Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 106
10. desember 2011 LAUGARDAGUR78
l
Bókin um Rafael - Engilinn sem valdi að koma til jarðarinnar er eftir
höfund Bínubókanna: Ásthildi Bj. Snorradóttur, talmeinafræðing.
Þetta er bók sem hjálpar börnum að takast á við erfi ðar tilfi nningar,
styrkir félagsfærni og vinnur gegn einelti og fordómum.
Skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri.
Bókin fæst í A4 Skrifstofu og skóla og öllum helstu bókabúðum.
Límmiðaörk með 25 límmiðum fylgir hverri bók.
Engillinn Rafael sem
allir eru að tala um!
Barna- og unglingabæ
kur:
30.11.–6.12.2011
Tónlist ★★★★
Beethoven á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Harpa
Stjórnandi: Hannu Lintu
Fyrstu þrjár sinfóníur Beet-
hovens voru á dagskránni á tón-
leikum Sinfóníunnar á fimmtu-
dagskvöldið. Tónleikarnir voru
upphafið á svonefndum Beet-
hoven-hring, en þar mun hljóm-
sveitin flytja allar sinfóníur tón-
skáldsins. Alls eru þetta fernir
tónleikar, fyrri helmingurinn er
núna í desember, hinn seinni í vor.
Þetta er skemmtileg hugmynd.
Sinfóníur Beethovens eru níu tals-
ins og flestar þeirra eru meðal
mestu snilldarverka listasögunn-
ar. Á tónleikunum nú voru fyrstu
tvær sinfóníurnar leiknar fyrir
hlé. Átökin eru gríðarleg. Hljóm-
sveitin hamast megnið af tím-
anum. Fyrsta sinfónían er undir
miklum áhrifum af Haydn, sem
var fyrirrennari Beethovens. En
krafturinn er mun meiri, þetta er
Haydn á sterum – ef svo má að
orði komast.
Svipaða sögu er að segja um
aðra sinfónína, þótt ljóðrænan sé
meiri. Bæði verkin tilheyra fyrsta
tímabilinu í lífi Beethovens, en
hefð er fyrir því að skipta tón-
smíðum hans í þrjú tímabil. Eins
og kunnugt er varð Beethoven
heyrnarlaus og fyrsta tímabilið
var áður en sjúkdómurinn gerði
vart við sig og allt gekk eins og
best var á kosið í lífi hans. Annað
tímabilið hófst þegar hann gerði
sér grein fyrir því að örlög hans
yrðu önnur en hann hafði í fyrstu
órað fyrir. Tónsköpun hans fór
þá að miklu leyti að snúast um
innri átök; örlögin, náttúruna,
vilja Guðs, manninn og alheim-
inn í kringum hann. Á þriðja tíma-
bilinu var hann að einhverju leyti
búinn að finna frið innra með sér.
Í mörgum verkunum sem hann
samdi, þá alveg heyrnarlaus, er
að finna nýja lífssýn og uppgjör
við fortíðina.
Þriðja sinfónían tilheyrir upp-
hafi annars tímabilsins. Þá fyrst
heyrir maður Beethoven sjálfan,
snilldina sem gerði hann ódauð-
legan. Það er mögnuð tónlist.
Hljómsveitin spilaði prýðilega
undir stjórn hins finnska Hannu
Lintu. Fyrstu tvær sinfóníurnar
voru leiknar af offorsi og gríðar-
legu fjöri. Og skáldskapurinn og
snilldin skilaði sér ágætlega í
þeirri þriðju. Hægi kaflinn var
einstaklega fallegur, ég man ekki
eftir að hafa heyrt jafn áhrifa-
mikinn flutning á tónleikum
hljómsveitarinnar.
Leikurinn var samt ekki
hnökralaus. Maður varð var við
þreytumerki hjá hljóðfæraleikur-
unum, sérstaklega eftir því sem
á leið. Og skyldi engan undra. Að
spila þrjár Beethoven sinfóníur
á einum tónleikum er þrekvirki.
En smá ónákvæmni skipti litlu
máli. Það var túlkunin sem var
aðalatriðið, og hún var mergjuð.
Ég mæli hiklaust með restinni af
Beethoven-hringnum.
Jónas Sen
Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar
með magnaðri túlkun.
Upphaf hringsins
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn
miðvikudag voru upphafið á svonefndum Beethoven-hring. Hljómsveitin mun flytja
allar sinfóníur tónskáldsins sem er skemmtileg hugmynd að mati gagnrýnanda.
Alla virka daga kl. 18.00
Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ