Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 48
10. desember 2011 LAUGARDAGUR48 ólíkum leiðum – leið sveigjanlegar krónu með mikilli verðbólgu og háum vöxtum borið saman við leið fastgengisstefnu með evru, lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Afborgun á mánuði helmingi hærri á Íslandi Á mynd 3 er rakið dæmi um hjón með meðal tekjur skv. upplýsingum Kjararann- sóknarnefndar og Hagstofu Íslands. Annað hjónanna er í fullu starfi en hitt í 60% starfi þegar þau kaupa þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu í árslok 1997. Tekjur þessara hjóna fyrir skatta voru kr. 257.400 árið 1998 og kr. 578.000 árið 2010 skv. upp- lýsingum Hagstofunnar. Til einföldunar er gert ráð fyrir að skattbyrðin sé 30% allt tímabilið til að útiloka áhrif skattkerfis- breytinga á útreikninganna. Kaupverðið var 9,7 mill.kr. og það fjármagnað með 65% láni frá Húsnæðisstofnun og 20% láni frá banka, samtals 8,2 mill.kr. og 15% af eigin sparnaði. Lánin eru verðtryggð til 20 ára og til einföld- unar eru vextir annars vegar raunvextir af nýjum lánum Íbúðalánasjóðs og meðal vextir banka og sparisjóða. Af þessum lánum er reiknuð árleg greiðslubyrði í desember, þar sem tekið er tillit til verðbólgu sl. 12 mánaða. Jafnframt er þeim verðbótum, sem leggjast á höfuðstólinn á hverju ári, bætt við hefð- bundna greiðslubyrði til að auðvelda sam- anburð við önnur lönd. Til samanburðar er sama lán reiknað miðað við meðalvexti á Evrusvæðinu. Mynd 3 Á mynd 3 má sjá þann mikla mun sem er á lánskjörum hér á landi og í Evrópu. Á meðan hjón í Evrópu eru að greiða á bilinu 5-800 þús.kr. á ári (40-67 þús.kr. á mánuði) borga íslensk hjón 1-2 milljónir króna á ári (83-165 þús.kr. á mánuði). Ef þessi munur er reiknað- ur sem hlutfall af tekjum þeirra eftir skatta þurfa íslensku hjónin að eyða 18% meira af ráðstöfunartekjum sínum en þau evrópsku. Sveigjanleg króna kostar Heimilin í landinu eru misjafnlega skuldsett en að jafnaði þurfa þau að ráðstafa um 15% af tekjum sínum til að kosta þennan mikla vaxtamun og er þá ekki tekið tillit til áhrifa þessa vaxtamunar á hag ríkissjóðs, rekstur fyrirtækja og verðlag. Það má því ljóst vera að afleiðing mikils sveigjanleika gjaldmiðils þjóðarinnar kemur fram í gríðarlegum fjármagnskostnaði bæði heimila og fyrirtækja. Ef vega ætti þennan mikla mun upp með beinum launahækk- unum þyrfti að hækka laun (fyrir skatta) um 29% að raungildi. Ekki eru að óbreyttu neinar efnahagslegar forsendur fyrir slíkri raunlaunaaukningu hér á landi. Eðlilegra að að finna leiðir til þess að ná þessum mikla vaxtamun niður, en það verður vart gert á grundvelli sjálfstæðs gjaldmiðils, þar sem sjálft markmiðið með sjálfstæði hans er að geta fellt hann eða hækkað til að bregðast við mismunandi aðstæðum í hagkerfinu. Slíkt markmið endurnýjar einungis tilefni þessa vaxtamunar. Í byrjun árs 2001 gáfust íslensk stjórnvöld upp á því að halda gengi krónunnar stöðugu miðað við helstu viðskiptamyntir (fastgengis- stefnan). Þess í stað var krónunni fleytt og Seðlabankinn tók upp verð bólgumarkmið. ASÍ lagði til árið 2000 að farin yrði önnur leið sem tryggði stöðug- leika í gengi og verðlagi; að sótt yrði um aðild að ESB og í framhaldinu yrði tekin upp evra. Stjórnmálamenn töldu hins vegar mikilvægara að halda í sveigjanlegan gjald- miðil. Niðurstaða stjórnmálamanna kallaði því miður yfir okkur miklar gengissveiflur og verðbólgu eins og við sýndum fram á í síðustu grein. Það er vert að spyrja hvað þetta val hafi kostað landsmenn? Til að meta kostnaðinn er hægt að taka mið af vöxtum á nýjum hús- næðislánum á Íslandi og á Evrusvæðinu. Á mynd 1 má sjá þróun þessara vaxta síðan 1998. Mynd 1 Nafnvextir af nýjum húsnæðislánum í Evrópu skv. European Mortagege Founda- tion hafa lengst af verið um 5% og lækkað niður í 3,5% eftir að fjármálakreppan skall á . Nafnvextir hér á landi eru miðaðir við að raunvextir Íbúðalánasjóðs vegi 75% og raunvextir banka vegi 25% að viðbættri verðbólgu. Eins og sjá má á mynd 1 hafa húsnæðisvextir löngum legið 4-5% hærri en í nágrannalöndunum og þegar gengið hefur fallið (2001, 2006 og 2008) rýkur þessi munur upp í 10-20%. Hröð lækkun vaxta smáríkjanna í ESB Á mynd 2 má sjá samanburð á vöxtum á Íslandi og í nokkrum af þeim löndum sem sóttu um aðild að ESB um aldamótin, á sama tíma og ASÍ lagði til að sótt yrði um aðild að ESB og tekin upp evra. Flest þessara ríkja fengu aðild í maí 2004. Vextir á nýjum húsnæðis lánum í þessum ríkjum fóru að lækka strax eftir að aðildar samningurinn um inngönguna í ESB var samþykktur í þjóðar atkvæðagreiðslu. Mynd 2 Af þessu vaxtaferlum má sjá hver líkleg þróun hefði verið hér á landi varðandi hús- næðisvextina og því hægt að leggja fjárhags- legt mat á tilkostnað heimilanna af tveimur HÖFUNDAR: A lþýðusambandið hefur frá upphafi látið sig húsnæðismál varða, bæði framboð af íbúðarhúsnæði á við- ráðanlegum kjörum sem og vexti og fjármögnun húsnæðiskerfisins. ASÍ hefur lýst þeirri skoðun sinni að umsókn um aðild að ESB og upptaka evru sé eina varanlega lausnin á skulda- og greiðslu- vanda heimilanna því á meðan við búum við óstöðugleika krónunnar munu vextir hér á landi verða mun hærri en í nágranna- löndunum. En hvað er til ráða þangað til við getum tekið upp evru? Er hægt að gera ein- hverjar breytingar á fyrirkomulagi fjár- mögnunar húsnæðis sem skilað gætu lægri vöxtum? Ekki er nægilegt að banna verð- tryggð lán, því að óbreyttu eru óverðtryggðu lánin dýrari til lengri tíma. Skynsam legra er að auka vægi óverðtryggðra lána og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi húsnæðislána þannig að þau verði hag- stæðari en nú er. Hverju þarf að breyta? Samstæð og öguð hagstjórn ríkis og Seðla- banka getur lækkað hér vexti umtalsvert. Stöðugt gengi, lágir vextir og lág verðbólga verða þá að vera algjört forgangsmál í hag- stjórninni. Þá er mikilvægt að hverfa frá því fyrirkomulagi að byggja vaxtaákvarð- anir á ákvörðunum stjórna banka eða ann- arra lánastofnana en láta vextina þess í stað ráðast beint af niðurstöðu verðbréfamark- aðarins. Það kemur nefnilega í ljós þegar við berum saman húsnæðisvexti lánastofn- ana og ávöxtunarkröfu á markaði með verð- bréf að húsnæðisvextirnir eru miklu hærri. Annað sem kemur í ljós er að lánastofnanir bregðast fyrr og meira við verðbólguskotum en fjárfestar á verðbréfamarkaði (sjá mynd- ir í netútgáfu þessarar greinar á www.asi.is). Ef við berum saman ávöxtunarkröfu á verðtryggðum húsnæðisbréfum Íbúðalána- sjóðs að viðbættri 12 mánaða hækkun vísi- tölu neysluverðs annars vegar og 5-10 ára óverðtryggðum ríkisbréfum hins vegar kemur í ljós að þau ár sem gengi krónunn- ar er í jafnvægi virðist nafnávöxtunar- krafa þessara tveggja tegunda ríkisbréfa vera sú sama. Mesta athygli vekja hins vegar þau ár sem gengi krónunnar fellur verulega eins og árin 2001, 2006 og 2008 og raunar einnig 2011 hækkar nafnávöxtunar- krafa verðtryggðu bréfanna mun meira en sem nemur ávöxtunarkröfu óverðtryggðu ríkis bréfanna. Í þessu felast að okkar mati mikil tækifæri til þess að byggja nýjan grunn húsnæðisvaxta á. Hér virðast fjár- festar á markaði meta hagsmuni sína til mun lengri tíma en við höfum mátt venjast af hálfu banka og lánastofnana. Þeir virð- ast ekki bregðast við með því að smyrja háum óvissuálögum á vextina heldur byggja ákvörðun sína á verðbólguvæntingum til 5-10 ára. Þannig virðast fjárfestar á eftirmarkaði „stinga sér í gegnum öldutoppinn“ frekar en að reikna sér álag vegna þegar orðinnar verðbólgu. Danska húsnæðiskerfið Ef litið er til annarra landa hafa margir staldrað við danska húsnæðislánakerfið, en það kerfi varð til í lok 18. aldar og hefur af bæði Moody‘s og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið talið það kerfi sem staðið hefur af sér ýmis áföll og tryggt hagsmuni bæði fjár- festa og skuldara miðað við ólíkar aðstæður. Helstu einkenni danska húsnæðiskerfis- ins eru að þar eru það vextir á verðbréfa- markaði sem ráða húsnæðisvöxtum í gegn- um sérhæfðar húsnæðislánastofnanir. Vextirnir eru lágir eða 1,5% breytileg kjör og 4,5% m.v. fasta vexti og geta lántakend- ur valið á milli þessara vaxtaviðmiðana. Kerfið byggir á ströngum reglum og við- urkenndum húsnæðisstofnunum er einum heimilt að gefa út skráð veðskuldabréf. Svo virðist sem ýmis atriði í okkar kerfi, eins og þinglýsingarkerfið, skráningarkerfi íbúða, umfang húsnæðismarkaðar á verðbréfa- markaði o.s.frv. falli einkar vel að þessu kerfi og því hefur ASÍ ákveðið að bjóða dönskum sérfræðingum hingað til lands í janúar til að fjalla nánar um einkenni þessa lánakerfis. Óverðtryggð húsnæðislán Spurningin er hvort við getum myndað nægilega virkan og umfangsmikinn mark- að fyrir óverðtryggð húsnæðislán, þar sem við gætum byrjað að fikra okkur nær því fyrirkomu lagi sem þekkist í Evrópu. Heim- ilin gætu þá valið sér óverðtryggð húsnæðis- lán með mismunandi kjörum s.s. vöxtum, lengd og tíma milli vaxtaendurskoðunar. Danska kerfið er athyglisvert að því leyti að uppgreiðslur og endurfjármögnun eru hannaðar með það að leiðarljósi að auka við- skipti með þessi bréf á markaði og gera eftir- markaðinn þannig virkari og dýpri en ella. Hér á landi eru húsnæðis lán um 45-55% af umfangi verðbréfamarkaðarins og óverð- tryggð ríkisbréf önnur 30%. Ef farið yrði í slíka kerfis breytingu með skipulögðum hætti er líklegt að umfang þessa markaðar gæti orðið nægjanlegt til að tryggja eðlilega verð- myndun. Það gæti orðið mikilvægur grunnur að algerlega nýrri nálgun í húsnæðislánum, en þá yrði að huga að eftirfarandi þáttum. Í fyrsta lagi verður að setja skýran ramma um þetta fyrirkomulag með löggjöf. Í öðru lagi er mikilvægt að bjóða upp á mismunandi vaxtakjör þar sem heimilin geta valið milli breytilegra óverðtryggðra vaxta eða festa vextina í tiltekinn tíma með endurskoðunarákvæði. Í þriðja lagi verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að á meðan við búum við óstöðugan gjaldmiðil mun vaxta- og greiðslubyrði hækka mikið þegar gengið fellur. Því verður að byggja greiðslujöfnun inn í kerfið, sem tekur á þeim vanda sem verður af verðbólguskoti í kjölfar gengis- falls. Víða erlendis hafa húsnæðislán einmitt verið útfærð með þeim hætti að lántakend- ur hafa möguleika á því að jafna greiðslu- byrðina með því að breyta vægi afborgana af höfuðstól á móti breytingum á vöxtum og jafnvel valið neikvæðar afborganir þegar vextir hækka mikið – þ.e. að taka lán fyrir vöxtunum með einföldum og ódýrum hætti. Hvernig getum við lækkað húsnæðisvexti heimilanna? GYLFI ARNBJÖRNS- SON forseti ASÍ ÓLAFUR DARRI ANDRASON deildar- stjór hagdeildar ASÍ Hvað kostar sveigjanleg króna heimilin í landinu? Afleiðing mikils sveigjanleika gjaldmiðils þjóðarinnar kemur fram í gríðarlegum fjármagnskostnaði bæði heimila og fyrirtækja skrifa Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, í annarri af tveimur greinum. ■ SKÝRINGARMYNDIR Ávöxtunarkrafa á verðtryggðum húsnæðisbréfum og óverðtryggðum ríkisbréfum 1999-2011 25 20 15 10 5 0 99 00 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 ■ Ávöxtunarkrafa Húsnæðisbréfa HFF34 ■ Ávöxtunarkrafa 2-10 ára ríkisbréfa Mynd 2 Mynd 3 ■ SKÝRINGARMYNDIR Mynd 1 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 Vextir af nýjum húsnæðislánum á Íslandi og á evrusvæðinu 1998-2010 Vextir af nýjum húsnæðislánum í smáríkjum ESB, Íslandi og evrusvæðinu 1998-2010 25 20 15 10 5 0 25 20 15 10 5 0 ■ Evrusvæðið ■ Ísland, Íbl.sj. ■ Eistland ■ Lettland ■ Litháen ■ Slóvenía ■ Evrusvæðið ■ Ísland. Íbl.sj. Greiðslubyrði af húsnæðislánum á Íslandi og Evrópu 1998-2010 40% 30% 20% 10% 0% 2,5 2 1,5 1 0,5 0 Milljónir 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 ■ Íslenskt verðtryggt lán ■ Evrópskt nafnvaxtalán ■ Hlutfall af ráðstöfunartekjum (hægri ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.