Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 28

Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 28
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR28 Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa hafið undirbúning fyrir innreið 4G, fjórðu kynslóðar farskiptakerfisins, sem mun bjóða upp á aukinn hraða í gagnaflutningum fyrir neytendur á næstu misserum. Enn sem komið er eru fyrirtækin þó enn á undirbúnings- stigi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir í samtali við Fréttablaðið að þau séu í startholunum og hafi litið til Voda- fone Global og reynslu þess í uppbyggingu þess konar kerfa. Kjartan segir að 4G sé klárlega hluti af framtíðarsýn í fjarskiptum. Réttast sé þó að horfa á öll kerfin, 4G, 3G og GSM, sem eina heild. „Við munum laga okkur að þeirri framtíð, en kerfin verða eflaust öll notuð næstu árin. Ég hef mikla trú á að 4G- og GSM-kerfið muni lifa áfram, því að það er útbreiddasta farsíma- tækni í heimi. Hvað varðar gagnaflutninga mun 4G hins vegar nýta betur tæki og tíðnir heldur en 3G og því eru líkurnar á að síma- fyrirtæki muni frekar vilja fjárfesta í því til lengri tíma litið. Þannig er það útbreidd trú í fjarskiptabransanum að það verði frekar 3G sem muni gefa eftir.“ Þó að 4G muni geta boðið upp á meiri hraða en margar fastlínutengingar telur Kjartan ekki líklegt að þráðlausa kerfið muni koma alfarið í stað línutenginga til skemmri tíma litið. Hann segir erfitt að spá um hvenær notkun 4G- kerfisins verði orðin almenn. „Eins og staðan er í dag er tiltölulega lítið af tækjum á markaðnum sem styðja 4G og það munu kannski líða þrjú til fimm ár þar til notkun verður almenn. Þá kallar 4G á miklar fjárfestingar ef við ætlum að ná góðri dreif- ingu hér á Íslandi. Við munum hins vegar fylgjast grannt með þessum málum og höfum myndað okkur framtíðarsýn. Mín tilfinning er að 4G muni netvæða heiminn enn frekar en orðið er.“ Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið vera búið að sækja um leyfi til tilraunareksturs á 4G-kerfi til Póst- og fjarskiptastofnunar og um leið og það sé í höfn muni tilraunir hefjast. Síminn sé þó þegar farinn að bjóða allt að 21 Mb tengingu með 3G á stóru svæði í höfuðborginni. „Með því erum við komin langleiðina í 4G, en það verður næsta skref. Eins og stendur er ekki mikið af búnaði sem styður 4G hér á landi og hraðinn á þessari þróun mun því að miklu leyti ráðast af þörfum neytenda.“ Nova er komið skrefi lengra á leið en hin fyrirtækin, þar sem það hefur þegar fengið tilraunaleyfi og rekur 4G-kerfi sem nær frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla og niður í miðborg. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir það gert til að meta fjárfestinguna sem til þurfi við uppbyggingu kerfisins. „Þetta verður gífurlega mikil breyting enda býður 4G upp á tíu sinnum meiri hraða en 3G og þrisvar sinnum meiri hraða en algengustu ADSL-tengingar í dag.“ Liv segir að allt bendi til þess að gagnaflutn- ingar um netið muni stóraukast á komandi árum. „Það er til dæmis útlit fyrir að sjónvarpsefni muni í frekari mæli verða aðgengilegt í gegn- um netið og við erum eiginlega á byrjunarreit í dag.“ Liv segir að fyrst um sinn sé miðað að því að 4G-nettengingar verði að mestu inni á heimilum. „3G-kerfið mun geta sinnt farsímum á næst- unni en þetta er aðallega hugsað fyrir heima- tengingar og þessa miklu aukningu sem við erum að sjá í spjaldtölvunotkun.“ Hún segist ekki geta sagt til um hversu hröð þróunin á 4G-kerfinu verði. „Ég býst þó við því að hún verði hraðari en þegar 3G kom á markaðinn.“ thorgils@frettabladid.is Ég hef mikla trú á að 4G og GSM- kerfið muni lifa áfram, því að það er útbreiddasta farsímatækni í heimi. KJARTAN BRIEM FRAMKVÆMDASTJÓRI TÆKNISVIÐS HJÁ VODAFONE VIÐSKIPTI Íslandsbanki varð í gær- morgun fyrsta fjármálafyrirtæk- ið sem gefur út verðbréf í íslensku Kauphöllinni eftir bankahrun. Þá hófust viðskipti með sértryggð skuldabréf sem útgefin eru af bankanum. Heildarvirði útgáf- unnar í gær var fjórir milljarð- ar króna og eru þau til fimm ára. Bréfin bera 3,5% árlega verð- tryggða vexti sem greiðast tvisv- ar á ári. Höfuðstóllinn verður endurgreiddur í einni greiðslu 7. desember 2016. Útgáfan er tryggð með safni húsnæðislána. Íslands- banki áætlar að gefa út allt að 10 milljarða króna af sértryggðum skuldabréfum á ári á næstu árum til að auka fjölbreytni í fjármögn- un sinni og endurfjármögnunar- þörf sinni. Heildarstærð þess útgáfuramma er 100 milljarðar króna. Til stendur að stíga næsta skref í útgáfu skuldabréfanna á næstu mánuðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagði á kynning- arfundi með fjölmiðlum í gær að eftirspurn hefði verið umfram framboð. Áhuginn á bréfunum hefði verið mjög dreifður á meðal fagfjárfesta á borð við lífeyris- sjóði, tryggingafélög og eignar- stýringafyrirtæki. Íslandsbanki kynnti líka níu mánaða uppgjör sitt í gær. Bank- inn hagnaðist um 11,3 milljarða króna á tímabilinu og eiginfjár- hlutfall hans var 28,8% í lok tíma- bilsins. Búist er við því að það lækki niður í um 20% eftir að sameining Íslandsbanka og Byrs er að fullu gengin í gegn snemma á næsta ári. Í árshlutareikningnum kom einnig fram að alls hefðu um 17.700 einstaklingar fengið „afskriftir, eftirgjafir eða leið- réttingar á skuldum hjá bankan- um“. Alls hafa þessir einstakling- ar fengið niðurfærslu á lánum upp á 65 milljarða króna. Að meðaltali er um að ræða 3,7 milljónir króna á hvern einstakling. Þá hafa um 2.700 fyrirtæki fengið afskrifaðar skuldir hjá bank- anum. Samanlögð lækkun lána þeirra er 215 milljarðar króna. Að stærstum hluta er um að ræða niðurfærslur vegna eignarhalds- félaga. Afskriftir vegna gjaldþrota nema 120 milljörðum króna. - þsj Íslandsbanki skilar uppgjöri og gefur út skuldabréf: Eftirspurn í bréfin meiri en framboðið LOKSINS HRINGT Bjöllunni í Kauphöllinni var í gærmorgun hringt í fyrsta sinn síðan í bankahruninu. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birna Einarsdóttir sáu um það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Fyrirlagningu skýrslu um greiningu á þörfum Íslands fyrir fjármálakerfi og framtíðar- skipulagi fjár- málamarkaðar- ins hefur verið frestað fram á vorþing. Í þjóð- hagsáætlun ársins 2012, sem efnahags- og viðskipta- ráðherra lagði fram í október, kom fram að leggja ætti hana fram á haust- þingi 2011. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir vinnslu skýrslunnar langt komna en gerð hennar hafi reynst tímafrekari en vonir stóðu til. Á meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni er hvort aðskilja eigi viðskipta- og fjárfestinga- bankastarfsemi og hvort sam- eina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. - þsj Skýrsla um fjármálakerfi: Frestast fram yfir áramót ÁRNI PÁLL ÁRNASON 4G er framtíðin í fjarskiptum FJARSKIPTABYLTING Fjarskipti á 4G-kerfinu eru það sem koma skal að mati símafyrirtækjanna, en þróunin mun taka nokkur ár og ráðast að miklu leyti af þróun tækjabúnaðar á neytendamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum um sinn. Verðbólga er enn fyrir ofan markmið bankans en nýleg þróun bendir til þess að því verði náð á næstu misserum. Stýrivextir óbreyttir EFNAHAGSMÁL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.