Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 6
10. desember 2011 LAUGARDAGUR6 Okkar þekking nýtist þér ... Jólagjöfin í ár! Blandarinn sem allir vilja Verð kr. 99.900 Svunta og kanna fylgja með meðan birgðir endast Nánari upplýsingar í 440-1800 eða www.kaelitaekni.is Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • cooltech@cooltech.is www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. INNFLUTNINGUR Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tolla- og vörugjaldakerfis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Sex þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um að íslensk vörugjalda- og tollalöggjöf verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Mælst er til þess að skipuð verði fimm manna nefnd með fulltrúum Hagfræðistofnunar, hags- munaaðila og fjármálaráðherra, með það að markmiði að afnema viðskipta- hindranir. Í greinargerð segir að viðmið gild- andi laga sé úrelt þar sem neyslu- mynstur Íslendinga hafi breyst mikið á undanförnum árum. Til dæmis hafi neysla á alifuglakjöti og svínakjöti fjórfaldast frá lokum níunda áratugarins og neysla á osti tvöfaldast. „Hins vegar miðist inn- flutningskvóti við neyslu áranna 1986 til 1989.“ Þá séu tollabreytingar á land- búnaðarvörum háðar pólitísku mati ráðherra hverju sinni. Í greinargerðinni segir jafnframt að kerfi vörugjalda og tolla sé „frum- skógur“ sem mismuni vörutegundum og hafi þannig áhrif á val neytenda og hvetji til verslunarferða til útlanda. Í niðurlagi segir: „Öflug utanríkis- verslun er forsenda hagsældar á Íslandi og telja flutningsmenn því mikilvægt að haldið verði áfram á braut aukins viðskiptafrelsis.“ - þj Þingsályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins um tollamál: Tollar og vörugjöld verði endurskoðuð BAUGSMÁL Þrír sakborningar í skattahluta Baugsmálsins voru sak- felldir fyrir skattalagabrot í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeim verður þó ekki gerð refsing haldi þeir skilorð í eitt ár vegna dráttar sem varð á rannsókn málsins. Hún hefur staðið frá árinu 2002. Í dómi héraðsdóms segir að ákæruvaldið hafi ekki réttlætt þann langa tíma sem rannsóknin hafi tekið. Vegna þessa dráttar hafi verið brotið gegn stjórnar- skrá og ákvæðum mannréttinda- sáttmála Evrópu um réttláta máls- meðferð. Vegna þessa er ákærðu ekki gerð meiri refsing en raun ber vitni. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrr- verandi stjórnarformaður Baugs Group, var sakfelldur í fimm ákæruliðum en sýknaður í fjórum. Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárfestingafélags- ins Gaums, var sakfelld í einum ákærulið en sýknuð í öðrum, og sýknuð að hluta til í tveimur. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var sak- felldur í fjórum ákæruliðum en sýknaður í einum. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá Ríkis- lögreglustjóra, hefur nú fjórar vikur til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann sagði í gær að fara verði vel yfir dóminn áður en ákvörðun um áfrýjun verði tekin, en sér sýn- ist að það sé líklegra en ekki að ákæruvaldið áfrýi dómnum. „Við gerðum kröfu um sýknu [...] en að því frágengnu [...] voru þetta hagstæðustu úrslitin sem Tryggvi Jónsson gat fengið,“ sagði Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, eftir að dómur féll í gegn. Jakob sagði of snemmt að segja til um hvort ákærðu áfrýi, en líklegra verði að telja að ákæruvaldið áfrýi en ákærðu. Fresting refsingar haldi ákærðu skilorð er ekki það sama og að dæma fólk til fangelsisvist- ar í ákveðinn tíma, en fella refs- inguna niður haldi þeir skilorð í ákveðinn tíma. Jakob segist telja að þó ákærðu hafi verið sakfelld hafi dómurinn ekki áhrif á stjórnarsetur þeirra, en þeir sem hljóta dóm fyrir brot við rekstur fyrirtækja mega ekki vera í for- svari fyrir fyrirtæki í þrjú ár frá því dómur fellur. Í dómi héraðsdóms er saksókn- ari gagnrýndur fyrir að leggja fram mikið magn skjala sem hafi reynst óþörf. Þá hafi skjalaskrá verið nær ónothæf. Vegna þessa, með hliðsjón af niðurstöðu máls- ins, ákvað dómurinn að sakborn- ingar greiði aðeins helming af þeim 17,7 milljónum sem verjend- ur þeirra fá í málsvarnarlaun, en ríkið greiði helming. brjann@frettabladid.is Baugsmenn brutu lög en er ekki gerð refsing Þremur sakborningum í skattahluta Baugsmálsins verður ekki gerð refsing þó að þeir hafi brotið lög haldi þeir skilorð í ár. Dráttur á rannsókn lögreglu sagður mannréttindabrot í dómi. Líklegt að ákæruvaldið áfrýi segir saksóknari. DÓMUR FALLINN Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði í gær ekki ljóst hvort ákærðu muni áfrýja dómi héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAKFELLT SAKFELLT SAKFELLT SÝKNAÐ SÝKNAÐ SÝKNAÐ Jón Ásgeir Jóhannesson Kristín Jóhannesdóttir Tryggvi Jónsson ■ Fyrir að vantelja tekur af hlutabréfa- eign í Gaumi. ■ Fyrir að vantelja tekjur af kauprétti á hlutabréfum í Baugi. ■ Fyrir að vantelja launauppbót frá Baugi. ■ Fyrir að standa með röngum hætti að hluta af skattskilum Baugs. ■ Fyrir að standa með röngum hætti að hluta af skattskilum Gaums. ■ Fyrir að vantelja skatt af bifreiða- hlunnindum. ■ Fyrir að vantelja greiðslu Baugs á líftryggingu. ■ Fyrir að vantelja tekjur vegna sölu á hlutabréfum í Baugi. ■ Fyrir að standa með röngum hætti að hluta af skattskilum Gaums. ■ Fyrir að standa með röngum hætti að hluta af skattskilum Gaums. ■ Fyrir að standa með röngum hætti að hluta af skattskilum Gaums. ■ Fyrir að vantelja launatekjur. ■ Fyrir að vantelja tekur af kauprétti á hlutabréfum í Baugi. ■ Fyrir að vantelja launauppbót frá Baugi. ■ Fyrir að standa með röngum hætti að hluta af skattskilum Baugs. ■ Fyrir að vantelja greiðslu Baugs á líftryggingu. Dómur í skattahluta Baugsmálsins Kaupir þú geisladiska? Já 65,5% Nei 34,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú veru Íslands í NATO? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.