Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 58
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR42
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
16.11.11 - 22.11.11
Risabrandarabók Andrésar - Walt Disney
Ómunatíð - Styrmir Gunnarsson
Keli minn sem hvarf - Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir
Húshjálpin - kilja - Kathryn Stockett
Holl ráð Hugos - Hugo Þórisson
Glósubók Ævars vísindamanns - Ævar Þór Benediktsson
Jólasyrpan 2011 - Walt Disney
Uppeldi er ævintýri - Margrét Pála Ólafsdóttir
Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson
Einvígið - Arnaldur Indriðason
SAMKVÆMT BÓKSÖLU
Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
„Arnaldur kann þá list að vefa glæpasögu … Staðsetning sögunnar
í tíma er snilldarlega unnin … Spennandi og heilsteypt saga …“
Friðrika Benónýs / Fréttablaðið
42
menning@frettabladid.is
Ný bók um Ingibjörgu
Einars dóttur, eiginkonu
Jóns Sigurðssonar, varp-
ar ljósi á konuna á bak við
helstu frelsishetju Íslend-
inga á 19. öld. Margrét
Gunnarsdóttir sagnfræð-
ingur lagðist meðal annars
yfir gamlar ljósmyndir,
sendibréf og minnismiða
til að raða saman bútunum
úr lífi Ingibjargar, sem þar
til nú hefur staðið í skugga
eiginmanns síns.
Fæstir vita nokkuð um Ingibjörgu
Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sig-
urðssonar, annað en kannski það að
þau hafi verið bræðrabörn og hún
hafi beðið hans í festum heima á
Íslandi í fjölda ára á meðan hann
bjó í Kaupmannahöfn. Þá hefur það
oft fylgt sögunni að hún hafi verið
heldur ófríð og skapmikil. Það var
hins vegar margt fleira spunnið í
þessa konu, sem á sinn sess skil-
inn í Íslandssögunni, að mati Mar-
grétar Gunnarsdóttur sagnfræð-
ings. Á næstu dögum kemur út eftir
hana bókin Ingibjörg sem hefur
verið í smíðum í þrjú ár.
Áhugi Margrétar á Ingibjörgu
kviknaði þó mun fyrr. „Ég hef
verið sögukennari í menntaskóla
í mörg ár og þar kennt um Jón og
sjálfstæðisbaráttuna, og þá í leið-
inni auðvitað um Ingibjörgu. Fyrir
tíu árum skrifaði ég kafla um Ingi-
björgu og Jón í kennslubók og
þegar ég fór í meistaranám varð
hún viðfangsefni ritgerðar minnar.
Síðan hef ég haldið áfram að rann-
saka heimildir sem tengjast henni
eftir að ég lauk prófinu.“
Bútunum raðað saman
Heimildir um Ingibjörgu hafa
ekki verið aðgengilegar, sér-
staklega ekki frá hennar yngri
árum, og því þurfti Margrét að
kafa djúpt eftir þeim. „Ég er
með á annan tug bréfa sem hún
skrifaði á síðari hluta ævi sinn-
ar. Hins vegar er ég með mörg
þúsund bréf til og frá Jóni, sem
varpa mörg hver ljósi á henn-
ar líf. Ég farið í gegnum fleiri
hundruð síður af þjóðmála-
skrifum í þessum bréfum, til
að finna kannski eina máls-
grein inn á milli sem tengist
Ingibjörgu. Þetta er því búin
að vera mikil leit.“
Ýmislegt skemmtilegt kom
upp úr krafsinu, sem nýttist
Margréti við að raða saman
bútunum úr lífi Ingibjargar.
Á Þjóðminjasafninu kom í
ljós töluvert safn ljósmynda
af Ingibjörgu, en þar eru líka
varðveittir fjölmargir munir
úr búi þeirra hjóna. Þá fannst
þó nokkuð af minnissneplum
frá Ingibjörgu, þar sem hún
hefur meðal annars skrifað
hjá sér hvað hún hefur verið
beðin um að kaupa fyrir vini
og vandamenn á Íslandi í
Kaupmannahöfn.
Bókin er ekki hefðbundin ævi-
saga, þar sem heimildirnar eru
brotakenndar. „Hún er ekki í
nákvæmri tímaröð og ég tek ákveð-
in atriði fyrir í nokkrum köflum.
Ég tek til að mynda ferðalög Ingi-
bjargar sérstaklega fyrir. Hún var
örugglega mesta ferðakona Íslands
á 19. öld, en hún fór tæplega 30
ferðir á milli Íslands og Danmerk-
ur.“
Bæði ákveðin og elskuleg
Í ævisögum sem ritaðar hafa verið
um Jón Sigurðsson hefur lítið sem
ekkert verið kafað ofan í persónu
Ingibjargar. Hún er nefnd örfáum
sinnum í bók Páls Eggerts Ólafs-
sonar um Jón, sem er ein lengsta
ævisaga sem komið hefur út á
Íslandi. „Þetta kom mér á óvart,
því ég hef séð að það eru nægar
heimildir sem sýna að hún stend-
ur fast og ákveðið með Jóni í hans
baráttu. Í því ljósi er eiginlega
ótrúlegt að hún hafi ekki fengið
meira rými í ævisögum hans.“
Þvert á móti hafi Ingibjörg held-
ur verið töluð niður í umræðunni
á Íslandi. „Það var um það rætt
að hún væri ómenntuð og í heim-
ildunum er töluvert um að henni
sé lýst sem skassi. Það er til fræg
ljósmynd af Jóni og Ingibjörgu, þar
sem hann er fínn og reffilegur en
hún hálfniðurdregin á svip. Það
má vera að þessi mynd hafi mótað
ímynd Íslendinga af henni. Það eru
hins vegar til margar myndir af
Ingibjörgu þar sem hún er huggu-
leg og alls ekkert niðurdregin. Það
er samt alveg greinilegt á heimild-
um að hún hefur verið föst fyrir og
ákveðin, en henni er líka lýst sem
elskulegri og hjartahlýrri.“
holmfridur@frettabladid.is
Föst fyrir og ákveðin, en
líka elskuleg og hjartahlý
GETUR EKKI SLITIÐ SIG FRÁ INGIBJÖRGU Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur hefur
kafað ofan í heimildir um Ingibjörgu Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar, á
undanförnum árum. Afrakstur þess lítur dagsins ljós á næstu dögum, þegar bók
hennar um Ingibjörgu kemur út. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kómedíuleikhúsið frumsýnir
jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna
um Bjálfansbarnið og bræður hans í
Listakaupstað á Ísafirði um helgina.
Sagt er frá vestfirsku jólasvein-
unum sem hafa ekki sést í manna-
byggðum í hundrað ár. Þessir
sveinar eru skrítnir og skondnir
enda heita þeir undarlegum nöfn-
um á borð við Lækjaræsir, Refur,
Froðusleikir og Bjálfansbarnið.
Höfundur og leikari er Elfar
Logi Hannesson, skapari jólasvein-
anna og umgjörðar er Marsibil G.
Kristjánsdóttir, Þórarinn Hannes-
son er höfundur jólasveinavísna og
leikstjóri er Ársæll Níelsson.
Ævintýrið verður frumsýnt á
laugardaginn og önnur sýning
verður á sunnudaginn. Eftir það
verður sýnt allar helgar í desemb-
er. Sýningar hefjast klukkan 14.
Sérstök hátíðarsýning verður milli
jóla og nýárs. - hhs
Nýtt verk fyrir börn
SÝNING Á TEIKNINGUM Þórarins Leifssonar úr skáldævisögu hans, Götumálaranum, verður opnuð á efstu hæð í Eymundsson
í Austurstræti klukkan 17 í dag. Götumálarinn kom út fyrir skömmu og segir frá ferðalagi Þórarins um Spán og Marokkó þegar hann var
tæplega tvítugur. Hann lifði á því að gera götulistaverk með krít og kynntist ýmsum skrautlegum persónum á ferðalögum sínum.
UNG INGIBJÖRG Á þessari mynd, sem
prýðir forsíðu bókar Margrétar, má
sjá Ingibjörgu unga. Nokkuð magn af
ljósmyndum af Ingibjörgu er að finna á
Þjóðminjasafninu.
REFFILEGUR JÓN OG ALVARLEG INGI-
BJÖRG Þessa frægu mynd af hjónunum
Jóni og Ingibjörgu segir Margrét líklega
hafa mótað ímynd þjóðarinnar af Ingi-
björgu.