Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 42

Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 42
2 • TOGGI WONDERFUL SECRETS ★★★ Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadora- gírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stof- naði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög. - fb „Lagið hljómar eins og samvinna okkar og The Strokes,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni og félagar tóku upp lagið Tiger Blood í ágúst, en upp- tökum stýrði enginn annar en Albert Hammond jr., gítarleikari The Strokes. Lagið var tekið upp í búgarði Hammonds í úthverfi New York-borgar og Árni segir upplifunina hafa verið ótrúlega lífsreynslu. „Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum í hljóðver án þess að vera búnir að vinna allt lagið sjálfir. Við fórum með lag sem við höfðum varla spilað,“ segir Árni. „Hann fékk að leika sér eins mikið með lagið og hann gat.“ Forsaga samstarfsins er sú að Albert Hammond jr. sá The Vaccines á tónleikum í New York í maí og hafði í kjölfarið samband. „Þeir komu allir Strokes-gæjarnir, nema Julian Casablancas. Hann fer ekki á tónleika. Viku síðar sendi hann okkur póst og sagðist hafa áhuga á að vinna með okkur ef það gæfist tækifæri,“ segir Árni. The Vaccines átti nokkrum mánuðum síðar tvo frídaga í New York. Strákarnir ákváðu því að grípa gæsina og höfðu sam- band við Hammond, sem tók vel á móti þeim. Árni segir hann vera búinn að koma sér vel fyrir á ekta bandarískum búgarði á fallegri landareign í úthverfi Stóra eplisins. „Þetta voru bestu frídagar sem við gátum mögulega fengið. Við vorum búnir að fara til fjögurra heimsálfa á tíu dögum og vorum algjörlega búnir á því,“ segir Árni. Hljóðver Hammonds er í hlöðunni á búgarðinum, en þar hittu þeir einnig Gus Oberg. Hann stýrði upptökum Angles, síðustu plötu The Strokes, sem kom út í mars. „Þeir voru strax byrjaðir að vinna nýja plötu. Þeir tóku sér bara frí í tvo daga til að taka upp lagið með okkur. Við tókum upp á sömu græjur og þeir, þannig að þetta hljómar eins og við höfum verið í hljóðveri með The Stro- kes.“ - afb YAMAHA DGX 640 159.990,- kr. YAMAHA DTX500 k rafmagn stromm usett 155.990 ,- kr. klassískir gítarar í úr vali Landsins stærsta trommud eild 18.990,- kr TÓNLEIKAR „LÖGGAN VAKTI OKKUR OG GAF OKKUR ÞRJÁR MÍNÚTUR TIL AÐ KOMA OKKUR ÚT ÚR RÚTUNNI“ SÍÐA 6 ÍSLENSK / ERLEND POPP er tónlistarblað og kemur út annan hvern fimmtudag. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Umsjón: Atli Fannar Bjarkason Forsíðumynd: Stefán Auglýsingar: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is Popp, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 500 Í kvöld: Lay Low kemur fram á Útlaganum á Flúðum klukkan 21 í kvöld. 2.500 krónur kostar inn á tónleikana og forsala fer fram á Laylow.is. Á morgun: HAM kemur fram ásamt Vampillia frá Japan á Gauki á Stöng klukkan níu. Ekki á morgun heldur hinn: Sesar A fagnar tíu ára afmæli fyrstu rappplötunnar eingöngu á íslensku á Faktorý klukkan 23. THE VACCINES ER EIN AF HEITUSTU HLJÓM SVEITUM BRETLANDS UM ÞESSAR MUN- DIR. HLJÓMSVEI- TIN SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ TIGER BLOOD Á NÆSTUN- NI EN GÍTARLEIKA- RI THE STROKES STÝRÐI UPPTÖKUM Á LAGINU. ÁRNI HJÖRVAR, BASSAL- EIKARI HLJÓMSVEI- TARINNAR, ER ÁNÆGÐUR MEÐ SAMSTARFIÐ. UPPTÖKUR Í BÚGARÐI GÍTARLEIKARA STROKES Árni Hjörvar (3. f.v.) og félagar í The Vaccines tóku upp lag með Albert Hammond jr. gítarleikara The Strokes. NICKELBACK HERE AND NOW ★ Nickelback er hrikalega vin- sæl hljómsveit. Hljómsveitin hefur selt milljónir platna um allan heim og fær óskerta virðingu mína fyrir það. Ég velti samt fyrir mér hver er að kaupa þessar plötur því gæði tónlistar- innar eru eins og fljúgandi mör- gæsir: Ekki til. En ég hreinsaði huga minn og pakkaði fordómunum ofan í tösku áður en ég hlustaði á Here and Now. Ég ætlaði heldur betur að gefa þessum kanadísku strákum séns og reyna að heyra snilldina sem fær milljónir aðdáenda Nickelback til að mæta á tónleika og kaupa plötur. Ár eftir ár. En allt kom fyrir ekki. Here and Now er hundleiðinleg plata frá upphafi til enda. Aftur á bak og áfram. Það er engin leið að hlusta á þessa tónlist án þess að hringja sig inn veikan daginn eftir. Maður fær grænar bólur, hita og svitaköst. Svefninn raskast, enda vaknar maður við martraðir trekk í trekk. Nickelback spilar einhvers konar gerilsneydda, fitusprengda útgáfu af poppuðu rokki með gítarsólóum ættuðum úr þunga- rokki. Lögin fjalla flest um brjóst, bús og rassa, en þrátt fyrir það eru textarnir ekki skemmtilegir. Hvernig hægt er að klúðra þessu yrkisefni veit ég ekki. Lögin eru mörg keimlík — svipað leiðinleg. Sem sagt: Haltu þig frá Nickel- back. Hljómsveitin er það versta sem hefur komið fyrir tónlist frá því að Vanilla Ice byrjaði að semja þungarokk. - afb

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.