Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 80
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR64 MUTV, Liverpool TV og Chelsea TV fylgja frítt með áskrift að Stöð 2 Sport 2 Þú færð meirafyrir peningana 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR Misstu ekki trúna um jólin! Sjá! Ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Sex heilar umferðir í desember og meira til! Hvaða jólastjarna blikar skærast í ár? Finnur Liverpool galdrana í gömlu skónum hans Kennys? Nær þjálfarinn með rauða trýnið að koma drengjunum sínum til himna á ný? Svörin opinberast í sex helgileikjum með þínu liði í jólamánuðinum. Og minnstu þess að halda sunnudaginn heilagan. Þá koma vitringarnir tveir og færa þér gjafir sínar – bull, ergelsi og firru! Sjáðu sex helgileiki með þínu liði í desember. Tryggðu þér áskrift! Gefðu áskriftarkort að Stöð 2 Sport 2 í jólagjöf. Það fæst hjá okkur í Skaftahlíðinni! FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um fátt annað meira á yfir- standandi tímabili í ensku úrvals- deildinni en kynþáttafordóma og meint kynþáttaníð leikmanna á milli. John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið í hringiðu umræðunnar eftir að hann var sakaður um að hafa notað niðrandi orð í garð Antons Ferdin- and, varnarmanns QPR, í leik lið- anna fyrr í haust. Leik þessara grannliða frá Lundúnum lauk með 1-0 sigri QPR, en Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í gær var mánuður liðinn síðan ásakan- irnar í garð Terry komu fram og er enn engin niðurstaða komin, hvorki úr rannsókn enska knatt- spyrnusambandsins né lögregl- unnar í Lundúnum. Heiðar segir að síðan þá hafi leikmenn QPR rætt þetta mál mikið sín á milli en þeir óski sér helst að það verði leitt til lykta sem allra fyrst. Óvissan er orðin þreytandi „Þetta hefur verið mjög mikið rætt og ég held að við allir séum komn- ir með nóg af þessu máli,“ sagði Heiðar við Fréttablaðið um helgina og telur að seinagangurinn í rann- sókn málsins hafi gert illt verra. „Það eru allir komnir með nóg vegna þess að enska knattspyrnu- sambandið hefur ekki gert neitt í þessu. Sú óvissa um hvort og hvað verði gert í málinu hefur hangið yfir liðinu í langan tíma. Það verður að fara að drífa þetta af.“ Kynþáttaníð hefur verið ansi áberandi í haust, bæði út af þessu máli og deilu Luis Suarez og Patrice Evra. Svo blandaði Sepp Blatter, forseti FIFA, sér í umræðuna á eftirminnilegan máta þegar hann sagði að allar slíkar deilur mætti leysa með handabandi í lok leikja. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem trúðurinn í FIFA kemur fram með skrautleg ummæli og enskir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því. Það er bara óskandi að þetta leysist sem fyrst fyrir alla aðila,“ segir Heiðar, sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR á Stoke um helgina. Hann segir stemninguna mjög góða í herbúðum liðsins. Stjórinn er klókur „Frammistaða okkar í síðustu leikjum endurspeglar hversu góður liðsandi er innan hóps- ins. Við erum allir mjög sam- stilltir,“ segir Heiðar, en QPR er nú í níunda sæti deildar innar. „Kannski hélt stjórinn [Neil Warnock] að við þyrftum lengri tíma til að ná saman en hann hefur verið mjög klókur í sínum leik- mannakaupum. Hann hefur keypt leikmenn sem hafa reynslu og vita út á hvað enska úrvalsdeildin gengur. Það getur verið erfitt að kaupa erlenda leikmenn sem þurfa svo tíma til að aðlagast boltanum. Við höfum bara ekki tíma til þess.“ eirikur@frettabladid.is Allir búnir að fá nóg af þessu máli Heiðar Helguson segir að leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins QPR séu orðnir óþreyjufullir eftir niður- stöðu í kynþáttaníðsdeilu John Terry og Anton Ferdinand. Stemningin innan leikmannahópsins sé þó góð. HEIÐAR Fagnar hér einu af fimm mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni í haust. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Heiðar Helguson, sóknar- maður QPR, hefur ekkert getað æft með liði sínu í vikunni eftir að hann varð fyrir meiðslum í leik liðsins gegn Stoke um helgina. QPR vann leikinn, 3-2, og skoraði Heiðar tvö mörk þrátt fyrir að hafa fengið þungt högg í andlitið snemma leiks. „Því miður hefur Heiðar ekkert getað æft og er hann tæpur fyrir leikinn gegn Norwich á laugar- daginn,“ sagði Neil Warnock, stjóri QPR, í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins í gær. Heiðar hefur oft átt í vand- ræðum með meiðsli í gegnum tíðina en hann hefur þó spilað hverja einustu mínútu í síðustu fimm leikjum liðsins og skorað í þeim fimm mörk. Heiðar er ekki sá eini sem er að glíma við meiðsli hjá QPR, en Warnock hafði aðeins fimm leik- menn á varamannabekknum gegn Stoke um helgina. Að morgni leik- dags veiktist Jason Puncheon og Brian Murphy meiddist í upp- hitun. Luke Young þurfti svo að fara snemma meiddur af velli og þá meiddist Armand Traore seint í leiknum en náði þó að klára hann. - esá Meiðsli í herbúðum QPR: Heiðar tæpur fyrir næsta leik MIKIÐ GEKK Á Paddy Kenny, markvörður QPR, lætur hér John Terry, fyrirliða Chelsea, heyra það í leik liðanna í síðasta mánuði. Í sama leik á Terry að hafa notað kynþáttaníð um Anton Ferdinand, liðsfélaga Heiðars Helgusonar. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.