Fréttablaðið - 08.12.2011, Qupperneq 38
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR
Engin jól án þeirra!
Þegar íslensku ostarnir eru bornir fram, einir sér,
á ostabakka eða til að kóróna matargerðina
Höfðingi
Bragðmildur hvítmygluostur
sem hefur slegið í gegn.
Gráðaostur
Tilvalinn til matargerðar.
Góður einn og sér.
Jóla-Yrja
Bragðmild og góð
eins og hún kemur
fyrir eða í matargerð.
Gullostur
Bragðmikill
hvítmygluostur,
glæsilegur
á veisluborðið.
Jóla-Brie
Á ostabakkann og með
kexi og ávöxtum.
Camembert
Einn og sér, á osta-
bakkann og í matargerð.
Stóri-Dímon
Ómissandi þegar
vanda á til veislunnar.
Jólaostakaka
með skógarberjafyllingu.
Kætir bragðlaukana
svo um munar.
Jólaosturinn 201 1
Havartiættaður
með lauk og papriku.
Blár kastali
Með ferskum ávöxtum
eða einn og sér.
Hátíðarostur
Mjúkur og bragðgóður brauðostur.
Dalahringur
Fallegur á veislubakkann.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
ms.is
Blár höfðingi
Mjúkur hvít- og blámygluostur
sem fer vel á ostabakka. Tölvukaup opinberra aðila hafa í tvígang með stuttu millibili
ratað í fjölmiðla. Í bæði skiptin var
um að ræða kaup opinberra aðila
á spjaldtölvum sem eru helsta
nýjungin sem fram hefur komið í
tölvuheimum undanfarin misseri.
Þessi fréttaflutningur var í
báðum tilfellum afar undarlegur
og settur fram með neikvæðum
hætti. Staðreyndin er sú að íslensk
fyrirtæki og stofnanir kaupa tölv-
ur og tölvutengdan búnað fyrir
milljónir króna í hverri viku.
Hvers vegna verður það (neikvætt)
fréttaefni þegar opinberar stofn-
anir ákveða að sýna þá framsýni
að fjárfesta í nýjustu tækni í tölvu-
geiranum?
Lögreglan kaupir iPad
Fyrri fréttin birtist í DV í sumar.
Þar kom fram að Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hefði keypt
11 iPad spjaldtölvur. Til að setja
þessi kaup í neikvætt ljós var þess
getið að rekstur lögreglunnar hefði
verið erfiður á síðustu árum og
að lögreglumönnum hefði t.a.m.
verið fækkað um 60 frá 2009 til
2010. Hvað á þessi samanburður
að þýða? Heldur blaðamaður að
svo lengi sem fækkað er í röðum
lögreglunnar megi ekki uppfæra
tölvukost hennar? Það yrði aldeil-
is í hag borgaranna eða hitt þó
heldur! Staðreyndin er sú að fyrir
hverja iPad spjaldtölvu sem keypt
er í stað PC-tölvu sparast miklir
fjármunir, jafnt í innkaupa- sem
rekstrarkostnaði.
Hvað veldur því að þessi ein-
stöku tölvuinnkaup fyrir eina
milljón króna rata á síður DV, en
ekki fjölmörg önnur innkaup opin-
berra stofnana á rándýrum PC-
tölvum?
Ekki dettur mér í hug að það
tengist á neinn hátt þeirri stað-
reynd að framkvæmdastjóri
Microsoft á Íslandi var á þessum
tíma hluthafi í DV. Það væri ein-
faldlega of billegt.
Reykjavíkurborg kaupir iPad
Þremur mánuðum síðar rata
(spjald)tölvukaup hins opin-
bera aftur í fjölmiðla. Að þessu
sinni keypti Reykjavíkurborg
15 iPad spjaldtölvur til að nota í
tónvísinda smiðju Bjarkar og síðar
í grunnskólum borgarinnar. For-
maður Skólastjórafélagsins fagnar
kaupunum og segir það jákvætt að
gamall og úr sér genginn tölvubún-
aður grunnskólanna sé bættur.
Ekki voru allir jafnánægðir með
þessi framsýnu innkaup Reykja-
víkurborgar. Minnihluti borgar-
stjórnar óskaði í kjölfarið eftir
nánari upplýsingum um þessi
tölvuinnkaup borgarinnar. Minni-
hlutinn mætti hafa sig allan við (og
gerði lítið annað) ef hann óskaði
eftir nánari upplýsingum í hvert
sinn sem stofnanir borgarinnar
keyptu tölvur!
Að vera í takt við tímann
Í samhengi við þessi „smáinn-
kaup“ íslenskra stofnana er
ástæða til að benda á að 92% af
500 stærstu fyrirtækjum heims
hafa fjárfest í iPhone á undanförn-
um mánuðum. Rúmur helmingur
þessara sömu fyrirtækja notar nú
þegar iPad spjaldtölvur í starfsemi
sinni.
Þegar svo bregður við hér á
landi að tvær íslenskar stofnanir
fjárfesta í slíkri tækni fyrir sam-
tals tvær milljónir króna er rekið
upp ramakvein í fjölmiðlum.
Þessi neikvæði hugsunar háttur
er með eindæmum. Slíka nei-
kvæðni og hneykslun má helst
bera saman við, ef skrifaðar hefðu
verið hneykslunarfréttir á 9. ára-
tug síðustu aldar um stofnanir sem
hefðu ákveðið að fjárfesta í tölv-
um í stað hinna hefðbundnu rit-
véla sem þá stóðu á hverju borði
íslenskra skrifstofa. Og vei þeim
sem léti sér detta í hug að kaupa
annað eins bruðl og tölvu!
Það er þó vel ef fjölmiðlar halda
vöku sinni og halda uppi gagnrýn-
inni blaðamennsku. Menn verða þá
að vera sjálfum sér samkvæmir og
skoða málið frá fleiri hliðum (en
bara spjaldtölvuhliðinni). Og fyrst
DV og Fréttatíminn eru svona vel
vakandi þegar hið opinbera kaupir
spjaldtölvur (sem eru fremur ódýr
tæki í samanburði við borð- og far-
tölvur), þá ættu þessi blöð að taka
málið skrefinu lengra. Þau ættu í
raun að kanna hvers vegna fleiri
stofnanir og fyrirtæki hafi ekki
nýtt sér þessa nýju tækni sem að
sönnu getur lækkað rekstrarkostn-
að fyrirtækja og stofnana allveru-
lega. Staðreyndin er nefnilega sú
að fyrir hverja PC-tölvu sem skipt
er út fyrir iPad sparast heilmik-
ið fé.
Fjölmiðlar gætu t.d. kannað:
● Hversu margar PC vélar eru á
framfæri hins opinbera? Hvað
kostar það almenning á ári
hverju og hvernig má spara í
þessum efnum?
● Einnig væri ekki vitlaust að
skoða hversu margir (og hverj-
ir) hafa á undanförnum árum
farið í boðsferðir til Redmond í
Seattle. Þar er til húsa stór hug-
búnaðarframleiðandi sem hefur
afar mikla hagsmuni af viðskipt-
um við íslenskar stofnanir.
Staðreyndin er þessi: Það væri
óskandi fyrir íslenska þjóð sem
nú fer í gegnum mikla efnahags-
erfiðleika að fleiri stofnanir færu
þá leið sem lögreglan og Reykja-
víkurborg hafa farið á síðustu
mánuðum. Þessar stofnanir eru
að fylgja fordæmi margra bestu
fyrirtækja í heiminum. Þær eru
að taka nýja tækni í notkun sem á
sama tíma lækkar rekstrarkostn-
að þeirra verulega. Það er gott for-
dæmi á tímum sem þessum.
Það er óneitanlega mikið
ánægjuefni að sjá að íslenskar
stofnanir skuli vilja vera í takti
við tímann og bera hag almenn-
ings fyrir brjósti. Því eins og Stuð-
menn sögðu á sínum tíma og eru
sígild sannindi:
Að vera í takt við tímann getur
tekið á,
að vera up to date er okkar
innsta þrá.
Hvers kyns fanatík er okkur
framandi
hún er handbremsa á hugann,
lamandi.
Að vera up to date er okkar
innsta þrá
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti
Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið
Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á.
Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með
kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akadem-
ísku frelsi fræðimanna við háskólann
og leitast við að stjórna umfjöllun um
sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ
hefur sett sér siðareglur. Þær setja
þau höft á akademískt frelsi fræði-
manna að þeir haldi sig við siðleg
og akademísk vinnubrögð. Frelsi án
hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki
innan fræðasamfélagsins né utan. Í
siðareglunum kemur fram að aðilar
innan og utan Háskólans geti sent
erindi til siðanefndar.
Ef það að senda slíkt erindi þegar
fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa,
óháð efnisatriðum, árás á akademískt
frelsi og tilraun til að stjórna umfjöll-
un þá þjóna siðareglurnar ekki til-
gangi sínum og „frelsið“ er óbeislað.
Guðmundur Andri skrifar: „Þeir
sáu þá gullið tækifæri til að gera guð-
fræðideild HÍ og þessum kennara
alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega
hefur tekist“
Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunn-
ar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir
aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er
hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur
þess.
Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... sam-
kvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú]
hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að
hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa
ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem
félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“
Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í
gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í
stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða
félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefð-
bundið félag að því leyti að tilvera þess er nær
eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór
orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt
af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d.
þar sem talað er um „heilagt stríð“
og „einelti“. Þar voru menn að vitna í
stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá
ákveðnum trúfélögum.
„Herferðin“ var fyrst og fremst í
kjaftinum á mönnum í umræðum sem
fóru fram í trúnaði. Heiftin í félags-
mönnum var ekki meiri en svo að
þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka
málinu með sátt. Því var ávallt hafn-
að af Bjarna Randveri. Hvort sem
vinnubrögð siðanefndar hafa verið
fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki
stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án
úrskurðar siðanefndar. Tilgangur
félagsins var aldrei sá að koma höggi
á Bjarna.
Þetta mál hefur tekið mikið á
Bjarna Randver. Það er miður. Van-
trú óraði aldrei fyrir þeim látum sem
hafa orðið í kringum það sem átti að
vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostn-
aður sem orðið hefur á málinu er vegna starfs-
hátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða
Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma
um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers
eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar.
Þvert á móti.
Málsvörn banntrúarmanns
Tölvukaup hins
opinbera
Bjarni
Ákason
framkvæmdastjóri
epli.is
Trúmál
Egill
Óskarsson
félagi í Vantrú
„Herferðin”
var fyrst
og fremst í
kjaftinum á
mönnum í
umræðum
sem fóru
fram í trún-
aði.