Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 66
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR50 bio@frettabladid.is > VINNUR MEÐ COEN OG LEE Óskarsverðlaunahafinn Colin Firth hefur vart undan að vinna úr bitastæðum hlutverkum sem honum berast; hann er þessa dagana sterklega orðaður við kvikmynd Spikes Lee, Oldboy, og svo nýjasta verk Coen-bræðra, Gambit. Firth gæti því orðið fastagestur á stóra sviði Kodak-hallarinnar næstu árin. Christopher Nolan hefur gefið aðdáendum Leðurblöku mannsins nokkr- ar vísbendingar um hvernig þriðja og síðasta myndin um auð jöfurinn Bruce Wayne lítur út. Ljóst er að Batman mun þurfa að hafa sig allan við eigi götur Gotham að verða öruggar á ný. Ein af myndum næsta árs verð- ur The Dark Knight Rises, þriðja mynd Christophers Nolan um Bruce Wayne og hliðarsjálf hans, Leðurblökumanninn, og baráttu hans fyrir bættri Gotham-borg. Nolan upplýsir í mjög stuttu viðtali við kvikmyndatímaritið Empire um nokkur smáatriði í tengslum við þriðju myndina. „Hún gerist átta árum eftir Dark Knight þar sem við skildum við Batman í mjög skrítn- um aðstæðum. Bruce Wayne er því orðinn aðeins eldri og er ekki í góðu formi,“ útskýrir Nolan, en mikil leynd hefur hvílt yfir söguþræði myndarinnar. Nolan hefur lýst því yfir að þetta sé síðasta myndin sem hann geri um Leðurblökumanninn og hann segir Empire að myndin miði öll að því markmiði að ljúka þeirri sögu sem lagt hafi verið upp með í byrjun. Illmenni myndarinnar, Bane, verður af áður óþekktri stærðar- gráðu, en það er enski leikarinn Tom Hardy sem leikur hann. Nolan segir að Bane eigi eftir að verða ein mesta áskorun Leðurblökumanns- ins frá upphafi. „Hann á eftir að reyna á hann bæði andlega og líkam lega,“ segir Nolan, en fyrstu sex til sjö mínútur myndarinnar verða tileinkaðar sögu Bane. Hardy sjálfur segir að Bane sé ofbeldis- fullur í meira lagi. „Hann er stór náungi sem gengur mjög ákveð- ið til verks. Bardagaaðferðir hans eru kannski ekki fallegar en þær ná árangri. Hann þrífst á ofbeldi,“ segir Hardy, sem er nær óþekkjan- legur í hlutverkinu því stór gas- gríma hylur andlit hans. „Hann slasast mjög snemma í myndinni og er mjög þjáður. Hann þarf því á efninu frá grímunni að halda til að lifa,“ segir búningahönnuður mynd- arinnar, Lindy Hemming. Christian Bale tjáir sig hins vegar ekki um hlutverk sitt sem Leðurblökumaðurinn í viðtali við Empire. Hann lét hins vegar hafa eftir sér á blaðamannafundi The Flowers of War að það væri vissu- lega mikil hetjudáð að elta uppi vonda karla og koma þeim á bak við lás og slá. „Hins vegar neyðist Bruce Wayne til að horfast í augu við sjálfan sig.“ Bale sagði einnig að það hefðu verið forréttindi að vinna með Nolan og öðrum leik- urum myndarinnar. „Þeir náðu einhvern veginn alltaf að uppfylla allar kröfur Nolans.“ Fyrsta mynd Nolans um Leður- blökumanninn, Batman Begins, markaði upphafið að stórkostlegri (háfleyg lýsingarorð eru nauðsyn- leg á þessu stigi) túlkun leikstjór- ans á hinni mögnuðu myndasögu- hetju Bob Kane, en hún birtist lesendum fyrst árið 1939. Síðan þá hefur Hollywood, með mis- góðum árangri reyndar, reynt að færa þessa drungalegu hetju upp á hvíta tjaldið, enginn þó með betri árangri en Nolan. The Dark Knight Rises verður frumsýnd í júlí á næsta ári. LEÐURBLÖKULÍNUR SKÝRAST SKÚRKURINN OG HETJAN Eins og sjá má er Tom Hardy óþekkjanlegur í hlutverki óþokkans Bane. Christian Bale tekur sig hins vegar vel út sem Batman, en vel fór á með stjörnunum á milli taka á síðustu myndinni um Leðurblökumanninn. Samkvæmt bandaríska kvik- myndatímaritinu Variety er nú talið líklegt að Anthony Hopkins og Judi Dench leiki aðalhlutverkin í kvikmynd- inni Italian Shoes, eða Ítalskir skór, sem byggð verður á samnefndri bók sænska glæpasagnahöfundarins Hen ni ngs M a nkel l . Kenneth Branagh situr í leikstjórastól myndar- innar, en hann er mik- ill aðdáandi Mankells og hefur meðal annars leikið sjálfan Wallander í útgáfu breska ríkissjón- varpsins af glæpasögunum frægu. Bókin segir frá skurð- lækni sem er hættur störf- um og sestur að á afskekktri sænskri eyju. Þegar hann hittir gamla ástkonu er lífi hans snúið á hvolf og hann neyðist til að horfast í augu við fortíð sína. Branagh, sem hefur áður unnið með báðum leikurunum, segist í samtali við Variety vonast til að landa þeim báðum. Ráðgert er að tökur á myndinni hefjist seint á næsta ári eða í byrjun árs 2013 en það veltur allt á því hversu upptekin þau Hopkins og Dench eru. - fgg Gæðaleikarar í ítölskum skóm Teiknimyndin Happy Feet 2 verð- ur frumsýnd um helgina, en fyrri myndin sló eftirminnilega í gegn um allan heim. Engin hörgull er á stórstjörnum til að tala fyrir mörgæsirnar en meðal þeirra eru Elijah Wood, Robin Willi- ams, Hank Azaria, poppstjarnan Pink og Brad Pitt. Að þessu sinni fá áhorfendur að fylgjast með syni Mumble, Erik, sem gengur illa að fóta sig í heimi keisara- mörgæsanna. En hann fær líka veður af nýrri hættu sem á eftir að ógna lífi mörgæsanna, standi þær ekki saman. Áhugafólk um Cage-myndir getur tekið gleði sína á ný því þriðja myndin af fjórum sem Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið í á þessu ári verður frumsýnd. Að þessu sinni er það Seeking Justice. Hún er merkileg að því leyti að hún hefur fengið ágætis dóma, fær meðal annars 7,1 hjá imdb.com. Það skemm- ir varla fyrir að Guy Pearce er Cage til halds og trausts. Seeking Justice segir frá manni sem fær hjálp úr óvæntri átt þegar konu hans er misþyrmt, en umrædd hjálp á þó eftir að koma í bakið á honum. Og rúsínan í pylsuendanum er Jack and Jill, sem er nýjasta kvikmynd Adams Sandler. Myndin hefur fengið það vonda dóma að hún er jafn- vel sögð vera ein versta mynd allra tíma; hún fær 2,8 á imdb.com og fjögur prósent gagnrýnenda náðu að sjá eitthvað fallegt og fyndið við hana samkvæmt rotten tomatoes. com. - fgg Að margra mati eru fyrstu tvær Guðföður myndirnar besti tvíleikur allra tíma (flestir vilja nefnilega gleyma þriðju myndinni) og frammistaða Als Pacino sem Michael Corleone sennilega ein besta frammistaðan á hvíta tjaldinu. En nú hefur leikstjóri myndanna um mafíufjölskylduna, Francis Ford Coppola, varpað sprengju því hann lét hafa eftir sér við ljósmyndara TMZ-vefsíðunnar að fyrsta myndin hefði verið meira en nóg. Ljósmyndarinn hafði spurt hvort leik- stjórinn hygðist gera fleiri myndir um Corleone og félaga og fékk það svar að fyrsta myndin hefði átt að nægja, hún hefði verið trú bók Mario Puzo. Og fyrsta myndin var vissulega nánast fullkomin, leikarahópurinn glæsilegur með James Caan, Pacino og Diane Keaton í broddi fylkingar. Marlon Brando var auðvitað klæðskerasniðinn fyrir hlutverk Vito Corleone, glæpa- foringjans sem dreymir um að snúa við blaðinu. Mynd númer tvö var ekkert síðri enda hlaut Coppola Óskarinn sem besti leikstjórinn fyrir hana. Hún flakk- aði fram og aftur í tíma og Robert De Niro fór á kostum í hlutverki hins unga Vito sem nær að sölsa undir sig völd í New York í byrjun 20. aldarinnar. Þriðja myndin hefur síðan af mörgum verið talin smánarblettur á Guðföðursögunni og er einna helst minnst fyrir afleitan leik dóttur Coppola, Sofiu, sem sneri sér að leikstjórn eftir þetta skelfilega hliðar- skref. - fgg Ein Guðföðurmynd var nóg MAGNAÐAR Fyrstu tvær Guðföðurmyndirnar eru af mörgum taldar vera besti tvíleikur sem gerður hefur verið en nú hefur leikstjóri þeirra, Francis Ford Coppola, látið hafa eftir sér að ein hefði átt að nægja. NORDICPHOTOS/GETTY HENTA VEL Kenneth Branagh leikstýrir kvikmyndinni Ítalskir skór og vonast til að fá Anthony Hopkins og Judi Dench til að leika aðal- hlutverkin. VONT Nýjasta kvikmynd Adams Sandler, Jack and Jill, hefur fengið afleita dóma og er talað um hana sem eina verstu mynd allra tíma. Mörgæsastuð í bíóhúsunum alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.