Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 36

Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 36
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR36 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, bróðir og vinur, Páll Heiðar Jónsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og f.v. útvarpsmaður, Miðtúni 32, Reykjavík, lést laugardaginn 12. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.00. Aðstandendur. Frændi minn og vinur, Gunnar Steinþórsson lést að Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 22. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Steinþór Stefánsson Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðjón Tómasson Kleppsvegi 62, áður Álftamýri 53, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. nóvember. Sigríður Guðjónsdóttir Jón Ingvarsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Guðjón Axel Guðjónsson Katrín Björk Eyvindsdóttir Kristín Laufey Guðjónsdóttir Óðinn Vignir Jónasson Kristmann Óskarsson Bergljót Hermundsdóttir og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri Friðrik Axel Þorsteinsson Markarvegi 4, sem lést laugardaginn 19. nóvember á Landspítalanum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. nóvember kl. 13.00. Helga Þ. Einarsdóttir Inga Ísaksdóttir Matthías Friðriksson Svafa Grönfeldt Bjarki Friðriksson Bryndís Guðmundsdóttir Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir Gunnar Hafsteinsson og barnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jóhanna Valdimarsdóttir áður til heimilis að Haðalandi 15, Reykjavík, lést mánudaginn 21. nóvember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigurbjörg Edda Agnarsdóttir Benóný Eiríksson Svanhildur Agnarsdóttir Hafliði Sigtryggur Magnússon Agnar Rúnar Agnarsson Guðlaug Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, afi, bróðir og frændi, Stefán Agnar Óskarsson lést á hemili sínu hinn 20. nóvember. Útför fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Ása Jónsdóttir June Eva Clark Róbert Vilhjálmsson Ásdís Rós Clark Ayla Róbertsdóttir Jönsson og aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir frá Glerárskógum, Dvergabakka 4, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 15. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Dalabyggð laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Sætapantanir í s. 862-0546. Viðar G. Waage Björk Magnúsdóttir Steinar T. Karlsson Bjarnheiður Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, Hermann Valsteinsson Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram mánudaginn 28. nóvember kl. 13. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Haukur Hermannsson Ólöf Ásgeirsdóttir Pétur Ágúst Hermannsson Reynir Hermannsson Martha M. K. Ingimarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langaamma, Anna Einarsdóttir Hæðargarði 29, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 21. nóvember. Hendrik Skúlason Íris Sigurjónsdóttir Þórður Skúlason Elín Agnarsdóttir Davíð Davíðsson Embla Valberg Einar Davíðsson Helga Alfreðsdóttir Jóhannes Davíðsson Helga Jóhannesdóttir Ragnar Davíðsson Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Jón Halldór Davíðsson Petrea Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 56 EINAR KÁRASON rithöfundur og ljóðskáld er 56 ára.„Ef lífið er þjáning þá er líf á þessari eyju.“ Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúar- leg efni og samstarfsaðila þeirra, fagnar fimm ára afmæli í dag. Að samráðsvettvanginum standa fimmtán trúfélög en í þeim hópi eru kristin trúfélög og fulltrúar frá trúfélög- um múslíma, bahá´ía, búddista, Ásatrúarfélagsins og fleiri félögum. Markmið samráðsvettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf, í ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. „Það var að frumkvæði þjóðkirkjunnar sem farið var af stað árið 2005 en þá hafði hópur fólks innan kirkjunnar lýst yfir áhuga á að stofna breiðan vettvang með þátttöku sem flestra trúfélaga á Íslandi,“ segir Steinunn A. Björnsdóttir, ritari samráðsvettvangsins. „Þá voru um 20 skráð trúfélög á Íslandi en fjöldi þeirra fer vaxandi ár frá ári og eru þau um 35 í dag. Einar Skúlason, þáverandi framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, var til í að leggja hönd á plóg en okkur var mikið í mun að starfað yrði á jafnréttisgrundvelli og að við hittumst á hlutlausu svæði. Fyrsti fundurinn var því haldinn í Alþjóðahúsinu árið 2006.“ Þar var að sögn Steinunnar samin stofnskrá þar sem fyrr- greind markmið voru skilgreind. Fulltrúar félaganna hafa svo hist á eins til tveggja mánaða fresti. „Þar er unnið í átt að markmiðunum en auk þess lögð áhersla á að kynnast, sem er ekki síður mikilvægt. Við fórum til dæmis fljótlega að koma með mat á fundina, hvert úr sinni átt en matur skap- ar samfélag og við það kom allt önnur stemning í hópinn,“ lýsir Steinunn. Hún segir rætt um mál sem skipta sköpum innan trúfélaga og hafa verið haldnar málstofur um and- lát og útfarir, fordóma gagnvart trúarbrögðum, sem eru mismiklir eftir því hvaða trúarbrögð eiga í hlut, og trúar- legar byggingar svo dæmi séu nefnd. „Ég hefði svo mik- inn áhuga á að halda málstofu um ólíkar matarvenjur trú- félaga en hugmyndin hefur ekki ennþá fengið brautargengi,“ segir Steinunn. Í hverri málstofu er stutt innlegg frá fulltrú- um trúfélaganna til að fá nauðsynlega breidd í umræðuna. Steinunn segir starfið hafa gefist vel og allt sé þar gert í mesta bróðerni þó að ólíkar skoðanir komi fram. Hún segir fyrirmyndina meðal annars sótta til Noregs og að tekist hafi að lyfta mikilvægum málefnum fram. „Við viljum vera sam- ráðsvettvangur við ríki og sveitarfélög þó svo að við gefum ekki út neinar sameiginlegar yfirlýsingar enda mikilvægt að fólk sé ekki þvingað til að gangast undir eitthvað sem trú- félag þess ekki samþykkir.“ Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðarfundar í Ráð- húsi Reykjavíkur klukkan 17 og eru allir velkomnir. Þar munu þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Ögmundur Jónasson og sr. Þórhallur Heimisson flytja erindi og ávörp en auk þess verður boðið upp á dans- og tónlistaratriði. vera@frettablaðið.is SAMRÁÐSVETTVANGUR TRÚFÉLAGA: FAGNAR FIMM ÁRA STARFSAFMÆLI Eykur um- burðarlyndi FJÖLDI SKRÁÐRA TRÚFÉLAGA EYKST Steinunn myndi gjarnan vilja að fleiri skráð trúfélög yrðu aðilar að samráðsvettvanginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.