Fréttablaðið - 08.12.2011, Side 74
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR58
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 1. - 7. desember 2011
LAGALISTINN
Vikuna 1. - 7. desember 2011
Sæti Flytjandi Lag
1 Mugison ............................................................. Kletturinn
2 Of Monsters and Men ..................King and Lionheart
3 Dikta .....................................What are you Waiting for?
4 Gotye/Kimbra ...................Somebody I Used to Know
5 Hjálmar ..................................................Ég teikna stjörnu
6 Coldplay ................................................................Paradise
7 Stefán Hilmarss./Eyjólfur Kristjánss. .....Þín innsta þrá
8 Bruno Mars ......................................................It Will Rain
9 Grafík .................................................................Bláir fuglar
10 Helgi Björnsson/Eivör Pálsdóttir ........................Án þín
Sæti Flytjandi Plata
1 Páll Óskar & Sinfó .............................Páll Óskar & Sinfó
2 Mugison ....................................................................Haglél
3 Frostrósir ................................................. Frostrósir fagna
4 KK & Ellen .....................................................................Jólin
5 Stebbi og Eyfi ........................Fleiri notalegar ábreiður
6 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu
7 Of Monsters and Men ............ My Head is an Animal
8 Frostrósir .......................................................Hin fyrstu jól
9 Sigurður Guðmundss. og Sigríður Thorl. ......................
................................. Ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands
10 Ingimar Eydal ................................................Allt fyrir alla
Tíunda plata rokkaranna
í Korn er komin út. Núna
daðra þeir við dubstep og
annars konar danstónlist
með áhugaverðum árangri.
Bandaríska rokksveitin Korn gaf
fyrir skömmu út sína tíundu hljóð-
versplötu, The Path of Totality.
Söngvarinn Jonathan Davis og
félagar ákváðu að prófa nýja hluti
við gerð plötunnar. Þeir blönd-
uðu rokktónlist sinni saman við
nútímalega danstónlist og hóuðu í
hóp taktfastra stuðbolta úr dubsteb,
drum & bass og electrohouse-geir-
anum. Korn-menn voru frumkvöðl-
ar á sínum tíma, enda með þeim
fyrstu til að blanda saman hiphop-
tónlist og nu-metal rokki. Tenging-
in við dubsteb-tónlistina ætti því
ekki að koma svo mjög á óvart.
Upptökur fóru fram á heimili
Davis í Bakersfield í Kaliforníu.
Bassaleikarinn Fieldy segir gerð
plötunnar hafa verið auðveldari
og skipulagðari en nokkru sinni
fyrr. „Við fengum fjölbreytt efni
frá plötusnúðunum. Í stað þess að
taka upp gítarinn eða bassann og
djamma saman, fengum við inn-
blástur frá þessum skrítnu hljóð-
um og vinnunni í kringum þau.“
Textarnir eru öðruvísi en áður því
söngvarinn Davis ákvað að syngja
ekki beint um sjálfan sig í þetta
sinn heldur meira um upplifun sína
af heiminum í kringum sig.
Sautján ár eru liðin frá því að
fyrsta plata Korn kom út, sam-
nefnd sveitinni. Næsta plata, Life Is
Peachy, kom út tveimur árum síðar
og vakti enn meiri athygli. Það var
þó ekki fyrr en með þeirri þriðju,
Follow the Leader, sem Korn náði
almennri hyllri rokkáhugamanna.
Ráðvilltir unglingar áttu auðvelt
með að tengja sig við innibyrgða
reiði Davis sem söng af öllum lífs og
sálar kröftum um erfiða æsku sína.
Lögin Got the Life, All in the Family
og Freak on a Leash, hittu í mark og
Korn var komin í fremstu röð.
Follow the Leader hefur í dag
selst í um fjórtán milljónum
eintaka og er vinsælasta plata
Korn. Alls nemur plötusala sveit-
arinnar um 35 milljónum eintaka
en mjög hefur þó dregið úr henni
undanfarin ár.
Næsta útgáfa, Issues, fékk einnig
fínar viðtökur, enda voru þar flott
lög á borð við Falling Away From
Me og Make Me Bad. Fimmta plat-
an Untouchables kom út 2002 og
ári síðar kom út Take A Look in the
Mirror, sem er síðasta platan með
gítarleikaranum Brian Welch, eða
Head, sem frelsaðist og ákvað að
segja skilið við bandið. Trommar-
inn David Silveria yfirgaf Korn svo
eftir að sjöunda platan, See You on
the Other Side, kom út.
The Path of Totality hefur feng-
ið misjafnar viðtökur, rétt eins og
síðustu plötur Korn. NME gefur
henni 6 af 10 mögulegum og Spin 7
af 10. Tónlistarsíðan Sputnikmusic
sér aftur á móti ekkert jákvætt við
plötuna, gefur henni 0,5 af 5 mögu-
legum og segir Davis og félaga
algjörlega úti á þekju.
freyr@frettabladid.is
Korn daðrar við dubstep
TÍU PLÖTUR Jonathan Davis og félagar í Korn gáfu fyrir skömmu út sína tíundu hljóðsversplötu, The Path of Totality.
NORDICPHOTOS/GETTY
Það vakti töluverða athygli þegar Elvis Costello skoraði á aðdáendur sína
að kaupa ekki nýja plötukassann sem er að koma út með honum næsta
mánudag, The Return of the Spectacular Spinning Songbook. Í honum er
bók og þrjár plötur með tónleikaupptökum: Ein vínylplata, einn geisla-
diskur og einn DVD-diskur. Útsöluverð á
Amazon í Bretlandi er um 40 þúsund krónur.
Boxið hans Costello er ekki eina plötuboxið
sem mönnum blöskrar verðið á þessa dagana.
Önnur dæmi sem oft eru nefnd eru Immer-
sion-útgáfurnar af Pink Floyd plötunum, sem
þó kosta innan við 20 þúsund. Það sem fer í
taugarnar á sumum gömlum Floyd-aðdáend-
um er að það er sáralítið af áður óútgefinni
tónlist í þessum útgáfum. Í staðinn eru þetta
mismunandi 5.1 mix bæði á DVD- og Blueray-
diskum, myndabæklingar og eftirprentanir af
tónleikamiðum og baksviðspössum.
Það góða við þetta allt saman er samt að
á sama tíma og menn sjá, enn eina ferðina,
rautt yfir græðginni í stóru plötufyrirtækj-
unum, þá eru þessi sömu fyrirtæki líka að búa til ódýra hágæðapakka
með miklu magni af tónlist. Sony er að selja fjögurra og fimm diska söfn
með listamönnum eins og Elvis Presley, Johnny Cash og Roy Orbison
fyrir innan við þrjú þúsund krónur og 8–13 diska söfn með Byrds, Sam
Cooke og Ninu Simone á fimm þúsund kall og Decca-útgáfan var að setja
á markað 13–15 diska heildarsöfn með Ellu Fitzgerald, Charlie Parker,
Billie Holiday og fleirum á svipuðu verði.
Hér á Íslandi er Sena nánast eini framleiðandi plötupakka af þessu
tagi. Hún standur sig vel í verðunum. Nýi sparipakkinn með Björgvini
Halldórssyni sem hefur að geyma fjóra tónlistardiska, DVD-disk og bók
kostar til dæmis innan við fimm þúsund kall.
Metið í lúxusnum á samt sennilega Björk sem seldi fínustu útgáfuna
af Biophiliu á tæpar hundrað þúsund krónur. Með henni fylgdu tónkvísl-
ir í mismunandi litum. Niðurstaðan er kannski sú að þegar menn kaupa
dýrustu boxin þá hefur þetta ekkert með tónlist að gera lengur, heldur
söfnunargildi og aukahluti eins og tónkvíslir og tónleikamiða …
Enn um græðgi plöturisanna
OKUR Mörgum finnast
Immersion-útgáfurnar af
plötum Pink Floyd vera á
okurverði.
Matt Berninger, söngvari The National, segir að lögin
sem hann er að semja með gítarleikaranum Aaron
Dessner séu með þeim bestu sem þeir hafa
nokkurn tímann samið.
Að sögn Berningers hefur nýtilkomið föður-
hlutverk Dessners haft áhrif á lagasmíðarnar.
Þær séu ekki eins gáfumannslegar og ekki eins
mikið eftir bókinni og áður. „Við erum nú þegar
orðnir mjög spenntir fyrir nýju plötunni,“ sagði
hann í viðtali við Jam. „Við ætlum að sökkva
okkur ofan í lagasmíðarnar. Mér finnst við vera
tilbúnir í það. Auðvitað gæti allt breyst og við
kannski hendum öllu eftir sex mánuði. Maður
veit aldrei hvað gerist.“
Hin bandaríska hljómsveit The National
hefur á ferli sínum gefið út fimm plötur og
hlaut sú síðasta sem kom út í fyrra, High Violet,
afbragðsgóða dóma víðast hvar.
Nýju lögin mjög góð
GENGUR VEL Matt Bernin-
ger er mjög ánægður með
nýju lögin.
> Í SPILARANUM
Ragga Gröndal - Astrocat Lullaby
Amy Winehouse - Lioness: Hidden Treasures
Guðmundur Pétursson - Elabórat
Drake - Take Care
Óskar Axel - Maður í mótun
> PLATA VIKUNNAR
Pollapönk – Aðeins meira Polla-
pönk ★★★★
„Fleiri hressilegir smellir fyrir krakka
á öllum aldri.“ - tj
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.