Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 72
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR56 Fjölbreytt og spennandi verkefni Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur hannað búninga fyrir myndirnar Brim og Óróa og þættina hjá Mið-Íslandi. Hún sér um búningana í næsta áramótaskaupi. Kelly Osbourne uppljóstraði á samskiptavefnum Twitter að hún hefði tárast við að sjá són- armynd af ófæddu barni bróð- ur síns, Jacks Osbourne. „Ég var að sjá sónarmynd af barni bróður míns og ég get ekki hætt að þurrka tárin. Barnið er fullkomið.“ Þetta er fyrsta barn Jacks en systkinin hafa ávallt verið náin enda ekki nema eitt ár á milli þeirra. Kelly sér um að dæma klæðaburð stjarnanna ásamt Joan Rivers í þættinum Fashion Police á sjónvarpstöð- inni E! Kelly Osbourne grét VERÐANDI FÖÐURSYSTIR Kelly Osbourne hlakkar greinilega mikið til að verða föðursystir en Jack bróðir hennar á von á barni. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríska þjóðin átti ekki í miklum erfiðleikum með að velja sigurvegarann í bandaríska raunveruleika- þættinum Dancing with the Stars á þriðjudagskvöld. Nafn J.R. Martinez var skrifað á bikarinn um leið og stríðshetjan fyrrverandi steig sinn fyrsta dans. Raunveruleikaþáttaröðin Dancing with the Stars hefur notið feyki- legra vinsælda vestanhafs en þar keppa oft svokallaðar b-stjörn- ur í samkvæmisdönsum. Þeim til halds og traust eru færir atvinnu- dansarar sem leiða þá í gegnum heim dansins. Úrslitin í þrettándu þáttaröðinni á ABC-sjónvarps- stöðinni voru síðan kunngjörð á þriðjudagskvöld og það voru Rob Kardashian, Ricki Lake og J.R. Martinez sem kepptu til úrslita. Eflaust þekkja ekki margir þessi nöfn; Rob Kardashian er af hinni alræmdu Kardashian-ætt, Ricki Lake lék aðalhlutverkið í upphaf- legu Hairspray-myndinni og J.R. Martinez leikur í sjónvarpsþátt- unum All My Children. Snemma var hins vegar ljóst hvert stefndi; J.R. Martinez og ótrúleg saga hans snart alla bandarísku þjóðina. Það er ekk- ert skrítið; sagan er ansi mögnuð. Martinez er fyrrverandi stríðs- hetja. Hann þjónaði landi sínu og þjóð í Írak allt þar til hann varð fórnarlamb jarðsprengju í febrúar 2003. Martinez sat þá við stýrið á Hummer-bifreið bandaríska hers- ins og keyrði yfir jarðsprengju sem hafði verið komið fyrir í borg- inni Karbala. Martinez sat fastur inni þegar bíllinn varð eitt eld- haf en félögum hans tókst að ná honum út. Saga Martinez vakti snemma mikla athygli og Wash- ington Post ræddi við hermann- inn árið 2004 þegar hann var að jafna sig. Þá hafði Martinez geng- ist undir 27 aðgerðir, sú lengsta hafði staðið yfir í ellefu klukku- stundir. Brunasár þöktu fjörutíu prósent líkamans og Martinez lá í dái í þrjár vikur. „Ég er svo öruggur með sjálfan mig að þegar fólk hefur horft á mig í smá tíma gleymir það örunum í andlitinu á mér og sér að ég er mannvera sem elskar að vera til og skemmta sér,“ hefur Washington Post eftir Martinez. Hermaðurinn fór fljótlega að beita persónutöfrum sínum og heillandi framkomu til að tala máli hermanna og koma fram fyrir hönd þeirra þúsunda sem hafa slasast alvarlega í þjónustu ríkisins á vígvellinum. Og Mart- inez lét gamlan draum sinn ræt- ast og reyndi við leiklistargyðjuna og uppskar hlutverk í sjónvarps- sápunni All My Children sem sýnd er á ABC. En það var hins vegar með frammistöðunni í Dancing with the Stars sem Martinez vann hug og hjörtu landa sinna. Hinn 3. október felldi hver einasti áhorf- andi tár þegar Martinez og dans- félagi hans, Karina Smirnoff, túlk- uðu þennan skelfilega atburð í febrúar 2003 með dansi sínum. Og þrátt fyrir veikburða fætur og lík- amlegt erfiði steig Martinez varla feilspor í þáttunum og átti aldrei á hættu að detta úr leik. Að mati bandarískra fjölmiðla er sigur Martinez í þáttunum einn sá sæt- asti í raunveruleikasjónvarpssög- unni, hann muni seint eða aldrei gleymast. freyrgigja@frettabladid.is Öskubuskuævintýri í bandarísku sjónvarpi ÓTRÚLEGUR VIÐSNÚNINGUR Martinez sigraði hug og hjörtu bandarísku þjóðarinnar í Dancing With the Stars en þar bar hann sigur úr býtum með dansfélaga sínum, Karinu Smirnoff. Martinez slasaðist alvarlega þegar bíll hans keyrði á jarðsprengju í Írak. Hann hefur beitt sér fyrir málstað slasaðra hermanna en sjálfur hefur Martinez þurft að gangast undir fjölda aðgerða vegna brunasára sem þekja rúmlega fjörutíu prósent líkamans. Söngkona Gwen Stefani úr hljómsveitinni No Doubt viðurkennir að hún lætur syni sína hjálpa sér við hönnun barnafatalínu sinnar. Þeir Kingston, sem er fimm ára, og Zuma, tveggja ára, aðstoðuðu móður sína við að hanna fatalínuna Harajuku Mini fyrir Target-búðina í Bandaríkjunum. Stefani hefur verið með línuna í bígerð í þrjú ár og er spennt fyrir að frumsýna afraksturinn en fatnaður- inn verður á góðu verði. „Börnin mín hafa miklar skoð- anir á þessu og mig langaði að kynna börnin fyrir tísku,“ segir Stefani en í línunni er meðal ann- ars að finna leðurjakka, þröngar gallabuxur, bakpoka og strigaskó fyrir börn. „Ég er mjög stolt af þessu. Það er gaman að skapa, eins og það er gaman að baka kökur og leyfa öllum að borða þær. Frábær tilfinning.“ Fatalínan er sú fyrsta sem Stefani hannar fyrir börn en hún stofnaði tískumerk- ið L.A.M.B. árið 2003 og hefur það notið mikillar velgengni. Synirnir aðstoða við hönnunina GERIR BARNAFÖT Söngkonan Gwen Stefani og synir hennar tveir hönnuðu barnafatalínu fyrir Target í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/GETTY L.A.M.B. Klæðnaður í fatalínu Stefani fyrir fullorðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.