Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 106
10. desember 2011 LAUGARDAGUR78 l Bókin um Rafael - Engilinn sem valdi að koma til jarðarinnar er eftir höfund Bínubókanna: Ásthildi Bj. Snorradóttur, talmeinafræðing. Þetta er bók sem hjálpar börnum að takast á við erfi ðar tilfi nningar, styrkir félagsfærni og vinnur gegn einelti og fordómum. Skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri. Bókin fæst í A4 Skrifstofu og skóla og öllum helstu bókabúðum. Límmiðaörk með 25 límmiðum fylgir hverri bók. Engillinn Rafael sem allir eru að tala um! Barna- og unglingabæ kur: 30.11.–6.12.2011 Tónlist ★★★★ Beethoven á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands Harpa Stjórnandi: Hannu Lintu Fyrstu þrjár sinfóníur Beet- hovens voru á dagskránni á tón- leikum Sinfóníunnar á fimmtu- dagskvöldið. Tónleikarnir voru upphafið á svonefndum Beet- hoven-hring, en þar mun hljóm- sveitin flytja allar sinfóníur tón- skáldsins. Alls eru þetta fernir tónleikar, fyrri helmingurinn er núna í desember, hinn seinni í vor. Þetta er skemmtileg hugmynd. Sinfóníur Beethovens eru níu tals- ins og flestar þeirra eru meðal mestu snilldarverka listasögunn- ar. Á tónleikunum nú voru fyrstu tvær sinfóníurnar leiknar fyrir hlé. Átökin eru gríðarleg. Hljóm- sveitin hamast megnið af tím- anum. Fyrsta sinfónían er undir miklum áhrifum af Haydn, sem var fyrirrennari Beethovens. En krafturinn er mun meiri, þetta er Haydn á sterum – ef svo má að orði komast. Svipaða sögu er að segja um aðra sinfónína, þótt ljóðrænan sé meiri. Bæði verkin tilheyra fyrsta tímabilinu í lífi Beethovens, en hefð er fyrir því að skipta tón- smíðum hans í þrjú tímabil. Eins og kunnugt er varð Beethoven heyrnarlaus og fyrsta tímabilið var áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig og allt gekk eins og best var á kosið í lífi hans. Annað tímabilið hófst þegar hann gerði sér grein fyrir því að örlög hans yrðu önnur en hann hafði í fyrstu órað fyrir. Tónsköpun hans fór þá að miklu leyti að snúast um innri átök; örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheim- inn í kringum hann. Á þriðja tíma- bilinu var hann að einhverju leyti búinn að finna frið innra með sér. Í mörgum verkunum sem hann samdi, þá alveg heyrnarlaus, er að finna nýja lífssýn og uppgjör við fortíðina. Þriðja sinfónían tilheyrir upp- hafi annars tímabilsins. Þá fyrst heyrir maður Beethoven sjálfan, snilldina sem gerði hann ódauð- legan. Það er mögnuð tónlist. Hljómsveitin spilaði prýðilega undir stjórn hins finnska Hannu Lintu. Fyrstu tvær sinfóníurnar voru leiknar af offorsi og gríðar- legu fjöri. Og skáldskapurinn og snilldin skilaði sér ágætlega í þeirri þriðju. Hægi kaflinn var einstaklega fallegur, ég man ekki eftir að hafa heyrt jafn áhrifa- mikinn flutning á tónleikum hljómsveitarinnar. Leikurinn var samt ekki hnökralaus. Maður varð var við þreytumerki hjá hljóðfæraleikur- unum, sérstaklega eftir því sem á leið. Og skyldi engan undra. Að spila þrjár Beethoven sinfóníur á einum tónleikum er þrekvirki. En smá ónákvæmni skipti litlu máli. Það var túlkunin sem var aðalatriðið, og hún var mergjuð. Ég mæli hiklaust með restinni af Beethoven-hringnum. Jónas Sen Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með magnaðri túlkun. Upphaf hringsins SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn miðvikudag voru upphafið á svonefndum Beethoven-hring. Hljómsveitin mun flytja allar sinfóníur tónskáldsins sem er skemmtileg hugmynd að mati gagnrýnanda. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.