Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2011, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 24.11.2011, Qupperneq 86
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR70 BESTI BITINN Í BÆNUM Ef hollustan er í fyrirrúmi mundi ég velja Saffran en ef maður á að sleppa sér smá er Gamla smiðjan alveg málið. Davíð Óskar Ólafsson, leikstjóri og fram- leiðandi hjá Mystery Island „Í huga Hollywood og kvik- myndaveranna snýst allt um end- urgreiðsluna, hún er sett ofar skapandi gildum. Og ef íslensk stjórnvöld hækka endurgreiðslu úr þrettán prósentum í tuttugu á það eftir breyta samkeppnisstöðu Íslands til að fá erlendar kvik- myndir til landsins mjög mikið. Önnur svæði og önnur lönd hafa vissulega hærri endurgreiðslu en Ísland er bara einstakt. Hækkun endurgreiðslunnar mun allavega hafa mikið um mína mynd að segja og nánast ráða úrslitum hvort við komum eða ekki,“ segir bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky í samtali við Frétta- blaðið. Ísland kemur alvarlega til greina sem helsti tökustaður kvik- myndar Aronofsky um Nóa og örk- ina hans. Leikstjórinn er staddur hér á landi til að kynna sér aðstæð- ur en það er framleiðslufyrirtæk- ið True North sem hefur veg og vanda af komu hans hingað. Aron- ofsky er einn virtasti leikstjóri sinnar kynslóðar en síðustu tvær kvikmyndir hans, The Wrestler og Black Swan, hafa notið mik- illar velgengni. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað vegna þessa verkefnis og Ísland hentar fullkomlega fyrir myndina,“ segir Aronofsky en hugmynd hans er að taka upp sköpun jarðar, aldingarð- inn Eden og svo þann forsögulega tíma sem Nói lifði á samkvæmt fyrstu Mósebók. Aronofsky hefur verið að kynna sér hálendi Ísland og Norðaustur- land, meðal annars Mývatn. „Ég á ekki orð yfir fegurðina og það sem er svo heillandi er að maður er enga stund að koma sér á áfanga- stað. Fyrir kvikmyndagerðarmann frá New York er það mikill kostur.“ Aronofsky kom til landsins á laugardag og hefur verið á stans- lausum þönum síðan þá. „Við rétt DARREN ARONOFSKY: ÍSLENSK STJÓRNVÖLD GETA GERT GÆFUMUNINN Ísland skoðað fyrir stór- mynd um örkina hans Nóa náðum að losa okkur við farangur- inn á hótelinu og höfum bara verið á ferðalagi síðan,“ en leikstjórinn var á leiðinni upp í flugvél vest- ur um haf þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Christian Bale hefur einna helst verið orðaður við hlutverk Nóa samkvæmt banda- rískum fjölmiðlum en Aronofsky vildi ekkert tjá sig um það mál. „Það eru viðræður hafnar við leik- ara og ég lofa því að það verður einhver mjög góður sem fær þetta hlutverk.“ Það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem Bale kæmi hingað til lands en hann lék Bruce Wayne eða Leðurblökumanninn þegar tökur á Batman Begins fóru fram hér á landi. Aronofsky lýkur miklu lofsorði á Ísland og segir landið mikinn innblástur fyrir sig. „Ég fékk hug- myndina að Nóa fyrir tíu árum og hélt auðvitað að þessi mynd gæti varla orðið að veruleika enda er hún gríðarlega stór umfangs. En velgengni bæði The Wrestler og Black Swan hafa opnað ansi marg- ar dyr,“ segir Aronofsky en talið er að hún muni kosta í kringum 130 milljónir dollara. freyrgigja@frettabladid.is HEITASTI LEIKSTJÓRINN Darren Aronofsky hefur verið á landinu að undanförnu að skoða heppilega tökustaði fyrir kvikmynd sína um örkina hans Nóa. Christian Bale hefur einna helst verið orðaður við hlutverk Nóa í bandarískum fjölmiðlum. Kvikmyndin mun kosta 130 milljónir dollara í framleiðslu eða fimm- tán milljarða íslenskra króna. NORDICPHOTOS/GETTY „Það er fyrst og fremst forvitni sem rekur mig af stað,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason. Hann hefur skrifað undir samn- ing við útgáfufélagið Senu um að skrifa ævisögu Annþórs Kristjáns Karlssonar, eins þekktasta handrukkara í undirheimasögu Íslands. Að sögn Sölva leitaði Annþór fyrst til hans fyrir tveimur árum og hann viðurkennir að þá hafi hann verið á báðum áttum. „Ég hitti hann nokkrum sinnum til að ganga úr skugga um að hann væri ekki lengur í afbrotum, að hann væri edrú og væri ekki á höttunum eftir réttlætingu. Ég leitaði líka til Margrétar Frímannsdóttur, fangelsisstjóra á Litla-Hrauni, og spurði hvernig hún sæi hann og hún staðfesti að hann væri í góðum málum, hann hefði farið í meðferð og klárað tólf spora kerfið,“ segir Sölvi og bætir því við að Annþór sjálfur hafi sagt að nákvæmlega ekkert gæti réttlætt það sem hann hefði gert. „Vonandi verður bókin bara ný sýn inn í fíkni- efnaheiminn.“ Sölvi gerir sér fullkomlega grein fyrir því að þessi skrif eigi eftir að verða umdeild en mikil umræða hefur verið í gangi um hvort fjöl- miðlar hefji þekkta glæpamenn óþarflega upp til skýjanna og geri þá aðlaðandi í augum ungs fólks. Sölvi segist skilja þessa umræðu og telur að hún eigi fyllilega rétt á sér og að fólk eigi eftir að telja þessa bók algjörlega óþarfa. Fólk geti þá einfaldlega sleppt því að kaupa bókina. „Ann- þór er að reyna að fóta sig í samfélaginu eftir nokkurra ára fangelsisvist. Hins vegar er það á engan hátt nein hugmynd hjá mér að gera lítið úr því sem hann hefur gert heldur ætla ég að reyna svara því hvernig menn leiðast út í þennan heim og fá sýn á þessar hliðar íslensks samfé- lags sem eru svo sannarlega til staðar.“ - fgg Sölvi Tryggva skrifar sögu Annþórs VERÐUR UMDEILD BÓK Sölvi Tryggvason hyggst skrifa sögu Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem um árabil hefur verið einn alræmdasti handrukkari landsins. Sölvi kveðst gera sér fyllilega grein fyrir því að slík bók verði alltaf umdeild, eðli málsins samkvæmt. „Þetta er tvísýnt. Ég ætla að hitta lækni og gera þetta í samráði við hann,“ segir trommuleikarinn Egill Rafnsson. Hann varð fyrir því óláni að axlarbrotna fyrir um tveimur og hálfum mánuði og því er þátttaka hans í útgáfutónleikum Grafíkur 1. desember í óvissu. „Ég get ekkert notað upphandlegginn. Ég er handlama í raun og veru. Ég get notað fram- handlegginn, hann er kominn í lag þannig að ég get gutlað eitthvað með,“ segir Egill, sem var á leiðinni heim frá Lond- on þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Atvikið átti sér stað á Esjumel- um þar sem hann var á ferð sem leiðsögumaður fyrir fjórhjóla- hóp. Þegar hann keyrði fram af sandhóli datt hann af fjórhjól- inu sínu og fékk það síðan yfir sig. Þegar slysið varð var Egill nýbúinn að ráða sig sem trommuleikara í hljóðveri í London og var búinn að útvega sér íbúð þar í borg fyrir fjöl- skylduna sína. Þar hafa þau dvalið á meðan Egill hefur verið að jafna sig en óvíst er hvort starfið í hljóð- verinu stendur enn til boða. „Það verður að koma í ljós hvað þeir nenna að bíða eftir mér lengi. Þetta var fyrst hálfsársverkefni en ég vona bara það besta. Þetta stúdíó er ekkert voðalega merkilegt en hefði kannski getað verið byrjunin á ein- hverju.“ Ný heimildarmynd um Grafík verður frumsýnd á Ísafirði í kvöld og útgáfutónleikarnir verða í Austurbæ í tilefni af safnpakka með sveit- inni sem spannar þrjátíu ára feril sveitarinnar. Faðir Egils, Rafn, sem er látinn, var einn af upphaflegum meðlimum Grafíkur. - fb Vill tromma þrátt fyrir axlarbrot ÓVISSA Óvíst er hvort Egill geti tekið þátt í tónleikum Grafíkur vegna axlarbrots. Upptökur á Áramótaskaupi Ríkissjónvarpsins eru hafnar. Stór hópur leikara og tökuliðs var áberandi í Hörpunni í gær og voru erlendir ferðamenn nokkuð undrandi þegar tökur á einu atriðinu drógust á langinn. Í því rak kona upp hátt öskur og kipptust ferðamennirnir því reglulega við. Laddi var einn leikaranna og af gervinu að dæma á hann að leika Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Þá gekk Alexander Briem um ganga Hörpunnar með hljóm- borðsgítar – keytar. Auk þess mátti sjá leik- konur í gervum Bjarkar Guðmundsdóttur og Hildar Lífar. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.