Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 72
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR56
www.unicef.is
SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI!
Hér færðu rauðu nefin: Hagkaup, Bónus, MP banki,
Te og Kaffi, skátar um allt land
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 8. desember 2011
➜ Tónleikar
18.00 María Ösp Ómarsdóttir og
Nína Hjördís Þorkelsdóttir spila á
flautu, auk þess sem Gus Loxbo leikur
á kontrabassa á vetrartónleikum tón-
listardeildar Listaháskóla Íslands í
Sölvhóli. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Kexmas 2011 verður á Kex
hostel. Herbertsson byrjar dagskrána
áður en Náttfari leikur lög af nýrri plötu
sinni, Töf. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Hljómsveitin Tass heldur tón-
leika í Tjarnarbíói og kynnir væntanlegt
efni plötu sinnar sem er í vinnslu.
Miðaverð er kr. 1.500.
20.00 Kvennakór Akureyrar heldur
sína árlegu tónleika til styrktar Mæðra-
styrksnefnd Akureyrar í Hamraborg í
Hofi. Miðaverð er kr. 3.000 og frítt fyrir
14 ára og yngri.
21.00 Fabúla heldur tónleika á Rosen-
berg í tilefni af endurútgáfu plötunnar
Kossafar á ilinni.
22.00 Bítladrengirnir blíðu halda
tónleika á Obladí Oblada Frakkastíg 8.
Aðgangur ókeypis.
22.00 Gogoyoko stendur fyrir veislu á
Hressingarskálanum þar sem hljóm-
sveitin Mammút mun halda uppi fjör-
inu af einskærri snilld. Það er frítt inn
og boðið verður upp á tilboð á barnum.
22.00 Hljómsveitin Reykjavík! kemur
fram á Gauki á Stöng. Ásamt þeim
koma fram Gang Related og Muck.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Leiklist
20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla
Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í
London eftir Mike Bartlett í leikstjórn
Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í
Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölv-
hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500.
➜ Fundir
13.30 Bókmenntaklúbbur Félags
kennara á eftirlaunum verður með
fund í Kennarahúsinu. Jón Kalman
Stefánsson kemur og kynnir nýjustu
bókina sína.
➜ Sýningar
20.00 Jólasýning Mið-Íslands og
finnska uppistandarans og sjónvarps-
mannsins André Wickström verður í
Þjóðleikhúskjallaranum. Miðaverð er
kr. 2.900.
20.00 Kynning Hjálmars Stefáns
Brynjólfssonar og Jónu Hlífar
Halldórs dóttur á þremur bókverkum
sem þau hafa verið að vinna að í
tengslum við sýninguna Nú á ég hvergi
heima sem verður í Flóru, Listagilinu á
Akureyri. Flóra verður einnig með opið
fyrir gesti og gangandi að kíkja við á
jólaBÓKAflóru frá 10 til 18.
➜ Upplestur
17.00 Upplestur verður úr nýjum
bókum í Bókasafni Kópavogs. Arndís
Þórarinsdóttir les úr Játningum
mjólkurfernuskálds, Jónína Leósdóttir
les úr Upp á líf og dauða, og Elísabet
Gunnarsdóttir, Rannveig Jónsdóttir
og Guðrún Friðgeirsdóttir lesa úr Á
rauðum sokkum: baráttukonur segja
frá. Heitt á könnunni og allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
10.00 Tónlistarmyndin Lennon
Legend: the Very Best of John Lennon
verður sýnd allan daginn í Kamesinu,
Borgarbókasafninu Tryggvagötu 15.
➜ Uppákomur
12.34 Jóladagatal Norræna hússins
heldur áfram með fjölbreyttum upp-
ákomum daglega.
14.00 Félagsmiðstöðin Aflagranda
40 stendur fyrir aðventuhátíð fram til
17. des. Í dag mun Íris Ellenberger
flytja erindi byggt á doktorsverkefni sínu
um Dani á Íslandi áður en Felix Bergs-
son flytur lög af nýútkominni plötu
sinni. Aðgangur er ókeypis.
➜ Kynningar
20.30 Félag áhugamanna um
heimspeki stendur fyrir kynningu á
nýútkomnum bókum sem tengjast
heimspeki með einum eða öðrum
hætti. Kynningin fer fram á Kaffi Haiti,
Geirsgötu 7.
➜ Málþing
13.00 Námsbraut í skipulagsfræði
efnir til málþings í Reykjavíkursetri
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Keldnaholti. Umræður og kaffiveitingar.
allir velkomnir.
➜ Tónlist
21.30 Hljómsveitirnar Trums og Tan-
dori spila á Dillon.
22.00 Dj Árni Kocoon þeytir skífum
á Prikinu.
➜ Listamannaspjall
18.00 Björk Viggósdóttir ræðir við
gesti í D22 Hafnarhúsi um sýninguna
Flugdrekar sem stendur nú yfir í Hafn-
arhúsi Listasafns Reykjavíkur.
➜ Fyrirlestrar
10.30 Orti Egill Sonatorrek? Klaus
Johan Myrvoll flytur erindi á norsku
um tímasetningu forníslensks kveð-
skapar á vegum Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum og
rannsóknarverkefnisins. Flutningurinn
fer fram í Háskóla Íslands, Odda stofu
101. Allir eru velkomnir.
12.05 Dagsbrúnarfyrirlestur 2011
verður haldinn í ReykjavíkurAkademí-
unni, Hringbraut 121, 4.hæð. Sigurður
Pétursson sagnfræðingur mun fjalla
um sögu verkalýðshreyfingar á Vest-
fjörðum 1890-1930.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Tónlist ★★★
Þú ert ekki sá sem ég valdi
Gímaldin og félagar
Gímaldin verður seint sakaður
um að reyna að þóknast fjöld-
anum. Þessi nýja plata hans og
hljómsveitar er að mörgu leyti
mjög „hardkor“. Umslagið er
t.d. ekki notendavænt – jafnvel
fráhrindandi. Nafn flytjanda er
hvergi sjáanlegt og upplýsingar
ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka
hrá og hörð.
Gímaldin er listamannsnafn
Gísla Magnússonar sem er sonur
Megasar. Það skiptir ekki endi-
lega máli hverra manna söngvar-
ar eru, en í þessu tilfelli er ekki
hægt að horfa fram hjá því. Rödd
Gímaldins minnir mikið á rödd
Megasar, t.d. á Millilendingu og
textarnir eiga líka sitthvað sam-
eiginlegt með textum föðurins.
Hvort tveggja eru auðvitað stórir
plúsar.
Textarnir eru margir bráð-
skemmtilegir. Þeir eru fullir af
húmor og svolítið óheflaðir, eins
og tónlistin. Tónlistin er annars
tímalaust rokk sem einkennist af
góðu grúvi og spilagleði. Laga-
smíðarnar eru margar fínar, en
ekki allar og það er eini mínus-
inn á þessari annars fínu plötu.
Gímaldin mætti vera aðeins
melódískari. Það eru samt nokk-
ur frábær lög hér, þ.á m. Það er
ástæða, Ég þekki stelpu sem sýsl-
ar með rými, Bitinn af rollu, Það
er úlfur og Ballaðan um íslensku
gjöreyðingarvopnin. Á heildina
litið skemmtileg plata. Hér eftir
fylgist maður vel með Gímaldin.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Frábærir textar,
skemmtilegur söngur og flutningur,
en lagasmíðarnar gætu verið sterkari.
Hart og hrátt hjá Gímaldin
ROKK Gímaldin og félagar flytja
tímalaust rokk á nýrri plötu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI