Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 12
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR12 Fyrstu 9 mánuðir 2011 2010 % Velta ................................................. 42.213.214.000 35.982.894.000 17% Vörunotkun ..................................... ( 34.942.797.000) ( 29.438.668.000) 19% Framlegð ......................................... 7.270.417.000 6.544.226.000 11% Rekstrarkostnaður .......................... ( 5.357.421.000) ( 5.589.661.000) -4% EBIDTA .............................................. 1.912.996.000 954.565.000 100% Afskriftir ........................................... ( 439.664.000) ( 382.000.000) 15% Rekstrarhagnaður .......................... 1.473.332.000 572.565.000 157% Fjármagnsliðir ................................. 261.521.000 ( 338.782.000) -177% Fjárhagsleg endurskipulagning ... 4.821.846.000 Hagnaður fyrir skatta ..................... 6.556.699.000 233.783.000 Skattar ............................................. ( 462.884.000) ( 34.865.000) Hagnaður eftir skatta ..................... 6.093.815.000 198.918.000 REKSTRARUPPGJÖR N1 JANÚAR – SEPTEMBER SPRENGJA Fjögur ríki lögðu jarð sprengjur í ár. Um milljón jarð sprengjum var eytt í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP HERNAÐUR Fjögur ríki lögðu jarð- sprengjur á þessu ári og hafa ekki svo mörg ríki lagt jarð- sprengjur síðan árið 2004. Í skýrslu Landmine Monitor Report kemur fram að fjögur ríki hafi lagt nýjar sprengjur í ár: Líbía, Ísrael, Búrma og Sýrland. Skæruliða hópar víða um heim nýttu sér einnig jarðsprengjur. 158 ríki hafa skrifað undir sáttmála um bann við notkun jarðsprengja. Um 4.000 manns slösuðust eða létust af völdum jarðsprengja í fyrra. Um milljón sprengja var eytt í fyrra af hundruðum ferkílómetra lands um allan heim. - þj Skýrsla Landmine Monitor: Fjögur ríki lögðu jarðsprengjur DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Sel- fossi hefur ákært tvo menn fyrir fíkniefnasmygl inn á Litla-Hraun. Annar maðurinn, 21 árs, er ákærður fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum flutt 9,24 grömm af kannabisefnum inn í fangelsið í endaþarmi sínum og afhent þau refsifanga í heimsóknarálmu. Fanginn, sem er 27 ára, er ákærður fyrir að veita efnunum móttöku. Fangaverðir fundu þau síðar um daginn í fórum hans. Hann var að afplána níu mánaða dóm, meðal annars fyrir að smygla rúmlega hundrað grömmum af kókaíni til landsins frá Danmörku í endaþarmi sínum. - sh Fluttu kannabis á Litla-Hraun: Endaþarms- smygl fyrir dóm FJÖLMIÐLAR Páll Magnússon útvarpsstjóri braut ekki lög þegar hann lét meðal annars þau orð falla að innan við 10 prósent þjóðarinnar næðu útsendingu Stöðvar 2 Sport og það væri verið að læsa íslenska handboltaliðið inni í kústaskáp með því að hafa útsendingu HM í handbolta 2011 á þeirri stöð. 365 miðlar kvörtuðu til Neytenda stofu í kjölfar um- mælanna og töldu þau brot á lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls hefðu átt sér stað sem blaða viðtal og væri því hans persónulega skoðun. Þau væru því ekki sett fram í atvinnu- skyni eða birt sem auglýsing. - sv Neytendastofa um kvörtun: Útvarpsstjóri braut ekki lög FIMMTUGUR SJIMPANSI Sjimpansinn Toni, sem alla ævi hefur verið í dýragarði í München í Þýskalandi, fékk ljúffenga köku í tilefni fimmtugsaf- mælis síns nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP ÖRYGGISMÁL Fulltrúar öryggismála og frá neyðarþjónustu í Noregi eru nú staddir hér á landi til að kynna sér fyrirkomulag fjarskiptaleiða Neyðarlínunnar. Einar Petersen, yfirráðgjafi hjá stofnuninni, segir mikilvægt fyrir Noreg að taka upp eitt neyðarnúm- er fyrir öll tilvik líkt og tíðkast hér á landi og víðast í Evrópu, til að einfalda úrvinnslu upplýsinga og stytta viðbragðstíma. „Við erum með þrjú númer: fyrir bruna, lögreglu og hættu,“ segir Petersen. „Við erum á Íslandi til að skoða hvernig hlutirnir eru gerð- ir hér og við teljum mikilvægt að finna sem flest sem vel er gert og læra af.“ Heimsóknin er eitt skref í nýju tilraunaverkefni í Noregi til að bæta viðbrögð við neyðarsímtöl- um, en líkt og greint hefur verið frá hafa Norðmenn fengið á sig harða gagnrýni eftir fjöldamorð- in í Útey og slakan viðbragðstíma. Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir norska neyðarkerfið afar flókið og samkvæmt persónu- verndarlögum sé ekki leyfilegt að miða út staðsetningu símtala. Því sé nú verið að breyta og verið sé að ráðast í tilraunaverkefni í Drammen sem byggt er á svip- uðu fyrirkomulagi og tíðkast hér á landi. „Þau eru að skoða fyrirkomu- lagið á samhæfingarstöðinni og sjá hvernig við vinnum saman í leit, björgunum og í tengslum við almannavarnir,“ segir Þór- hallur. „Einnig hafa þau skoðað þann kost að vera bara með eitt neyðarnúmer, en í Noregi eru þau nokkur.“ - sv Norskir fulltrúar frá neyðar- og öryggisþjónustunni skoða fyrirkomulag þjónustunnar hér á landi: Norðmenn vilja sameina neyðarnúmerin FRÁ ÚTEY Fulltrúar öryggismála og neyðarþjónustunnar norsku eru staddir hér á landi til að kynna sér eitt neyðarnúmer í stað þriggja. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Sementsverksmiðjan á Akra- nesi mun brátt hætta eigin framleiðslu breytist aðstæður á markaði fyrir- tækisins ekki verulega á næstunni. Það hefði óhjákvæmilega í för með sér fækkun starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá verk- smiðjunni. Í tilkynningunni segir að gríðarlegur samdráttur hafi orðið í sölu sements síð- ustu ár. Þá sé enn mikil óvissa um stöðu og horfur í byggingariðnaði. Verksmiðj- an muni því flytja inn sement frá norska framleiðandanum Norcem AS í stað þess að framleiða það sjálf. Norcem AS er einn af eigendum verksmiðjunnar en til stendur að flytja sementið frá Noregi til hafna á Akranesi og Akureyri. Þá kemur enn fremur fram í tilkynn- ingunni að gripið hafi verið til marg- víslegra aðgerða og skipulagsbreytinga með það að markmiði að framleiðslu yrði haldið áfram. Þær aðgerðir hafi hins vegar ekki dugað til og því verði fram- leiðslu hætt að öðru óbreyttu. Sementsverksmiðjan á von á því að sementssala verði um 30 þúsund tonn á þessu ári og verður árið þá það sölu- minnsta í áratuga sögu starfseminnar. Þá er lagerrými verksmiðjunnar fullt þrátt fyrir að hún hafi einungis fram- leitt sement í þrjá mánuði á árinu. - mþl Sementsverksmiðjan á Akranesi hættir brátt eigin framleiðslu að öðru óbreyttu: Flytja inn sement í stað þess að framleiða SEMENTSVERKSMIÐJAN Árið 2011 verður að öllum líkindum sölu- minnsta árið í 53 ára sögu verksmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.