Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 2
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR2 Logi, voru öll önnur sund lokuð? „Nei, nei, við syndum í gegnum þessar framkvæmdir með hjálp þolinmóðra gesta.“ Logi Sigurfinnsson er forstöðumaður Laugardalslaugar. Mestu endurbætur í sögu laugarinnar standa nú yfir FÓLK „Ég átti nú alls ekki von á þessu. Draumurinn er orðinn að veruleika,“ segir Edda Óskars- dóttir, átján ára menntaskóla- mær, sem land- aði samningi við umboðskrif- stofuna Select í Bretlandi, en hún er talin vera ein sú fremsta á sínu sviði. Upphefð þykir að kom- ast á skrá hjá Select. Þekktir leikarar og fyrir- sætur hafa starfað hjá umboðs- skrifstofunni gegnum tíðina og því ljóst að samningur við hana getur opnað ýmsar dyr. Þannig leið ekki á löngu frá því að Edda gerði samninginn þar til tískutímarit- in Vogue og Cosmo politan sýndu henni áhuga. - rve/ Allt í miðju blaðsins Edda Óskarsdóttir á uppleið: Íslenskt módel vekur athygli EDDA ÓSKARSDÓTTIR UMHVERFISMÁL „Þetta er bara eins og hjá vitleysingum,“ segir Þór- hallur Pálsson, arkitekt á Eiðum, sem sent hefur harðort kvörtunar- bréf til útvarpsstjóra vegna mikils ónæðis af biluðum leifturljósum á langbylgjumastri Ríkisútvarpsins. Þórhallur segir mikinn og ótakt- vissan ljósagang stafa af mastr- inu sem er 220 metra hátt og var formlega tekið í notkun á Eiðum árið 1999. Þrjú leifturljós, hvert í sinni hæð á mastrinu, eigi að vera í takt og senda frá sér viðvörun- arljós fyrir flugvélar. Ljósastyrk- urinn eigi að vera mestur þegar bjartast sé en draga eigi úr honum eftir því sem rökkvi. Í bréfi sínu til RÚV undirstrikar Þórhallur að Héraðsbúar hafi áður margsinnis bent á ástandið á leift- urljósunum. Í mars 2004 ræddi DV við Sigurð Ragnarsson, þáverandi formann umhverfisnefndar Aust- ur-Héraðs. Sagði Sigurður mastrið oftast senda út á fullum styrk og ekki vera í takti. Reynt hafi verið að gera við en fljótlega sigið aftur á ógæfuhliðina. „Ljósin eru iðu- lega ekki í takti og auk truflunar við fólk er þetta ástand óþolandi ljósmengun,“ bókaði umhverfis- ráð Austur-Héraðs árið 2004 sem þá kvað árangurslausar ábending- ar hafa verið sendar RÚV árin á undan. Þórhallur segir tímabil hafa komið sem ljósin voru í lagi. Oft- ast séu þau þó afar óstöðug og hreinlega stórfurðuleg í sínum krampakennda takti. „Alla jafna ef það gerir slyddu eða él þá fer þetta allt í vitleysu og ef það gerir þoku þá verður þetta eins og maður sé í þrumuveðri. Ég hef séð ljósmöstur víða um lönd en aldrei séð neitt þessu líkt,“ útskýr- ir Þórhallur sem kveður það þó „harmabót“ að hann búi næst allra við mastrið. Því fari hluti af ljósa- ganginum yfir höfuðið á honum. Alvarlegt sé að hin furðuleiftr- in trufli ökumenn á Héraði. Þá hafi toppljósið verið bilað vikum saman í sumar. Umhugsunarefni sé hvaða áhrif slíkt hafi á flug- öryggi. „Ef þetta blessaða mastur stæði úti á Seltjarnarnesi væri búið að gera eitthvað í málunum því þá væri fólk gjörsamlega á eyrunum út af þessu. Það er ekki nóg með að það sé ekkert hægt að gera í þessu varanlega heldur hefur aldrei verið beðist afsökunar því og það svíð- ur mér mest,“ segir Þórhallur sem bíður nú svars frá Ríkisútvarpinu. Fréttablaðið náði ekki sambandi í gær við þá starfsmenn RÚV sem svara fyrir langbylgju mastrið á Eiðum. gar@frettabladid.is Krampakennd leiftur úr biluðu ljósamastri Héraðsbúi sakar Ríkisútvarpið um skeytingarleysi með því að laga ekki biluð leifturljós í langbylgjumastri þrátt fyrir ábendingar um ónæði af þeim. Um sé að ræða viðvörunarljós vegna flugumferðar en hending sé hvernig þau virki. Ég hef séð ljósmöstur víða um lönd en aldrei séð neitt þessu líkt. ÞÓRHALLUR PÁLSSON ÍBÚI Á EIÐUM MASTRIÐ Á EIÐUM „Ljósleiftrin fara úr takti og hending ræður hvenær og hvert þess- ara ljósa sendir frá sér leiftur í fullum styrk í svartamykri,“ segir Þórhallur Pálsson sem er orðinn langþreyttur á nábýlinu við langbylgjumastur Ríkisútvarpsins á Eiðum. MYND/ÞÓRHALLUR PÁLSSON Jónas Jónasson útvarpsmað- ur er látinn, áttræður að aldri. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi á þriðjudag. Jónas hóf störf hjá Ríkis- útvarpinu sautján ára gamall og þar starf- aði hann meira og minna alla ævi. Hann starfaði við ýmis- legt þar en er þekktastur fyrir útvarpsþætti sína. Hann lærði bæði tónlist og leiklist. Þá skrifaði hann leikrit og bækur auk þess sem eftir hann liggja þekkt dægurlög. Jónas lætur eftir sig eigin- konu og þrjár dætur. Jónas Jónas- son látinn IÐNAÐUR Meiri líkur eru taldar vera á því að olíulindir finnist á Jan Mayen-hryggnum en áður. Þetta er niðurstaða Olíustofnunar Nor- egs sem hefur rannsakað sýni af svæðinu í samstarfi við Orkustofn- un og Háskólann í Bergen síðustu mánuði. Jan Mayen-hryggurinn liggur inn fyrir lögsögu Íslands inn á svokallað Drekasvæði. Þá er stór hluti hryggjarins á sameiginlegu nýtingarsvæði Íslands og Noregs en hvort land á rétt á 25 prósenta þátttöku í olíustarfsemi á þeim hluta svæðisins sem tilheyrir hinni þjóðinni. Þau sýni sem Olíu- stofnunin hefur haft til rannsókn- ar komu bæði af íslenska og norska hluta hryggjarins. Í tilkynningu frá Olíustofn- uninni segir að niðurstöðurnar hafi komið á óvart og verið mun jákvæðari en búist var við. Þær renni stoðum undir þá kenningu að olíu sé að finna á svæðinu. Haft er eftir Sissel Eriksen, forstöðu- manni rannsókna hjá stofnuninni, að fundist hafi mikið af steinum og efnum sem bendi til þess að olía og gas gætu hafa myndast á svæðinu. Norska olíustofnunin mun halda áfram að rannsaka svæðið á næstu árum. Til að mynda er stefnt að því að bora grunnar holur á hryggnum. Þórarinn Sveinn Arnarsson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orku- stofnun, sagði í samtali við Vísi í gær að tíðindin kæmu á besta tíma fyrir olíuleitarútboð Íslendinga sem hófst í október. Niðurstöðurn- ar komi fram á fyrri hluta útboðs- tímabilsins á meðan áhugasamir aðilar séu enn að meta svæðið og ákveða hvort þeir taki þátt. Útboð- inu lýkur 2. apríl en þá verður ljóst hvort einhver olíufélög sæki um vinnsluleyfi á svæðinu. - mþl Rannsóknir renna stoðum undir þá tilgátu að olía sé á Jan Mayen-hryggnum: Líklega olía á Drekasvæðinu OLÍUBORPALLUR Í NORÐURSJÓ Annað olíuleitarútboð íslenskra stjórnvalda vegna Drekasvæðisins stendur nú yfir. Því lýkur 2. apríl næstkomandi. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Miðstjórn ASÍ segir stjórn- völd hafa í hyggju að svíkja loforð sem gefin voru við gerð kjarasamninga í vor. Ríkis- stjórnin hafi lofað að hækka bætur samhliða niðurstöðum kjarasamninganna, en nú hafi verið fallið frá því. Samkvæmt kjarasamningunum hækka lægstu laun um 6,5 prósent í febrúar 2011. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí eiga bætur almannatrygginga að fylgja umsömdum hækkunum „þannig að lífeyris- þegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjara- bóta og um verður samið í kjarasamningun- um,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Miðstjórn ASÍ bendir á að í bandormi ríkis- stjórnarinnar komi fram að ríkisstjórnin hafi einhliða ákveðið að hækka bætur aðeins um helming af því sem um var samið í kjara- samningunum, eða um 3,5 prósent. Það þýði 5.500 króna hækkun bóta í stað 11 þúsund króna. „Ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð ætlar þannig ekki aðeins að svíkja eigin lof- orð heldur einnig snupra þá sem lökust hafa kjörin í okkar þjóðfélagi,“ segir í ályktun mið- stjórnar ASÍ. Þá gagnrýnir miðstjórnin að stöðu langtíma atvinnulausra verði ekki breytt, en þeir sem hafa verið án vinnu í þrjú og hálft ár missa bótarétt í þrjá mánuði áður en réttur þeirra endurnýjast. Endurnýjunin gildir í þrjá mán- uði. - kóp Miðstjórn ASÍ sakar stjórnvöld um að svíkja gefin loforð um hækkun bóta til jafns við laun: Segir að ríkisstjórnin ráðist á réttindi ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Miðstjórn ASÍ gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að standa ekki við gefin loforð um hækkun bóta. Frá formannafundi ASÍ í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs hefur heimilað gerð fiskvegar um svokallaðan Stein- boga í Jökulsá á Dal. Skilyrði er að ekki verði hróflað við urðinni sem myndar Steinbogann og að allt rask umfram stigann sjálfan hverfi að framkvæmdum loknum. Svæðið er á Náttúruminjaskrá og bæjarfulltrúi Framsóknarflokks vildi að aðstæður yrðu kannaðar betur áður en ákveðið væri með leyfið. Með fiskistiganum hyggst veiðifélag árinnar greiða laxfisk- um allt að sextíu kílómetra leið upp Jökulsá og hliðarár. - gar Nýjar veiðilendur í sjónmáli: Leyfa laxastiga í Jökulsá á Dal STEINBOGI Urðin sem hindrar fiskigöng- ur í ánni. MYND/ÞRÖSTUR ELLIÐASON SAMFÉLAGSMÁL Vefur Reykjavík- urborgar hefur fengið aðgengis- vottun, sem felst í því að hann er aðgengilegur öllum óháð fötlun eða getu. Öryrkjabandalagið og ráð- gjafafyrirtækið Sjá ehf. veittu vottunina og tók Jón Gnarr borgarstjóri á móti henni. Með vottuninni skuldbindur Reykja- víkurborg sig til að fylgja kröfum sem settar eru fram um aðgengi. Í gær var einnig opnuð auðlesin útgáfa af vef borgarinnar, þar sem upplýsingar um helstu þjón- ustu eru settar fram fyrir þá sem eiga erfitt með að nýta sér hefð- bundna framsetningu. - þeb Reykjavíkurborg fær vottun: Vefur aðgengi- legur fötluðum SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.