Fréttablaðið - 24.11.2011, Side 40

Fréttablaðið - 24.11.2011, Side 40
Kynning - AUGLÝSING Nýjasta afurð verslunarinnar Geysis eru ullarteppi sem byggja á gamalli íslenskri arf- leifð eins og ýmislegt annað sem þar er að finna. „Upprunalegu teppin voru gerð í Ullarverksmiðjunni Gefjun á Glerár- eyrum á Akureyri. Þar voru þau framleidd í þúsundatali og eflaust margir sem kannast við munstrið,“ segir Auður Karitas Ásgeirs dóttir, hönnuður hjá Geysi, sem er viss um að margir eigi slík teppi í fórum sínum enn þann dag í dag. Munstrið segir hún vera upprunnið í Sviss þaðan sem prjónavélarnar komu. Þeim fylgdu munsturspjöld sem var hægt að velja úr. Auður segir hönn- uði og eigendur Geysis hafa þekkt til teppanna og langað til að gera þess- um gömlu gersemum skil. Þau fást nú í tveimur útgáfum og yfir þeim er fallegur Sixties stíll. Önnur útgáfan er svört og grá en hin í brúnu sauða- litunum líkt og upprunalegu teppin. Þau eru framleidd úr íslenskum lopa frá Ístex. Auður Karitas segir teppin til valin sófateppi en líka góð til að sveipa um sig enda halda þau dásamlegum hita. Þau geta jafnframt verið falleg ábreiða. Teppin eru ýfð allnokkrum sinnum sem gerir þau mjúk viðkomu þrátt fyrir að vera úr ull. Til gamans má geta að Ullar- verksmiðjan Gefjun tók til starfa árið 1907 og þar var margháttaður verk- smiðjurekstur fram á tíunda áratug síðustu aldar. Auður Karitas segir ánægjulegt að taka upp þráðinn en það er stefna Geysis að halda merkj- um íslenskrar framleiðslu og þjóðar- arfs á lofti. Ullarteppi byggð á íslenskri arfleifð Verslunin Geysir hefur tekið upp þráðinn sem áður var spunninn í Ullarverksmiðjunni Gefjun á Akureyri og selur ullarteppi sem margir kannast við frá fornri tíð. Þau eru hlý og mjúk með gamalkunnu munstri. Teppin falla vel að öðru vöruúrvali Geysis þar sem þjóðararfinum er haldið á lofti. Teppin eru að sögn Auðar Karitasar tilvalin sófateppi en líka góð til að sveipa um sig enda halda þau dásamlegum hita. Þau geta jafnframt verið falleg ábreiða. Upprunalegu teppin voru framleidd í Ullarverksmiðjunni Gefjun sem tók til starfa á Akureyri árið 1907. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.