Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 2
10. desember 2011 LAUGARDAGUR2 Alexía, áttu ráð undir rifi hverju? „Ég þarf að rifja þau upp.“ Leikkonan Alexía Björg Jóhannesdóttir rifbeinsbrotnaði í sýningu leikhópsins Pörupilta í Þjóðleikhúskjallaranum um síðustu helgi. REYKJAVÍKURBORG Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Reykjavíkurflugvöll, segir að óskað hafi verið eftir því við Flugmála- stjórn að gerðar verði breytingar á aðflugsferlum við flugvöllinn svo takmarka megi fyrirhug- að a l æk k u n skóg a r i n s í Öskjuhlíð við 40 til 166 tré. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær óskaði f lug- vallarstjórinn á Reykjavíkurflug- velli eftir heimild borgaryfirvalda fyrir því að tré í aðflugs- og flug- taksstefnu við Öskjuhlíð verði felld eða lækkuð þar sem þau séu vaxin upp fyrir öryggismörk. Framkvæmda- stjór i Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur og fulltrúi Sjálf- stæðisflokks á umhverfis- og samgöngusviði eru andvígir öllu meiri háttar skógarhöggi á staðnum. Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður umhverfis- og samgönguráðs, segir ráðið þurfa að skoða ýmsa þætti. „Við fengum til dæmis bréf um daginn vegna sjúkraflugs sem lenti í slæmri lendingu um nótt. Þá var sagt að það væri út af trjátopp- unum,“ upplýsir Karl sem telur málið ekki jafn „dramatískt“ og sumir virðist telja. Það snerti ekki hátt hlutfall trjánna í skóginum. „En hvert tré skiptir að mínu mati máli þannig að ég vil ógjarnan fara í þetta nema alger nauðsyn krefji.“ Friðþór Eydal segir meðal annars að rekstur austur-vest- urflugbrautarinnar grundvallist á deili- skipulagi Reykjavík- ur og starfsleyfi sem gildi til ársins 2024. „Skipulagslög tryggja að aðflugssvæði flug- valla séu hindrunar- laus og skipulagsregl- ur takmarka meðal annars hæð mann- virkja og trjágróð- urs í öryggisskyni fyrir flugumferð og flugleiðsögubúnað,“ segir hann. Að sögn Friðþórs hefur trjágróður á litlu svæði í suð- vestanverðri Öskjuhlíð vaxið upp í verndarsvæði aðflugs. Kannaðir hafi verið nokkrir kostir til lausn- ar, meðal annars brattara aðflug, færsla á lendingarsvæði flugbraut- arinnar og lækkun trjáa. Mjög bratt aðflug sé ekki á færi allra flugvélagerða og krefjist sérstakr- ar þjálfunar flugmanna og skapi flugfarþegum óþægindi. „Færsla lendingarsvæðis innar á flugbrautina þýðir að flugvél- ar sem algengastar eru í innan- landsflugi gætu ekki notað braut- ina nema hún yrði lengd um 100-300 metra til vesturs miðað við aðflugsferla sem notast yrði við. Slík framkvæmd yrði mjög kostnaðarsöm og þyrfti meðal annars að leggja bifreiðaakbraut til Skerjafjarðar í jarðgöng undir flugbrautina,“ segir Friðþór. Þá segir Friðþór að unnið sé að hugmyndum um lækkun trjáa eða grisjun þeirra þar sem skógurinn sé mjög þykkur og nýtist illa til úti- vistar. „Með grisjun og rjóðurgerð mætti hins vegar skapa þar fyrir- myndaraðstöðu til útivistar svo sómi sé að líkt og víðar í Öskju- hlíð,“ segir hann. gar@frettabladid.is Lengja þarf brautina til vesturs standi trén Verði tré í Öskjuhlíð ekki lækkuð til að tryggja öryggi við óbreytta flugumferð þarf að lengja flugbraut til vesturs. Formaður umhverfisráðs segir málið ekki jafn dramatískt og af sé látið. Tré verði ekki felld nema brýna nauðsyn beri til. KARL SIGURÐSSON FRIÐÞÓR EYDAL FRÉTTABLAÐIÐ Ósk um að lækka eða fella tré í Öskjuhlíð til að tryggja öryggi við Reykjavíkurflugvöll falla ekki alls staðar í frjóan jarðveg eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. ATVINNUMÁL Fyrirtækið Midgard sem hugðist reisa 12 megavatta gagnaver í Vogum er hætt við áformin. „Hópurinn sem stend- ur að Midgard hefur barist lengi vel fyrir að safna áhugasömum fjárfestum í verkefnið og hefur það verið mikið streð á tímum þar sem áhættufælni fjárfesta er mikil og lánafyrirgreiðsla nánast engin í nýsköpunarverkefni af þessu tagi,“ útskýrir Jón Ólafur Halldórsson í bréfi til sveitar- félagsins Voga. Segir Jón að verið sé að gera upp við lánardrottna og biður um endurgreiðslu á staðfestingargjaldi sem félagið borgaði til Voga þegar þessir aðilar skrifuðu undir viljayfir- lýsingu í fyrra. Bæjarráð synjaði beiðninni. - gar Hætt við gagnaver Midgard: Vogar hafna endurgreiðslu VOGAR Miklar vonir voru bundnar við gagnaver í Vogum. STJÓRNSÝSLA Bæta þarf ýmislegt við framkvæmd og umsýslu samn- inga iðnaðarráðuneytisins við aðila utan ríkisins. Yfirsýn ráðuneytisins yfir þessa samninga er þó góð. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur haft til skoðunar samninga ráðu- neyta við samtök, einkaaðila og sveitarfélög. Samningar iðnaðar- ráðuneytisins eru 22 talsins og varða rekstur, þjónustu og önnur verkefni gegn greiðslum úr ríkis- sjóði. Áætlaður kostnaður við þá er um 399 milljónir króna á ári. Ráðuneytið hyggst efla eftirlit sitt með ákvæðum samninga og gera ríkari kröfur um árangurs- mat en áður. - mþl Iðnaðarráðuneytið metið: Bæta þarf um- sýslu samninga REYKJAVÍKURBORG „Það er einkenni-legt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borg-arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmála- yfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuh l íð vegna umferð- ar um Reykja- víkurflugvöll. Flugmála- yfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkur- borgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallar-stjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverf-is- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíð-inni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð.„Þar sem þetta er brýnt öryggis-mál er þess óskað að úrlausn máls-ins verði hraðað eins og kostur er,“ segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallar-stjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög ein- dregið andsnúinn því að fella þessi tré,“ segir Gísli Marteinn. Hann k ve ð u r m i k i l verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóg- inum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skóg- ur vaxi,“ heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara.„Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga,“ segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógar-svæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivist-arsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðar-leg,“ segir Helgi Gíslason, fram-kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.is Flugvallarmenn vilja tré burt úr ÖskjuhlíðUmhverfisráð Reykjavíkur vill umsögn skógræktarmanna áður en það heimilar að skógurinn í Öskjuhlíð verði lækkaður eins og flugmálayfirvöld segja brýnt af öryggisástæðum. Borgarfulltrúi vill aðrar lausnir en að fella tré í stórum stíl. ÖSKJUHLÍÐIN Áhættumat hefur leitt í ljós að trén í Öskjuhlíðinni hafa vaxið verulega upp fyrir svokallaðan hindranaflöt vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍSLI MARTEINN BALDURSSON JÓN BALDVIN PÁLSSON HELGI GÍSLASON Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heim- inum að skógur vaxi. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BORGARFULLTRÚI LÖ FÓLK Jólatrjáasala Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík hefst í dag. Jólatré verða seld í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg við Öskjuhlíð alla daga fram að jólum og að auki verður opið í Grasa- garðinum í Laugardal um helgar fram að jólum. Flugbjörgunarsveitin er eina björgunarsveitin í Reykjavík sem selur jólatré. Til sölu eru tré frá Danmörku og Íslandi, en með- limir í sleðahópi sveitarinnar hafa höggvið. Sala á trjánum er fjár- öflun fyrir sveitina. - þeb Til styrktar flugbjörgunarsveit: Jólatré fyrir björgunarsveit MOSKVA, AP Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur boðað til mótmæla vítt og breitt um Rússland í dag til að mótmæla fregnum um víðtækt kosn- ingasvindl í þingkosningum í landinu á sunnu- dag. Búist er við fjölmennustu mótmælum í landinu frá falli Sovétríkjanna. Mótmæli hafa víða brotist út í Rússlandi síð- ustu daga eftir því sem æ fleiri gögn um kosn- ingasvindl hafa komið fram. Þúsundir söfnuð- ust þannig saman á torgum í Moskvu og Sankti Pétursborg þrjú kvöld í röð í upphafi vikunnar. Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín forsætisráðherra og Dimitrí Medvedev forseta tapaði rúmlega 20 prósentum sæta sinna í Dúm- unni, neðri deild rússneska þingsins, í kosning- unum. Þrátt fyrir það hefur flokkurinn tæpan meirihluta þingsæta. Samfélagsmiðlar hafa logað í kjölfar kosning- anna og borið boðskap mótmælendanna á milli manna. Hópur aðgerðasinna hefur hvatt almenn- ing til að mæta með hvíta klúta á mótmælin í dag til að veita mótmælahreyfingunni merki. Þá er búist við því að viðbúnaður lögreglu verði mikill. - mþl Búist við mótmælum vítt og breitt um Rússland í dag vegna kosningasvindls: Risamótmæli boðuð í Rússlandi SANKTI PÉTURSBORG Fjöldi mótmælenda klæddist grímum af andliti Vladimírs Pútín í mótmælum á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VINNUMARKAÐUR Laun kvenna í stétt viðskipta- og hagfræðinga hafa lækkað frá síðasta ári. Þetta kemur fram kemur í nýrri kjarakönnun Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga. Miðgildi launa í heild hækkar eilítið, úr 600 þúsundum í 604 þúsund, en laun kvenna lækka úr 550 þúsundum niður í 540. Þetta er í fyrsta sinn sem laun kvenna í stéttinni lækka frá því stéttarfélagið hóf að gera kjarakannanir árið 1979. - þj Viðskipta- og hagfræðingar: Launamunurinn milli kynja eykst DÓMSMÁL Vefpressan, sem meðal annars á og rekur vefsíðuna Press- una, hyggst höfða mál gegn ein- staklingum sem hafa, samkvæmt frétt Pressunnar um málið, staðið fyrir herferð til að fá fyrirtæki til að hætta að auglýsa á vefmiðlum fyrirtækisins. Þá stendur einn- ig til að höfða meiðyrðamál gegn einstaklingum sem viðhaft hafa ummæli sem forsvarsmenn Vef- pressunnar telja ærumeiðandi. Í frétt Pressunnar er sérstak- lega vísað til Sóleyjar Tómas- dóttur borgarfulltrúa sem er sögð hafa þrýst á fyrirtæki að hætta að aug- lýsa í miðlum Vefpressunn- ar. Þá er einnig vísað til hóps sem hefur stað- ið fyrir undir- skriftasöfnun þar sem fólk er hvatt til þess að sniðganga miðl- ana. Var stofnað til undirskriftarsöfnunarinnar í kjölfar birtingar Pressunnar á miðvikudag á mynd af stúlku sem kært hefur par fyrir nauðg- un. Á vefsíðu hennar, Engin- pressa.com, segir að með mynd- birtingunni hafi Pressan sent þau skilaboð út í samfélagið að þolendur kynferðisofbeldis eigi yfir höfði sér að vera opinberað- ir í fjölmiðlum. Rúmlega 3.000 manns höfðu skrifað undir í gær- kvöldi. Þess má geta að Steingrím- ur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Pressunnar, hefur beðist afsök- unar á myndbirtingunni. Þá var frétt Pressunnar tekin af vefnum stuttu eftir að hún birtist. - mþl Vefpressan óánægð með viðbrögð við myndbirtingu Pressunnar á miðvikudag: Vefpressan kærir undirskriftasöfnun STEINGRÍMUR SÆVARR ÓLAFSSON Skotárás í Hollywood Maður hóf skotárás í Hollywood í gærdag. Hann særði einn mann alvarlega áður en lögreglumenn sem voru staddir í nágrenninu skutu hann til bana. BANDARÍKIN 2011 SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL Leigubílstjórinn sem keyrði Egil Einarsson, kær- ustu hans og ungu konuna sem kært hefur parið fyrir nauðgun er kominn í leitirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur lýst eftir manninum í tengslum við rannsókn málsins. Skýrsla var tekin af bílstjóranum í gær. Lögreglan hefur sent frá sér til- kynningar þar sem fram kemur að bílstjórinn geti varpað mikilvægu ljósi á rannsókn málsins. Þakkar hún almenningi veitta aðstoð við að finna hann. Konan kærði Egil og kærustu hans fyrir að hafa nauðgað sér á heimili Egils hinn 25. nóvember síðastliðinn. Parið neitar sök. - sv Lögreglan þakkar aðstoð: Leigubílstjóri Egils fundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.