Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 30
30 24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR Ég er alveg undrandi á þolin-mæði fólks. Skil ekki hvernig allt fólkið með stökkbreyttar hús- næðisskuldir sem það varla stend- ur undir og þarf að borga af fram á elliár heldur ró sinni. Það er bara eins og það hafi allt verið sett á deyfilyf. Hvar er reiða unga fólkið, aflið sem breytir samfélaginu? Það ætti að rísa upp gegn óréttlætinu og fara í greiðsluverkfall. Það er afar ósanngjarnt að sá sem tekur lán eigi einn að bera kostnaðinn þegar allar forsendur samningsins sem gerður var í upphafi gjörbreytast, en lánveitandinn beri engan kostn- að. Þannig er allavega ekki samið við þá sem skulda milljarðana, eins og dæmin sanna. Ég skil bara ekki í að fólk láti bjóða sér þetta. Kannski er það vegna þess að það á sér engan málsvara í samfélaginu. Verkalýðshreyfingin sem hefði átt að standa með almenningi hefur sagt sig í flokk með fjármagnseig- endum, til að vernda lífeyrissjóðina og vinstri stjórnin fylgir á eftir. Hugsunarháttur frjálshyggjunn- ar lifir enn; auðmagnið skal fá allt og við hin ekkert. Hvað er hægt að gera í þessu? Aldrei hefur sá sem hefur auðinn gefið nokkuð eftir handa hinum af frjálsum vilja eins og sagan sýnir. Velferðarsamfélag- ið var byggt upp af fólkinu í verka- lýðsfélögunum sem háði harða baráttu fyrir öllu sem við teljum sjálfsagt í dag, t.d. mannsæmandi launum, 40 stunda vinnuviku, sum- arfríum, almannatryggingum og lífeyrissjóðunum. Ekkert af þessu fékkst gefins heldur var sótt með samtakamætti launafólks í hörðum slag og með verkföllum. Það er hverjum manni hollt að kynna sér sögu verkalýðs- baráttunnar á síðustu öld. Þar má sjá hvernig við öðluðumst þessi réttindi. Þrotlaus barátta alþýðunn- ar undir stjórn manna, sem gáfu alla sína ævi, alla sína krafta til að sækja okkur réttindi. Í dag eigum við ekkert slíkt afl, undir vinstri stjórn. Við verðum að gera þetta sjálf! Þegar ekkert er hlustað á sanngjarnar kröfur fólks um leiðréttingu skulda á það að beita eina vopninu sem hefur dugað í baráttunni í gegnum tíðina, verk- fallsvopninu. Fjármagnsleigjendur eiga að taka saman höndum og fara í greiðsluverkfall, hætta að borga af lánunum og krefjast þess að fjár- magnseigendur taki sinn skerf af hækkunum húsnæðisskuldanna. Samtakamátturinn er sterkt afl og ef 1.000 skuldarar taka sig saman og hver leggur í pottinn 30 milljóna fasteignaskuld er kominn samningamáttur upp á 30 millj- arða. Og ef 10.000 skuldarar taka saman höndum er kominn samn- ingamáttur uppá 300.000 milljarða! Ætli bankarnir og stjórnvöld væru þá til í að ræða málin í stað þess að kyrkja einn og einn skuldara hægt með stuttri snöru eins og nú tíðk- ast? Ef fjárvaldið vill ekki semja getur verkfallið staðið lengi en fólk hefur bara gott af því að taka sér nokkra mánaða eða ára frí frá afborgunum og lifa svolítið. Auð- vitað rekur fjárvaldið upp rama- kvein; „Ekki hægt! Ekki svigrúm! Bankarnir fara á hausinn! Íbúðal- ánasjóður fer á hausinn! Lífeyris- sjóðirnir tapa miklu og það bitnar á gamla fólkinu. Ólöglegt! Bannað að semja saman!“ Halló (eins og barnabörnin mín segja) það var hægt að fjármagna allar banka- innistæður þeirra sem áttu peninga í hruninu og bara spurning um póli- tískan vilja að fjármagna lækkun húsnæðislána. Ef bankarnir eru búnir að nota allt svigrúmið til skuldalækkana til að eignast fyrirtækin í landinu verða þeir bara að taka féð af hagn- aði næstu ára. Kannski að hræ- gammasjóðirnir sem eiga bankana þurfi þá að lækka eitthvað ávöxtun- arkröfur sínar af skuldunum okkar sem þeir fengu á spottprís. Lífeyr- issjóðirnir munu líklega þurfa að lækka iðgjöld eitthvað, (þó ekki væri nema vegna hversu miklu þeir töpuðu á braskinu með auðfávitun- um). það er í lagi mín vegna. Það gengur ekki að öll unga kynslóðin sé hneppt í fjötra, það mun draga úr henni allan kraft og ekki verð- ur það lífeyrissjóðunum og samfé- laginu til góðs. Því verður eflaust haldið fram að greiðsluverkfall sé ólöglegt. Í því samhengi má benda á að allar stór- ar breytingar á samfélögum voru ólöglegar í upphafi, þar á meðal verkföllin og lýðræðisbyltingarn- ar. Skortur á greiðsluvilja er eina vopnið sem fólk hefur, það eina sem hlustað er á, en það þýðir ekkert að einn og einn hætti að borga, sagan sýnir að það þarf samtakamátt. Af hverju tekur ekki eitthvað af þessu unga fólki sig til og notar netið til að safna húsnæðisskuldum sínum í pott og semur saman við fjár- magnseigendur um sanngjarna lækkun? Arabarnir notuðu netið til að breyta sínu samfélagi svo við hljótum að geta það líka. Er búið að setja róandi í Gvendarbrunnana? Fjármál Jóna Sigurjónsdóttir ellilífeyrisþegi Því verður eflaust haldið fram að greiðsluverkfall sé ólöglegt. Í því sam- hengi má benda á að allar stórar breyt- ingar á samfélögum voru ólöglegar í upphafi, þar á meðal verkföllin og lýðræðisbyltingarnar. Reyksíminn 11 ára Á haustdögum árið 1999 var samankominn hópur eldhuga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga (HÞ) sem með krafti og dug setti á laggirnar „Ráðgjöf í reykbind- indi“, símaþjónustu fyrir allt landið til að hjálpa Íslendingum að hætta að reykja. Fyrirmynd- in kom frá Svíþjóð, en Íslending- urinn Ásgeir Helgason var einn stofnenda sænska „Reyksímans“ (Sluta-röka-linjen). Ásgeir fór í samstarf við HÞ og hjálpaði til við að stofna íslenska „Reyksím- ann“ sem Ráðgjöf í reykbindindi er kölluð í daglegu tali. Reyksíminn opnaði fyrsta virka dag ársins 2000. Reyksíminn hafði ekkert fast ríkisfé í upphafi, en þjónustan var fljót að sanna sig, enda þarf ekki að hjálpa mörgum að hætta tóbaksnotk- un til að sparnaður í heilbrigðis- kerfinu verði ærinn. Reyksíminn er því rekinn fyrir ríkisfé í dag, en Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sér um framkvæmdina. Þjónusta Reyksímans byggir á heimasíðunni www.reyklaus. is og símalínunni 800-6030, en fólk hringir gjaldfrjálst í það númer. Símaþjónustan er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálfaðir ráðgjafar sem svara í símann. Fólk hringir inn með ýmis vandamál, spurningar og vangaveltur sem snúa að tób- aksnotkun. Ráðgjafar bjóða þeim sem hringja inn að koma í endur- hringingar, en þá er skjólstæðing- unum fylgt eftir í allt að heilt ár eftir að þeir eru orðnir tóbaks- lausir eða nikótínlausir. Í upphafi Reyksímans voru það fyrst og fremst þeir sem voru að hætta reykingum sem hringdu inn, síðar bættust við þeir sem vildu losna undan nikótínlyfjun- um og nú síðustu 2-3 árin hafa bæst við munntóbaks- fíklar, en það er vax- andi hópur meðal ung- menna og sérstaklega meðal stráka. Munntób- aksnotkun hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin og sérstak- lega eftir að bannað var að reykja á veitinga-, skemmti- og gististöð- um, en það bann tók gildi 1. júní 2007. Yngra fólkið sem er að byrja tóbaksnotkun fer margt beint í munn tóbakið (oftast íslenskt neftóbak sett í vör) og fer aldrei út í reykingarnar. Yngri skjólstæðingar Reyksím- ans eru því oft munntóbaksfíklar. Tóbaksmeðferðin gerir ráð fyrir að haft sé samband við skjólstæð- inga um sex sinnum á ári, hins vegar þarf að halda mun þéttar utan um munntóbaksfíklana, enda hefur það sýnt sig að nikótínmagn í munntóbaki er allt að fjórum sinnum meira en í einni sígarettu. Fíknin í munntóbakið er því mun meiri heldur en í sígarettuna og þurfa munntóbaksfíklar að hafa góðan sjálfsaga og stuðning til að hætta notkun tóbaksins. Það er því ekki lausn að fara úr síg- arettunum yfir í munn- eða nef- tóbakið, eða að fara úr einu tób- aki í annað. Jafnframt er búið að sýna fram á það í rannsóknum að munn- og neftóbak veldur miklum líkamlegum skaða. Ráðgjafar Reyksímans hafa náð góðum árangri í að hjálpa munntóbaksneytendum sem og öðrum nikótínneyt- endum. Úttektir á þjónustu Reyksím- ans sýna að íslenski Reyksíminn er með einn besta árangur- inn sem mælist í sam- anburði við erlenda Reyksíma, þegar skoð- að er hve margir eru tóbaks lausir eftir eitt ár. Þennan árangur viljum við þakka því hve vel menntuð við erum í heilbrigðisstétt á Íslandi, auk þess að þjónusta íslenska Reyksímans er mun einstaklingsmiðaðri heldur en í erlendum Reyksímum. Í íslenska Reyksímanum fylgir sami ráðgjafi sínum skjólstæð- ingi eftir, en það koma yfirleitt margir að eftirfylgni við skjól- stæðinga erlendu Reyksímanna. Þetta teljum við vera einn af okkar helstu kostum. Reyksíminn hefur ekki einungis sýnt góðan árangur, heldur er þetta líka ein ódýrasta heilbrigðisþjónustan á landsvísu. Heilbrigðismál Jóhanna S. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Símaþjónust- an er opin frá kl. 17-20 alla virka daga og eru sérþjálf- aðir ráðgjafar sem svara í símann. Í bók minni, Íslenskum komm-únistum 1918-1998, rek ég mörg dæmi þess, að íslenskir rithöfundar, sem samúð höfðu með sósíalisma, en leyfðu sér að gagnrýna Kremlverja, voru hrakyrtir og þeim útskúfað úr gömlum vinahópum. Má þar nefna Benjamín Eiríksson, Stein Steinarr, Jóhann Hjálmarsson og Arnór Hannibalsson. Sverr- ir Kristjánsson sagnfræðing- ur treysti sér af þeim ástæðum ekki einu sinni til að taka að sér verkefni fyrir Almenna bóka- félagið, eins og hann trúði fram- kvæmdastjóra félagsins, Bald- vini Tryggvasyni, fyrir. Sverrir hefur eflaust séð, hvernig fór fyrir skáldinu Jóni Óskari. Hann gaf 1964 út ferða- bók hjá Almenna bókafélaginu, þar sem kvartað var lítillega undan því ófrelsi, sem rithöf- undar ættu við að búa í Rúss- landi. Svo vildi til, að sama ár fékk hann listamannalaun. Óðar hófust gegn Jóni Óskari skrif í dagblaði sósíalista, Þjóðviljan- um, eins og ég rek í bók minni. Friðjón Stefánsson sagði til dæmis, að Jón Óskar hefði birt óhróður um Ráðstjórnarríkin. „Og eins og við manninn mælt: Hann skal upp í 18 þúsund króna flokk.“ Þorsteinn frá Hamri birti í Þjóðviljanum háðkvæði, þar sem hann setti fram sömu tilgátu: Jón Óskar hefði fengið átján þúsund krónur fyrir „sér- legt ferðastjá“ sitt. Í endurminn- ingum sínum sagði Jón Óskar, að Þjóðviljinn hefði eftir þetta skrifað gegn sér og sósíalistar hætt að heilsa sér á förnum vegi. Þorsteinn frá Hamri skrifar nú 22. nóvember athugasemd til mín í Fréttablaðið, þar sem hann sagði háðkvæði sitt frá 1964 ekki hafa beinst að Jóni Óskari, heldur að úthlutunarnefnd lista- mannalauna, sem hefði fram að þessu sniðgengið Jón Óskar. Þetta er yfirklór. Kvæði Þor- steins var augljós ádeila á Jón Óskar. Ef Þorsteinn frá Hamri var ósammála úthlutunarnefnd- inni, en ekki Jóni Óskari, af hverju orti hann þá gegn henni, eftir að hún hafði veitt Jóni Ósk- ari laun, en ekki á meðan hún neitaði honum um slík laun? Og ef Þorsteinn frá Hamri tók undir gagnrýni Jóns Óskars á Ráð- stjórnarríkin, hvers vegna þáði hann þá hálfs mánaðar boðsferð þangað haustið 1965, eins og ég skýri frá í bók minni? Athugasemd til Þorsteins frá Hamri Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skatt- lagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlind- ir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hóf- semi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrek- virki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veru- leikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breyt- ingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðar- menn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félags- leg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vanda- mál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju sam- félagi, eru mun algengari í sam- félögum sem einkennast af ójöfn- uði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfn- uður ríkir betri heilsu og lífslík- ur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneign- ir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félags- legur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að sam- heldni og samstaða tapast í sam- félögum sem einkennast af ójöfn- uði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og sam- heldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skóla- börn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjöl- skyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hag- vöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðar- innar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borg- aranna en það er sú hagvaxtar- mæling sem mestu skiptir. Að vera jafnaðarmaður Menning Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur Íslenskra kommúnista 1918-1998 Stjórnmál Magnús Orri Schram alþingismaður En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka sam- stöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.