Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 74
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR58 Miðasala á gamlabio.is og midi.is. Símanúmer í miðasölu 563 4000. Opið mán.-mið. 14:00-18:00 og fim.-sun. 14:00-20:00. STEINI PÉSI &GAUR Á TROMMU Fimmtudagur 24.11.11 20:00 Föstudagur 25.11.11 22:30 Laugardagur 03.12.11 22:30 Fimmtudagur 08.12.11 22:30 Fimmtudagur 15.12.11 20:00 Föstudagur 16.12.11 22:30 Örfá sæti laus! Örfá sæti laus! Aukasýning! Aukasýning! Síðustu sýninga r fyrir jól! Steinar Júlíusson hönnuður hefur verið búsettur í Sví- þjóð í eitt ár. Hann komast nýverið í eftirsótt starfs- nám hjá framleiðslufyrir- tækinu Acne. „Ég er virkilega ánægður hérna enda alltaf líf og fjör innan fyrir- tækisins,“ segir Steinar Júlíusson, grafískur hönnuður, um starfsnám sitt hjá Acne Production í Stokk- hólmi. Framleiðslufyrirtækið er það fremsta í sinni röð í Svíþjóð og hefur hlotið ýmis verðlaun en Acne Productions framleiðir meðal annars auglýsingar fyrir fyrirtæki á borð við Ikea, Hennes & Mauritz, Toyota, Nokia og SAS. Einnig hefur fyrirtækið nýlokið við að framleiða sína fyrstu bíó- mynd í fullri lengd en undir Acne- merkinu má einnig finna fata- merkið Acne Fashion and Denim, sem hefur aldeilis verið að sækja í sig veðrið undanfarið ár, sem og Acne Communications. „Við erum hér á besta stað í bænum allt fyrirtækið, í gömlu húsi í Gamla Stan í Stokkhólmi, og það er auðvitað samgangur milli deilda. Tískumerkið er mjög frægt og yfirleitt er mikið í gangi þegar verið er að undirbúa sýningar og þegar fatalínurnar koma út,“ segir Steinar en hann hóf störf hjá Acne fyrir mánuði en hann hefur búið í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Áður en Steinar flutti út lauk hann námi í grafískri hönnun við Listaháskólann og vann meðal ann- ars á auglýsingastofum hér á landi. Steinar lauk diplómanámi í hreyfihönnun frá Hyper Island í vor og sótti í kjölfarið um starfs- nám hjá Acne, sem er mjög eftir- sóttur vinnustaður í þessum geira. Hann sér núna um að klippa og laga efni að internetinu og búa til hreyfigrafík á vefi. „Flest fyrir- tæki vilja gera vefi aðgengilegri fyrir notendur sína núna. Efni sem er lifandi og gagnvirkt er vinsælt.“ Steinar fullyrðir að starfsnámið sé í raun eins og eitt langt atvinnu- viðtal. „Þó að ég sé í lærlings- stöðu er ég fullgildur starfsmaður og auðvitað vonast ég eftir að fá vinnu hér að starfsnáminu loknu,“ segir Steinar, en því lýkur um ára- mótin. Steinar hlaut á dögunum styrk úr Hönnunarsjóði Auroru sem fleytir honum áfram á meðan á starfsnáminu stendur. „Þetta var frábært og algjör forsenda fyrir því að ég get verið í þessari stöðu. Styrkurinn jafngildir þriggja mán- aða launum.“ Steinari og fjölskyldu líkar vel í Stokkhólmi og geta þau vel hugsað sér að vera þar í nokkur ár enn. „Hér er gott að búa og við búin að koma okkur mjög vel fyrir.“ alfrun@frettabladid.is Ánægður hjá fremsta fram- leiðslufyrirtæki Svíþjóðar EINS OG LANGT ATVINNUVIÐTAL Grafíski hönnuðurinn Steinar Júlíusson segir starfs- nám sitt hjá fremsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar vera eins og langt atvinnuviðtal en hann vonast að sjálfsögðu eftir að fá vinnu þar að loknu lærlingstímabilinu um áramótin. MYND/HENRIKGÅNHEIM Jimi Hendrix hefur verið kjör- inn besti gítarleikari sögunnar af tímaritinu Rolling Stone. Þessi niðurstaða kemur líklega fáum á óvart enda hefur Hendrix lengi verið talinn einn sá allra fremsti. Í öðru sæti lenti Eric Clapton og þar á eftir kom Jimmy Page úr Led Zeppelin. Fjöldi sérfræðinga úr tónlistarheiminum, þar á meðal Tom Morello, gítarleikari Rage Against the Machine, tók þátt í valinu ásamt blaðamönnum Roll- ing Stone. „Jimi Hendrix víkkaði út hugarheim okkar um rokktón- list. Notkun hans á gítarnum var einstök, rétt eins og frammistaða hans í hljóðveri og uppi á sviði,“ sagði Morello. Aðrir sem komust á listann voru Keith Richards, Jeff Beck, B.B. King og Chuck Berry. Hendrix þótti bestur BESTUR Jimi Hendrix hefur verið valinn besti gítarleikari sögunnar. Tileinkuðu Magneu sigurinn „Af því að Magnea er einfald- lega besti íslenskukennarinn á landinu og við vildum skila þess- ari kveðju til hennar. Við vorum ótrúlega ánægð með að geta gert það og að hún skyldi vera að horfa á,“ segja þær Margrét Ósk Einarsdóttir, Þorbjörg Tinna Hjaltalín og Eglé Sipaviciute. Þær tóku allar þát í siguratriði hæfileikakeppninnar Skrekks sem að þessu sinni kom frá Háteigsskóla. Hópurinn ákvað að tileinka sigurinn Magneu Hrönn Stefánsdóttur, kennara í skólan- um, sem greindist með krabba- mein skömmu áður en keppnin fór fram. Stelpurnar viðurkenna að frétt- irnar af veikindum Magneu hafi haft mikil áhrif á nemendurna, hún sé ákaflega vel liðin meðal þeirra. Og þær vonast til að hún nái bata sem allra fyrst, hennar sé sárt saknað. Þær vildu nýta tækifærið og koma á framfæri kærri kveðju til Magneu í Frétta- blaðinu – henni er hér með komið á framfæri. Stelpurnar viðurkenna að þeim líði næstum eins og þjóðhetjum á göngum skólans. „Við erum allavega enn þá með medalíuna um hálsinn.“ Og þær segja að leiðbeinandi þeirra, Kolbrún Anna Björnsdóttir, eigi mikinn heiður skilinn, hún hafi sýnt þeim ótrúlega þolinmæði þegar þau hafi kannski verið á verstu stigum gelgjunnar, eins og þær komast sjálfar að orði. „Hún er drottningin, ekki nokkur spurn- ing. Og það er ótrúlegt að hún skuli hafa tekið sér allan þennan tíma í þetta,“ segja þær. Og þegar talið berst að stóru stundinni í Borgarleikhúsinu segja stelpurnar að sigurtilfinn- ingin í Borgarleikhúsinu hafi verið ólýsanleg og spennan yfir- þyrmandi, ekki síst þegar búið var að tilkynna þriðja og annað sætið. „Þetta var tvímælalaust ein af bestu stundunum í lífi okkar.“ -fgg HETJUR Krökkunum úr Skrekk-hópi Háteigsskóla var vel fagnað í skólanum þegar hópurinn var heiðraður og skólastjórinn afhenti þeim blóm af þessu tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.