Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 4
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR4 Vegna fréttar á þriðjudag um markaðshlutdeild símafyrirtækja vill símafyrirtækið Alterna koma því á framfæri að það sé ekki að fara af samkeppnismarkaði, líkt og sagt var í fréttinni. Ör vöxtur hafi valdið rekstrarvandamálum og á vetrarmán- uðum 2010 hafi fyrirtækið ákveðið að færa fókus sinn á að efla þjónustu við notendur og styrkja almennan rekstur. Í athugasemd frá Alterna kemur fram að þeim markmiðum hafi verið náð og fókusinn hafi aftur verið færður að markaðsstarfinu. HALDIÐ TIL HAGA HÚSNÆÐISMÁL Nær 1.100 manns bíða eftir félagslegu leiguhús- næði í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Um síðustu mán- aðamót biðu 706 eftir félagsíbúð í Reykjavík en af þeim uppfylla 412 skilyrði um að gerast leigu- takar hjá Félagsbústöðum. Lang- flestir þessara 412 umsækjenda, eða 349 manns, bíða eftir eins til tveggja herbergja íbúð. Ekki eiga þó allir á biðlistanum hjá Félagsbústöðum rétt á að fá félagslega leiguíbúð. „Fólk kemst inn á listann ef það er undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Síðan eru félagslegar og fjárhagslegar aðstæður umsækjenda greindar og atvinnuaðstæður kannaðar. Ef viðkomandi uppfyllir skilyrði um sérstakar húsaleigubætur getur hann fengið leigt hjá okkur. Hinir fá að vera inni á listanum en ef aðstæður þeirra breytast ekki eru ekki líkur á úthlutun félags- legrar íbúðar,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsbústaðir eiga nú 2.150 íbúðir en af þeim eru 312 svo- kallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Lítið hefur verið keypt af íbúðum frá hruni eða aðeins fjórar til fimm á ári að meðal- tali. Engar íbúðir eru í framleigu á vegum Félagsbústaða, að því er Sigurður greinir frá. Hann getur þess að ekki hafi fjölgað á biðlistanum á undan- förnum árum. „Það er vegna þess að íbúðum hefur fjölgað á almenna markaðnum og fólk hefur getað notað almennu og sérstöku húsaleigubæturnar til þess að leigja á honum.“ Í Kópavogi eru 256 á biðlista eftir félagslegu húsnæði en leigu- íbúðir í eigu bæjarins eru 385. Engar íbúðir eru í framleigu, að sögn Örnu Schram upplýsinga- fulltrúa. Kópavogsbær hefur keypt og byggt 88 félagslegar íbúðir á undanförnum fimm árum. Í Hafnarfirði er 131 á biðlista eftir félagslegri leiguíbúð. Hafn- arfjarðarbær á 227 leiguíbúðir og framleigir 11 íbúðir. Undanfarin fimm ár hefur bærinn keypt tíu íbúðir á ári. Rannveig Einarsdóttir, sviðs- stjóri fjölskylduþjónustu Hafnar- fjarðar, segir að á undanförnum árum hafi fækkað á biðlistan- um með tilkomu sérstakra bóta. „Sumir kjósa frekar að fá sér- stakar húsaleigubætur og leigja á almennum markaði en að fara í leiguíbúð hjá Hafnarfjarðarbæ.“ ibs@frettabladid.is Tæplega 1.100 bíða eftir félagslegri íbúð Reykjavík, Hafnarfjörður og Kópavogur eiga 2.762 félagslegar íbúðir. Kópavogur hefur byggt og keypt 88 íbúðir síðastliðin fimm ár en Hafnarfjörður keypt 50. Reykjavík hefur keypt um 15 íbúðir frá hruni. Lítið hefur fjölgað á biðlistum. ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Langflestir þeirra sem eru á biðlista í Reykjavík og uppfylla skilyrði um sérstakar húsaleigubætur óska eftir 1 til 2 herbergja íbúð. SEND Í DÝRAGARÐ Háhyrningskýrin Morgan, sem rak upp á strendur Hol- lands í fyrra, verður send í dýragarð á Kanaríeyjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. NÁTTÚRA Háhyrningnum Morgan, sem rak á land í Hollandi, verður ekki sleppt á æskuslóðum sínum úti af Lófóten við Noregsstrend- ur, heldur verður dýrið flutt í dýragarð á Kanaríeyjum. Aftenposten segir frá, en Morg- an, sem er tveggja vetra gömul, hefur hafst við í sædýrasafni í Hollandi síðan henni var bjargað illa haldinni í fyrrasumar. Umhverfisverndarsinnar vildu að dýrinu yrði sleppt í sínu nátt- úrulega umhverfi. Landbúnaðar- ráðherra Hollands taldi hins vegar að Morgan myndi vart spjara sig ein og óstudd og því var ákveðið að senda hana í dýragarð. - þj Senda háhyrning í dýragarð: Morgan fer ekki heim til Lófóten KÖNNUN Mikill meirihluti lands- manna er andvígur því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg hér á landi. Stuðningsmönnum þess hefur fækkað frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt nýrri könnun MMR. Alls segjast 87,3 prósent þátt- takenda frekar eða mjög andvíg lögleiðingunni. Mikill munur er á afstöðu kynjanna, en 18,7 prósent karlmanna eru hlynnt lögleið- ingu, samanborið við 6,8 prósent kvenna. Þá er yngra fólk og lág- tekjufólk jafnframt mun líklegra til að styðja lögleiðingu. Stuðningsmenn Samfylkingar- innar og Framsóknarflokksins eru líklegri til að vera hlynntir lögleiðingu en Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. - sh Karlar hrifnari af kannabis: Langfæstir vilja lögleiða grasið Launavísitala hækkar Launavísitalan í október hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði og var 415,7 stig. Launavísitalan hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Íslands. KJARAMÁL Sumir kjósa frekar að fá sérstaka húsaleigu- bætur og leigja á almennum markaði … RANNVEIG EINARSDÓTTIR SVIÐSSTJÓRI HJÁ HAFNARFIRÐI EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Angela Merkel Þýskalands- kanslari hafnar hugmyndum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær til lausnar á skulda- vanda evruríkjanna. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar- innar, kynnti í gær tillögur að útfærslu á útgáfu sam- eiginlegra ríkisskuldabréfa Evrópusambandsríkj- anna. Hann sagði útgáfu þeirra geta hjálpað mikið við lausn vandans til lengri tíma litið. Áhætta einstakra ríkja minnki og samstaðan styrkist. Merkel hefur jafnan verið andvíg þessum hugmynd- um, og sagði í gær það vera afar óviðeigandi að fram- kvæmdastjórnin skuli nú leggja áherslu á þessa leið. Barroso svaraði því til að það væri slæmt að drepa umræðuna áður en hún byrjaði. - gb Framkvæmdastjórn ESB kynnir tillögur um sameiginleg ríkisskuldabréf: Merkel hafnar hugmyndinni JOSÉ MANUEL BARROSO Kynnir tillögur sínar á blaðamanna- fundi í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK, AP Danska ríkisstjórn- in ætlar að leggja fram frumvarp á þingi um að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband í kirkjulegu brúðkaupi, rétt eins og annað fólk sem þess óskar. Danmörk varð árið 1997 fyrst ríkja heims til að leyfa stað- festa sambúð samkynhneigðra. Skrefið hefur hins vegar ekki verið stigið til fulls í Danmörku fyrr en nú. Danskir prestar hafa þó áfram rétt til að neita að gefa saman samkynhneigð pör. - gb Samkynhneigðir í Danmörku: Fá bráðlega að giftast í kirkju HEILBRIGÐISMÁL Fimmtungur sölu- staða tóbaks í Hafnarfirði seldi unglingum undir lögaldri sígarettur þegar könnun var gerð á því í október. Forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar stóð fyrir könnuninni. Af nítján sölustöðum seldu fjórir unglingun- um sígarettur. Sölustöðunum verður send ábending frá forvarnafulltrúan- um auk þess sem búist er við því að heilbrigðiseftirlitið áminni þá staði. - þeb Könnun á tóbakssölu: Fimmtungur seldi börnum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 9° 5° 10° 6° 7° 8° 8° 22° 11° 19° 11° 21° 6° 11° 14° 8°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. LAUGARDAGUR Fremur hæg breytileg átt víða um land. 0 -3 -3 -5 -2 0 -3 -2 -2 -1 0 0 -1 -1 -1 0 1 1 2 3 -4 5 8 8 7 6 5 4 3 2 7 5 BJART EÐA ÉL Það er éljagangur fram undan á land- inu og þá aðalega sunnan- og vestan- lands en nokkuð bjart annars. Það kólnar heldur og verður hiti um frostmark eða vægt frost næstu daga. Gæti hvesst með slyddu og rigningu suðaustanlands í kvöld. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Din smertestillende løsning til lokal behandling af smerter i ryg, skuldre og muskler Voltaren Gel 100g 20% afsláttur Seljavegi 2 101 Reykjavík Sími 511 3340 www.reyap.is Afgreiðslutími: 9-18.30 alla virka daga og 10-16 á laugardögum Verð áður: 3.073 kr. Verð nú: 2.458 kr. GENGIÐ 23.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,4797 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,87 119,43 184,99 185,89 159,05 159,93 21,376 21,502 20,419 20,539 17,244 17,346 1,5389 1,5479 184,81 185,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.