Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2011, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.11.2011, Qupperneq 10
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Þarf að endurhugsa gjaldtöku á köldu vatni og fráveitu til að uppfylla kröfur í vatnatilskipun Evrópusambandsins (ESB)? Verðlagning á köldu vatni og frá- veitu á Íslandi er ekki byggð á nýt- ingu heldur er gjaldtakan áætluð út frá fasteignamati íbúðarhús- næðis. Slík gjaldtaka hvetur ekki notendur til hagkvæmrar nýting- ar auðlindarinnar, eins og hvatt er til í vatnatilskipun ESB (tilskipun um aðgerðaramma ESB um stefnu í vatnsmálum 2000/60/EB), en ákvæði hennar hafa verið lögfest hér á landi með lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011. Í nýútkominni greiningu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) á nýtingu vatns, sem unnin var fyrir Umhverfisstofnun, segir „Fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir kalt vatn og fráveitu þarf að breyta til að vera í samræmi við vatnatilskipun ESB [...] Vegna þess hve Ísland er auðugt af vatni er óvíst hvort ávinningur af skil- virkari nýtingu vatns sé kostnað- arins virði og hvort hagkvæmara sé fyrir Ísland að halda í núver- andi fyrirkomulag þótt það sam- ræmist ekki vatnatilskipuninni.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram það myndi kosta allt að 2,5 milljörðum króna að setja upp rennslismæla í öll íbúðarhús á Íslandi til að breyta verðlagn- ingu á köldu vatni og fráveitu. Það reiknast sem tíu til 25 þúsund krónur á hvert íbúðarhús. Notkun fyrirtækja er mæld og fyrir hana er greitt en yfirleitt á það ekki við um vatn til almennings sem er hverfandi lítil í heildarsamheng- inu. En höfum við Íslendingar þetta val? Hefur vatnatilskipunin ekki lagagildi hér á landi og ber okkur því ekki að fara eftir þeim laga- bókstaf? Hér ber að líta til þess að Íslend- ingar eru auðugasta þjóð heims þegar kemur að vatnsbúskap og það gerir stöðu okkar sérstaka hvað varðar vatnatilskipunina. Þeir sérfræðingar sem Fréttablað- ið leitaði til eru allir sammála um að undanþágur í 9. grein vatnatil- skipunarinnar eigi við um Ísland; að Íslendingar séu ekki skyldug- ir til að fylgja þrengsta skilningi laganna því notkun okkar á vatni er sjálfbær og við eigum létt með að rökstyðja okkar mál byggt á sérstöðu landsins. Eins á ákvæð- ið ekki að vera íþyngjandi í þeim skilningi að kostnaðurinn við úrbætur sé óhóflegur. Í raun er málið einfalt. Við erum svo rík af vatni að reglur um umgengni við þessa auðlind, settar í Evrópu þar sem víða er skortur á vatni, eiga einfaldlega illa við. svavar@frettabladid.is Svo auðug af vatni að lög eiga vart við Vatnatilskipun ESB setur kröfur um nýtingu á vatni sem Ísland uppfyllir ekki. Ísland er hins vegar svo auðugt af vatni að það veitir okkur arðbæra sérstöðu. SJÁLFSÖGÐ GÆÐI? Íslendingar nota mest vatn allra íbúa Evrópu eða 296 rúmmetra á hvern íbúa á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1. Aðildarríkin skulu taka tillit til meginreglunnar um endurheimt kostnaðar vegna vatnsþjónustu, þ.m.t. umhverfis- eða auðlinda- tengdan kostnað, með hliðsjón af efnahagslegu greiningunni sem gerð er í samræmi við III. viðauka … … skulu aðildarríkin sjá til þess: – að stefna í verðlagningu vatns verði notendum nægileg hvöt til þess að nýta vatnsauðlindir á hagkvæman hátt og styðji þannig við umhverfismarkmið þessarar tilskipunar, – að frá hinum ýmsu sviðum vatnsnotkunar, sem verði sundurliðuð í a.m.k. atvinnulíf, heimili og landbúnað, komi framlag fyrir kostnaði vegna vatnsþjónustu … 4. Aðildarríkin teljast ekki brjóta í bága við þessa til- skipun ef þau ákveða, í samræmi við venjur, að beita ekki ákvæðum annars málsliðar 1. mgr., og í því skyni viðeigandi ákvæðum 2. mgr., við tiltekna starfsemi er krefst vatnsnotkunar ef það stefnir ekki tilgangi og markmiðum tilskipunarinnar í hættu. Ef aðildarríkin beita ekki öðrum málslið 1. mgr. að fullu í stjórnunar- áætlunum fyrir vatnasviðaumdæmi skulu þau gera grein fyrir ástæðunum fyrir því. 9. grein vatnatilskipunar ESB STJÓRNMÁL Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki skilað ársreikningum til Ríkis- endurskoðunar eins og lög kveða á um, þrátt fyrir að skilafrestur hafi runnið út 1. október síðastlið- inn. Skil á reikningnum eru skil- yrði þess að stjórnmálasamtök eigi heimtingu á fjárframlagi úr ríkis- sjóði, samkvæmt lögum frá því í fyrra. „Ef þetta dregst fram yfir ára- mót þá er viðbúið að þeir finni fyrir því,“ segir Lárus Ögmunds- son hjá Ríkisendurskoðun. „En nú geri ég fastlega ráð fyrir því – og veit raunar – að þeir eru log- andi sveittir við að reyna að gegna þessari skyldu sinni.“ Lárus segir að Ríkis- endurskoðun geti sam- kvæmt lögunum kært trassaskap af þessu tagi til lögreglu. „Það eru í lögun- um refsiákvæði sem kæmu til skoðunar ef málið mundi vinda eitthvað upp á sig. Þeir áttu auðvitað að skila 1. október og núna hallar að 1. desember, þannig að maður spyr sig hvað drátturinn þarf að vera umtalsverður til að menn fari að horfa til þess. Ég held að það sé nú ekki komið að því marki að menn hugleiði það í alvöru. Úrræði eins og að halda eftir styrk- veitingum er það sem bítur, skyldi maður ætla.“ Lárus segist vita til þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi sýnt Ríkisendurskoðun reikning en sagst þurfa að skoða tiltekin atriði betur. „Og það hefur eitthvað dregist,“ segir hann. - sh Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ekki skilað ársreikningum þótt frestur hafi runnið út 1. október: Fá ekki ríkisstyrk ef reikningunum er ekki skilað LÍBÍA, AP Luis Moreno-Ocampo, saksóknari alþjóðlega sakadóm- stólsins í Haag, segir að réttarhöld yfir Seif al-Islam, syni Múammars Gaddafí, verði haldin í Líbíu. Dóm- ararnir verði líbískir. Alþjóðasakadómstóllinn muni hins vegar aðstoða líbísk stjórn- völd við réttarhöldin, til að tryggja að þau standist alþjóðlegar kröfur. Seif al-Islam var handtekinn í Líbíu í síðustu viku. Hann var eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn uppreisninni, sem steypti föður hans af stóli í sumar. - gb Alþjóðlegur saksóknari: Réttarhöldin verða í Líbíu JÓLALEGAR MÖRGÆSIR Starfsfólk sædýrasafns í Yokohama í Japan fann hjá sér óstjórnlega þörf til að setja jólalega trefla á þessar mörgæsir. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.