Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 6

Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 6
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR6 Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Nýjustu heyrnartækin og ókeypis heyrnarmæling Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og kynntu þér nýjustu heyrnartækin sem við höfum að bjóða. Þú trúir örugglega ekki þínum eigin augum – hvað þá eyrum! EGYPTALAND Ekkert lát var á mót- mælum og átökum í Egyptalandi í gær, fimmta daginn í röð, þrátt fyrir að herforingjastjórnin hefði lofað að hraða forsetakosningum svo stjórnarskipti gætu orðið fyrir mitt næsta ár. Vaxandi gagnrýni er á herfor- ingjastjórnina á alþjóðavettvangi. Navi Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, for- dæmir stjórnina fyrir óhóflega valdbeitingu gegn mótmælendum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja herforingjana ekki hafa efnt loforð um mann- réttindaumbætur og bera ábyrgð á alvarlegum mannréttindabrotum. Bandaríkin og framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna hafa lýst miklum áhyggjum af þróun mála í Egyptalandi og þýsk stjórn- völd hvetja til þess að herforingj- arnir láti völd sín sem fyrst af hendi til borgaralegrar stjórnar. „Sumar þeirra mynda, sem borist hafa frá Tahrir-torgi, þar á meðal af grimmilegum bar- smíðum á mótmælendum sem þó var búið að yfirbuga, eru sérlega óhugnanlegar, og sama er að segja um frásagnir af því að óvopnaðir mótmælendur hafi verið skotnir í höfuðið,“ sagði Pillay í yfirlýs- ingu. Hún hvatti til þess að án tafar yrði gerð sjálfstæð rannsókn á atburðunum og þeir dregnir til ábyrgðar sem stóðu þannig að verki. Síðan herforingjastjórnin tók við völdum af Hosní Múbarak í febrúar á þessu ári hafa þús- undir manna verið handteknar. Á níunda hundrað manns hefur látið lífið og þúsundir manna hafa særst. „Vonir sem vöknuðu meðal íbúa Egyptalands eftir að Hosní Múbarak var komið frá völdum hafa verið kæfðar og ný stjórn kúgunar í raun tekið við,“ segir í tilkynningu frá Amnesty Int- ernational, sem hefur birt nýja skýrslu um ástandið í Egyptalandi þar sem farið er yfir þau mann- réttindabrot sem framin hafa verið á mótmælendum. Í skýrslunni kemur fram að herforingjarnir hafa ekki staðið við orð sín um úrbætur og ástand mannréttinda jafnvel versnað frekar en lagast. Um síðustu helgi sauð upp úr og mótmælin hófust að nýju. Síðan þá hafa hátt í fjörutíu manns látið lífið og að minnsta kosti tvö þúsund særst, flestir af völd- um gúmmíkúlna sem her og lög- regla hafa skotið á mótmælendur. Margir hafa einnig þurft aðhlynn- ingu eftir að hafa andað að sér gasi. Bæði herinn og lögreglan neita að hafa notað venjulegar byssu- kúlur á mótmælendur, en mann- réttindasamtökin Human Rights Watch hafa eftir starfsfólki í lík- húsum að 20 manns hið minnsta hafi látist af völdum skotsára. Pilay segir aðgerðir hers og lögreglu magna reiði almennings og hvetja fleiri til þátttöku í mót- mælunum: „Því fleiri sem fólk sér flutt á brott í sjúkrabifreiðum, því ákveðnari og kraftmeiri verða mótmælendurnir,“ sagði hún. gudsteinn@frettabladid.is Herforingjastjórnin sögð hafa brugðist byltingunni Sameinuðu þjóðirnar krefjast óháðrar rannsóknar á atburðunum í Egyptalandi. Amnesty International sakar herforingjana um alvarleg mannréttindabrot. Tugir mótmælenda hafa látið lífið síðustu daga. ANDSPÆNIS LÖGREGLUNNI Nokkrir mótmælendur skýla sér bak við skjöld á Tahrir-torgi í Kaíró, en lögreglan bíður átekta. Mótmælendur áttu von á gasi frá lögreglu og voru við öllu búnir. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Ólöglegar sím- hleranir voru stundaðar víða á breskum síðdegisblöðum, að sögn lögmanns nokkurra einstaklinga sem urðu fyrir barðinu á þeim. Lögmaðurinn Mark Lewis segir marga blaðamenn hafa talið þetta álíka léttvægt brot og að aka aðeins of hratt í umferðinni. Útgáfu vikublaðsins News of the World var hætt í sumar þegar ljóst þótti að blaðamenn þar hefðu byggt fréttir á hler- uðum símaskilaboðum. „Að vissu leyti kenni ég í brjósti um News of the World, eða í það minnsta lesendur þess blaðs, vegna þess að þetta var miklu útbreiddara en bara á einu blaði,“ sagði lögmaðurinn Lewis. - gb Símhleranir í Bretlandi: Mörg síðdegis- blöð hleruðu TYRKLAND, AP Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrk- lands, baðst í gær afsökunar á fjöldamorðum á Kúrdum þegar tyrkneski her- inn braut upp- reisn þeirra á bak aftur á fjórða áratug síðustu aldar. Nærri fjórtán þúsund Kúrdar voru drepnir á árunum 1936-39 í bænum Der- sim í austan- verðu landinu. „Ef þörf er á afsök- unarbeiðni af hálfu ríkisins,“ sagði Erdogan á þingi, „þá mun ég biðjast afsökunar, og ég er að biðj- ast afsökunar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem tyrknesk stjórnvöld biðj- ast afsökunar á drápunum. - gb Erdogan forsætisráðherra: Kúrdar beðnir afsökunar RECEP TAYYIP ERDOGAN VIÐSKIPTI Lággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stund- víst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlend- ingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem „WOW“ og það væri upp- lifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: „Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flug- vélar fyrirtækisins verða af gerð- inni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjár- magnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Bald- ursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Ims- land. - mþl Lággjaldaflugfélagið WOW Air hóf sölu farmiða í gær en fyrstu flug félagsins verða 1. júní 2012: WOW Air flýgur til tólf staða í Evrópu KEX HOSTEL Í GÆR Jóna Lovísa Jónsdótt- ir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrir- tækið á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN Átt þú spjaldtölvu? JÁ 8,9% NEI 91,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú skoðað flug til út- landa með nýju flugfélögunum sem í boði eru? Segðu þína skoðun á vísir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.