Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 62
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR46
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 24. nóvember 2011
➜ Tónleikar
19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur
undir stjórn Ilvan Volkov í Eldborg í
Hörpu. Einleikari er Sæunn Þorsteins-
dóttir. Einnig verður frumflutt verk eftir
hina efnilegu Önnu Þorvaldsdóttur.
Miðaverð er frá kr. 2.000 til kr. 6.500.
20.00 Captain Fufanu og Cosmos spila
á Fimmtudagsforleik í Hinu húsinu. Allir
16 ára og eldri eru velkomnir. Frítt inn.
21.00 ADHD heldur útgáfutónleika á
Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000.
21.00 Bárujárn spilar á Kreppukvöldi
á Bar 11. Orri af X-977 spilar tónlist fyrir
og eftir tónleikana fyrir gesti. Aðgangur
er ókeypis.
21.00 Tríóið Glóðir spilar ljúfa tóna
fyrir gesti Café Rosenberg.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda
tónleika á Obladí Oblada, Frakkastíg 8.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 Ólafur Arnalds kemur fram
á fimmtu tónleikunum í tónleikaröð
tónlistarveitunnar gogoyoko. Þessir óraf-
mögnuðu tónar verða í Hvítu perlunni.
Miðaverð er kr. 1.500.
22.00 Gummi P verður með tónleika
á efri hæðinni á Faktorý. Miðaverð er
kr. 1.000. Á sama tíma þeytir Dj pabbi
skífum á neðri hæð.
22.00 Funk og djass hljómsveitin
Óregla leikur frumsamið efni á Gauki á
Stöng. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Dikta fagnar útkomu fjórðu
breiðskífu sinnar, Trust me, með tón-
leikum á Nasa við Austurvöll. 20 ára
aldurstakmark. Miðaverð er kr. 2.000.
➜ Leiklist
19.00 Leikverkið Saknað eftir Jón
Gunnar Þórðarson er sýnt í Rýminu á
Akureyri. Miðaverð er kr. 3.500.
20.00 Leikritið Endalok alheimsins
verður sýnt í Kvikunni í Grindavík. Miða-
verð er kr. 2.900.
20.00 Sýningin Steini, Pési og Gaur á
trommu er sýnd í Gamla bíói. Miðaverð
er kr. 3.500.
20.00 Leiksýningin Alvöru menn er
sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500.
20.00 Leikfélag Kópavogs frumsýnir
leikdagskrána Fernu. Sýningin fer fram
í leikhúsi félagsins í Funalind 2. Leik-
stjóri er Hörður Sigurðarson. Miðaverð
er 1.000 kr.
Japanska hljómsveitin Vampillia er
stödd hér á landi til að taka upp nýja
plötu, auk þess sem hún hitar upp
fyrir Ham á föstudagskvöld.
Upptökurnar fara fram í Gróður-
húsinu en Vampillia gaf fyrr á þessu
ári út plötuna Alchemic Heart. Þar
komu kunnir tónlistarmenn úr noise-
geiranum við sögu, þar á meðal með-
limir japönsku hljómsveitanna Bore-
doms og Ruins.
„Við spilum tónlist sem enginn
þekkir,“ segja meðlimir Vampillia
dularfullir, spurðir nánar út í hljóm-
sveitina. „Hljómsveitin var stofn-
uð fyrir fimm árum vegna þess að
við vildum hlusta á tónlist sem eng-
inn hafði áður heyrt.“ Á ferli sínum
hefur Vampillia gefið út eina kon-
sept-plötu og hina fyrrnefndu Alch-
emic Heart.
Meðlimir sveitarinnar segja að
Ísland hafi hentað mjög vel fyrir upp-
tökur á nýju plötunni. Eftir að þeim
lýkur heldur hljómsveitinu svo tón-
leika í Noregi, Belgíu og Bretlandi.
Fyrst spilar Vampillia þó á Gaukn-
um á föstudaginn og er tilhlökkunin
mikil hjá þeim fyrir tónleikunum.
Þar verður fyrsta sjö tommu smá-
skífa Ham kynnt. Hún inniheldur
lögin Sviksemi og hið óútgefna Tveir
dalir. Ghostigital kemur líka fram og
fer miðasala fram á Midi.is. - fb
Ísland hentar Vampillia afar vel
TAKA UPP Á ÍSLANDI Vampillia í Gróðurhúsinu þar sem hún tekur upp nýjustu plötu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON