Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 52
10. desember 2011 LAUGARDAGUR52 Að öðrum tegundum ólöstuðum eru lemúrarnir sennilega sú dýrategund sem flestir þeirra ferðamanna sem leggja leið sína til Madagaskar vilja sjá. Lemúrar eru prímatar og deila forfeðrum með þeim apategundum sem algengar eru annars staðar í heiminum. Lemúrar finnast aðeins á Mada- gaskar og má rekja uppgang þeirra á eyjunni til þess að þeir þurftu ekki að keppa við aðrar apateg- undir um mat og landsvæði. Talið er að lemúrar hafi numið land á Mada- gaskar fyrir 62 til 65 milljónum ára, og að þá hafi rekið frá meginlandi Afríku með gróðri. Á þess- um milljónum ára sem þeir hafa ráðið ríkjum á Madagaskar hafa þeir þróast í rúmlega 100 und- irtegundir, þó nú séu rétt tæplega 100 tegundir eftir. Á sama tíma þróuðust forfeður þeirra sem eftir urðu í Afríku í sumar af þeim apategundum sem nú eru uppi á meginlandinu. Í það minnsta sautján tegundir af lemúrum sem bjuggu á Madagaskar þegar fólk kom þangað fyrst eru útdauðar. Alls eru nú 99 tegundir eftir, og eru margar af þeim taldar í útrýmingarhættu. Lemúrar hafa löngum verið veiddir til matar, þó harður áróður sé rekinn gegn veiðum í dag. Hættan sem steðjar að þessum sérstöku prímötum er einkum eyðing skóga. Önnur dýrategund sem einkennir Madagaskar eru kamelljón. Talið er að tvær af hverjum þrem- ur tegundum af kamelljónum séu upprunnar á Madagaskar. Ferðamenn þurfa þó að hafa augun hjá sér til að sjá kamelljónin, enda þeirra helsti hæfileiki að falla inn í umhverfið. ■ DÝR SEM FINNAST HVERGI ANNARS STAÐAR STÖKKVA Hringskotti er ekki verri þýðing en hver önnur á nafni þessarar algengu tegundar af lemúrum. Mæðurnar bera ungana á bakinu meðan þær stökkva á milli steina og trjágreina. SLAKUR Lemúr af sifaka-tegund situr fyrir. Hendurnar á lemúrunum eru með löngum og sterkum fingrum, og löng skottin hjálpa til við jafnvægið þegar lemúrarnir stökkva á milli trjágreina. LITSKRÚÐUGUR Tvær af hverjum þremur tegundum kamelljóna í heiminum finn- ast hvergi annars staðar en á Mada- gaskar. Þessi karl skartar sínum fegurstu litum í þeirri von að lokka til sín kerlu. HÁÐIR MÖNNUM Lemúrar eru skynsöm dýr og læra fljótt að ganga upp á lagið þegar þeir komast í mat. Þessi lemúramóðir stekkur yfir læk á leiðinni á tjaldstæði í regnskóginum þar sem hún eygir möguleika á að finna matarbita. Ferðamenn eru beðnir um að gefa lemúrunum ekki að borða en alltaf eru einhverjir sem ekki fara eftir þeim tilmælum. sem best fjölbreyttrar náttúru á Madagaskar. Ef ferðamenn eiga að koma til að skoða náttúruna verður að vera einhver náttúra eftir til að skoða. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi verndað náttúruna í þjóðgörðum og bannað skógarhögg víða, á eyðing skóganna og þar með þeirra dýra sem þar eiga heima sér enn stað. Rósaviðarmafían herðir tökin Rétt eins og fílarnir í Afríku, sem eru í hættu vegna eftirspurnar annars staðar úr heiminum eftir fílabeini, eru skógarnir á Mada- gaskar í hættu vegna áhuga fólks víða um heim á því að eignast hús- gögn, húsbúnað og jafnvel hljóð- færi úr fallegum viðartegundum á borð við rósavið. Þó að blátt bann hafi verið lagt við því að selja rósa- við er eftirspurnin svo mikil að svartur markaður hefur orðið til með timbrið. Kunnugir á Madagaskar segja nokkurs konar rósaviðarmafíu skipuleggja skógarhögg og sölu timburs úr landi, með tilheyrandi mútugreiðslum til embættismanna sem þykjast ekki sjá heilu skips- farmana af þessum fágætu trjám sigla áleiðis til Kína. Og rósaviðar- mafíunni, sem hefur hert tökin á síðustu árum, er sama hvort trén sem eru seld úr landi koma úr þjóðgörðum eða ekki svo framar- lega sem rétt verð fæst. Vandi eyjarskeggja er ekki síst óstöðugleiki hjá stjórnvöld- um, og einkennileg gæluverkefni forseta sem þar hafa ráðið ríkj- um á undanförnum árum og ára- tugum. Landlæg spilling er einn- ig vandamál, bæði hjá háttsettum embættis mönnum, en ekki síður hjá þeim sem lægra standa, til dæmis lögreglumönnunum sem hafa drjúgar aukatekjur af því að stöðva bíla, vera til vandræða og þiggja svo mútur til að leysa úr vandræðunum. Ferðamenn verða þó lítið varir við þessi vandamál, enda gæta þess flestir að styggja ekki ríku útlendingana, af ótta við að ferðamönnunum verðmætu fækki. Í kappi við tímann Margir íbúar Madagaskar vonast nú til þess að ferðamenn sem hafa áhuga á að skoða einstaka náttúru eyjunnar verði mikilvægur hlekk- ur í þeirri keðjuverkun sem gæti hæglega farið af stað. Fjölgi ferða- mönnum fjölgar samhliða störf- um í ferðaþjónustu, og tekjurnar aukast. Þegar tekjurnar aukast og störf- unum fjölgar eykst þrýstingur á stjórnvöld að verja það sem ferða- mennirnir koma til að sjá; óspillta náttúruna. Hvort það verður í tæka tíð til að bjarga þeim fjöl- mörgu tegundum af dýrum og plöntum sem þegar eru í útrým- ingarhættu verður að koma í ljós. FRAMHALD AF SÍÐU 50 VERÐMÆTI Regnskógurinn ræður enn ríkjum í þjóðgörðum og á öðrum vernduðum landsvæðum. Þar má finna plöntur og dýrategundir sem hvergi finnast annars staðar. Ef skógurinn hverfur eru þessar tegundir dauðadæmdar. Sautján tegundir af lemúrum þegar útdauðar Margar dýrategundir á Madagaskar eru í bráðri útrýmingarhættu vegna skógareyðingar. Kunnugir á Madagaskar segja nokkurs konar rósaviðarmafíu skipu- leggja skógarhögg og sölu timburs úr landi, með tilheyrandi mútu- greiðslum til embættismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.