Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 78
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR62 sport@frettabladid.is ÓLAFUR STEFÁNSSON lék sinn fyrsta leik með AG Kaupmannahöfn þegar liðið vann átta marka útisigur á Lemvig Thyborøn, 34-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Ólafur hafði misst af fyrsta hluta tímabilsins vegna langvinnra hnémeiðsla. Hann kom inn á fyrri hálfleik og skoraði úr þremur fyrstu skotunum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik í liði AG og skoraði átta mörk í leiknum, Ólafur var með 3 mörk og þeir Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu eitt mark hvor. N1 deild karla í handbolta FH - Akureyri 29-29 (14-14) Mörk FH (skot): Þorkell Magnússon 8/5 (10/6), Ólafur Gústafsson 8 (16), Andri Berg Haraldsson 6 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (5), Sigurður Ágústsson 2 (3), Halldór Guðjónsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (6), Atli Rúnar Steinþórsson (1), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/1 (47/3, 38%), Hraðaupphlaup: 6 (Þorkell Magnússon 3, Ari 2, Ólafur) Fiskuð víti: 6 (Ólafur, Andri Berg, Ari, Halldór, Hjalti, Atli Rúnar) Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Helgason 8 (10), Bjarni Fritzsson 8/2 (12/2), Oddur Gretarsson 5 (8/1), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Heimir Örn Árnason 3 (6), Bergvin Þór Gíslason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson (1), Geir Guðmundsson (4), Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43/3, 37%), Stefán Guðnason 3/1 (5/3, 60%), Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Oddur, Heimir) Fiskuð víti: 3 (Bjarni 2, Guðmundur) Utan vallar: 14 mínútur. STAÐAN: Fram 8 6 0 2 208-201 12 Haukar 7 6 0 1 184-161 12 FH 8 4 2 2 228-213 10 HK 8 4 1 3 215-204 9 Akureyri 9 3 2 4 253-231 8 Valur 8 3 2 3 210-202 8 Afturelding 8 2 0 6 184-216 4 Grótta 8 0 1 7 184-238 1 LEIKIR Í KVÖLD: Afturelding - Valur Varmá 19.30 Grótta - HK Seltjarnarnes 19.30 Fram - Haukar Framhús 19.30 Iceland Express kvenna Valur-Fjölnir 89-64 (42-35) Stig Vals: Guðbjörg Sverrisdóttir 20 (6 frák./6 stoðs.), Melissa Leichlitner 19, Þórunn Bjarnadóttir 13, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8 (11 frák.), Signý Hermannsdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2. Stig Fjölnis: Brittney Jones 20, Birna Eiríksdóttir 20, Katina Mandylaris 7 (15 frák.), Eva María Emilsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 5, Erla Sif Kristinsdóttir 4, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2. Haukar-Snæfell 80-55 (46-30) Stig Hauka: Jence Ann Rhoads 20 (10 stoðs.), Íris Sverrisdóttir 19, Hope Elam 14 (12 frák.), Guðrún Ósk Ámundardóttir 11, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5, Sara Pálmadóttir 3, Ína Salóme Sturludóttir 2. Stig Snæfells: Kieraah Marlow 21 (17 frák.), Hildur Björg Kjartansdóttir 17 (11 frák.), Rósa Indriðadóttir 3, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Hildur Sigurdardottir 2, Aníta Sæþórsdóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2. Hamar-Keflavík 54-65 (24-38) Stig Hamars: Samantha Murphy 26, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Jenný Harðardóttir 9, Katrín Eik Össurardóttir 3, Bylgja Sif Jónsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 1. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 25 (13 frák./5 stolnir), Pálína Gunnlaugsdóttir 9 (7 stoðs.), Sara Rún Hinriksdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 7, Jaleesa Butler 6 (14 frák.), Lovísa Falsdóttir 5, Helga Hallgrímsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2. STAÐAN Í DEILDINNI: Keflavík 9 8 1 768-636 16 Njarðvík 9 6 3 784-722 12 Haukar 9 5 4 666-650 10 KR 8 5 3 600-578 10 Snæfell 9 4 4 601-631 8 Valur 9 3 6 608-656 6 Hamar 8 2 6 547-621 4 Fjölnir 9 2 7 660-740 4 Meistaradeildin í fótbolta E-RIÐILL Bayer Leverkusen - Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (48.), 1-1 Eren Derdiyok (73.), 2-1 Manuel Friedrich (90.+1) Valencia - Genk 7-0 1-0 Jonas (10.), 2-0 Roberto Soldado (13.), 3-0 Roberto Soldado (36.), 4-0 Roberto Soldado (40.), 5-0 Pablo Hernández (68.), 6-0 Aritz Aduriz (70.), 7-0 Tino Costa (81.) F-RIÐILL Arsenal - Dortmund 2-1 1-0 Robin van Persie (49.), 2-0 Robin van Persie (86.), 2-1 Shinji Kagawa (90.) Marseille - Olympiakos 0-1 0-1 Ioannis Fetfatzidis (82.) G-RIÐILL Zenit - APOEL 0-0 Shakhtar Donetsk - FC Porto 0-2 0-1 Hulk (79.), 0-2 sjálfsmark (90.) H-RIÐILL AC Milan - Barcelona 2-3 0-1 Sjálfsmark (14.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (20.), 1-2 Lionel Messi, víti (32.), 2-2 Kevin-Prince Boateng (54.), 2-3 Xavi (63.) BATE - Plzen 0-1 0-1 Marek Bakos (42.) ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Ísland er með þriggja stiga forystu í riðli sínum í undankeppni EM 2013 en leikið var í riðlinum bæði um helgina og í gær. Norður-Írar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Noregi um helgina en liðið mátti sætta sig við jafntefli, 2-2, í Ungverjalandi í gær. Belgía vann á sama tíma 1-0 sigur á Búlgaríu. Ísland er með þrettán stig af fimmtán mögulegum á toppi riðilsins en Belgía kemur næst með tíu stig. Norður-Írland er með sjö stig og Noregur sex en bæði lið eiga leik til góða. - esá Undankeppni EM 2013: Ísland með væna forystu KÖRFUBOLTI Keflavík og Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express-deild kvenna og Valskonur unnu langþráðan sigur þegar níundu umferðinni lauk í gærkvöldi. Keflavíkurkonur eru með fjög- urra stiga forskot á toppi deildar- innar eftir sinn áttunda sigur í röð en þær unnu 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 65-54. Birna Valgarðsdóttir átti stórleik hjá Keflavík og var með 25 stig og 13 fráköst. Haukakonur tóku þriðja sætið af KR með sínum fjórða sigri í röð en Haukaliðið vann sannfær- andi 25 stiga sigur á Snæfelli á Ásvöllum, 80-55. Valskonur enduðu fimm leikja taphrinu með því að vinna 25 stiga sigur á Fjölni, 89-64, í upp- gjöri tveggja neðstu liðanna en Fjölniskonur hafa nú tapað sex leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar. Guðbjörg Sverris- dóttir skoraði 20 stig fyrir Val. - óój Iceland Express-deild kvenna: Loksins sigur hjá Valskonum GUÐBJÖRG SVERRISDÓTTIR Lék vel með Val í langþráðum sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI „Þetta var leikur þar sem taugarnar voru þandar til hins ítrasta. Þetta var leikur sem bauð eiginlega upp á allt,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir æsispennandi jafnteflisleik sinna manna gegn Akureyri í N1- deild karla í gær. Lokatölur voru 29-29. Akureyringar voru einn- ig nálægt sigrinum en FH kom sér aftur inn í leikinn með því að skora þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins eftir kaflaskipt- ar lokamínútur þar sem mikið gekk á. FH fékk svo víti þegar átta sekúndur voru eftir en Stef- án Guðnason varði þá frá Þorkeli Magnússyni sem hafði þá nýtt öll fimm vítin sín í leiknum. Þorkell átti þar fyrir utan góðan leik eins og fleiri en Akureyringurinn Guð- mundur Hólmar Helgason vakti einnig athygli fyrir góða skotnýt- ingu. Alls fóru þrjú rauð spjöld á loft í gær, eitt fékk Heimir Örn Árnason á mikilvægu augnabliki þegar þrjár mínútur voru eftir og svo einn úr hvoru liðinu fyrir að brjóta á lokamínútunni. Brottvís- un Heimis hleypti í raun heima- mönnum aftur inn í leikinn. Kristján sagði einnig leikmenn hafa líka verið á nálum á loka- mínútunum og að dómgæslan hafi ekki hjálpað til. „Dómararn- ir gerðu sín mistök í leiknum eins og leikmenn en það gekk mikið á á lokamínútunum. Maður verður því að vera sáttur við stigið þrátt fyrir að það hafi verið svekkjandi að nýta ekki vítið.“ Akureyri byrjaði mjög vel í leiknum og komst yfir, 9-4, eftir tíu mínútur. En FH jafnaði í stöð- unni 11-11 og eftir það var jafnt á næstum öllum tölum. Atli Hilmarsson, var eins og kollegi sinn sáttur við stigið. „Miðað við hvernig lokamínútan var í leiknum var gott að fá stig- ið en við vorum komnir tveimur mörkum yfir seint í leiknum og því var svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli,“ sagði Atli Hilm- arsson, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. „Það var dýrt að missa Heimi út af og fá vítið á sig en verst var þó að missa leikinn úr höndunum eftir að hafa komist fimm mörk- um yfir í fyrri hálfleik. Við spil- uðum mjög vel í upphafi leiksins en lentum svo í vandræðum.“ Atli segir að sínir menn hafi ekki verið nógu grimmir í varn- arleiknum í seinni hálfleik. „Við gáfumst þó aldrei upp og náðum þó að komast yfir. Og þó svo að niðurstaðan hafi verið jafntefli sýndum við að við erum ekki þrettán mörkum slakari en við vorum í bikarleiknum,“ bætti Atli við og vísaði þar til stórsigurs FH í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars- ins aðeins tíu dögum áður. „Það var ákveðið að kvitta fyrir þann leik í dag og gekk það hálfa leið.“ Kristján Arason, þjálfari FH, var ánægður með sína leikmenn „ Eftir slakar upphafsmínútur náðum við að bæta okkar leik. Það voru margir leikmenn að stíga upp í kvöld og við erum sífellt að stækka hóp þeirra manna sem geta tekið þátt í alvöru úrvals- deildarleikjum.“ FH komst í tíu stig með sigrin- um í gær og er í þriðja sæti. Akur- eyri komst upp í það fimmta og segir Atli að markmið liðsins séu skýr. „Við höfum verið að þokast upp töfluna og við ætlum okkur að vera í hóp fjögurra efstu liðanna. Við eigum séns á því ef við höld- um áfram að ná stigum af liðum sem eru fyrir ofan okkur. Byrj- unin var góð í dag og gefur okkur von fyrir framhaldið.“ eirikur@frettabladid.is Kvittuðum fyrir bikartapið Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir að sínir menn vildu sýna að þrettán marka tap fyrir FH í bikarnum fyrr í mánuðinum hafi verið tilviljun. Liðin skildu jöfn í Kaplakrika í gær eftir kaflaskiptar og dramatískar lokamínútur. HARÐAR MÓTTÖKUR Heimir Örn Árnason fær hér alvöru móttökur á móti varnarmönnum FH í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Arsenal, Bayer Leverkusen og Apoel Nicosia tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en Chelsea þarf hins vegar að spila hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni eftir tap á móti Bayer Leverku- sen í Þýskalandi. Robin van Persie er óstöðvandi þessa dagana og hann skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Borussia Dortmund. Sigur Arsenal og 1-0 úti- sigur Olympiakos á Marseille þýðir að Arsenal- menn eru búnir að vinna riðilinn. Manuel Friedrich skoraði sigurmark Bayer Leverkusen á móti Chelsea í uppbótartíma en 2-1 sigur Bayer og 7-0 stórsigur Valenica á Genk þýðir að Chelsea fær spænska liðið í heimsókn í hreinan úrslitaleik á Stamford Bridge í lokaumferðinni. Didier Drogba kom Chelsea yfir í byrjun seinni hálfleiks en Eren Derdiyok jafnaði á 73. mínútu áður en Friedrich skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. „Við erum komnir áfram í næstu umferð en Chelsea á eftir heimaleik á móti Valencia svo að þeir eiga enn góða möguleika. Öll lið þurfa að fara í gegnum erfið tímabil eins og Chelsea er að glíma við núna. Þeir eru með sterkt lið og munu koma til baka,“ sagði Michael Ballack, leikmaður Bayer Leverkusen, sem fagnaði sigri á móti sínum gömlu félögum. Chelsea þarf því eins og Manchester-liðin bæði að berjast fyrir sæti í 16 liða úrslitunum í lokaumferðinni. „Það er erfitt hjá ensku lið- unum í Meistaradeildinni eins og er en við þurf- um bara að bíta á jaxlinn. Við erum ennþá á undan Valencia og getum farið áfram,“ sagði Andre Villa-Boas, þjálfari Chelsea eftir fjórða tap liðsins í síðustu sex leikjum í deild og Meist- aradeildinni. Barcelona og AC Milan voru þegar búin að tryggja sig áfram upp úr sínum riðli en Barcelona tryggði sér sigur í sínum riðli með 3-2 sigri á í Mílanó í gær. Börsungar komust þrisvar yfir í leiknum en AC Milan tókst tvisvar að jafna. Apoel Nicosia frá Kýpur komst áfram eftir markalaust jafntefli á móti Zenit í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Kýpur kemst svona langt. Porto á enn möguleika eftir 2-9 útisigur á Shakhtar Donetsk. Porto fær Zenit St. Petersburg í heimsókn í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum. - óój Robin van Persie skoraði bæði mörk Arsenal sem er búið að vinna riðilinn sinn í Meistaradeildinni: Chelsea-liðið tapaði enn einum leiknum DIDIER DROGBA Kom Chelsea yfir í leiknum í gær en þurfti síðan að horfa upp á liðið tapa á marki í uppbótartíma. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.