Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 72

Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 72
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR56 www.unicef.is SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI! Hér færðu rauðu nefin: Hagkaup, Bónus, MP banki, Te og Kaffi, skátar um allt land HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 8. desember 2011 ➜ Tónleikar 18.00 María Ösp Ómarsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir spila á flautu, auk þess sem Gus Loxbo leikur á kontrabassa á vetrartónleikum tón- listardeildar Listaháskóla Íslands í Sölvhóli. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Kexmas 2011 verður á Kex hostel. Herbertsson byrjar dagskrána áður en Náttfari leikur lög af nýrri plötu sinni, Töf. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Hljómsveitin Tass heldur tón- leika í Tjarnarbíói og kynnir væntanlegt efni plötu sinnar sem er í vinnslu. Miðaverð er kr. 1.500. 20.00 Kvennakór Akureyrar heldur sína árlegu tónleika til styrktar Mæðra- styrksnefnd Akureyrar í Hamraborg í Hofi. Miðaverð er kr. 3.000 og frítt fyrir 14 ára og yngri. 21.00 Fabúla heldur tónleika á Rosen- berg í tilefni af endurútgáfu plötunnar Kossafar á ilinni. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tónleika á Obladí Oblada Frakkastíg 8. Aðgangur ókeypis. 22.00 Gogoyoko stendur fyrir veislu á Hressingarskálanum þar sem hljóm- sveitin Mammút mun halda uppi fjör- inu af einskærri snilld. Það er frítt inn og boðið verður upp á tilboð á barnum. 22.00 Hljómsveitin Reykjavík! kemur fram á Gauki á Stöng. Ásamt þeim koma fram Gang Related og Muck. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiklist 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölv- hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Fundir 13.30 Bókmenntaklúbbur Félags kennara á eftirlaunum verður með fund í Kennarahúsinu. Jón Kalman Stefánsson kemur og kynnir nýjustu bókina sína. ➜ Sýningar 20.00 Jólasýning Mið-Íslands og finnska uppistandarans og sjónvarps- mannsins André Wickström verður í Þjóðleikhúskjallaranum. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Kynning Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar og Jónu Hlífar Halldórs dóttur á þremur bókverkum sem þau hafa verið að vinna að í tengslum við sýninguna Nú á ég hvergi heima sem verður í Flóru, Listagilinu á Akureyri. Flóra verður einnig með opið fyrir gesti og gangandi að kíkja við á jólaBÓKAflóru frá 10 til 18. ➜ Upplestur 17.00 Upplestur verður úr nýjum bókum í Bókasafni Kópavogs. Arndís Þórarinsdóttir les úr Játningum mjólkurfernuskálds, Jónína Leósdóttir les úr Upp á líf og dauða, og Elísabet Gunnarsdóttir, Rannveig Jónsdóttir og Guðrún Friðgeirsdóttir lesa úr Á rauðum sokkum: baráttukonur segja frá. Heitt á könnunni og allir velkomnir. ➜ Kvikmyndir 10.00 Tónlistarmyndin Lennon Legend: the Very Best of John Lennon verður sýnd allan daginn í Kamesinu, Borgarbókasafninu Tryggvagötu 15. ➜ Uppákomur 12.34 Jóladagatal Norræna hússins heldur áfram með fjölbreyttum upp- ákomum daglega. 14.00 Félagsmiðstöðin Aflagranda 40 stendur fyrir aðventuhátíð fram til 17. des. Í dag mun Íris Ellenberger flytja erindi byggt á doktorsverkefni sínu um Dani á Íslandi áður en Felix Bergs- son flytur lög af nýútkominni plötu sinni. Aðgangur er ókeypis. ➜ Kynningar 20.30 Félag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir kynningu á nýútkomnum bókum sem tengjast heimspeki með einum eða öðrum hætti. Kynningin fer fram á Kaffi Haiti, Geirsgötu 7. ➜ Málþing 13.00 Námsbraut í skipulagsfræði efnir til málþings í Reykjavíkursetri Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti. Umræður og kaffiveitingar. allir velkomnir. ➜ Tónlist 21.30 Hljómsveitirnar Trums og Tan- dori spila á Dillon. 22.00 Dj Árni Kocoon þeytir skífum á Prikinu. ➜ Listamannaspjall 18.00 Björk Viggósdóttir ræðir við gesti í D22 Hafnarhúsi um sýninguna Flugdrekar sem stendur nú yfir í Hafn- arhúsi Listasafns Reykjavíkur. ➜ Fyrirlestrar 10.30 Orti Egill Sonatorrek? Klaus Johan Myrvoll flytur erindi á norsku um tímasetningu forníslensks kveð- skapar á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og rannsóknarverkefnisins. Flutningurinn fer fram í Háskóla Íslands, Odda stofu 101. Allir eru velkomnir. 12.05 Dagsbrúnarfyrirlestur 2011 verður haldinn í ReykjavíkurAkademí- unni, Hringbraut 121, 4.hæð. Sigurður Pétursson sagnfræðingur mun fjalla um sögu verkalýðshreyfingar á Vest- fjörðum 1890-1930. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tónlist ★★★ Þú ert ekki sá sem ég valdi Gímaldin og félagar Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöld- anum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor“. Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endi- lega máli hverra manna söngvar- ar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sam- eiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráð- skemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Laga- smíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínus- inn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari. Það eru samt nokk- ur frábær lög hér, þ.á m. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýsl- ar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari. Hart og hrátt hjá Gímaldin ROKK Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.