Fréttablaðið - 24.11.2011, Side 8

Fréttablaðið - 24.11.2011, Side 8
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR8 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum Margar stærðir - frábært verð! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ VITA panelofn PKKP22 50x100cm 1063W Kr.12.290 m/vsk Hágæða ofnar VITA handklæðaofn kúptur króm 50x120 cm 18.990 VITA handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.990 PK-11 PKP-21 PKKP22 SÁDI-ARABÍA Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, afsalaði sér í gær völdum og féllst á að varaforseti sinn, Abed Rabbo Mansor Hadi, tæki við af sér. Gegn þessu er Saleh lofað að hann og fjölskylda hans verði ekki sótt til saka. Mótmælendur í Jemen fögnuðu afsögn forsetans, en gagnrýndu að samn- ingurinn eigi að tryggja honum refsileysi. Saleh hélt til Sádi-Arabíu í gær þar sem hann undirritaði samning um afsögnina við fulltrúa stjórnarandstöðunnar í Jemen, að viðstöddum Abdullah konungi Sádi-Arabíu. Samningurinn kveður á um að kosningar verði haldnar í Jemen innan þriggja mánaða. Einnig er gert ráð fyrir tveggja ára aðlögunartíma fyrir ný stjórnvöld. Saleh lofar jafnframt fullri samvinnu við stjórn- arandstöðuna, sem fær nú hlutdeild í stjórn lands- ins. Auk þess er kveðið á um að hann verði heiðurs- forseti landsins næstu þrjá mánuðina. Saleh segist ætla til Bandaríkjanna að leita sér þar lækninga. Hann virtist sáttur við þessi mála- lok og brosti breitt þegar hann undirritaði skjölin. Fjölmenn mótmælendahreyfing hefur krafist afsagnar Salehs síðan snemma árs, en hann hefur jafnan neitað að láta af völdum þar til nú. Lögregla og her hafa tekið hart á mótmælendum og hafa átökin kostað fjölda manns lífið. - gb Forseti Jemen undirritaði í Sádi-Arabíu samning um valdaafsal: Lofað refsileysi í stað afsagnar BÚINN AÐ UNDIRRITA Ali Abdullah Saleh virðist bara hæst- ánægður með að losna við að vera forseti. NORDICPHOTOS/AFP Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight LÖGREGLUMÁL Mennirnir sem eru í haldi grunaðir um skotárás um síðustu helgi skutu í átt að fórnar- lambi sínu úr bíl á ferð í miðri eftir- för. Þetta fullyrðir fórnarlambið, að því er fram kemur í gæsluvarð- haldsúrskurði yfir mönnunum. Samkvæmt frásögn þess sem varð fyrir árásinni fékk hann ítrekuð símtöl í aðdragandanum frá sautján ára pilti sem vildi hitta hann og boðaði hann að bílasölunni Höfðahöllinni. Mikil leit var gerð að piltinum dagana eftir árásina, hann loks handtekinn, yfirheyrður og síðan sleppt. Maðurinn kveðst hafa mætt á bílaplanið og þar hafi pilturinn tekið að sparka í bíl hans. Fljótlega hafi tveir menn stigið út úr nálæg- um bíl, annar vopnaður hagla- byssu, líklega afsagaðri. Hann hafi orðið skelkaður og bakkað af stað en þá hafi verið skotið á bílinn. Í kjölfarið hafi upphafist eftir- för, þar sem maðurinn ók undan árásarmönnunum en fljótlega hafi dregið mjög saman með þeim og þá hafi hann heyrt skothvell og afturrúðan í bíl hans sprungið. Hann hafi síðan brunað niður á lögreglustöð. Hæstiréttur staðfesti á þriðju- dag gæsluvarðhald yfir öðrum skotmannanna til föstudags. Hinn er einnig í varðhaldi. - sh Sautján ára piltur boðaði fórnarlamb skotárásar á fund sem reyndist fyrirsát: Hleyptu af byssunni í miðri eftirför AF VETTVANGI Skotárásin átti sér stað á þessu bílastæði við Höfðahöllina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR IÐNAÐUR Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vísar því á bug að stjórnvöld séu að svíkja samn- inga gagnvart stóriðjunni með fyrir- huguðu kolefnisgjaldi á rafskaut. Fyrsti áfangi skattheimtunnar komi ekki til framkvæmda fyrr en árið 2013, einmitt vegna samninga við stóriðjuna, en þeir renni sitt skeið á enda 2012. Vilmundur Jósefsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins, sakaði stjórnvöld um samningsrof í Fréttablaðinu í gær. Stóriðjan hefði fallist á að greiða fyrir- fram tekjuskatta á árunum 2010 til 2012 gegn því að ekki yrði lagt á kolefnisgjald á raf- skaut. Þá þýði gjaldið tvöfalda skatt- heimtu þar sem fyrirtækin þurfi einnig að kaupa hluta af losunar- heimildum sínum. Steingrímur segir þetta af og frá. Horft hafi verið til samninganna við tímasetningu gildistöku skattsins. Þá hafi aldrei staðið til að tvískatta fyrirtæki. „Í umsögn um þetta ákvæði í greinargerð er tekið fram að fram- haldið verði skoðað í ljósi þess hvernig fer með losunarheimildir og greiðslur fyrir þær. Það hefur aldrei staðið til að tvískatta og að fyrir- tækin greiði fullt kolefnisgjald og kaupi losunarheimildir til viðbótar. Það er beinlínis sagt að þetta verður endurskoðað.“ Steingrímur segir kolefnisgjöld vera umhverfisskatta og eiga að virka hvetjandi fyrir iðnaðinn til að þróa sínar tæknilausnir og draga úr losun. Vissulega sé líka horft til þess að þau afli tekna, ekki veiti af. Samkvæmt heimildum Frétta- Funda með stóriðju vegna kolefnisgjalds Stjórnvöld munu hitta fulltrúa stóriðjunnar vegna fyrirhugaðs kolefnisskatts sem styr hefur staðið um. Fjármálaráðherra segir fyrirtæki ekki verða tvískött- uð. Ekki komi til gjaldsins fyrr en 2013 vegna fyrri loforða gagnvart stóriðju. STEINGRÍMUR J. VIGFÚSSON blaðsins munu fara af stað viðræð- ur á milli stjórnvalda og fulltrúa stóriðjunnar um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að samkeppnis- staða Íslands skaðist við kolefnis- gjöldin. Fyrsti fundur verður á mánudag. Steingrímur segir að ekki sé ætl- unin að gjöldin verði meira íþyngj- andi hér en búast megi við að þau verði í öðrum löndum. Verkefnið sé að útfæra í einstaka tilvikum sam- hengið á milli kolefnisgjaldanna og þess sem fyrirtækin greiða fyrir losunarheimildir. kolbeinn@frettabladid.is ELKEM Forsvarsmenn Íslenska kísilfélagsins hafa verið harðrorðir vegna kolefnis- gjalds á rafskaut. Hann drepi niður eðlilegar forsendur fyrir kísilvinnslu á Íslandi. Steingrímur segir stóryrtar yfirlýsingar hafa fallið undanfarna daga og segir að best sé að anda rólega og sjá hvort ekki náist farsæl lending í þessu máli. Hann minnir á að búið sé að hækka kolefnisgjald upp í Evrópuviðmið á umferð og almennt atvinnulíf. Stóriðjan sé víða undanskilin, en ekki sé endilega sjálfgefið að svo sé. „Vissulega er um stórnotendur að ræða og það er rétt og skylt að fara yfir það hvernig þetta kemur við ýmsar tegundir iðnaðar. Við þurfum að skoða einstakar útfærslur og höfum tímann til þess, þar sem fyrsti hlutinn á ekki að bresta á fyrr en 2013.“ Einstaka tilfelli verði skoðuð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.