Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 128

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 128
10. desember 2011 LAUGARDAGUR100 Ég er í alvörunni að hugsa um að ég megi ekki klúðra vítinu þegar ég stend á punktinum. Stelp- urnar hafa gert grín af mér út af þessu. KAREN KNÚTSDÓTTIR LEIKSTJÓRNANDI ÍSLENSKA LIÐSINS Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson fjalla um HM í Brasilíu seth@frettabladid.is – pjetur@365.is UTAN VALLAR Sigurður Elvar Þórólfsson segir sína skoðun Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta hefur svo sannarlega komið á óvart á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Brasilíu. Þetta er fyrsta heimsmeistaramótið hjá stelpunum okkar en til saman- burðar komst karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM árið 1958. Kvennalandsliðið hefur nú komist á tvö stórmót í röð, kjarni liðsins er ungur að árum og fram- tíðin er því björt hjá þessu liði. Stelpurnar okkar náðu mark- miðum sínum með því að komast í 16-liða úrslit og það er frábær árangur í frumraun liðsins á heimsmeistaramóti. Ágúst Jóhannsson, þjálfari liðsins, er með frábæran efnivið í höndun- um og þetta lið á örugglega eftir að gleðja íslensku þjóðina oftar á stórmóti á meðan mesta skamm- degið ríkir í desember. Ég hef aðeins minnst á pen- inga og afreksmál í pistlum mínum héðan frá Santos. Fjár- hagslegur stuðningur við afreks- fólk er mikilvægur og það er verk að vinna í þeim málum á Íslandi. Kröfurnar og væntingarnar eru miklar en það hefur verið lögð of lítil áhersla á að búa til vinnuumhverfi sem aðstoðar okkar frábæra íþróttafólk til þess að ná árangri. Þeir sem ætla sér að komast í fremstu röð í heiminum í hvaða íþróttagrein sem er byrja ekki á því að óska eftir fjárhagslegum stuðningi. Fyrst þarf að sanna sig, ná árangri, sýna vinnusemi, dugnað og æfa meira en allir aðrir. Íþróttafólkið gerir allt þetta nú þegar án þess að vera að væla mikið yfir því. Það vill ná árangri en það er erfitt að mæla sig við þá bestu þegar ekki er hægt að gera það sama og keppinautarnir. Eins og staðan er í dag þarf sá íslenski íþróttamaður sem ætlar sér að komast í heimsklassa að fórna öllu til þess að ná mark- miðinu. Það þýðir m.a. að búa á hótel mömmu langt fram yfir fertugsaldur. Tvær æfingar á dag er regla en ekki undantekning, þetta er gert samhliða námi eða vinnu. Og þegar upp er staðið á hinn sami engar eignir, skuldir hafa hrannast upp og réttur þeirra í samtryggingarkerfinu er lítill sem enginn. Þessu er hægt að breyta, og til þess þarf aðeins vilja og þor þeirra sem forgangsraða skatt- tekjum íslenska þjóðarbúsins. Stelpurnar náðu markmiðinu í frumraun sinni á HM HM 2011 Karen Knútsdóttir er heil- inn á bak við flestar sóknarað- gerðir íslenska kvennalandsliðs- ins í handbolta. Leikstjórnandinn hefur leikið vel á HM og hún fór á kostum í 26-20 sigri Íslands gegn Þýskalandi. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir hana þar sem Karen leik- ur sem atvinnumaður með þýska 1. deildarliðinu HSG Blomberg- Lippe. Karen segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara til Þýskalands en hún sér ekki eftir því í dag. „Ég flutti út í júlí og er að kom- ast betur inn í hlutina. Þetta er ungt lið, ég fæ mikið að spila og þetta var rétt ákvörðun hjá mér að fara til Þýskalands. Bærinn er lítill, rétt um 15 þúsund íbúar, er stutt frá Lemgo og í klukkutíma fjarlægð frá Hannover. Þetta er lítill fjölskylduklúbbur og þeir buðu mér samning eftir að ég lék með Fram gegn þessu liði í Evrópukeppni.“ Karen hefur smátt og smátt náð að aðlagast aðstæðum en í liðinu er annar íslenskur leikmaður, Hildur Þorgeirsdóttir, sem var í æfinga- hóp landsliðsins fyrir HM. „Þýskaland heillaði mig ekki, ég lærði frönsku í Verslunarskól- anum, og ég ætlaði aldrei að fara til Þýskalands til þess að búa þar. Það breyttist hinsvegar og mér líður bara vel þarna. Ég veit samt ekki hvort ég myndi flytja þangað til þess eins að búa í Þýskalandi – held ekki.“ Langar til að verða arkitekt Karen er aðeins 21 árs gömul og það blundar í henni að afla sér frekari menntunar. „Ég fór í verk- fræði eftir stúdentsprófið en Evr- ópumeistaramótið í Danmörku fór alveg með plönin mín í verk- fræðinni. Ég hætti en það sem mig langar til að gera er að læra að verða arkitekt. Hvenær ég fer í það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að einbeita mér aðeins leng- ur að handboltanum og sjá hvað gerist.“ Leikstjórnandinn segir að hún aki ekki um á BMW sportbílum eða lifi einhverju „glamúrlífi“ sem atvinnumaður í handbolta. „Ég er sátt við það sem ég samdi um. Félagið útvegar húsnæði, bíl og sér um margt annað sem tengist þessu daglega lífi. Ég borga símareikn- inginn og að sjálfsögðu fæ ég laun fyrir að spila. Launin eru góð og ég er ánægð með samninginn sem ég gerði. Það væri gaman að geta komist að hjá sterkara liði í fram- tíðinni, kannski verður þetta HM til þess að opna einhverja glugga,“ segir Karen. Karen hefur sýnt stáltaugar í vítaköstunum á heimsmeist- aramótinu og hún skoraði alls 9 mörk gegn Þjóðverjum – og þar af fjögur á lokamínútum leiksins. Karen er ekki hávaxnasti leikmað- urinn í íslenska liðinu en það má ekki líta af henni í vörninni þá er hún búin að skjóta eða brjótast í gegn. Karen viðurkennir að hún hafi hugsað of mikið í Þjóðverja- leiknum þegar hún tók vítaköstin. „Ég virðist kannski vera mjög róleg en ég hugsa um allt of mikið. Þegar ég tók víti í stöðunni 21-20 þá fór ég að hugsa um hvað myndi gerast ef ég klúðraði og þær kæm- ust í sókn og jöfnuðu. Ég fer yfir stöðuna þegar ég tek víti og liðs- félagarnir hafa gert grín að þessu hjá mér. Ég er í alvöru að hugsa um að ég megi ekki klúðra og það tókst sem betur fer. Ég er ekkert að fara taka eitthvað „Ólaf Stef- áns“ víti í svona móti eða bara í leik. Ég er ekki með taugar í það ennþá,“ segir Karen og rifjar upp eftirminnileg vítaköst Ólafs Stefánssonar fyrirliða íslenska karlalandsliðsins. Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennalandsliðsins fær mikið hrós hjá Karen. „Gústi hefur lyft okkur á hærra plan og þetta er ótrúlega skemmtilegt. Hann tók okkur á fund strax eftir stórtapið gegn Noregi, og sagði í raun allt rétt. Við vorum þvílíkt tilbúnar í leikinn gegn Þýskalandi. Gústi og aðstoðarmenn hans eiga stór- an hlut í því að liðið er í framför,“ sagði Karen Knútsdóttir. Hugsa allt of mikið á vítalínunni Karen Knútsdóttir er með pókerandlit í vítaköstunum á HM. Ísköld á línunni en hjartað slær hratt og hún hugsar um það sem gæti farið úrskeiðis. Atvinnumaðurinn kann vel við sig í Þýskalandi. HEILINN Í LEIK ÍSLENSKA LIÐSINS Leikstjórnandinn Karen Knútsdóttir er einstaklega útsjónarsamur leikmaður sem stýrir leik íslenska liðsins af festu og ákveðni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Stelpurnar okkar náðu þeim frábæra árangri í gær að komast í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu. Sigur Angóla á Þýska- landi gerði það að verkum að Ísland festist í fjórða sætinu. Leikurinn gegn Kína skipti því nákvæmlega engu máli. Ísland mun mæta einu besta liði heims, Rússlandi, í sextán liða úrslitunum. Þar sem leikur Íslands og Kína hófst mjög seint í gærkvöldi var leiknum ekki lokið þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Á fréttavefnum Vísi er aftur á móti yfirgripsmikil umfjöllun um leikinn og framhaldið hjá íslenska liðinu. - hbg Ísland í 16-liða úrslit: Mæta Rússum FRÁBÆR ÁRANGUR Stella og félagar eru komnar áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Dr. Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleiks- sambandsins, mun tilkynna á fimmtudaginn í næstu viku hvar heimsmeistaramótið árið 2017 í karlaflokki fer fram. Það er ljóst að Þýskaland verð- ur gestgjafi hjá A-landsliðum kvenna árið 2017 en Þjóðverjar voru þeir einu sem sóttust eftir mótinu. Næsta HM kvenna fer fram í Serbíu í desember árið 2013 og árið 2015 verður það í Danmörku. HM hefur farið fram tvívegis áður í Þýskalandi, 1965 og 1997. Þrjár þjóðir hafa sótt um karla- keppnina árið 2017. Frakkar og Danir sóttu um á réttum tíma en Norðmenn eru enn að vonast til þess að umsókn þeirra verði tekin gild en hún á að hafa borist of seint. IHF mun úrskurða um það mál í næstu viku og tilkynna hvar keppnin fer fram árið 2017. - seth HM kvenna 2017: Fer fram í Þýskalandi STEMNING Íslendingar fjölmenna kannski til Þýskalands á HM kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.