Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 50
10. desember 2011 LAUGARDAGUR50 bætt lífskjörin að einhverju marki er aukinn fjöldi ferðamanna. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir íbúa Madagaskar. Þangað koma árlega um 300 þúsund ferða- menn, rétt ríflega helmingur þess fjölda sem sækir Ísland heim á hverju ári. Þó er Madagaskar nærri sex sinnum stærri en Ísland og íbúarnir um 22 milljónir, ekki 320 þúsund eins og Íslendingar. Þegar rætt er við fólk sem starfar í ferðaþjónustugeiran- um á Madagaskar kemur í ljós að ferðamenn sem koma til landsins skiptast í tvo hópa. Madagaskar var fram til ársins 1960 frönsk nýlenda, og í gegnum tíðina hafa flestir ferðamennirn- ir sem sækja eyjuna heim verið Frakkar og Ítalir. Þeir hafa ekki haft sérstakan áhuga á að kynna sér landið og menninguna en þeim mun meiri áhuga á að eyða viku eða tveimur á sendnum ströndum Madagaskar yfir köldustu vetrar- mánuðina í heimalandinu. Þeir sem starfa í ferðaþjónust- unni á Madagaskar hafa meiri áhuga á hinum ferðamönnun- um; þeim sem koma til eyjunnar til að skoða mannlífið og náttúr- una. Enda er mun meira á þess konar ferðamönnum að græða. Peningarnir sem þeir koma með til Madagaskar dreifast víðar en í þeim bæjum sem eiga fallegar sandstrendur, og þeir eyða gjarn- an meiru, enda þurfa þeir á leið- sögumönnum, bílstjórum og bíla- leigubílum að halda til að njóta L ýsingar á eyju sem áður var skógivaxin frá fjalli til fjöru en er nú að mestu skóglaus gætu hljómað kunnug- lega fyrir Íslendinga. Eyjan Madagaskar, sem liggur úti af austurströnd Afríku, á þó fátt annað sameiginlegt með Íslandi en gróðureyðinguna og áhuga heima- manna á að fá sem flesta ferða- menn í heimsókn. Sérfræðinga greinir á um hversu mikill gróður hafi í raun- inni verið á Madagaskar áður en menn komu fyrst til eyjunnar og tóku í beinu framhaldi til óspilltra málanna við að höggva og brenna regnskógana. Þó eru flestir sam- mála um að stór hluti þessarar fjórðu stærstu eyju heims, sem er nærri sex sinnum stærri en Ísland, hafi verið þakinn regnskógum af einhverju tagi áður en fólk settist þar að fyrir um það bil tvö þúsund árum. Þess sér ekki mikil merki þegar Madagaskar er heimsótt í dag. Talið er að um 90 prósent af regn- skógunum á þessari risavöxnu eyju séu horfin, og ólíklegt í besta falli að þeirri þróun verði snúið við. Ýmsar tegundir af plöntum og dýrum hafa þegar horfið fyrir fullt og allt, til dæmis risavaxnir ófleygir fuglar sem náðu allt að þriggja metra hæð og vógu nærri hálft tonn. Náttúran algerlega einstök Madagaskar skildist frá megin- landi Afríku fyrir um 135 millj- ónum ára, og Indland losnaði frá austurströnd eyjunnar fyrir 88 milljónum ára. Plöntu- og dýralíf á eyjunni hefur því haft tug milljónir ára til að þróast án utanaðkomandi áhrifa. Fyrir náttúrufræðinga og áhugafólk um plöntur og dýralíf eru þeir hlutar Madagaskar sem enn eru þaktir þéttum regnskógi paradís á jörð. Vegna milljóna ára einangrunar hafa þær tegund- ir sem þá réðu ríkjum í þessum heimshluta fengið að þróast án utanaðkomandi þrýstings frá öðrum tegundum sem á endanum höfðu yfirhöndina í samkeppninni annars staðar í Afríku. Vegna þessa eru um það bil níu af hverjum tíu plöntutegundum sem finnast á Madagaskar upp- runnar þar, og finnast hvergi annars staðar í heiminum. Sama gildir um átta af hverjum tíu dýra- tegundum. Sú ósnortna náttúra sem enn er til staðar í Madagaskar minn- ir á litlar eyjar af skóglendi þegar litið er á landakort. Þegar á stað- inn er komið verður ferðamönn- um fyrst ljóst hversu stórir þess- ir skógi vöxnu blettir sem virkuðu svo smávaxnir á kortinu eru þó í raun og veru. Ferðamennirnir lykillinn Ástæðurnar fyrir því að regn- skógarnir sem áður þöktu stóran hluta Madagaskar eru nú að mestu horfnir eru nokkrar. Sú stærsta er þó án efa þörf íbúanna fyrir ræktar land. Allt frá því fyrsta fólkið kom til eyjarinnar fyrir um tvö þúsund árum hafa íbúarnir rutt og brennt skóg til að rækta matvæli. Í dag sjá þeir sem horfa út um bílgluggann á ferð um eyj- una yfirleitt hrísgrjónaakra eða grænmetisakra, ekki regnskóga. Ekki hjálpar til mikil þörf fyrir viðarkol, sem nær allir íbúar Madagaskar nota til að elda á, enda rafmagn og gas of dýrt til þeirra nota. Madagaskar er afar fátækt land en stjórnvöld hafa augljóslega áhuga á að breyta því. Flestum sem hugsa málið til enda er það ljóst að það mun ekki bæta lífskjör almennings að ryðja burtu þeim litla skógi sem þó er eftir til að fá aðeins meira jarðrými undir land- búnað. Það sem gæti hins vegar Einstakt dýralíf í bráðri hættu Eyjan Madagaskar er ekki bara fræg vegna samnefndar teiknimyndar. Þar má finna dýr og plöntur sem hafa haft 90 millj- ónir ára til að þróast í einangrun. Brjánn Jónasson ferðaðist um þessa ævintýraeyju og fræddist um þann vanda sem eyjar- skeggjar standa frammi fyrir vegna gróðureyðingar sem ógnar dýrategundum sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. GRÓÐUREYÐING Ef það er rétt að eyjan Madagaskar hafi verið skógi vaxin frá fjöru til fjalls þegar fólk kom þangað fyrst fyrir tvö þúsund árum sjást þess lítil merki í dag. Skógurinn er horfinn en í staðinn koma hrísgrjónaakrar og annað ræktarland. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN JÓNASSON FÁTÆKT Um helmingur landsmanna býr undir fátæktarmörkum og hlutfallið er hærra í smærri bæjum langt frá höfuðborginni. Þessi börn voru forvitin um ferðamennina sem heimsóttu bæinn þeirra, enda ferðamenn færri en búast mætti við. GRJÓN ÞRISVAR Á DAG Hrísgrjón eru uppistaðan í fæðu madagösku þjóðarinnar. Flestir borða hrísgrjón þrisvar á dag. Hrísgrjónarækt er vinnuaflsfrek, en um 80 prósent þjóðarinnar vinna við landbúnað af einhverju tagi. ➜ Stærð: 587 þúsund ferkílómetrar, nærri sex sinnum stærri en Ísland. ➜ Mannfjöldi: Um 22 milljónir. Um helmingur er undir fátæktarmörkum. Um 320 þúsund nota internetið. ➜ Stjórnarfar: Lýðveldi. ➜ Forseti: Andry Rajoelina, sem tók við völdum að ósk hersins eftir að fyrri forseti sagði af sér árið 2009 eftir átök í landinu. Forsetakosningar hafa tafist en eru boðaðar 2012. ➜ Sjálfstæði: Frá Frakklandi 26. júní 1960. ➜ Opinber tungumál: Malagasí og franska. ➜ Efnahagur: Um 80 prósent vinnu- aflsins starfa við landbúnað. Frá árinu 1990 hurfu stjórnvöld frá harðri vinstri stefnu og fengu aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans við uppbygg- ingu. ➜ Trúarbrögð: 41 prósent kristnir, 7 prósent múslímar, 52 prósent andatrúar. ➜ Lífslíkur við fæðingu: Karlar 62 ár, konur 66 ár. Toliara Tolanaro Manakara Fianarantsoa Morondava Mananjary Toamasina Mahajanga Antsiranana MADAGASKAR Í HNOTSKURN Antannarivo FRAMHALD Á SÍÐU 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.