Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 17

Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 17
FIMMTUDAGUR 24. nóvember 2011 17 1889: Hið íslenska náttúrufræði- félag stofnað. Benedikt Gröndal kosinn formaður. 1890: Fyrsta aðstaða við Hlíðar- húsastíg (Vesturgata) – eitt herbergi 1892: Sýningaraðstaða í húsi Kristjáns Ó. Þorgrímssonar kaupmanns – tvö herbergi. 1895: Sýningaraðstaða í Glasgow, Vesturgata 5a – salur og eitt herbergi1899: Sýningarað- staða í gamla Stýrimanna- skólanum. 1903: Sýningaraðstaða í húsi Geirs Zoëga að Vesturgötu 10 – tvær stofur, eitt herbergi og geymsla. 1908: Safnið flutt í safnahúsið við Hverfisgötu (Þjóðmenningar- húsið) 130 fermetra salur auk 50 fermetra geymslu. 1909: Lagðar fram teikningar að húsi fyrir náttúrugripasafn, við hliðina á Safnahúsinu – nú Þjóðleikhúsið. 1930: Lögð fram teikning að nátt- úrugripasafni á Skólavörðu- holti. 1942: Samþykkt að byggja yfir safnið á háskólalóðinni (fært til á lóðinni níu sinnum). Einkaleyfi fyrir Happdrætti Háskólans framlengt með því skilyrði að byggja yfir Nátt- úrugripasafnið. 1943: Samþykkt að safnið fái lóð við Suðurgötu milli Þjóðminja- safns og Atvinnudeildarhúss. 1944: Ríkið tekur við rekstri safnsins og tekur við byggingarsjóði HÍN (framreiknaður með vöxtum um 35 milljónir króna). 1946: Lög sett um safnið. 1947: Úthlutað lóð fyrir safnið á milli HÍ og íþróttahúss. 1948: Athugað með lóðir við Skólavörðustíg, Barónsstíg, Melatorg og víðar. 1960: Safninu lokað og pakkað í kassa í sjö ár. 1965: Ný lög sett um safnið og nafni þess breytt í Náttúru- fræðistofnun Íslands. 1967: Náttúrugripasafn Íslands opnar í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm – 100 fermetra salur og geymslur. 1989: Í tilefni 100 ára afmælis HÍN er sýningaraðstaða á 4. hæð á Hlemmi stækkuð í 200 fermetra. 1991: Lóð úthlutað austan við Norræna húsið. Vönduð skýrsla frá samráðsnefnd ríkis, borgar og HÍ. 1997: Byrjað að taka inngangseyri í fyrsta skipti í sögu safnsins. 2006: Lagt fram lagafrumvarp um Náttúruminjasafn Íslands. Engar áætlanir, fjármagn eða hugmyndir um staðsetningu. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ 1889-2006 fermetrar áttu að fara undir skrif- stofur og rannsóknarstofur. Hag- ræðið við staðsetninguna er aug- ljóst því það myndi standa við hlið Öskju, kennsluhúsnæðis í náttúru- fræðum við HÍ, ef sú lóð yrði nýtt. Helgi segir að þessi staðsetning og uppbygging í anda þessara til- lagna sé draumastaðan. Lóðin er eign borgarinnar en fór að vísu á vergang um tíma. Hún var gefin Listaháskólanum sem aftur býtt- aði á lóð niðri í miðbæ við félagið Samson Properties, en það er önnur saga. „Við erum í góðu sambandi við háskólann og ef húsið yrði byggt myndi það nýtast skólanum í stað Náttúrufræðistofnunar. Askja er löngu sprungin og þeir þurfa að leigja sér húsnæði úti í bæ nú orðið, auk þess sem þá vantar geymslur,“ segir Helgi. Hvernig sýning Baráttan fyrir uppbyggingu nátt- úruminjasafns, snýst ekki um það sem í hugum margra er klassískt gamaldags safn með skúffum og skápum sem fyllt er af náttúru- gripum án mikilla skýringa. Til stendur að hér rísi nútímalegt safn sem beitir nýjustu sýningartækni við kynningu á niðurstöðum rann- sókna á náttúru Íslands og miðlar mikilsverðum erlendum fróðleik með sérstökum náttúru- og vísinda- sýningum. Metnaðurinn stendur til þess að koma upp veglegu safni þar sem litið er heildstætt á náttúruna, þar sem gestir geta kynnst og skoðað hvernig landið okkar og náttúra þess hefur mótast og ekki síður hvaða áhrif náttúran hefur á okkur mennina og við á hana. Ekki má gleyma að gott náttúruminjasafn mun styrkja kennslu í raunvísindum á öllum skólastigum og auka þekk- ingu almennings á náttúru landsins; málefnis sem brennur á öllum sem láta sig framtíð þessarar þjóðar ein- hverju varða. Reyndar er þetta lögvarið hlut- verk Náttúruminjasafnsins í hnotskurn, og því furðulegra að heimsækja Helga í kjallarann í Vesturbænum. 2012 „Náttúruvernd byrjar á góðu nátt- úruminjasafni,“ segir Helgi sem lítur á fjölskylduna og skólafólk sem mikilvægustu markhópana fyrir safnið. „Náttúruminjasafn er fyrst og fremst fyrir íslenskt samfélag en nýtist vel í ferðaþjón- ustu allra landa, enda eru náttúru- minjasöfn alls staðar mjög vinsæl. Af þeim 600 þúsund ferðamönnum sem nú koma til landsins á ári er ekki ólíklegt að einn af hverjum fjórum vilji skoða náttúruminja- safn. Aðeins sú staðreynd bendir til þess að grundvöllur sé fyrir hendi til að reka myndarlegt safn.“ Núna vonast Helgi til þess að hægt verði að opna sýningu á næsta ári á efri hæð hússins á Brynjólfs- götu. Þar er um 140 til 150 fer- metra sýningarrými. Ef vel yrði í lagt þá myndi slík sýning kosta um 30 milljónir króna, en engin merki eru um það frá hendi stjórnvalda að slík fjárveiting fáist. Kannski má binda vonir við það að nýlega hafi Offiseraklúbburinn á Keflavíkur- flugvelli fengið 70 milljóna króna fjárveitingu. Helgi heldur ekki að það hjálpi safninu í Reykjavík, áhugi á hersetunni vegi greinilega þyngra hjá ráðamönnum. Það gæti þó talist eðlilegt að til þessa verks yrði nýttur lítill hluti gamla byggingarsjóðs Hins íslenska náttúrufræðafélags sem hvarf safnamönnum sjónum þegar ríkið tók við rekstri safnsins árið 1947. Að núvirði, miðað við hóflega vexti, væri hann í dag rúmlega 60 milljónir króna. Framtíðarsýnin hlýtur hins vegar að vera sú að hér rísi veg- legt náttúruminjasafn, í anda þess sem ætlunin var að risi í Vatns- mýrinni. Er þorandi að fara fram á að haldið verði áfram með þau áform svo þjóðin fái að kynnast sínu eigin landi, fræðast um hvað er hér að finna, hvernig það varð til og hvernig dýr, bæði stór og smá, hegða sér í samhengi við búsetu- kosti? VITA er lífi ð VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is www.vitagolf.is Golfferðir vor 2012 EL ROMPIDO HÓTEL Nú er golfbíllinn innifalinn! ELDRI KYLFINGAR Tveggja vikna gæðaferð til Salgados í Portúgal. Fararstjóri: Sveinn Sveinsson KÖBEN - Royal Golf Club Alvöru „Golf and the city“ – skemmtilegar helgarferðir. SÍVINSÆLT Okkar sívinsælu áfangastaðir á Spáni, Islantilla, El Rompdio, Matalascañas, Valle del Este og Mar Menor, eru á sínum stað. Golfskólinn á Matalascañas - takmarkað pláss í þennan eftirsótta skóla. Valle del Este í 7 nætur Verð 179.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Á mann í tvíbýli (almennt verð 189.900 kr.). Ótakmarkað golf með golfbíl og fullt fæði innifalið. Matalascañas í 11 nætur Verð 199.500 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Á mann í tvíbýli (almennt verð 209.500 kr.). Ótakmarkað golf með golfbíl og fullt fæði innifalið. Verðdæmi: 7, 9, 11 og 14 daga ferðir. Beint flug með Icelandair til Faro í Portúgal og Alicante á Spáni. Spennandi nýjungar!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.