Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 26
26 24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í Fréttablaðinu föstudaginn 18. nóvem-ber birtist grein þeirra Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, og Guðnýj- ar Dóru Gestsdóttur, formanns skipulags- nefndar Kópavogs, undir fyrirsögninni Snjór eða vatn? Skíðaráð Reykjavíkur vill af þessu til- efni taka undir með greinarhöfundum um mikilvægi vatnsverndar fyrir höfuðborg- arsvæðið en jafnframt ítreka að snjór sem kann að verða framleiddur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum verður að vatni sem á engan hátt verður frábrugðið því vatni sem til verður úr náttúrulegum snjó er fellur á svæðið í dag. Skíðaráðið vill benda á að allar fyrir- liggjandi upplýsingar sýna fram á að vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins stend- ur ekki nein hætta af snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Í skýrslu verk- fræðistofunnar Mannvits sem kynnt hefur verið í haust er einnig sýnt fram á að eini þátturinn sem óvissa ríkir um er hve mikil aukning kann að verða á árlegum fjölda bíla sem flytja skíðafólk á svæðið og hugs- anlegri mengun frá þeim bílum. Um þenn- an þátt þarf umræðan um umhverfisáhrif snjóframleiðslu í Bláfjöllum að snúast og hugsanlegar mótvægisaðgerðir ef þörf verður talin á þeim, t.d. að hámarka bíla- fjölda sem inn á svæðið má fara dag hvern. Bent skal á að sveitarfélög höfuðborg- arsvæðisins hafa fjárfest fyrir hundruð milljóna á skíðasvæðinu í Bláfjöllum til þess að íbúar þeirra geti stundað skíða- íþróttina eins og aðrar íþróttir sem mann- virki eru byggð fyrir, en innan þéttbýlis- ins. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er staðreynd, þar eru íþróttamannvirki sem ber að nýta eins og kostur er íbúum höfuðborgar- svæðisins til heilla og ánægju. Hvort leyfa á aðra starfsemi innan vatnsverndar svæða höfuðborgarsvæðisins verður að meta í ljósi þeirrar starfsemi sem fyrir er, en sú umræða á ekki að koma í veg fyrir að almenningur höfuðborgarsvæðisins fái að stunda skíðaíþróttina til jafns við aðrar íþróttir. HALLDÓR Snjór eða vatn? – Skíðaíþrótt í Bláfjöllum eða ekki? Umhverfis- vernd Árni Rudolf formaður SKRR S ótt er að hinum sögufræga og fagra stað Skálholti úr fleiri en einni átt um þessar mundir. Það er þörf áminning til yfirvalda um mikilvægi þess að hafa skýra sýn um það hvernig umgangast eigi helstu sögustaði og ganga frá friðun staðanna þar sem það á við. Furðu sætir að Þorláksbúðarverkefnið skuli hafa komist eins langt og raun ber vitni með tilheyrandi kostnaði og raski. Þá vit- leysu verður að stöðva áður en lengra er haldið. Sömuleiðis verður að ganga þannig frá málum að ekki rísi í Skálholti risastór timburkirkja að fyrirmynd þeirra sem þarna hafa staðið á öldum áður. Sú hugmynd að reisa tilgátu- hús í fornminjum eins og verið er að gera með Þorláksbúð er vond. Fornminjar verða að fá að vera í friði fyrir slíkum ágangi þar og annars staðar. Við bætist það smekkleysi að reisa búðina nánast ofan í dómkirkjunni. Að sama skapi er sú hugmynd slæm að byggja risastóra timburkirkju í Skálholti inn í umhverfi sem hefur bæði fagurt og friðsælt yfirbragð, auk sterkra tengsla við margra alda sögu. Þeim tengslum hafa þegar verið gerð skil með Skálholtsdóm- kirkju sem ber byggingarlist síðari hluta 20. aldar fegurra vitni en flestar aðrar byggingar frá sama skeiði og kallast með formum sínum um leið á við timburkirkjurnar sem þarna stóðu fyrr á öldum. Annar húsakostur í Skálholti ýmist styður við kirkjuna, eins og skólahúsið gerir, eða spillir að minnsta kosti ekki fyrir henni. Með því að bæta þarna við timburkirkju sem er miklu stærri en dómkirkjan hyrfi hins vegar allt jafnvægi úr húsaþyrpingunni í Skálholti. Tilgátuhús eru í sjálfu sér ekki endilega vond hugmynd. Þau geta veitt ákveðna innsýn í húsakost fyrri alda sem gaman getur verið bæði fyrir börn og fullorðna að reyna að lifa sig inn í. Ef fólk telur að slík hús þjóni menningarlegum eða hagnaðarlegum tilgangi getur vel komið til greina að ráðast í slíkar byggingar. Slík hús á hins vegar ekki að reisa á fornum tóftum. Þorláks- búðin hefði til dæmis sem best getað risið einhvers staðar á Skál- holtstúnunum í hæfilegri fjarlægð frá 20. aldar byggingunum. Kirkjuna stóru stendur vissulega hvorki til að reisa á fornminj- um né við veggi dómkirkjunnar. Stærðin á fyrirhugaðri timbur- kirkju er hins vegar þannig að hún myndi taka alla athygli frá þeim byggingum sem þarna eru fyrir, bæði þegar horft er heim að Skálholti úr fjarska, sem er einstaklega tilkomumikið, og í návígi. Ef þeir sem fara fyrir ferðaþjónustu á Íslandi telja sig hafa hag af því að reisa svona kirkju til að laða að ferðamenn þá hlýtur að vera hægt að finna henni stað í nágrenni Skálholts, nú eða einhvers staðar allt annars staðar. Það er löngu kominn tími til þess að hætta að göslast í menn- ingarminjunum, hvort heldur um er að ræða aldagamlar tóftir eða nokkurra áratuga gamlar byggingar. Þeim þarf að sýna þann sóma sem þær eiga skilið. Skálholt fái að vera í friði fyrir athafnamönnum. Menningarminjar og tilgátuhús SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Uppskröpunin Framsóknarmenn eru brattir þessa dagana og hafa nú sent út herhvatn- ingu á heimasíðu sinni. Ástæðan er sú að þeir búast við kosningum á næsta ári og vilja virkja flokksmenn í baráttunni. Á heimasíðunni er að finna leiðbeiningar um kosningarétt þeirra sem flutt hafa af landi brott og svo þessa fallegu brýningu: „Allir Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu eru eindregið hvattir til að vera viðbúnir kosning- um á næsta ári og skrapa upp öll þau atkvæði sem vilja sjá betra Ísland á grunni sam- vinnu og jafnaðar.“ Framsóknarmenn ætla greinilega að ganga til kosninga eins og í hverja aðra steypuvinnu og líta á þær eins og verkþátt frekar en hugmyndafræði. Váflug Nýtt flugfélag tók til starfa í dag sem hefur það sérkennilega heiti WOW Air. Gárungarnir létu ekki að sér hæða, enda með eindæmum skemmtilegur söfnuður þar á ferð, og voru fljótir að íslenska heitið; Váflug. Ekki sérstaklega lokkandi heiti. Lítt traustvekjandi áætlun Á þessum stað var á dögunum sagt frá því að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefði í efnahagsáætlun gefið lítið fyrir áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Íslenska krónan yrði í viðjum hafta með einum eða öðrum hætti fram- vegis. Nú hefur annar ráðherra, Össur Skarphéðinsson, tekið undir þetta, en á nefndarfundi í gær sagði hann höftin ekki afnumin nema með nýjum gjaldmiðli. Til hvers var verið að samþykkja þessa áætlun? kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.