Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 15.10.2011, Qupperneq 98
15. október 2011 LAUGARDAGUR66 „Þetta er eiginlega tólf daga kynn- isferð en við náum sem betur fer tveimur leikjum,“ segir Arngrím- ur Baldursson, þýðandi og annar höfunda bókarinnar Liverpool: The Complete Record. Hann er ásamt meðrithöfundi sínum, Guðmundi Magnússyni, farinn í mikla kynningarferð til Liverpool-borgar þar sem þeir ætla að kynna bókina sína. Þeir eru búnir að leigja íbúð í miðborg Liverpool undir sig og sína og munu í kjölfarið sinna viðtölum við sjónvarpsstöðvar, útvarp, dagblöð og netmiðla. Bókin Liverpool: The Complete Record inniheldur upp- lýsingar um alla leiki knattspyrnu- liðsins Liverpool frá árinu 1892. Bókin hefur þegar komið út í London en nú er komið að Liver- pool og þá á að leggja allt í söl- urnar. Arngrímur og Guðmundur árita meðal annars bókina í dag í Waterstones, sem er ein stærsta bókabúð Liverpool. Með þeim við áritunarborðið sitja goðsagn- irnar Ron Yeats, sem er sá leikmaður sem hefur gegnt fyrirliðastöðu liðsins lengst allra, og Tommy Smith. Að sögn Arngríms er Smith einn allra harðasti varnar- maður félagsins frá upphafi. „Hann átti það til að tækla menn í herðar niður.“ Svo skemmti- lega vill til að Liverpool mætir einmitt erkifjendunum frá Manc- hester United á Anfield í hádeginu og Arngrím- ur ætlar að sjálfsögðu á leikinn. „Það reynd- ist hins vegar þrautin þyngri að fá miða og ég grenjaði þá eiginlega út hjá miðasölunni,“ segir Arngrímur og hlær. - fgg Árita Liverpool-bók með gömlum Liverpool-goðsögnum GÓÐIR SAMAN Arngrímur og Guðmundur eru á leið í mikla kynnisferð til Liverpool að kynna bókina sína, Liverpool: The Complete Record. Þeir munu árita bókina með Liverpol-goðsögnunum Ron Yeats og Tommy Smith. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Litlu munaði að söngdívunni Whit- ney Houston væri hent út úr flugvél er hún neitaði að spenna sætisól- arnar í flugtaki. Houston var á leið sinni með Delta-flugfélaginu frá Atlanta til Detroit en brást ókvæða við er flugfreyja bað hana vinsam- legast um að spenna beltin, eins og venja er í flugtaki og lendingu. Eftir nokkurt þras við Houston þurfti flugfreyjan sjálf að beygja sig niður og spenna beltið utan um söngkonuna. Frá þessu greinir vefsíðan tmz.com, en samkvæmt nánum vini söngkonunnar var Houston ekki undir áhrifum í flug- vélinni heldur einungis fúl því hún missti af flugvél fyrr um daginn. Houston er þessa dagana að reyna að lappa upp á feril sinn og var á leiðinni til Detroit til að leika í kvikmynd. Whitney neitaði að spenna beltið FÚL VIÐ FLUGFREYJU Whitney Houston neitaði að spenna sætisólarnar í flug- taki. NORDICPHOTOS/GETTY Tískufyr irmyndin Ol iv ia Palermo er loksins búin að stofna sína eigin vefsíðu og blogg þar sem hún gefur lesendum sínum ráð varðandi tísku og snyrti- vörur. Palermo er þekkt úr raun- veruleikaþáttunum The City, sem gengu á sjónvarpsstöðinni MTV fyrir nokkrum misserum, og síðan þá hefur hún verið fasta- gestur á tískuvikum úti um allan heim og vakið óskipta athygli fyrir skemmtilegan fatastíl. Palermo er búsett í New York, og fyrir utan það að hafa verið lærlingur á bandaríska ELLE í raunveruleikaþáttunum vinnur hún við að þeysast á milli tísku- viðburða og vera smart. Mikill þrýstingur hefur verið á Palermo að stofna bloggsíðu, því hún á fullt af aðdáendum úti um allan heim og á vefsíðan oliviapa- lermo.com eflaust eftir að vera mikið lesin af tískuunnendum. Palermo deilir út tískuráðum TÍSKUFYRIRMYND Nafnið Olivia Palermo er vel þekkt í tískuheiminum og því bíða margir spenntir eftir að lesa nýja vefsíðu stúlkunnar. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríska tímaritið OK Magaz- ine birtir nú fréttir þess efnis að leikkonan Jennifer Aniston sé barnshafandi. Blaðið þykist það öruggt í sinni sök að fréttin prýðir forsíðu blaðsins. Í grein- inni kemur fram að Aniston þykir hafa bætt óvenjumiklu á maga, rass og brjóst síðustu mánuði. „Hún hefur ekki ennþá viðurkennt það fyrir vinum sínum en flestir þeirra halda að Aniston sé loksins ófrísk,“ segir í greininni. Aðeins nokkrar vikur eru síðan OK Magazine birti óléttufregnir af annarri stjörnu en þá var Kim Kardashi- an sögð eiga von á barni. Hvorki Aniston né Kardashian hafa viðurkennt óléttuna og því mun tíminn einn leiða í ljós hvort slúðurblaðið hafði rétt fyrir sér í þetta sinn. Aniston sögð barnshafandi FORSÍÐUEFNI Leikkonan Jennifer Aniston prýðir forsíðu OK Magazine, sem staðhæfir að hún sé barnshafandi. NORDICPHOTOS/GETTY Fatahönnuðurinn Sruli Recht hélt tískusýningu á göngum Hörpunnar á miðvikudaginn var og var það jafnframt sú fyrsta sem fram fer í tónlistarhúsinu. Sruli sýndi herra- fatnað og voru flíkurnar vel sniðnar og margar mjög klæðilegar þó aðrar hafi verið tilraunakenndari. Línan innihélt meðal annars hatta, yfirhafnir, sandala og stuttbuxur. - sm VEL SNIÐIÐ OG FALLEGT SKUGGALEGUR Dökkur frakki og hattur frá Sruli. SUMARFÍLINGUR Stutt- buxur, skyrta og fallegir sandalar frá Sruli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MYNDARLEGIR Fyrir- sæturnar stóðu sig allar með prýði. ÞÆGILEGUR FATN- AÐUR Fyrirsætan og læknaneminn Elmar Johnson sýndi þessi fallegu föt. FLOTTUR HATTUR Línan innihélt meðal annars fallega, barðastóra hatta sem þennan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.