Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 68

Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 68
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR52 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Nýtt verk úr smiðju Vesturports frumsýnt í janúar Tryggðu þér miða strax! Myndir/Bækur ★★★★ Leitin að stórlaxinum Ásmundur Helgason og Gunnar Helgason Undir heillastjörnu veiðigyðjunnar Tvíburarnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir eru aftur mættir til leiks með mynd um laxveiði og nú fylgir bók að auki. Í fyrra sendu þær bræður frá sér disk með sjónvarpsþáttaröðinni Með öngulinn í rassinum. Í henni flökkuðu þeir á milli veiðisvæða í keppni um hvor fengi mestu sumarveiðina. Að þessu sinni einkennir meira bróðerni yfirreið Ásmundar og Gunnars. Markmiðið er að hvor um sig fái sinn stærsta fisk fram að því og síðan að fá lax sem vegur tuttugu pund eða meira. Sumarið var bræðrunum afar gjöfult og það endurspeglast í ríkulegri skemmtun í Leitinni að stórlaxinum. Myndatakan er oft og tíðum afbragð þó að stundum hafi þurft að reiða sig alfarið á GoPro-smávélarnar sem ávallt voru við höndina og björguðu frábærum augnablikum í hús. Söngur Karlakórs Kjalnesinga ljær myndinni síðan huggulegan og þjóðlegan blæ. (Síendurtekið Guttavísustef var þó reyndar farið að hljóma í mín eyru dálítið eins og íslensku gestirnir sem héldu vöku fyrir alríkislögreglumanninum Dale Cooper á hótelinu í Tvídröngum – ef einhver skyldi vera að horfa á Twin Peaks sem nú er verið að endursýna). Breiðdalsá, Laxá í Aðaldal, Hofsá og Jöklusvæðið er sótt heim. Eins og vera ber er aðaláherslan á það sem fer fram við árbakkann. Inn á milli er rætt við reynda kappa um leyndardóma laxveiðinnar og álitamál á borð við veiða/sleppa fyrirkomulagið. Af aukaefni sem fylgir með á diskinum ber hæst rennsli í gegn um alla myndina þar sem Ási og Gunni spjalla um það sem fyrir augu ber og velta fyrir sér ýmsum spurningum. Leitinni að stórlaxinum fylgir samnefnd bók. Þar skrifar Ásmundur um gerð myndarinnar og þeir bræður og átta aðrir veiðimenn segja frá uppá- haldsflugunum sínum. Hvað gæði varðar stendur bókin myndinni nokkuð að baki. Til dæmis eru mistök í prófarkalestri til lýta á riti sem hefur á sér vandað yfirbragð. Garðar Örn Úlfarsson Niðurstaða: Leitin að stórlaxinum er innihaldsrík, skemmtileg og vel heppnuð veiðimynd. Myndlist ★★★ Tígrisdýrasmjör/Flugdrekar Ósk Vilhjálmsdóttir/Björk Viggósd. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið Tígrisdýrasmjör nefnir Ósk Vil- hjálmsdóttir sýningu sína í stóra súlnasalnum á jarðhæð Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Titill- inn er fenginn úr sögunni af Litla svarta Sambó, þar sem tígrisdýr elta Sambó litla í svo miklu offorsi að á endanum bráðna þau niður í smjör. Strekktur dúkur í formi skips- botns, upplýstur innan frá, er í lofti salarins. Í gluggum sem vísa að göt- unni birtist nú myndband af Reykja- vík séð frá sjónum, en myndin er tekin á siglingu. Umhverfis skips- botninn hverfist hljóðmynd af hlaup- ara, andardráttur og fótatak. Út frá titli sýningarinnar má lesa samspil þessara þátta sem ádeilu á samfé- lag sem hefur gleymt sér, gleymdi sér í glötuðu kapphlaupi fyrir hrun, það er spurning hvort við höfum nokkurn tímann hætt að hlaupa. Það er viss fegurð í þessari inn- setningu, birtan frá skipsbotn- inum, kvikmyndin á gluggunum, taktfastur andardrátturinn og fóta- takið. Þættirnir bæði vinna saman og ekki, það er eitthvað órökrétt við að vera eins og á sjávarbotni með skipið yfir sér, en líka á yfirborðinu að horfa út yfir vatnið, loks bætist hlauparinn við. Engu að síður vel Bjartar innsetningar Bjargar og Óskar o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikirgjafir unnin og aðgengileg innsetning sem skilur eftir sterka mynd í huganum, fallega þrátt fyrir undirliggjandi og þyngri boðskap. Í D-sal á efri hæð sýnir Björk Viggósdóttir innsetninguna Flug- drekar. Tvö myndbönd birtast á vegg líkt og málverk og í salnum bíða flugdrekar þess að komast út, upp. Flugdrekar er fallegt verk með margræðum undirtónum. Svíf- andi drekarnir í rýminu verða líkt og uppleyst málverk, frelsuð af striganum. Myndböndin byggja á gegnsæi og léttleika en myndefn- ið, bardagaíþróttir, felur í sér kraft og þunga sem gefur verkinu nauð- synlega þyngd. Björk vinnur hér sérstaklega með myndræna þætti, form, liti, efniskennd, hreyfingu og tónlist og spinnur þá alla saman í eina heild. Þau hughrif sem sýning hennar skapar eru tilfinningalegs eðlis, en sýning Óskar vinnur jafnt með undirliggjandi og samfélags- legan boðskap sem og þætti á borð við form, hljóð og mynd. Það má velta því fyrir sér hvort þarna komi fram ákveðinn kynslóðamunur, þar sem heimur hugmyndalistar hefur á löngum tíma og smátt og smátt vikið fyrir áherslum á hið skynræna og tilfinningarnar. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Unnið er markvisst með liti, form, hljóð og mynd. Niðurstöð- urnar eru ólíkar en eiga sér engu að síður ákveðna snertifleti. Ósk og Björk hafa unnið tvær fallegar innsetningar sem lýsa upp skammdegismyrkrið. FALLEG VERK Upplýstur skipsbotn Óskar Vilhjálmsdóttur og flugdrekar Bjarkar Viggós- dóttur. Sigurður Pétursson sagn- fræðingur heldur svonefnd- an Dagsbrúnarfyrirlestur í Reykjavík- uraka- demíunni í h ád e g- inu í dag. Fyrirlestur- i n n mu n fjalla um þá umbyltingu viðhorfa og aðstæðna sem fylgdu í kjölfar nýrra þjóðfélags- aðstæðna um aldamótin 1900. Fyrr á þessu ári kom út fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfing- arinnar á Vestfjörðum eftir Sigurð. Bókin nefnist Vindur í seglum og nær til tímabilsins 1890-1930. Hún segir frá þeim breytingum sem áttu sér stað í atvinnuháttum, búsetu og félagsmálum á Vestfjörðum í kjölfar nýrra verslunarhátta, þéttbýlismyndunar og skútu- útgerðar. Þá voru verkalýðs- félög stofnuð til að bæta kjör vinnandi fólks, en mættu sterkri andstöðu atvinnurek- enda. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 og fer fram í húsnæði Reykjavíkuraka- demíunnar, Hringbraut 121. Átök í árdaga verkalýðs- hreyfingar SIGURÐUR PÉTURSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.