Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 28
28 24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR
Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitar-
stjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli,
aftarlega, augljóslega aukaatriði,
þar sem átti að veita almenningi
heimild til að knýja fram annars
vegar borgarafund og hins vegar
íbúakosningu um málefni sveitar-
félagsins. Fjölmargir annmark-
ar voru á þessum tillögum. Þar
má nefna að í tillögurnar vantaði
ýmislegt sem dýpka mætti lýðræð-
ið hérlendis, t.d. ákvæði um lýð-
ræðisleg ákvarðanatökuferli sem
almenningur getur tekið þátt í,
heimildir fyrir slembivali, lýðræði-
svæðingu stofnana og margt fleira.
Af því sem var að finna í til-
lögunum er tvennt sem kallaði á
betrumbætur. Annars vegar að
20% kjósenda þyrfti til að kalla
fram íbúakosningu, en reynslan
bendir til þess að þar sem hlutfall-
ið er hærra en 15% séu slík rétt-
indi orðin tóm. Hins vegar að nið-
urstöður kosninga ættu að vera
ráðgefandi en ekki bindandi en
rannsóknir sýna að almenningur
missir fljótt trúna á ráðgefandi
ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðis-
ríki er almenningur. Af einhverj-
um ástæðum virðast þingmenn og
aðrir fulltrúar almennings ekki
átta sig á þessu og líta á sjálfa sig
sem aðal.
Síðastliðið vor sendi Lýðræðis-
félagið Alda fjölmargar athuga-
semdir til samgöngunefndar
Alþingis vegna frumvarpsins en
fékk ekki einu sinni skilaboð um
að þær hefðu verið mótteknar.
Þannig er það nefnilega með þing-
nefndir að þær funda bak við lukt-
ar dyr, halda ekki fundargerðir og
svara ekki efnislega innsendum
erindum. Það er víst ekki hægt
að ræða opinber málefni opinber-
lega, fulltrúarnir þurfa að fá að
gera það í friði fyrir almenningi.
Meðal athugasemda frá Öldu var
að kosningar og borgarafundir
skyldu teljast bindandi, að bæta
þyrfti við ákvæðum um lýðræðis-
leg ákvörðunartökuferli, til viðbót-
ar við kosningar og borgarafundi.
Einnig að heimila þurfi slembival
í nefndir og sveitarstjórnir og að
færa ætti kaflann um lýðræðisleg-
an rétt almennings fremst í frum-
varpið. Lýðræðisleg ákvarðana-
taka almennings er grundvöllur,
ekki aukaatriði.
Nýlega var svo frumvarpið sam-
þykkt á Alþingi en með nokkrum
breytingum frá upphaflegu tillög-
unni. Ætla mætti að þingið hefði
áttað sig á mistökum sínum og
tekið tillit til athugasemda Öldu.
En eins og innanríkisráðherra
segir frá á vefsíðu sinni var raun-
in ekki sú heldur sendi Samband
íslenskra sveitarfélaga inn erindi
á síðustu stundu sem kæfði þetta
litla lýðræðisfræ frumvarpsins.
Í stað þess að það þurfi 20% kjós-
enda til að kalla fram íbúakosn-
ingu getur sveitarstjórn ákveðið að
það þurfi 33% undirskrifta. Svona
eftir hentugleika að því er virðist.
Einnig verður óheimilt að kalla
fram kosningu um fjárhagsáætl-
un sveitarfélags eins og það séu
einkamál fulltrúanna og almenn-
ingi ekki treystandi fyrir þeim.
Allar breytingar sem urðu á frum-
varpinu í meðförum þingsins voru
með öðrum orðum til þess fallnar
að draga úr þeirri takmörkuðu lýð-
ræðisvæðingu sem þó fólst í þeim.
Þetta kemur að vísu ekkert á
óvart, enda fulltrúarnir að fjalla
um takmarkanir á þeirra eigin
völdum, um sína eigin hagsmuni.
Í Bresku Kólumbíu höfðu full-
trúarnir, stjórnmálamennirnir
og flokkarnir, vit á því að færa
ákvörðun um breytingar á kosn-
ingalöggjöfinni til slembivalsþings
borgara. Enda höfðu flokkarn-
ir beina hagsmuni af því hvernig
kosningakerfið var uppbyggt. Sú
tilraun heppnaðist vel og var það
samdóma álit allra hlutaðeigandi
að vinna slembivalsþingsins hafi
verið til fyrirmyndar.
Hérlendis reyndum við okkar
eigin tilraun með Stjórnlagaráði
sem skilaði af sér vönduðum til-
lögum, sérstaklega í ljósi þess allt-
of stutta tíma sem því var skammt-
aður. Þær tillögur liggja nú hjá
þinginu og hafa margir áhyggjur
af því að dregið verði úr þeirri
fremur hófsömu lýðræðisvæðingu
sem í tillögum Stjórnlagaráðs er
að finna. Enda eru það beinir hags-
munir fulltrúaræðisins, flokks-
ræðisins, að viðhalda sem mestum
völdum hjá sjálfu sér.
Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt
fram fjölmargar tillögur að breyt-
ingum sem miða að auknu lýðræði
og byggja á vel heppnuðum tilraun-
um í öðrum löndum. Félagið krefst
þess að fulltrúar almennings taki
nú þegar til óspilltra málanna við
að lýðræðisvæða samfélagsgerð
okkar. Við eigum það öll skilið.
Upplýsingar um tillögur Öldu er
að finna á alda.is.
Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram
fjölmargar tillögur að breytingum sem
miða að auknu lýðræði …
Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi
okkar Íslendinga – en hún er um leið
mikilvæg atvinnugrein sem skapar
ótal störf og mikil verðmæti. En rétt
eins og aðrar atvinnugreinar varð
kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu
höggi í kjölfar efnahagshrunsins og
eftirskjálfta þess.
Í skugga hrunsins
Í efnahagshruninu brugðust allar
tekjuspár ríkissjóðs og það var
ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti
til harkalegra aðhaldsaðgerða.
Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta
af þeim og hafa framlög til hans
lækkað um 23% frá því sem mest
var árið 2009. En öll él birtir upp um
síðir og nú þremur árum síðar erum
við loks farin að sjá til sólar í ríkis-
fjármálum – og þá eru komnar for-
sendur fyrir uppbyggingu.
Stóra planið
Framlög ríkissjóðs til kvikmynda-
gerðar koma ekki aðeins í gegnum
Kvikmyndasjóð heldur koma þau
einnig fram sem endurgreiðslur á
20% af framleiðslukostnaði. Í ár
stefnir í að iðnaðarráðuneytið end-
urgreiði kvikmyndagerðarmönnum
tæpar 687 milljónir króna, þar af
471 milljón vegna íslenskra mynda
og 216 milljónir vegna erlendra
mynda. Það þýðir að ríkisframlög til
kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei
verið hærri. Samtals verða því rík-
isframlög til kvikmyndagerðar um
1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923
m.kr. til innlendrar framleiðslu.
Þessar tölur sýna að mikil umsvif
eru í kvikmyndageiranum á Íslandi
og að árið 2011 er það stærsta hvað
varðar framlög úr ríkissjóði til
kvikmyndagerðar. Og sannarlega
viljum við ýta undir og efla kvik-
myndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu
kvikmyndir í fullri lengd frumsýnd-
ar og þær eru orðnar átta á þessu
ári auk þess sem mikið er fram-
leitt af efni fyrir sjónvarp. Það er
ástæða til þess að fagna því að þrátt
fyrir allt skuli vera mikil gróska í
kvikmyndageiranum á Íslandi. Við
gerum okkur hins vegar grein fyrir
því að auka þarf fjárframlög til
kvikmyndasjóðs til þess að tryggja
grunnfjármögnun á kvikmyndum
og að því er stefnt.
Mennta- og menningarmála-
ráðuneytið hefur kynnt fyrir kvik-
myndagerðarfólki drög að sam-
komulagi um stefnumörkun til fimm
ára um aðgerðir til að efla íslenska
kvikmyndagerð og kvikmynda-
menningu. Gangi þetta samkomulag
eftir munu framlög til Kvikmynda-
sjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr.
í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjár-
veitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar
samkomulagið einnig um ýmis þörf
úrbótamál á sviði kvikmyndamenn-
ingar.
Nýtt líf
Kvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm
atvinnugrein og fjármögnun í þeim
geira lýtur um margt sérstökum lög-
málum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði
eru gjarnan forsenda fyrir frekari
fjármögnun erlendis frá og þannig
margfaldast hver króna sem Kvik-
myndasjóður leggur í verkefnið.
Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir
Alþingi lagafrumvarp sem kveður
á um að 20% endurgreiðslukerfið af
framleiðslukostnaði verði fest í sessi
næstu fimm árin og leggjum við allt
kapp á að þingið afgreiði það fyrir
jól. Reynslan sannar að það skil-
ar miklum umsvifum og þar með
tekjum.
Það er dýrt að vera fátækur og
það er forsenda fyrir frekari vexti
íslenskrar kvikmyndagerðar að
stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði
fyrir kvikmyndagerð og standi
vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og
höfum það hugfast að rökin eru bæði
mjúk og grjóthörð – menningarleg
og fjárhagsleg.
Bíódagar – í hita og þunga dagsins
Mikið var gaman að sjá rit-stjóra Kastljóssins á dögun-
um ganga skörulega fram í því að
hjálpa útrásarvíkingum og aðstoð-
armönnum þeirra að veikja trú-
verðugleika forstjóra Fjármála-
eftirlitsins. Ekki vafðist fyrir
Sigmari að bregða sér bæði í hlut-
verk sækjanda og dómara og leita
svo liðsinnis álitsgjafa úr innsta
hring. Svona á að gera þetta!
Svo hefur hann staðið þétt með
einhliða umfjöllun þáttarins þegar
bornar hafa verið brigður á áreið-
anleika hennar. Álitsgjafinn skreið
í felur en þáttarstjórnandinn bara
bætti í, „Kastljós stendur við sitt“,
jafnvel þó enn hafi engin ný gögn
verið lögð fram um hugsanlegt
vanhæfi forstjórans.
Til hvers líka að gefa embættis-
mönnum ríkisins frið til að starfa
og færi á að moka flórinn? Er ekki
miklu nær að reisa útrásarvík-
ingana á lappirnar sem fyrst og
bjóða upp í dans á ný? Ekki láta
þitt eftir liggja, Sigmar. Nú skulu
allar rannsóknir gerðar ótrúverð-
ugar á ameríska vísu, öllu fokkað
upp og rannsóknarmenn staur-
settir.
Forstjóri FME vann í banka,
að vísu ríkisbanka löngu fyrir
einkavæðingu, - en banka samt.
Nú skal hann sanna að hann hafi
ekki framið þar einhver myrkra-
verk. Hann hlýtur að vera vanhæf-
ur fyrst álitsgjafinn segir það. Þar
talar reyndur maður sem sat sjálf-
ur í stjórn einkabanka fyrir hrun!
Það er rétt að láta rannsaka hann
aftur og aftur og einu sinni enn.
Forstjórinn skal víkja fyrir það
eitt að hafa starfað í banka.
En þurfti ekki bankasýslufor-
stjórinn einmitt að hætta áður en
hann byrjaði af því að hann hafði
aldrei unnið í banka? Vandratað er
meðalhófið.
Áfram Kastljós!
Menning
Katrín
Jakobsdóttir
mennta- og
menningarmála-
ráðherra
Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra
Fulltrúaræði eða lýðræði?
Trúverðugleiki
Skúli
Bjarnason
hæstaréttarlögmaður
Lýðræði
Kristinn Már
Ársælsson
stjórnarmaður í
Lýðræðisfélaginu Öldu
Nokkur viðbrögð hafa orðið við stuttri grein eftir mig sem birt-
ist í Fréttablaðinu 18. þ. m. um þá
hugmynd að reisa í Skálholti til-
gátuhús, eftirlíkingu stærstu mið-
aldakirkju sem þar stóð. Þess vegna
langar mig að árétta nokkur atriði
og bæta öðru við.
Eins og reyndar kemur skýrt
fram í grein minni hef ég ekkert á
móti tilgátuhúsum, þótt sumir les-
endur hafi kosið að túlka hana svo,
en ég tel að þau geti aldrei jafnast á
við sambærileg gömul hús. Mér er
líka ljúft að segja að ég efast ekki
um góðan tilgang þeirra sem varpa
slíkum hugmyndum fram eða reyna
að hrinda þeim í framkvæmd.
Það eina sem ég hef á móti Þor-
láksbúð, sem verið er að reisa í
Skálholti, er staðsetningin. Mér og
mörgum fleiri finnst óhæfa að setja
hana niður eins og gert er. Eigi að
reisa hús í gömlum stíl til að halda
í heiðri minningu hins forna Skál-
holtsstaðar verður að vanda mjög
til skipulags á staðnum þannig að
eitt reki sig ekki á annars horn.
Það vekur þess vegna nokkurn ugg
ef ákveðið yrði að reisa á staðnum
slíkt stórhýsi sem hin umrædda
kirkja er án þess að á undan hafi
farið vönduð skipulags- og undir-
búningsvinna.
Það er ekki síst vandi af því að
700 fermetra allháreist bygging
mun sannarlega vekja á sér athygli
og er ætlað það. Um það þarf ekki
að deila. Ef leita á til fortíðar að
byggingarfyrirmynd, tel ég ekki
sjálfgefið að heppilegt sé að byrja
á stærsta húsi sem vitað er til að
staðið hafi í Skálholti. Forráðamenn
staðarins verða auðvitað að marka
sér einhverja stefnu, gjarnan í víð-
tæku samráði við almenning, um
hvaða starfsemi þeir vilji hafa í
Skálholti og hvaða ramma eigi að
setja henni.
Það sem kom mér til að fara
nokkuð hörðum orðum um áætl-
unina í grein minni var ekki síst
fjárhagsþátturinn. Gert er ráð fyrir
að stofnkostnaður verði 500 millj-
ónir. Ekki hef ég vit á að dæma
hvort það sé raunsæ áætlun, varla
er hún of lág. Væntanlega hefur
verið haft í huga að eitthvað verð-
ur að vera inni í svo stóru húsi sem
sómi er að og laðar ferðamenn til að
fara inn í það, eitthvað sem minnir
á kirkju og einhvers konar sögusýn-
ing, geri ég ráð fyrir. Bygging úr
tré þarfnast mikils og stöðugs við-
halds, og reksturinn mun einnig
kosta eitthvað. Ef fyrirtækið á að
standa undir sér verður að reikna
dæmið til enda.
Ekki veit ég hvað menn hugsa sér
að langan tíma taki að greiða 500
milljóna lán niður, en þótt við reikn-
um þennan fjármagnskostnað ekki
nema 5 % yrði hann 25 milljónir á
ári. Vægt áætlað hlýtur viðhald og
rekstur að nema a.m.k. 15 milljón-
um. 40 milljónir á ári er þá sú lág-
marksupphæð sem reksturinn þarf
að skila, ef hann á að standa undir
sér, e.t.v. talsvert meira.
Ég hygg að ekki megi hafa
aðgangseyri hærri en 1.000 krónur
ef hann á ekki að fæla marga frá
húsi sem hægt er að skoða ókeypis
utan frá. Þá þarf 40 þúsund – fjöru-
tíu þúsund – gesti á ári til að standa
undir fjármagnskostnaði og rekstri.
Er til einhver markaðsrannsókn
sem bendir til að svo margir væru
tilbúnir að koma í Skálholt og
borga 1.000 krónur hver fyrir að
fá að koma inn í slíka kirkju? Hver
tekur áhættuna ef dæmið gengur
ekki upp?
Ef farið er af stað með svo mikið
fyrirtæki verður það að ganga upp,
og framhald verður að vera tryggt.
Annars er verr af stað farið en
heima setið. Hálfkarað verk af
þessu tagi eða illa við haldið yrði
hörmung. Ég verð líka að minna
á það, sem ég fjallaði dálítið um í
grein minni, að miðaldakirkjur eru
ekki sama nýnæmi fyrir gesti frá
Evrópu og margt sem hér býðst að
kynnast. Ef menn telja sig í raun
og veru geta útvegað hálfan millj-
arð til að auka aðdráttarafl Skál-
holts fyrir ferðamenn, held ég þeir
ættu að hugsa sig vel um hvort
ekki væru aðrar leiðir vænlegri og
áhættuminni.
Sannarlega væri þörf á að gera
eitthvað til að Skálholt geti gegnt
betur því hlutverki að halda á lofti
minningunni um þennan höfuð-
stað Íslands um aldir. Gleymum
því samt ekki að góður grundvöll-
ur hefur verið lagður með bygging-
um og menningarstarfi, ekki síst á
sviði tónlistar, auk hins kirkjulega
starfs. Hvað sem gert verður þarf
vandaðan undirbúning. Það stærsta
og dýrasta er ekki alltaf best eða
áhrifaríkast.
Ég trúi því að heppilegast hljóti
að vera fyrir ferðaþjónustu, menn-
ingartengda og aðra, að taka minni
skref í einu og hafa fast undir fæti.
Að fjárfesta 500 milljónir í gerð
miðaldakirkju er að mínum dómi
risastökk út í loftið og óvíst hvar
komið verði niður. Vissulega er
ekki langt síðan við áttum banka-
og framkvæmdamenn sem ekki
víluðu fyrir sér að fjárfesta hærri
upphæðir í óvissu, sjálfsagt stund-
um vegna hugmynda sem hljóm-
uðu vel. Hugmyndin um miðalda-
kirkjuna minnir mig óþægilega á
þá tíma.
Enn um miðalda-
kirkju í Skálholti
Menning
Vésteinn
Ólason
fv. prófessor
Kvikmyndasjóður
Innlend endurgreiðsla
1.000
800
600
400
200
0
372,4
415,3
42,9
515,4
699,3
183,9
560,0
647,3
218,9
590,0
808,9
168,5
450,0
618,5
470,9
452,0
922,9
87,3
2006 2007 2008 2009 2010 2011
Ríkisframlög til íslenskrar kvikmyndagerðar