylduskemmtun Undirheimadrottningin Hel ætlar sér ekkert minna en heimsyfirráð og setur þar með örlög guða og manna í hættu. Æsir hafa sofnað á verðinum og sá eini sem stendur í vegi fyrir að ráða- gerðin gangi eftir væskils- legur piltur að nafni Þór. Norræni þrumuguðinn virðist ólíklegur til afreka eins og hann birtist áhorfendum hér í upphafi sögu í Hetjum Valhallar - Þór, fyrstu íslensku teiknimyndinni í fullri lengd. Hógvær og á sannarlega fátt sameiginlegt með drambláta beljakanum sem barði á hrímþursum í leikinni Hollywood-mynd í sumar og framleiðandinn Arnar Þórisson, hjá fyrirtækinu Caoz, hafði í upphafi áhyggjur af að gæti eyðilagt fyrir íslenska útspilinu. Ljóst má vera að slíkar áhyggjur reyndust með öllu óþarfar þar sem samanburðurinn, að minnsta kosti í listrænu tilliti, er Hetjum Valhallar fullkom- lega í hag og íslenski Þór líklegur til að ná langt ef marka má góðar viðtökur, hlátrasköll og lófaklapp á frumsýningunni í Smárabíó á fimmtudag. Það er engum ofsögum sagt að myndin blæs nýju lífi í norræna goðafræði svo um munar með þéttri atburðarrás, hlaðinni spennu og ærslafullu gríni sem höfðar til barna og fullorðinna og feykilega vel gerðri tölvugrafík sem jafnast á við það besta sem sést hefur. Ótrúleg nákvæmni og skemmtilega sérstæður stíll skila sérlega áferðarfallegri mynd, vitnisburði um þá gríðarlegu vinnu sem fór í að koma verkinu á kopp. Sumir gætu kvartað undan því skáldaleyfi sem höfundar taka sér óspart, stundum í því skyni að draga dár að frumtextanum líkt og hefur áður verið gert með góðum árangri í myndum eins og Shrek þar sem Disney-ævintýrin fá það óþvegið. En bragðið hrífur. Myndin kannski skemmtilegri fyrir vikið, ekki síst í augum þeirra sem til þekkja, og ekki kemur að sök þótt söguþráðurinn sé einfaldur. Sígild barátta góðs og ills þar sem drengur með hetjudrauma býður myrkraöflum byrginn flestum að óvörum og einkum föðurnum, sjálfum Óðni, en mannast og vinnur að lokum vopnaður góðu hjartalagi, hugdirfsku, og jú töfrahamrinum Mjölni. Einn helsti vankanturinn er skortur á örlítilli dramatík sem hefði gefið mynd- inni aukna dýpt og veitt brosvöðvunum vel þegna hvíld inn á milli brandara. Annað er til fyrirmyndar, hljóðsetning, klipping og örugg leikstjórn og valinkunnir leikararnir sem ljá persónunum raddir og fylla þær af lífi. Allt leggst á eitt að gera Hetjur Valhallar - Þór að fyrirtaks fjölskylduskemmtun. Roald Eyvindsson Niðurstaða: Feykilega vel gerð mynd í alla staði sem gefur erlendum stórmyndum ekkert eftir. Fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd, Hetjur Valhallar: Þór, var forsýnd á fimmtu- dagskvöld í Smárabíói. Fjöldi fólks mætti á sýninguna og skemmti sér hið besta yfir ævintýrinu um þrumuguðinn. Yfir sjö ár eru liðin síðan þróunarvinna við myndina hófst og á þeim tíma hefur framleiðslan teygt anga sína víða. Framleiðslulöndin eru þrjú, Ísland, Þýska- land og Írland, og hafa fleiri hundruð manns komið að gerð myndarinnar. Um helgina verður brotið blað í fjölda sýningarstaða á Íslandi því Hetjur Valhallar: Þór verður sýnd í 24 sýningarsölum á ellefu stöðum vítt og breitt um landið. Þrumuguð og þrumustuð Í KRAKKAHÓPI Laddi, sem talar inn á myndina, ásamt hópi hressra krakka á for- sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG SÁU ÞÓR Barnastjarnan Sveppi, dóttir hans Þórdís Katla, Bragi Þór Hinriksson og sonur hans Hinrik Huldar sáu teiknimyndina. KRISTÍN OG ÆGIR Kristín Olga Gunnarsdóttir og Ægir Óli Matthíasson voru á meðal gesta. Í SMÁRABÍÓI Kolbeinn Marteinsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, var í Smárabíói ásamt Birnu Kolbeinsdóttur og Kötlu Hauksdóttur. RUT OG INGÓLFUR Rut Ingólfsdóttir og Ingólfur Hreggviðsson skemmtu sér vel. Á FORSÝNINGU Stefán Jóhannssson, Birna Sísí Jóhannsdóttir, Jóhann Gunnar Stefánsson, Stefán Gunnar Jóhannsson og Inga Rannveig Jóhannsdóttir mættu á forsýninguna. FEÐGAR Feðgarnir Christofer Lund og Ari Carl Lund sáu Hetjur Valhallar: Þór. 6000 BÆKUR fékk Reading Public bókasafnið í Bandaríkjunum að gjöf frá söngkonunni Taylor Swift. Vegna niðurskurðar hafði bókasafnið ekki efni á nýjum bókum og ákvað Swift því að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.