Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 22
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga samtals 17,5% hlut í Klakka ehf., sem áður hét Exista. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Klakka/Existu, hefur eign þeirra í félaginu aukist jafnt og þétt frá því að nauðasamningur þess var stað- festur síðasta haust. Sjóðirnir eru Burlington Loan Management Ltd., CVI GVF (lux) Master S.A.R.L. og Fir Tree Value master fund L.P. Arion banki er langstærsti ein- staki hluthafi Klakka/Existu með 44,9% eignarhlut. Á meðal annarra eigenda eru franski bankinn BNP Paribas og Lífeyrissjóður verslun- armanna sem eiga 2,2% hvor. Hlut- höfum í Klakka/Existu fækkaði úr 24.952 í 163 við fjárhagslega endur- skipulagningu. Helstu eignir félags- ins eru Skipti hf. (móðurfélag Sím- ans, Mílu og Skjásins), VÍS, Lífís og Lýsing hf. Klakki/Exista tapaði 10,5 millj- örðum króna í fyrra og skuldir félagsins lækkuðu um 307,8 millj- arða króna milli ára eftir að félagið gekk í gegnum nauðasamning. Eigið fé þess var jákvætt um 65 milljarða króna um síðustu áramót eftir að hafa verið neikvætt um 210 millj- arða króna ári áður. Eiginfjárstað- an er því afar sterk. Þetta kemur fram í ársreikningi Klakka/Existu sem skilað var inn til ársreikninga- skrár 17. nóvember síðastliðinn. Í nauðasamningi félagsins, sem var staðfestur 17. október 2010, fólst meðal annars að kröfuhafar þess breyttu 10% af 239,1 milljarða króna kröfum í hlutafé. 90% þeirra var síðan breytt í kröfur sem breyt- anlegar eru í hlutabréf í félaginu ef því tekst ekki að greiða skuldina til baka á tímabilinu 31. desember 2020 til loka árs 2030. Upphæðin fluttist við það af efnahagsreikn- ingi Klakka/Existu. Í kjölfarið fengu kröfuhafar öll yfirráð yfir félaginu. Til viðbótar var víkjandi láni upp á 47 milljarða króna breytt í hlutafé í fyrra. Vegna þessa lækkuðu skuldir Klakka/Existu-samstæðunnar um 308 milljarða króna í fyrra. Um er að ræða stærstu staðfestu niður- færslu á lánum til íslensks fyrir- tækis, ef föllnu bankarnir eru frá- taldir. Kröfuhafar Stoða, sem áður hét FL Group, höfðu átt það met en þeir færðu niður skuldir þess félags um 225 milljarða króna þegar það var fjárhagslega endurskipulagt árið 2009. Pétur segir að eignarhaldið á Klakka/Existu hafi tekið nokkrum breytingum eftir að nauðasamn- ingurinn var samþykktur. Meðal annars hafi hlutafé félagsins verið aukið eftir að nýjar kröfur voru samþykktar til að greiða eigendum Sími +354 590 2200 // Fax +354 590 2299 // utleiga@eik.is // www.eik.is Atvinnuhúsnæði sem hentar þér Skeifan 19, verslunarhúsnæði Verslunar- og lagerhúsnæði á besta stað í Skeifunni. Stærð: 178,7 m2 Laust: Nú þegar Lýsing: Verslunar- og lagerhúsnæði á fjölförnum stað í Skeifunni. Verslunin er vel sjáanleg frá götu og með góðum gluggum. Vilhelm Patrick Bernhöft GSM: 663-9000 Netfang: vilhelm@eik.is 0,4% VAR AUKNINGIN í kaupmætti launa í októbermánuði. Eigendur Klakka/Existu 18. október síðastliðinn. Arion banki hf. 44,9% Burlington Loan Management LTD 11,7% CVI GVF (lux) Master S.A.R.L. 2,9% Fir Tree Value master fund L.P. 2,9% BNP Paribas London Branch 2,2% Lífeyrissjóður verslunarmanna 2,2% Aðrir hluthafar 33,2% Vogunarsjóðir eiga hlut í Existu Skuldir Klakka, áður Existu, lækkuðu um rúmlega 300 milljarða króna í fyrra. Eigið fé félagsins eftir endurskipulagningu er 65 millj- arðar króna. Arion banki, erlendir vogunarsjóðir og lífeyrissjóður eru á meðal stærstu eigenda. Klakki á meðal annars Símann og VÍS. VÍS Á meðal stærstu eigna Klakka/Exista eru Vátryggingafélag Íslands, Skipti (móðurfélag Símans) og Lýsing. hlut eiga þrír erlendir vogunarsjóðir í Klakki sem áður hét Exista. 17,5% Spurður um framtíðaráform Klakka/Existu segir Pétur það nú vera eignar- haldsfélag sem ræktar eignir sínar til að gera þær betri og verðmætari. „Við höfum fengið nokkur tilboð í sölu á rekstri Lýsingar. Það er verið að vinna í þeim. Annars erum við bara að rækta aðrar eignir okkar og undirbúa þær fyrir sölu einhvern tímann í framtíðinni. Það gæti orðið eftir sex mánuði, það gæti orðið eftir tvö ár. Það er engin stefna komin önnur en sú að auka verðmæti þessara eigna.“ Hafa fengið tilboð í rekstur Lýsingar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í gær að hefja formlega rannsókn á lánveitingum íslenska ríkisins til fjárfestingabankanna VBS, Sögu og Askar Capital. Bankarnir þrír fengu samtals 52 milljarða króna lánaða frá ríkinu í mars 2009. Saga og VBS fengu samtals 46 milljarða króna lánaða. Lánin voru til sjö ára á 2% vöxtum. Markaðs- vextir á þeim tíma voru um 12%. Báðir bankarnir tekjufærðu vaxta- áhrif lánsins afturvirkt í ársreikn- ingum sínum fyrir árið 2008. Við það varð eiginfjárstaða bankanna jákvæð og þeir keyptu sér auk- inn líftíma. VBS féll innan við ári síðar. Hann greiddi aldrei af lánun- um. Lýstar kröfur í bú hans námu um 48 milljörðum króna. Ekki er búist við því að mikið fáist upp í þær. Starfsleyfi Sögu var nýverið afturkallað. Einungis tveir starfs- menn eru eftir hjá fyrirtækinu. Seðlabanki Íslands er eigandi Sögu í dag. Askar Capital, sem fékk 6 milljarða króna lán frá ríkinu, er líka gjaldþrota. Alls var 41,5 milljörðum króna kröfu lýst í bú bankans en litlar sem engar eignir eru í því. Leiði skoðun ESA í ljós að ríkis aðstoðin sem bönkunum þremur var veitt brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórn- völd krefji viðtakendurna um end- urgreiðslu hennar. Tveir fjárfest- ingabankanna eru gjaldþrota og einn er hættur nánast allri starf- semi. - þsj Formlega rannsókn á lánveitingum ríkisins: ESA rannsakar lán til VBS, Sögu og Aska FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon var nýtekinn við ráðherraembætti þegar lánin voru veitt. þeirra. Það gerðist síðast í ágúst þegar hlutaféð var aukið um 6,4 milljarða króna. Að sögn Péturs eru erlendir vog- unarsjóðir á meðal þeirra sem hafa eignast hluti með þessum hætti. „Það hafa komið inn kröfur í þeirra eigu sem hafa verið samþykktar og þeim síðan breytt í hlutafé. Síðan höfum við orðið varir við að ýmsir aðilar hafa verið að selja kröfur sínar til vogunarsjóða sem hafa þá stækkað sem eigendur. Sumir vog- unarsjóðanna hafa reyndar verið stórir eigendur frá því að nauða- samningurinn var samþykktur en ég hef tekið eftir því að þeir hafa verið að bæta við sig.“ thordur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.