Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 40
10. desember 2011 LAUGARDAGUR40
Villa Bergshyddan
Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyddan
í Stokkhólmi.
Við dvölina gefst tækifæri til að kynnast Stokkhólmi og mynda tengsl með mögulega
samvinnu í huga.
Fólk sem starfar að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur
fengið bústaðinn að láni, án endurgjalds, í eina eða tvær vikur á tímabilinu 16. apríl til
30. september 2012.
Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld.
Umsóknareyðublöð fást á www.reykjavik.is/menningogferdamal
og www.stockholm.se/nordisktsamarbete
Umsóknir sendist í síðasta lagi 1. febrúar 2012 til:
Stockholms Kulturförvaltning,
Nordiskt kultursamarbete,
Hanan Haidari,
Box 16113
SE - 103 22 Stockholm
Einnig er hægt að skila umsókn rafrænt í gegnum heimasíðuna www.stockholm.se/nor-
disktsamarbete
Nánari upplýsingar veitir Kristjana Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu Menningar-
og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf. nanna@reykjavik.is og Hanan
Haidari hjá Stokkhólmsborg netf. hanan.haidari@stockholm.se
E
lín Ólöf Eiríksdóttir til-
heyrir hópi kvenna, þá
stúlkna, sem dvöldu á
skólaheimilinu Bjargi
sem starfrækt var á
Seltjarnarnesi frá 1965
til 1967 af norska Hjálpræðishern-
um. Hún hefur aldrei sagt sína sögu
af upplifuninni á skólaheimilinu
Bjargi en þangað fór hún fjórtán
ára. Elín upplifði mikið rótleysi
eftir að foreldrar hennar skildu og
heimilisaðstæður hennar voru erf-
iðar. Hún átti heima á Múlakampi
sem kallaður var, braggahverfi
sem stóð milli Suðurlandsbrautar
og Ármúla og gekk í Laugarnes-
skóla. „Ég var níu ára þegar for-
eldrar mínir skildu og átti mjög
erfitt með að sætta mig við það
að vera föðurlaus. Móðir mín stóð
eftir með okkur þrjú. Hún þurfti að
vinna og gat ekki fylgst með öllum
okkar ferðum. Ég hélt af stað í skól-
ann á morgnana, en fór svo hvergi
og þannig vildi það til að ég hætti
bara í skóla, tólf ára gömul,“ segir
Elín, sem hafði hvorki komist í kast
við lögreglu né móðir hennar við
barnaverndarnefnd þegar hún fór
til vistar á Bjargi.
Vissi ekkert um Bjarg
„Ég fór inn á Bjarg fyrir misskiln-
ing. Ég var dottin út úr skóla en fór
svo að hugsa með mér að ég yrði
að klára skólann. Og þá heyrði ég
fyrst af Bjargi. Upphaf vistunar
minnar var að ég fór í viðtal við
Auði Eir, þáverandi lögreglukonu
og síðar prest, og Guðlaugu Sverr-
isdóttur varðstjóra. Þær segja
mér að Bjarg sé góður skóli og ég
ákvað að fara þangað. Afleiðingar
þess urðu alveg hræðilegar fyrir líf
mitt,“ segir Elín sem man afar vel
þá stund þegar hún kom á Bjarg og
komst að því að hún var ekki komin
í skóla eins og hún hélt. „Ég fann
að það var eitthvað skrítið á seyði
þarna og þegar ég sagðist vera
komin til þess að læra þá spurðu
stúlkurnar mig hvort ég vissi ekki
að ég væri komin í fangelsið Bjarg,
Bjarg var nefnilega ekki skóla-
heimili fyrir unglinga, þetta var
fangelsi. Maður átti engan rétt
sem manneskja þarna. Öll her-
bergi voru læst og keðjur á öllum
gluggum til þess að við kæmumst
ekki út. Við vorum vaktar snemma
á morgnana, það var náttúrulega
skóli en við sáum um öll húsverk
frá a til ö, gerðum allt nema elda
matinn. Fyrsta árið fékk ég bara
að fara út í klukkutíma á dag, og
þá fór maður út að labba með kon-
unum sem voru í fullum skrúða.
Það var oft gerður aðsúgur að
okkur, krakkarnir á Nesinu hróp-
uðu á eftir okkur og kölluðu okkur
druslur þannig að maður reyndi að
læðast með veggjum.“
Elín segir harkalega hafa verið
tekið á því þegar reglur voru brotn-
ar. „Þá var maður barinn og sleg-
inn, sumar hverjar voru dregn-
ar upp og niður stigana. Þetta
var svoleiðis að maður var orð-
inn taugaveiklaður aumingi eftir
þennan tíma. Það var stöðugt sagt
við okkur að við ættum ekkert
gott skilið. Við fengum heimsókn-
ir, mamma kom og heimsótti mig,
en þá voru alltaf tvær konur sem
stóðu yfir okkur og pössuðu að við
segðum ekki neitt.“
Í vikueinangrun eftir strok
Elín reyndi tvisvar að strjúka
af Bjargi. „Ég komst ekki langt í
fyrsta stroki. En ég reyndi aftur,
mig langaði ekki að vera þarna, ég
var komin með óbeit á þeirri mann-
eskju sem ég var orðin, þessari
stúlku sem átti ekkert gott skilið
og vildi ekki lifa,“ segir Elín, sem
fékk illa meðferð þegar hún strauk
í annað sinn.
„Þá náði ég til bróður míns í
Kópavogi og var ákveðin í að láta
ekki ná í mig aftur. Það var komin
svo mikil uppreisn, hatur og illska í
mig og ég var í mikilli taugaspennu.
Ég sat heima hjá honum og var að
reyna að jafna mig þegar hring-
ir á dyrabjöllunni og Auður, Guð-
laug og tveir stórir lögregluþjónar
ryðjast inn og skipa mér að koma
með sér. Ég grátbað þau um að fara
ekki með mig á Bjarg, en það þýddi
ekkert. Lögreglan reif mig upp úr
stólnum og fór með mig beint út í
bíl eins og versta glæpamann. Síðan
var ég sett í einangrun á Upptöku-
heimili ríkisins í Kópavogi og þar
fékk ég að dúsa í heila viku í loft-
lausu herbergi með einu járnrúmi
og gardínum á milli glerja til þess
að við sæjum ekki út. Ég fékk mat
inn í herbergið en enginn talaði við
mig. Ég var viss um að ég væri að
verða brjáluð, fékk svo mikið brjál-
æðiskast að ég réðist á sjálfa mig,
klóraði, barði og beit þar til að það
blæddi úr mér. Höfuð mitt var eitt
flakandi sár. Svo fann ég nál í einni
klósettferðinni og þar var ég búin
að ná mér í vopn svo nú skyldi ég
klára þetta. Ég vildi ekki lifa leng-
ur. Þetta var mín fyrsta tilraun til
sjálfsmorðs,“ segir Elín sem rifjar
upp að hún hafi ekki fengið lækn-
isheimsókn en sálfræðingur hafi
komið til hennar og fulltrúi barna-
verndarnefndar sömuleiðis. Móður
hennar var neitað um leyfi til heim-
sóknar, en hún fékk þau svör að
forsjá Elínar væri ekki lengur á
hennar höndum, heldur hjá Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur. Elín
fékk hins vegar þau skilaboð að hún
gæti losnað úr einangrun og farið
aftur á Bjarg, en það vildi hún ekki
fyrr en eftir sjö daga vist í einangr-
uninni. „Ég verð svo reið þegar ég
byrja að tala um þetta að ég er að
springa. Ég hef ekki öðlast sálarró
í lífinu eftir þetta,“ segir Elín. „Ein
kona sem vann á Bjargi var fengin
til að hugsa um mig og bera græð-
andi krem á sárin, þau greru smátt
og smátt, en sárin á sálinni seint.“
Stóðum þétt saman
Spurð hvernig samskipti stúlkn-
anna á Bjargi hafi verið segir Elín
að þær hafi staðið þétt saman. „Það
kom ekkert upp á milli okkar, enda
vorum við margar þarna lengi á
sama tíma.“ Hún segir margar
hafa átt afar erfitt eftir Bjargs-
vistina. „Við vorum hræddar, enda
var okkur hótað með einangrun og
ofbeldi ef við hlýddum ekki fyrir-
mælum. Margar urðu svo fyrir
kynferðislegri áreitni. Það er hins
vegar alrangt að við höfum stundað
vændi eins og kom fram í viðtali í
DV í haust,“ segir Elín og er mikið
niðri fyrir. Hún skrifaði grein sem
birtist í Fréttablaðinu á fimmtu-
dag þar sem hún mótmælir þessum
fullyrðingum.
Vistinni á Bjargi lauk með síð-
asta strokinu en þá var Elín orðin
sextán ára. „Eftir eitt ár fengum
við að fara einar út. Og ég not-
aði tækifærið einu sinni og fór til
mömmu í vinnuna til hennar. Ég
fór til hennar og sagði: Ég fer ekki
út á Bjarg aftur. Mamma var svo
hrædd og sagði við mig: Þú veist
hvernig þeir fara með þig. Hún var
nefnilega búin að reyna allt til að
ná mér út en fékk alltaf þau svör
að hún hefði ekkert með mig að
gera lengur. Ég róaði móður mína
og sagði bara að ég hefði önnur
áform. Læddist svo upp eftir, þar
sem Breiðholt er í dag og lá þar um
nóttina þar til mér var orðið skít-
kalt. Þá tók ég sénsinn og fór aftur
til mömmu. Ég kom þangað aftur
um morguninn, rifin og tætt, renn-
andi blaut og drullug,“ segir Elín
sem óttaðist að húsið væri vaktað.
Þegar hún sá ljóstýru bankaði hún
upp á hjá móður sinni. „Mamma
opnaði og var skelfingu lostin, því
hún vissi ekki hvar ég hafði verið.
Fljótlega kemur svo kona og segir
að ég verði að koma út á Bjarg. Ég
þvertók fyrir það en hún sagði að
ég yrði að koma og ná í einkunnirn-
ar mínar. Eins og ég hefði sýnt þær
einhvers staðar. Ég varð að fara
þangað aftur en ég var ógurlega
hrædd. Enda var ég orðin algjör
aumingi eftir þessa dvöl. Ég þoldi
ekki neitt, ég vildi ekki lifa. Ég
fékk einkunnirnar mínar en ég get
sagt þér að ég lærði ekkert þarna,“
segir Elín, sem ekki dvaldi lengi á
Bjargi eftir þetta þriðja strok.
Úr einu fangelsinu í annað
„Þá var ákveðið að ég fengi ekki að
fara út af Bjargi nema ég færi að
vinna á Silungapolli þar sem fátæk-
um börnum var komið fyrir. Þarna
fór ég bara úr einu fangelsinu í
annað því ég var látin vinna kaup-
laust frá morgni til kvölds. Þarna
þekkti ég engan, var bara sextán
ára. Um miðjan desember strauk
ég og fór til systur minnar sem bjó
í Ólafsvík. Þar byrjaði ég að vinna
í fiski.“ Elín segir að hún hafi verið
gífurlega reið og lent í ógurlega
miklu rugli fljótlega. „Ég byrjaði
að misnota áfengi og réði ekki við
neitt. Ég eignaðist mitt fyrsta barn
ung, nítján ára. En mér og barns-
föður mínum samdi ekki þannig
að ég var strax orðin ein með dótt-
ur mína. Ellefu árum síðar eign-
aðist ég dreng. Að eignast börnin
mín gaf lífinu mínu tilgang,“ segir
Elín, sem dregur ekki fjöður yfir
að hún hafi misnotað áfengi og
fíkniefni sömuleiðis. „Ég gerði það
fram eftir öllu, þangað til ég var að
nálgast fimmtugt og margreyndi að
stytta mér aldur. Ég hef nefnilega
alltaf verið á flótta undan fortíð-
inni. Ég bjó erlendis um tíma því
ég hélst ekki við hér. Sem betur fer
tókst mér sómasamlega upp með
börnin sem þurftu oft að ganga í
gegnum mikla erfiðleika með mér;
Móðir mín hjálpaði mér mikið með
þau,“ segir Elín. Hún er nú laus úr
viðjum áfengis og fíkniefna og sátt
við að búa á Íslandi í dag en hún
hefur búið hér frá árinu 2009.
Í vikueinangrun eftir strokutilraun
Elín Ólöf Eiríksdóttir dvaldi á skólaheimilinu Bjargi frá janúar 1966 þangað til í ágúst 1967. Hún fór þangað sjálfviljug, óafvit-
andi um fangelsið sem vistheimilið var. Hún kom niðurbrotin út og segir Sigríði Björgu Tómasdóttur að vistin hafi eyðilagt líf sitt.
ELÍN ÓLÖF EIRÍKSDÓTTIR Er hætt að vera á flótta undan fortíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hjálpræðisherinn starfrækti stúlkna-
heimilið Bjarg á Seltjarnarnesi frá
1965 til 1967. Dvöldu þar sam-
tals tuttugu stúlkur um lengri eða
skemmri tíma.
Vistheimilanefnd sagði í skýrslu
um heimilið sem skilað var haustið
2009 að þær konur sem nefndin
hefði rætt við hafi allar sagt að
dvölin á Bjargi hefði verið þeim erfið
og að þeim hefði almennt liðið illa
þar. Auk aðskilnaðar við fjölskyldur
nefndu þær erfið samskipti við
starfsfólk, strangan aga, frelsis-
skerðingu og refsingar sem ástæður
vanlíðunarinnar.
Flestar kvennanna sögðu að
þær hefðu verið beittar líkamlegu
ofbeldi af hálfu starfsfólks. Töluvert
hefði borið á hótunum af hálfu
starfsmanna og þær mátt sæta
einangrunarvist á Upptökuheimilinu
í Kópavogi eftir strok af Bjargi. Sam-
skipti þeirra við fjölskyldur hefðu
verið takmörkuð; heimsóknir undir
eftirliti, bréf ritskoðuð og setið yfir
símtölum.
Fjórar af þeim sjö konum sem
komu til viðtals við nefndina greindu
frá því að þær hefðu orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni af hálfu tiltekinna
starfskvenna. Þær starfskonur sem
nefndin ræddi við þvertóku fyrir
lýsingar kvennanna. Ásökunum um
ofbeldi var vísað á bug.
Þrátt fyrir að vistheimilanefnd
telji meiri líkur en minni á að sumar
stúlknanna hafi mátt þola illa með-
ferð af hálfu einhverra starfskvenna
Bjargs dregur hún ekki þá almennu
ályktun að starfskonur hafi kerfis-
bundið og reglulega beitt viststúlkur
illri meðferð eða ofbeldi.
MEIRIHLUTI LÝSTI ILLRI MEÐFERÐ EÐA OFBELDI
BJARG Skólaheimilið Bjarg var starfrækt í um tveggja ára
skeið á sjöunda áratugnum. Á myndinni til vinstri má sjá
Elínu á Bjargsárunum.
MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR OG ÚR EINKASAFNI.