Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 56
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Vera Einarsdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Róald Viðar Eyvindsson, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Sólveig Gísladóttir Auglýsingar: Ívar Örn Hansen. ivarorn@365.is SAMVERA Sólveig Gísladóttir skrifar Mamma þín er rugludallur,“ sagði þriggja ára dóttir mín hátt og snjallt við dúkkuna sína. Eftir smá umhugsun og furðusvip af hálfu móður hennar áttaði ég mig á því að þarna væri á ferðinni fremur góð aðlögun að hinu klassíska leikriti um Dýrin í Hálsaskógi. Leikritið er í miklu uppáhaldi hjá þeirri stuttu þessa dagana og ekki síst samskipti Mikka refs við bakarameistarann þar sem Mikki lætur þau fleygu orð falla: „Hann afi þinn var ruglu- dallur.“ Ég hafði svo sem áttað mig á því áður en þarna fór ég að velta sérstaklega fyrir mér hversu hæfileikarík börn eru að muna það sem fyrir þeim er haft. Það er vitanlega grunnur þess að þau geti lært og standi sig í lífinu. Oft á tíðum grípa þau hins vegar á lofti full- yrðingar sem ekki eru þeim ætlaðar, já eða nokkrum manni. Það getur orðið hálf neyðarlegt þegar þau endur taka þessar fullyrðingar á við kvæmum stundum. Hver kannast ekki við vandræðasvipinn á foreldrum þegar börn þeirra benda á feitu konuna eða karlinn í sundi? Þar sem við foreldrarnir höfum gert okkur grein fyrir þó nokkurri athyglisgáfu dóttur okkar reynum við að vara okkur á að ræða viðkvæm málefni í nálægð við hana og einskorða okkur við það sem getur leitt til einhvers uppbyggilegs lærdóms síðar á ævinni. En það eitt dugar þó ekki til til að ala upp draumaeinstaklinginn því áhrifavaldarnir eru víða. Afar og ömmur, frændur og frænkur, systkini og ekki síst sjónvarpið hafa sín áhrif á uppeldi barnanna. Þá dvelja þau stóran hluta úr degi á leikskóla og margur lærdómurinn er þaðan dreginn. Langoftast jákvæður, enda leikskólakennararnir upp til hópa sómafólk. Þá læra börnin á leikskólanum heilmargt hvert af öðru og því koma áhrifin ekki aðeins frá þeim heldur líka foreldrum þeirra. Ég hef til dæmis lúmskan grun um að öll vitneskja dóttur minnar um litaval í fötum sé komin frá jafnöldrum hennar. Hún hefur frá unga aldri verið klædd hvort heldur sem er í bleikt, blátt, grænt eða gult og ég hef lagt áherslu á að fólk megi almennt klæðast því sem það vilji. Samt sem áður lendi ég iðulega í rökræðum við þá stuttu sem heldur því fastlega fram að strákar megi alls ekki klæðast fjólu- bláu, hvað þá bleiku, og það varði nánast við lög að gera slíkt. Þegar ég andmæli og bendi henni á að pabbi hennar eigi bleika skyrtu hefur hún komið sér upp hinu fullkomna varnarkerfi. Afneitun. Fyrir börnum haft Jólastemning á Ingólfstorgi Jólamarkaðurinn á Ingólfs- torgi var opnaður formlega í vikunni. Þar verður fjölmargt í boði, allt frá hönnun, handverki og listmunum til kjöts beint frá býli og jólaskrauts. Jólamarkaðurinn, sem áður var á Hljómalindar reitnum, er starfræktur í fallega skreyttum bjálkakofum og verður viðburða- hald fjölbreytt á Ingólfstorgi fram að jólum. Vel getur verið að glytta muni í gömlu jólasveinana og Grýlu móður þeirra, en þau verða á ferðinni um miðborgina fram að jólum. Jólamarkaðurinn verður opinn frá kl. 14 til 18 fyrstu vikuna, en frá 15. desember frá kl. 14-20. Konráð Vestmann matreiðslu-meistari og Sólrún Eyfjörð Torfa-dóttir eru búin að vera gift í tæp fjórtán ár. Barneignir voru frá upphafi ofarlega á dagskrá en fljótlega kom í ljós að þau áttu ekki kost á þeim með hefðbundnum leiðum og í framhaldi ákváðu þau að ættleiða barn. Fyrr á árinu gekk ættleiðingin eftir og hjónin fengu níu mánaða dreng frá Kína eftir fimm ára bið. „Þetta var löng og ströng bið en við erum sannarlega þakklát í dag því Dagur Kai er algjör draumaprins. Biðin var því vel þess virði og við hefðum biðið lengur eftir að við kynntumst honum, ef nauðsyn hefði krafið,“ segir Sólrún glöð í bragði þegar blaðamaður slær á þráðinn til þeirra hjóna norður á Akureyri þar sem fjölskyldan er búsett. Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir frá því að Sólrún og Konráð sóttu Dag Kai til Kína en þangað hafði hvorugt komið áður. Þau fóru ásamt hópi íslenskra hjóna utan í sömu erindagerðum sem áttu langt og við- burðaríkt ferðalag fyrir höndum áður en komið var á endastöð í héraðið Jiang Su á austurströndinni þaðan sem drengurinn er ættaður. Þar var haldið beint á ættleið- ingastöðina þar sem hjónin áttu erfitt með að hemja tilfinningarnar meðan beðið var eftir börnunum. „Við þurftum að bíða í klukkutíma og þetta er lengsti klukkutími sem ég hef á ævinnni upplifað. Þolinmæðin var bara á þrotum eftir alla þessa löngu bið, taugarn- ar búnar,“ minnist Sólrún og Konráð sam- sinnir því. Segir skrítna tilfinningu hafa svo fylgt því að heyra nöfnin þeirra loks kölluð upp þegar komið var með dreng- inn á biðstofuna. „Það var dýrðlegt að fá hann í hendurnar. Hann var barnið okkar og eitthvað svo fullkominn í alla staði.“ Heimferðin gekk ekki átakalaust fyrir sig. Dagur Kai fékk mikinn hita sem end- aði með spítalaferð sem hjónin minnast með óhug. „Þarna ríkti algjört öngþveiti gagnstætt því sem við höfðum áður upp- lifað í Kína. Fólk ruddist fram fyrir hvert annað og starfsfólkið var ópersónulegt,“ segir Sólrún. Drengurinn fékk þó skjóta greiningu á meininu, sem reyndist vera sýking i öndunarfærum, og viðeigandi lyfjameðferð áður en haldið var heim til Íslands og stóð sig allan tímann eins og lítil hetja, segja hjónin. Þetta var í ágúst og síðan hefur Dagur Kai verið að venjast foreldrum sínum og nýjum heimkynnum. „Við elskuðum hann frá upphafi en hann þurfti sinn tíma til að mynda tengsl við okkur og það gerðist hægt og rólega. Nú er eins og við höfum alltaf verið foreldrar hans,“ upplýsir Sól- rún og segir fjölskylduna hlakka til að verja fyrstu jólunum saman. „Hingað til höfum við haldið þau heima hjá for- eldrum okkar en verðum nú bara þrjú á aðfangadag og tökum svo á móti vinum og vandamönnum. Satt best að segja bíðum við hans með óþreyju. Jólin mega alveg fara að koma, enda eiga þau eftir að verða yndisleg.“ - rve Jólin mega alveg koma Hjónin Konráð Vestmann og Sólrún Eyfjörð Torfadóttir ættleiddu lítinn dreng, Dag Kai, frá Kína fyrr á árinu. Fjölskyldan er nú í óðaönn að undirbúa fyrstu jólin saman. Sameinuð Konráð og Sólrún ásamt syninum Degi Kai. MYND/HEIDA.IS F34091211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.