Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 54
10. desember 2011 LAUGARDAGUR54 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeinin gar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið! ■ JASON SEGEL Þ að er ekki ofsögum sagt að Prúðuleikara- aðdáendur hafi ríka ástæðu til að gleðjast og hlakka til þessa dagana. Bráðlega ratar ný kvikmynd um þessar ást- sælu furðuverður, sú fyrsta sem sýnd er í bíóhúsum í tólf ár, á hvíta tjaldið hérlendis en hún var frum- sýnd í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar. Ekki síður merkilegar fréttir gætu þó falist í fréttum þess efnis að NBC-sjónvarpsstöðin banda- ríska hafi gefið samþykki fyrir handritum að nýrri þáttaröð þar sem Prúðuleikararnir verða í for- grunni. Með hliðsjón af þessum tíð- indum gæti nýtt Prúðuleikaraæði hæglega verið í uppsiglingu. Nýju nágrannarnir Einungis örfáum dögum fyrir frum- sýningu nýju myndarinnar, sem ber hinn sáraeinfalda og gegnsæja titil The Muppets, í bíó greindi bransa- blaðið The Hollywood Reporter frá því að náðst hefðu samningar um handritsskrif að nýrri þáttaröð, The New Nabors, sem mun fjalla um fjölskyldu sem býr í borginni Palm Springs og Prúðuleikarana sem flytja inn í húsið við hliðina á með ófyrirséðum afleiðingum. Tveir reynsluboltar í fræðunum, nafnarnir John Hoffmann og John Riggi (sá síðarnefndi hefur meðal annars getið sér gott orð sem fram- leiðandi hinna vinsælu gaman- þátta 30 Rock), eru höfundar þess- arar nýju þáttaraðar. Þá mun Lisa Henson, dóttir Jims Henson (skap- ara Prúðuleikaranna) gegna stöðu framleiðanda, en hún er forstjóri Jim Henson Studios. Froskur úr gamalli kápu Leikbrúðustjórnandinn Jim Hen- son hóf sköpun Prúðuleikarana um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og kom froskurinn Kermit, sá fræg- asti úr flokknum, fyrst fram í sjón- varpsþættinum Sam and Friends árið 1955. Frumgerðin af búki frosksins var búin til úr grænblárri kápu sem móðir Hensons hafði hent í ruslið, en augun úr borðtenniskúlu sem skorin hafði verið í tvennt. Kermit varð þó ekki vinsæl fígúra fyrr en fimmtán árum síðar þegar Henson, sem einnig lék og talaði fyrir froskinn fram til dauðadags árið 1990, gerði frosk- inn að reglulegum gesti í þættinum Sesame Street, sem Henson hafði unnið að um skeið. Jim Henson hafði einlægan áhuga á að höfða bæði til barna og fullorðinna með verkum sínum. Í því augnamiði komu brúður hans nokkrum sinnum fram í gaman- þættinum Saturday Night Live árið 1976 en féllu í grýttan jarðveg hjá áhorfendum. Sama ár hófst þó framleiðsla Prúðuleikaraþáttanna (The Muppet Show) í Englandi og slógu þeir fljótlega í gegn beggja vegna Atlantsála. Kermit hefur alla tíð farið Brestur á nýtt Prúðuleikaraæði? Senn kemur til landsins ný bíómynd um hina ástsælu Prúðuleikara og einnig er von á sjónvarpsþáttaröð um þessar litskrúðugu furðuverur. Kjartan Guðmundsson leit yfir sögu Prúðuleikaranna, sem nýlega komust í fréttir í tengslum við stóriðju ytra. HJÁLPSAMUR Kermit aðstoðaði forsetafrúna Michelle Obama við að lesa fyrir börnin á jólatréssamkomu í Washington í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP Prúðuleikararnir, og sér í lagi nýjasta bíómyndin The Muppets, voru gerðir að umtalsefni í þættinum Follow the Money á Fox-sjón- varpsstöðinni í síðustu viku, en þar ræddu stjórnandinn Eric Boiling og viðmælandi hans, Dan Gainor frá Conservative Media Research Center, um söguþráð myndarinnarr. Þótti Boiling nafn olíubarónsins Tex Richman, sem vill rífa niður Prúðu- leikhúsið í myndinni, vera skýrt dæmi um vilja framleiðendanna til að koma illu orði á olíuiðnaðinn. Gainor tók í sama streng og kallaði söguþráðinn aðeins nýjasta dæmið um vilja Hollywood til að þröngva boðskap vinstrimanna upp á áhorfendur. „Það er ótrúlegt að sjá hversu langt vinstrifólk er til í að ganga til að ráðsk- ast með börnin ykkar og vekja andúð þeirra á stórfyrirtækjum,“ sagði Gainor og bætti við að vinstrifólk, fjölmiðlar og Hollywood hefðu haldið uppi and- olíuiðnaðarboðskap áratugum saman. Sakaðir um að hata olíuiðnaðinn Nýja Prúðuleikaramyndin, The Muppets, kemur í bíó hérlendis í byrjun næsta mánaðar. Í stórum dráttum fjallar hún um brúðuna Walter, sem er heimsins mesti aðdáandi Prúðuleikaranna, og Gary bróður hans, sem leikinn er af gaman- leikaranum Jason Segel (sem gert hefur garðinn frægan í nokkrum af best heppnuðu grínmyndum síðari ára á borð við Forgetting Sara Marshall og I Love You, Man og sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother). Bræðurnir og May unnusta Gary, sem leikin er af Amy Adams (Catch Me If You Can, The Fighter), þurfa að afla tíu milljóna dala til að forða því að Prúðuleikhúsið, þar sem gömlu Prúðuleikaraþættirnir gerðust að mestu leyti, verði lagt í eyði af olíubaróninum ósvífna Tex Richman (leiknum af Chris Cooper) og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Í viðtali við Huffington Post segist Segel hafa verið einlægur aðdáandi Prúðuleikaranna frá barnsaldri og það hafi einfaldað honum að komast að kjarna persónanna, en Segal skrifar handrit myndarinnar við annan mann ásamt því að leika aðalhlutverkið. Svo djúpt segist leikarinn hafa kafað ofan í sálarlíf Prúðuleikaranna að hann brást í grát þegar hann heyrði Steve Whitmire (sem leikið hefur Kermit frá ótímabæru andláti Jims Henson árið 1990) lesa línur frosksins í hand- ritinu á fyrstu upplestraræfingu. „Ég hágrét ekki, heldur var þetta mun vand- ræðalegra en það,“ segir Segel. „Þetta var svona grátur þar sem þú reynir af öllum mætti að láta fólk ekki sjá að þú sért grátandi, svo þú herpir var- irnar saman, en varirnar eru samt skjálfandi. Svo skyndilega byrjuðu tárin að renna niður andlitið á mér og ég gat ekkert gert til að fela þau. Við gerð- um fimm mínútna hlé á æfingunni. Það versta var að ég er líka einn af framleiðendum myndar innar og sem slíkur er ég yfirmaður. Undirmennirnir gláptu á mig og veltu því væntanlega fyrir sér hvort ég yrði sífellt brestandi í grát út allt fram- leiðsluferlið.“ Spurður hvort hinir ljúfu og góðu Prúðuleikarar passi vel inn í heimsmynd dagsins í dag, sem mörgum þykir talsvert kaldhæðnari og jafnvel ill- kvittnari en á mektardögum Kermits og félaga, segir Segel vissulega rétt að Prúðuleikarnir sé ljúfir og góðir. „En Prúðuleikararnir eru líka beitt- ir. Það er eitt af því sem er svo frábært við þá. Í gamla daga gátu þeir alltaf gert flugbeitt grín, en aldrei á kostnað annarra. Það finnst mér mikilvæg skilaboð til æskunnar í dag. Það er hægt að gera grín, án þess að það sé á kostnað annarra, en samt vera töff.“ Grét á fyrstu upplestararæfingunni AÐDÁANDI Jason Segel, aðalleikari, handritshöfundur og framleiðandi nýju Prúðuleikaramyndarinnar, ásamt frægasta leikbrúðupari sögunnar. NORDOCPHOTOS/GETTY fremstur í flokki Prúðuleikara sem býsna jarðbundið mótvægi (enda auðvelt að halda sér á jörðinni þegar maður er ekki nema hálfur metri á hæð, eins og Kermit sjálfur orðaði það) við litskrúðuga og gal- gopalega vini sína Ungfrú Svínku, Gunnsa, Fossa Björn, trommu- leikarann Dýra, sænska kokkinn, Bikar og svo mætti lengi telja. Endurnýjun lífdaga Hinir eiginlegu Prúðuleikara þættir voru framleiddir á árunum 1976 til 1979 og nutu gríðarlegra vinsælda. Þegar áhorfið var sem mest var talið að um 235 milljónir manna hafi horft á þættina í yfir hundr- að þjóðlöndum í viku hverri. Hér á landi tengja margir Prúðuleikar- ana við tímabilið þegar litasjónvörp urðu stöðugt algengari hjá almenn- ingi, en eins og gefur að skilja breyttust ásjónur hins litskrúðuga persónugallerís afar mikið við þá nýjung. Gestaleikarar urðu sífellt frægari eftir því sem á leið og má telja Elton John, Paul Simon, Peter Sellers, Debbie Harry, Johnny Cash, Roger Moore, Sylvester Stall- one, Twiggy og marga fleiri í þeim hópi. Eftir að þættirnir luku göngu sinni hafa sjálfar brúðurnar, eða Prúðurnar, komið víða við í mörg- um sjónvarpsþáttum, teiknimynd- um og kvikmyndum. Ef marka má afbragðsgóð viðbrögð gagnrýnenda og almennings ytra við nýju kvik- myndinni verða að teljast allar líkur á að vinsældir Prúðuleikaranna gangi í endurnýjun lífdaga og haldi nafni Jims Henson á lofti lengi enn. PRÚÐULEIKARARNIR Í ELDLÍNUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.