Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 118
10. desember 2011 LAUGARDAGUR90 ® GLOBALLY GORGEOUS SHADES FOR NAILS Miss Universe L.P., LLLP is the sole owner of all rights in and to the Miss Universe Crown, Woman With Stars Logo and MISS UNIVERSE trademarks, used herein with permission. Swimsuit… Nailed It! Crown Me Already! Conge i lin a ity s M y Middle NameIt’s MY Year Í dag, laugardag og á morgun sunnudag býður Debenhams þér í mini handsnyrtingu og lökkun fyrir jólin, með öllum keyptum OPI lökkum. Tónlist ★★ Ingó Ingólfur Þórarinsson Lágskýjað hjá veðurguði Ingólfur Þórarinsson er sá sem hefur náð lengst eftir þátttöku sína í Idoli Stöðvar 2. Aðrir keppendur hafa nánast horfið af yfirborði jarðar þrátt fyrir fögur fyrirheit. Ingó hefur ekki rembst eins og rjúpan við staurinn við að vera frumlegur, það var nánast í tísku á tímabili að hata Ingó og Veðurguð- ina og lögin þeirra um Bahama og Argentínu eða þá Drífa og Gesta- listinn voru eitur í eyrum elítunnar. Hins vegar söng æska landsins með, dýrkaði Ingó eins og sólina og hinir sjálfskipuðu músíkmógúlar urðu bara að fylla eyrun af bómul. Og nú hefur Ingó gefið út sína fyrstu sólóplötu. Til að gera langa sögu stutta er platan undarlegur bræðingur, samansett af alls konar klisjum úr köntrý, poppi og sveitaballaslögurum. Platan er því stefnulaus og textasmíðarnar á köflum barnalegar. Í tveimur lögum syngur Ingólfur um konur sem kunna að klippa hár. Í laginu Hún á mann, er konan sem klippir á mér hárið, rosalega fín og svo þegar hún brosir er hún sætari en litla systir hennar. Í laginu Konan mín, er kona Ingó svo klár, hún kann að elda og klippa hár. Og þannig eru flestir textarnir, ungæðisleg tjáning um samskipti kynjanna. Það eru sólarglætur inni á milli hjá Ingó, lagið með Fjallabræðrum er skemmtilegt og Með þér sem Ingó syngur með Katrínu Mogensen er fínt, að ógleymdu Hún á mann. Sem er alveg ágætis stuðlag. En því miður, eru fleiri leiðinleg lög en skemmtileg og því miður, fyrir aðdáanda áreynslulausrar stuðtónlistar, stenst Ingó ekki væntingar. Freyr Gígja Gunnarsson Niðurstaða: Fyrsta sólóplata Ingós er stefnulaus bræðingur af köntrý, poppi og sveitaballa- slögurum. Ungæðisleg tjáning um samskipti kynjanna gerir lítið fyrir lögin. Fyrrverandi eiginmaður söng- konunnar Britney Spears, Kevin Federline, er þátttakandi í ástr- alska megrunarþættinum Excess Baggage. Hann féll í yfirlið í beinni útsendingu á dögunum og var fluttur á spítala. Federline hefur verið í baráttu við aukakílóin síðan hann skildi við Spears árið 2006 en eftir skiln- aðinn tók hann þátt í Celebrity Fit Club: Boot Camp raunveruleika- þáttunum og vakti athygli vestan- hafs. Mikill hiti og stress ku vera ástæða þess að Federline leið út af í beinni útsendingu en hann er á batavegi núna. Federline á tvo syni með Spears. Federline í megrun LEIÐ ÚT AF Kevin Federline féll í yfirlið í áströlskum megrunarþætti. NORDICPHOTOS/GETTY Ein af manneskjum ársins í heimi ríka og fræga fólks- ins er án nokkurs vafa Kim Kardashian. Henni tókst að viðhalda umfjöllun um sjálfa sig með bæði hjóna- bandi og skilnaði. Kim Kardashian er ein af mann- eskjum ársins í afþreyingarheimin- um. Hún seldi brúðkaup sitt og Kris Humphries fyrir fleiri hundruð milljónir íslenskra króna til sjón- varpsstöðvarinnar E! og skildi síðan við hann tveimur mánuðum seinna. Sjónvarpsáhorfendur fengu síðan að sjá hjónabandið molna hægt og bítandi í raunveruleikaþáttaröðum Kardashian-fjölskyldunnar. Allt ber þetta að sama brunni, að sjá til þess, sama hvaða meðölum er beitt, að umfjöllun um Kardashian-vöru- merkið sé stöðug og áberandi. Hliðarverkefnið springur út Það eru fjögur ár síðan Kim Kardashian varð fræg. Raunar er hægt að tímasetja frægð hennar næstum nákvæmlega; þegar kyn- lífsmyndbandi hennar og tónlistar- mannsins R Jay var lekið á netið í febrúar árið 2007. Klámmyndafyr- irtækið Vivid keypti réttinn fyrir eina milljón dollara og gaf það út undir nafninu Kim Kardashian: Superstar. Þrátt fyrir að hafa hótað Vivid lögsókn féllst Kardashian á fimm milljón dollara greiðslu frá fyrirtækinu. Og hvort um skipu- lagt herbragð var að ræða eða ekki helgaði tilgangurinn meðalið; Kim Kardashian var orðin fræg. Hún hafði áður eingöngu verið litla hlið- ardýrið hjá Paris Hilton, sem varð einnig heimsfræg fyrir kynlífs- myndband sitt þremur árum áður, RIS OG FALL KIM KARDASHIAN ENGIN TAKMÖRK Kim Kardashian er grunuð um að hafa lagt á ráðin um mikil svik þegar hún gekk að eiga unnusta sinn, Kris Humphries, fyrir framan áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar E! en þau skildu aðeins tveimur mánuðum seinna. Kim Kardashian er ekkert heilagt í einkalífinu en stóra spurningin er sú; hvenær en ekki hvort hættir fólk að hafa áhuga? en gat nú staðið á eigin fótum og fengið sinn eigin raunveruleikaþátt. Í fjögur ár hefur Kim Kardashi- an selt fjölmiðlum aðgang að lífi sínu, án þess að blikka. Hún má sig varla hreyfa án þess að tugir ljós- myndara eða myndatökumenn fylgi henni eftir. Fatalína hennar malar gull, hún á fatabúð með systrum sínum, hefur gefið út gloss-línu og brúnkukrem og svona mætti raun- ar lengi telja. Kardashian-veldið hamrar járnið á meðan það er heitt og kann svo sannarlega þá list að mjólka kúna. Svikahrappur eða ástarsorg? Brúðkaup Kim og Kris Humphries var svo besta dæmið um viðskipta- drifnar hugmyndir Kardashian- fjölskyldunnar um einkalíf, engu er leyft að vera í friði, allt er til sölu. Hjónavígslan var eins og úr ævintýramynd Walt Disney og tökuvélar frá E!-sjónvarps- stöðinni voru aldrei langt undan. Brúð kaupið kostaði auðvitað sitt en sökum áhuga fjölmiðla reynd- ist skötuhjúunum auðvelt að afla þeirra peninga með allskyns réttinda sölum. En körfubolta- maðurinn ungi, sem raunar fáir vissu hver var, hafði ekki hug- mynd um í hverju hann var lentur og fljótlega fór að molna undan hjónabandinu. Og eftir aðeins tvo mánuði hafði Kim sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Kjaftasög- urnar voru ekki lengi að fara á kreik, hjónabandið hafði verið svið- sett og Humphries sjálfur hafði miður fallega hluti um fyrrum eig- inkonu sína að segja, hún væri bara svikahrappur sem hefði misnotað sig. Fyrrum upplýsingafulltrúi Kardashian hefur haldið sömu hlutum fram og undir skriftarlistar hafa gengið á netinu þar sem biðlað er til sjónvarpsstöðva að hætta að mylja undir stúlkuna. Ekkert heilagt Enn á þó eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif skilnaðurinn hefur á feril Kim Kardashian en það þarf varla að koma neinum á óvart að öll dramatíkin hófst á sama tíma og raunveruleikaþáttaröð þeirra systra; Kourtney & Kim Take New York hóf göngu sína á E!. Þeim systrum er ekkert heilagt, fjöl- miðlar eiga greiðan aðgang að lífi þeirra. Kim virðist fullkunnugt um sínar takmarkanir, hún veit að hún er fræg fyrir að vera fræg. En hvort henni takist að selja hæst- bjóðenda aðgang að einkalífinu um ókomna tíð og hvort almenn- ingur hafi endalausan áhuga á Kim Kardashian verður tíminn einn að leiða í ljós. freyrgigja@frettabladid.is NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.