Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 32
32 24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM Landgræðslan hefur í áratugi ræktað fóður fyrir sauðfé bænda á okkar kostnað, með dreif- ingu á áburði og grasfræi, jafnvel með flugvélum, á þeim forsendum að reyna að minnka beit á mjög skemmdum svæðum. Í byrjun síð- ustu aldar var sandgræðslan, sem hún hét þá, stofnuð til að reyna að hamla gegn gríðarlegu sandfoki á landinu sem var að kæfa gróð- ur á stórum svæðum svo jafnvel heilu jarðirnar fóru þá undir sand á nokkrum dögum. Skógareyðing og rányrkja voru búin að eyða meira en helmingi af gróðurhulu landsins og flestir héldu að þetta væri náttúrulögmál sem ekkert væri hægt að gera við. Fljótlega fór þó að sjást smá árangur af baráttu við sandinn og seinna var nafni Sandgræðslunn- ar breytt í Landgræðslan. Átti þá að snúa sér meira að uppgræðslu á hverfandi gróðri landsins. Beiti- lönd voru þá orðin svo þrautpínd af ofbeit að fé kom á mörgum stöðum horað af fjalli. Það sanna heimild- ir og gamlar myndir úr réttum. Fé er yfirleitt stærra og vöðvameira í dag, sem sýnir að það hefur aðgang að meira fóðri, oftar en ekki í boði Landgræðslunnar. Ógrynni af grasfræi og áburði hefur verið dreift á illa gróin heið- arlönd. Síðan er beit þar jafnóðum, vegna lausagöngu sauðfjár, því engin von er til þess að hægt sé að girða af heilu heiðarlöndin. Mörg örfoka svæði hefur þó tekist að girða, með óheyrilegum kostnaði, til að hægt sé að græða þau upp, og stundum afhent aftur til beitar þegar þau voru gróin. Ekki dugir það samt til að bjarga landskemmdum vegna beitarinn- ar, því heilu afréttirnir hafa sum- staðar verið ofnýttir þar til bók- staflega allur gróður var búinn og auðnin ein eftir. Búfjárbændur bera enga ábyrgð á landinu sem þeir beita. Oft er landið jafnvel í annarra eign eða þjóðlendur, sem eru okkar sameiginlega eign. Engin takmörk eru á því hve mikið fé má ganga á gróðri lands- ins. Þegar það var sem flest, um og upp úr miðju seinustu aldar, voru 2.000.000 á beit auk tugi þúsunda hrossa. Þá urðu miklar skemmdir á gróðri landsins á stuttum tíma, auk þess sem losna þurfti við mörg tonn af offramleiddu kjöti á hverju hausti. Það var svo ýmist urðað með miklum kostnaði eða niður- greitt til útlanda, af ríkinu þ.e. okkur, fyrir milljarða á hverju ári. Samt vorum við búin að borga bændunum milljarða á ári fyrir að framleiða þessar óþarfa skepnur með beingreiðslum og ótal styrkj- um. Ofan á það bætast landspjöllin af ofbeitinni og kostnaður við stöð- ugar viðgerðir Landgræðslunnar til að reyna að halda í við skemmd- irnar. Svona hefur verið farið með skattpeningana okkar í áratugi, einungis til þess að bændur sem vilja hafa sauðfé geti framleitt eins margar skepnur og þá lyst- ir, á okkar kostnað og landsins en landskemmdir verða seint metnar til fjár. 4 milljarðar fara í bein- greiðslur til sauðfjárbænda á ári. Ekki er þörf fyrir nema helming- inn af kjötframleiðslunni og þá gætu 2 milljarðar farið í t.d. skóla eða sjúkrahús eða þar sem ríkir neyðarástand, sem er víða. Hvers vegna reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í þessu fáránlega máli. Þórólfur Matt- híasson hagfræðiprófessor styður með rökum í nýlegri blaðagrein að sauðfjárbúskapurinn eins og hann er rekinn í dag kosti ríkisjóð 7 milljarða tap á ári. Og það þó ekki séu taldar með landskemmdirnar og girðingafárið sem er orðið eins og net yfir landið, bara til að girða okkur frá sauðkindinni. Af hverju er þetta aldrei rætt á þingi? Það er eins og það sé feimnismál, að ekki megi minnast á þetta ástand. Áfram er bara ausið úr ríkis- sjóði af gömlum vana, í sauðfjár- ræktina, ekkert eftirlit er með því í hvað allir þessir peningar okkar fara. Þeir ráðstafa þeim eftir sínum hentugleik og öll skil- yrði um sjálfbæra nýtingu virt að vettugi. Það vantar lög til að geta brugðist við, segir landgræðslu- stjóri. Gæti verið að landsfeð- urnir sem sitja á þingi og eiga að gæta hagsmuna lands og þjóð- ar séu svo hræddir við að missa dýr atkvæði bændanna ef stugg- að væri við þessum ótrúlegu for- réttindum þeirra, að það sé þög- ult samkomulag innan flokkanna að þegja málið í hel á meðan við sofum á verðinum. Gæti ekki verið að við séum að vakna, búin að fá nóg og segjum hingað og ekki lengra, förum að skoða og ræða um hvernig við getum búið vistvænt og sjálfbært í landinu án þess að valda því óbætanleg- um skaða. Það er ekkert sjálfgefið að það henti best til hömlulausrar sauðfjárræktar. Vöknum af ald- ardoðanum! Við eigum ótal önnur tækifæri. Vekjum þann kraft og hug- myndaauðgi sem býr í þjóðinni til að velja það sem best hentar þessu landi og þjóð. Breytum og bætum, framtíðinni til góðs. Til þess er okkur gefið þetta líf. Landgræðslan ræktar fóður fyrir sauðfé Kópavogsdalur og Fossvogsdal-ur eru tvær af útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins. Um dalina renna lækir sem eru að hluta til í náttúrulegum farvegi og taka til sín yfirborðsvatn og vatn úr regn- vatnsleiðslum bæjarins og skila því til sjávar. Í lækjunum þrífast margs konar ferskvatnstegundir og hafa lækirnir verið uppspretta náms og vettvangur fróðleiks- fúsra krakka við leiki, rannsóknir og veiðar. Kennarar fara með nem- endur sína að lækjunum í rann- sóknarferðir og hef ég sjálf mikið nýtt lækina og umhverfi þeirra við náttúrufræðikennslu og útinám. Að beiðni Kópavogsbæjar gerði Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarð- ar- og Kópavogssvæðis mælingar á magni saurkólígerla í Fossvogs- læk og Kópavogslæk í lok ágúst sl., eftir að þeim hafði verið hætt í tíð fyrrverandi meirihluta bæjarins. Á nokkrum stöðum reyndist gerla- magnið eða skólpmengunin marg- falt yfir ásættanlegum mörkum. Verst var ástandið innst í Fossvogs- dalnum, við gróðrarstöðina Mörk og við Dalveginn í Kópavogsdal. Í október voru aftur gerðar mælingar og niðurstöður svipað- ar. Orsök þessa mikla gerlamagns er aðallega rangtengingar lagna í nærliggjandi hverfum í Kópavogi og Reykjavík. Um rangtengingar er að ræða þegar skolplagnir eru tengdar inn á regnvatnslagnir og þá rennur skolpið óhreinsað í læk- ina í stað þess að það fari í skolp- lagnir og því dælt í skolphreinsi- stöð. Kópavogsbær hefur um árabil unnið að því að leita uppi og lag- færa rangtengingar skolplagna bæði frá fyrirtækjum og íbúðar- húsum og í regnvatnsleiðslum bæjarins, en eftir að niðurstöður mælinga lágu fyrir nú í haust var ákveðið að gera verulegt átak í því að finna rangtengingar. Nú er búið að finna og lagfæra rangtengingar innst í Kópavogsdal, en ekki hefur enn tekist að rekja hvar rangt er tengt í Fossvogsdal, en mun það vonandi takast hið fyrsta í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs leggur áherslu á að nú verði reglulega gerðar mælingar á gerlamagni í lækjunum og þann- ig fylgst með stöðunni og hægt að bregðast skjótt við ef gerlamagnið fer yfir ásættanleg mörk og grunur er um rangtengingar eða laskaðar skolplagnir. Mikilvægt er að íbúar og fyrirtæki leiti sér upplýsinga um tengingar lagna áður en farið er í framkvæmdir, þannig að rétt sé tengt! Jafnframt er vakin athygli bæj- arbúa á því að allt sem fer í niður- föll á bílaplönum íbúðarhúsa fer í regnvatnslagnir og því í Fossvogs- eða Kópavogslæk frá þeim hverfum sem eru í austurhluta Kópavogs og hluta Reykjavíkur. Ég beini því til íbúa að nota helst einungis vatn við bílaþvotta við heimahús og hella ekki neinum efnum í niðurföll utan- dyra svo sem málningu, eða þynni. Mikilvægt er að í regnvatnslagnir fari engin efni sem geta skaðað líf- ríkið eða heilsu manna. Ég vil jafnframt beina því til foreldra og þeirra sem vinna með börnum að láta þau ekki vera við leik eða nám þar sem ástandið er enn slæmt, því saurkólígerlar geta verið skaðlegir heilsu manna. Mikilvægt er að Fossvogsdalur og Kópavogsdalur geti verið útivist- arperlur með lækjum sem tifa um máða steina án þess að í þeim séu óboðnir gerlar og ýmis eiturefni. Tengjum rétt, lögum þær röngu og hellum engum óþverra í lagnirnar! Hjálpumst að við að halda lækjun- um hreinum! Lækir tifa í Kópavogs- dal og Fossvogsdal Það er húsnæðisekla á höfuð-borgarsvæðinu, það vita allir en hversu slæm hafði ég sjálf varla gert mér grein fyrir. Nokkrum vikum fyrir efnahags- hrunið flutti ég til landsins eftir sjö ára námsdvöl erlendis og hef verið spurð æ síðan hvernig það leggist í mig, hvort flutningurinn hafi ekki verið mistök. Því hef ég ávallt svarað neitandi vegna þess að í raun höfðu lífsgæði mín ekkert minnkað, eins og margra annarra, ég lærði að lifa spart á námsárunum og missti af lífs- gæðakapphlaupinu í heimalandi mínu. En í dag er þetta breytt, það hvarflar að mér að ég hafi gert mistök, að ég hefði ekki átt að flytja. Ég eignaðist son fyrir tæpum tveimur árum og ég er þakklát fyrir það að hann sé í nánu sambandi við ættingja sína en á sama tíma get ég ekki boðið honum upp á fasta búsetu. Barnsfaðir minn og ég höfum ekki getað fest kaup á íbúðarhús- næði og höfum því þurft að leigja og höfum verið heppin, hingað til. Við leigðum á sanngjörnu verði en fyrir þremur mánuðum seldist húsnæðið og við þurftum að flytja út. Og leitin að nýjum stað fyrir heimili okkar hefur ekki borið neinn árangur, fyrir lok mánaðarins fluttum við til tengdamóður minnar. Við erum heppin að geta það, við erum heppin að hún á stóran bílskúr sem rúmar búslóðina okkar og að hún var tilbúin að lána okkur svefnherbergið sitt. Það eru tveir möguleikar í stöð- unni hjá okkur, að halda leitinni áfram að leiguhúsnæði og greiða hundrað og fimmtíu til sjötíu þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð, svo ég tali nú ekki um það að sonur minn þurfi að skipta um leikskóla ef við þurfum að flytja á milli bæjarfélaga. Og hinn möguleikinn er að yfirtaka skuld- ir einhvers sem er kominn í þrot, einhverrar fjölskyldu sem er að missa húsnæðið sitt vegna þess að lánin hafa vaxið yfir verðmæti íbúðarinnar. Það myndi þýða að við hefðum fasta búsetu, þangað til við myndum missa tökin, þar til lánin hækkuðu enn meir. Leigumarkaðurinn á Íslandi er mjög ólíkur því sem gerist í nágrannalöndunum, hann er óskipulagður og leigusalar eru flestir einstaklingar með eina til tvær íbúðir á sínum snærum. Þetta leiðir til þess að búseta í leiguhúsnæði er ekki trygg, hún er háð duttlungum og högum ann- arra einstaklinga. Leigjendum er boðið upp á slæmar aðstæður, alltof hátt verð og óöryggi. Um daginn sendum við fyrir- spurn (á leigumiðlun) um þriggja herbergja íbúð sem var auglýst til leigu á hundrað og fjörutíu þúsund og fengum við þær upp- lýsingar að það væri sveppur í íbúðinni og fyrri leigjandi hefði flutt út, að hann teldi að hann hefði fengið astma sökum þess. Okkur bauðst að leigja íbúðina á þessu verði en hefðum þurft að sjá um þrif á húsnæðinu. Í ofaná- lag þá var leigan vísitölutengd sem þýðir það að eftir áramót gætum við verið að greiða hundr- að og fimmtíu þúsund, allt háð byggingarvísitölu. Á meðan við og fjölmargar aðrar fjölskyldur og einstakling- ar leita að íbúðum, flytja inn á ættingja og vini, sofa með börnin sín á sófum, þá á bankinn minn (og aðrir bankar) talsvert af íbúðarhúsnæði sem stendur autt og öllum veðböndum hefur verið aflétt. Íbúðalánasjóður á 130 íbúðir sem eiga að koma á mark- að en enn gerist ekkert í þeim efnum, engin íbúð hefur verið leigð út. Okkur gagnast ekkert að velferðarráð, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu gefi út viljayfirlýsingar um uppbyggingu á langtímaleigu- markaði, við þurfum að fá að flytja inn, ekki á morgun heldur í dag, áður en við, fólk og fjölskyld- ur úr öllum stigum þjóðfélagsins, menntað og ómenntað, flytjum úr landi sökum þess að við getum ekki boðið börnunum okkar upp á að ganga í sama leikskólann eða skólann í meira en eitt ár. Og það sem meira er, við getum ekki tekið þátt í nærsamfélagi og lagt okkar að mörkum í samfélags- legri uppbyggingu í hverfum, götum eða blokkum vegna þess að við erum bara gestir, sem verða að öllum líkindum farnir á morgun. Húsnæði óskast Umhverfismál Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs Landbúnaður Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fv. formaður Lífs og Lands Húsnæðismál Gunndís Ýr Finnbogadóttir myndlistamaður Áfram er bara ausið úr ríkissjóði af göml- um vana, í sauðfjárræktina, ekkert eftirlit er með því í hvað allir þessir peningar okkar fara. Þeir ráðstafa þeim eftir sínum hentugleik og öll skilyrði um sjálfbæra nýtingu virt að vettugi. Um rangteng- ingar er að ræða þegar skolplagnir eru tengdar inn á regnvatns- lagnir og þá rennur skolpið óhreinsað í læk- ina í stað þess að það fari í skolplagnir og því dælt í skolphreinsistöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.