Fréttablaðið - 08.12.2011, Síða 89
FIMMTUDAGUR 8. desember 2011 73
Daniel Radcliffe er skemmti-
kraftur ársins að mati tímarits-
ins Entertainment Weekly.
Radcliffe er þekktastur fyrir
hlutverk sitt sem galdradrengur-
inn Harry Potter, en hann lék ein-
mitt í ár í síðustu myndinni sem
var gerð eftir bókunum, Deathly
Hallows: Part II. Þá lék hann
aðalhlutverkið í Broad-
way-sýningunni
How to Succeed in
Business Without
Really Trying, sem
fékk hin margróm-
uðu Tony-verðlaun.
Á meðal ann-
arra sem hafa
hlotið þennan
heiður tíma-
ritsins eru
söngkon-
an Taylor
Swift, leik-
konan
Sandra
Bullock
og leikar-
inn Robert
Downey Jr.
Skemmti-
kraftur ársins
VERÐLAUNAÐUR
Daniel Radcliffe
hefur ástæðu
til að brosa, en
hann er skemmti-
kraftur ársins að mati
Entertainment
Weekly.
Kólumbíska söngkonan Shakira
ólst upp við að hlusta á þunga-
rokk og segist vera einlægur
aðdáandi rokksveitarinnar
Metallica. Óvíst er hvort aðdá-
endur hennar deila ástríðu
hennar fyrir rokkinu en marg-
ir þeirra kunna eflaust að meta
að Shakira hafi bætt frægasta
lagi sveitarinnar, Nothing Else
Matters, á lagalista tónleika-
ferðalags síns. Söngkonan segist
hafa sungið það allan liðlangan
daginn áður en hún varð fræg og
að hún hafi viljað koma tónleika-
gestum skemmtilega á óvart með
flutningnum.
Flytur lag
Metallica
ROKKARI Shakira hefur einnig dálæti á
Led Zeppelin og Nirvana.
Lady Gaga heimsótti Hvíta húsið á
dögunum til að vekja athygli á ein-
elti og afleiðingum þess. Ástæð-
an fyrir heimsókn söngkonunnar
í forsetabústaðinn í Washington
var sjálfsmorð ungs táningspilts
í Bandaríkjunum sem hefur verið
mikið í fréttunum í vestanhafs.
Lady Gaga hefur lengi talað
gegn einelti og var ráðgjafi forset-
ans, Valerie Jarrett, mjög hrærð
yfir frásögn söngkonunnar af
eigin reynslu af einelti. „Frásögn
hennar snerti mig og ég er ánægð
með hvernig hún notar frægð sína
og frama til að varpa ljósi á mikil-
vægt málefni.“
Lady Gaga hefur aldrei farið
leynt með að sér hafi verið strítt
í æsku og hyggst beita sér frekar
gegn einelti í framtíðinni.
Beitir sér gegn einelti
HEIMSÓTTI HVÍTA HÚSIÐ Lady Gaga
hyggst beita sér áfram gegn einelti í
framtíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY
Plata bresku söngkonunnar Adele,
21, er orðin mest selda plata þessa
árþúsunds í Bretlandi, og hefur
selst í meira en 3,4 milljónum
eintaka.
Platan sem áður átti metið er
sólóplata annarrar breskrar söng-
konu, Amy Winehouse, Back To
Black. Sú var gefin út árið 2006
og náði því metsölunni á fimm ára
tímabili, og skaust ekki upp í topp-
sætið fyrr en eftir ótímabært lát
Winehouse í sumar. Plata Adele
kom út fyrir einungis tíu mánuð-
um, og því er ljóst að vinsældir
hennar eiga sér engan líka.
21 hefur setið í einhverju efstu
tíu sæta metsölulista Bretlands frá
því að platan kom út, eða í 45 vikur
í röð. The Guardian greinir frá því
að það sem ýtt hafi við sölunni á
lokasprettinum hafi verið tilkynn-
ing um tilnefningar ti Grammy
verðlaunanna í síðustu viku, en
Adele hlaut sex tilnefningar líkt
og Fréttablaðið greindi frá.
Söngkonan, sem gekkst undir
aðgerð á raddböndum í síðasta
mánuði og hefur átt erfitt með tal,
beindi orðum sínum til aðdáenda
sinna á vefsíðu sinni í vikunni.
„Örfáum dögum eftir að ég loks-
ins fæ málið aftur er ég algjör-
lega orðlaus. Ég gerði plötuna en
þið hafið gert hana að því sem hún
er í dag.“
Adele slær Amy Winehouse við
ÞAKKLÁT Söngkonan Adele segir árið
2011 vera það besta í lífi sínu hingað til.