Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 32
10. desember 2011 LAUGARDAGUR32 A tlantshafsbandalag- ið (NATO) stendur sífellt frammi fyrir nýjum áskorunum. Hið gamla hlut- verk bandalagsins, að vera viðbúið árás úr austri, er löngu horfið en þrátt fyrir end- urteknar umræður um tilvistar- kreppu NATO verður ekki annað séð en að bandalagið sé önnum kafið við þörf verkefni. NATO-herir eru nú við friðar- gæzlu í Afganistan og Kosovo, berjast við sjóræningja úti fyrir ströndum Sómalíu og hafa nýlokið vel heppnaðri aðgerð í Líbíu. Allt eru þetta svæði þar sem engum datt í hug fyrir tveimur áratug- um að NATO ætti eftir að láta til sín taka. Bandalagið fæst við ýmis verkefni, sem engum datt þá held- ur í hug að það ætti eftir að hafa með höndum; hamlar gegn hryðju- verkum, skipuleggur varnir gegn tölvuhernaði og er meira að segja farið að beina sjónum að þeim öryggisógnum sem fylgja hlýnun loftslags á Jörðinni. Einn af hershöfðingjum NATO orðaði það svo nýlega að það þýddi ekki lengur að reyna að sjá fyrir allar ógnir sem steðjuðu að ríkj- um NATO. Það væri nær að við- urkenna að ógnirnar væru óút- reiknanlegar og sjá svo til þess að bandalagið væri í stakk búið, bæði pólitískt og hernaðarlega, að bregðast við hinu ófyrirsjáanlega. Úreltur herafli Evrópuríkja Herafli NATO, sérstaklega evr- ópsku aðildarríkjanna, er hins vegar að mörgu leyti úreltur og ekki í færum til að bregðast við nýjum ógnum. Evrópuríkin hafa þannig á aðra milljón manna undir vopnum en geta aðeins sent fáein þúsund til fjarlægra heimshluta. Heraflinn er ennþá um of bund- inn í herstöðvum og miðaður við að verjast hefðbundinni innrás. Getu vantar til að flytja lið hratt um langan veg (langdrægar flutn- ingaflugvélar og skip, eldsneytis- vélar sem geta gefið eldsneyti á flugi), berjast við óhefðbundna óvini (sérsveitir) og hafa yfirsýn yfir vígvöllinn og aðgerðir óvinar- ins (njósnaflugvélar, gervihnettir, fjarskipta- og njósnakerfi). Allt þetta eiga Bandaríkjamenn og hafa varið gífurlegum fjárhæð- um til umbreytingar heraflans á undanförnum árum. Evrópuríkin hafa hins vegar dregizt aftur úr. Bandaríkjamenn eru orðnir hund- leiðir á að vera ómissandi í nánast öllum aðgerðum NATO, líka þeim sem fara fram í bakgarði Evrópu. Robert Gates, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, ýtti harka- lega við evrópsku NATO-ríkjun- um í ræðu í fyrra, þar sem hann sagði að skortur á vilja Evrópu- ríkjanna til að fjárfesta í nauðsyn- legri hernaðargetu kynni að leiða til endaloka NATO. Það er raunar ekki sérskoðun Bandaríkjamanna að Evrópuríkin verði að standa sig betur; að hluta til endurómaði ræða Gates málflutning að minnsta kosti þriggja síðustu framkvæmdastjóra NATO, sem allir eru Evrópumenn. Á sama tíma eru miklar þreng- ingar í efnahagslífi Vesturlanda og flest NATO-ríki hafa ekkert svig- rúm til að auka útgjöld til varnar- mála; það er frekar að þrýsting- ur sé á niðurskurð þar til að hlífa velferðarkerfi ríkjanna. Á þessu hafa menn áttað sig í höfuðstöðvum NATO. Þar er nýj- asta tízkuorðið snjallvarnir (e. smart defence). Það vísar ekki aðeins til þeirrar háþróuðu tækni sem nútímaherir þurfa að tileinka sér, heldur ekki síður til þess að gerbreyta þurfi allri hugsun og skipulagi á útgjöldum til varnar- mála. „Við getum ekki eytt meiru, en við getum gert það betur með því að gera það í sameiningu,“ segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO. Forgangsröðun, sérhæfing og samstarf Framkvæmdastjórinn hamrar nú sífellt á því sem hann segir þrjá grunnþætti í snjallvörnum; forgangsröðun, sérhæfingu og fjölþjóðlegum lausnum. Fyrsti þátturinn þýðir í raun að aðildarríkin verði að horfast í augu við að þau geti ekki öll hald- ið úti öllum þáttum nútímahernað- ar. Dæmi um þetta eru raunar til nú þegar. Þegar Eystrasaltsríkin þrjú gengu í NATO áttu þau engan flugher. Það varð að samkomulagi milli þeirra og bandalagsins að þau myndu ekki eyða peningum í að kaupa sér orrustuþotur, heldur fremur í að byggja upp hreyfan- legar hersveitir. Þetta hefur gert Eystrasaltsríkjunum kleift að senda til dæmis herlið til Afgan- istans, en önnur aðildarríki NATO skiptast á um að sinna eftirliti með lofthelgi þeirra. Mörg Austur-Evr- ópuríkin eiga úreltan flota af göml- um, rússneskum MIG-orrustuflug- vélum og nú er bent á að það væri fullkomlega galið að þau réðust öll í rándýra endurnýjun á flugflot- anum; það sé nóg að sumir geri það en aðrir verji peningunum í eitthvað annað, sem NATO vantar. Sérhæfingin getur falizt í því að eitt ríki byggi upp getu á afmörk- uðu sviði, sem nýtist fleiri ríkj- um eða bandalaginu öllu. Þannig hafa Eistar tekið forystuna í vörn- um gegn tölvuhernaði, enda eru þeir reynslunni ríkari eftir harð- ar tölvu árásir frá Rússlandi, og miðla öðrum ríkjum af þekkingu sinni. Tékkar hafa komið sér upp sérsveit til að bregðast við efna- og sýklavopnahernaði, sem er í raun langt umfram þeirra eigin þarfir en getur gagnazt bandalaginu öllu. Fjölþjóðleg verkefni taka ekki sízt mið af því að margs konar nútímatæknibúnaður er orðinn svo gífurlega dýr (vopnakerfi hækka í verði langt umfram verð- bólgu og vöxt landsframleiðslu NATO-ríkjanna) að einstök ríki ráða ekki við að kaupa hann ein og sér. Hér höfum við enn gott dæmi um það sem koma skal; tíu NATO- ríki ásamt Svíþjóð og Finnlandi (sem eru ekki í NATO en í mjög nánu hernaðarlegu samstarfi) slógu saman í þrjár Hercules C-17 langdrægar herflutningavélar og áhafnirnar eru fjölþjóðlegar. Pólitískt viðkvæmt Út frá þörfum NATO sem varnar- bandalags eru þessar nýju áherzlur fullkomlega rökréttar. En í höfuð- borgum aðildarríkjanna er sjón- arhóllinn annar og málið gríðar- lega viðkvæmt, að minnsta kosti af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi finnst mörgum það spurning um fullveldi og þjóðar- stolt að ríki geti sjálf séð um alla þætti landvarna sinna og þurfi ekki að fela þær öðrum, jafnvel þótt þar sé bandalagsríki í NATO á ferð. Hugmyndin er Íslendingum ekki framandleg; hér hafa önnur NATO-ríki séð um landvarnirnar í meira en hálfa öld – og sumir af þeim sem hafa haft mestar áhyggj- ur af fullveldinu í umræðum um ESB voru engu að síður hörðustu stuðningsmenn þess fyrirkomu- lags. Í ýmsum öðrum NATO-ríkj- um eru þessar hugmyndir hins vegar afar umdeildar. Umræður hafa orðið um þennan þátt máls- ins í Danmörku, sem gerð eru skil annars staðar hér á síðunni. Í öðru lagi munu ríki ekki leng- ur geta ákveðið einhliða hvaða hernaðargetu þau byggja upp eða hvaða búnað þau kaupa. NATO sjálft mun hafa þar miklu meira að segja og þar með missa stjórn- málamenn spón úr aski sínum; oft hafa menn lagt áherzlu á að „kaupa innlent“ frekar en endilega beztu eða hagkvæmustu græjurnar. Í þriðja lagi þýða nýju áherzl- urnar áreiðanlega róttæka upp- stokkun í varnarmálaiðnaði í Evr- ópu. Sú atvinnugrein telst iðulega til innlendra krúnudjásna, er ríkis- styrkt og ofvernduð af stjórnvöld- um og undanþegin venjulegum samkeppnisreglum. Anders Fogh Rasmussen sagði nýlega að þar vantaði sárlega meiri samkeppni, sem ætti að geta stuðlað að lægra verði, og jafnframt ætti að stefna að samruna fyrirtækja. Bent hefur verið á að ekkert vit sé í að í Evrópu séu fimm orr- ustuflugvélaverksmiðjur og þrjá- tíu fyrirtæki sem smíði brynvarða vagna. Samruni gæti skilað gífur- legri hagræðingu. Þar að auki sé samræming á stöðlum nauðsyn- leg; í fjölþjóðlegum aðgerðum geti menn lent í afkáralegum kringum- stæðum eins og að þegar brynvar- inn sjúkrabíll frá einu ríki ætlar að sækja særðan hermann frá öðru passa sjúkrabörurnar ekki í bílinn. NATO hefur hins vegar enga lögsögu um breytingar á sam- keppnisumhverfi varnarmálaiðn- aðarins. Þar leggur bandalagið traust sitt á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hefur undanfarið unnið að því að brjóta upp staðnaðan markað, meðal ann- ars til að styrkja stöðu geirans gagnvart bandarískum varnar- málaiðnaði. Á leiðtogafundi NATO í Chicago í maí á næsta ári er ætlunin að samþykkja „pakka“ sem kveður á um hvernig bandalagið ætlar að byggja upp margvíslega nýja hern- aðargetu með snjallvarnanálgun- inni. Embættismenn bandalagsins fara nú á milli höfuðborga aðildar- ríkjanna og reyna að leiða stjórn- málamönnum á hverjum stað fyrir sjónir að á þessum erfiðu tímum eigi þeir ekki annan kost en að vera snjallir, jafnvel þótt það kosti að leggja þurfi þjóðarstoltið til hliðar. Nýr varnarmálaráðherra Danmerkur, jafnaðarmaðurinn Nick Hækkerup, varpaði fram þeirri hugmynd fyrir skömmu að Danmörk og nágrannalönd hennar starfræktu sameiginlegar loftvarnir og skiptust á að gæta lofthelgi hvert annars. Þegar til dæmis rússnesk herflugvél nálgaðist danskt loftrými væri ekki endilega nauðsynlegt að það væru danskar orrustuþotur sem færu á loft til móts við hana; þær gætu alveg eins verið norskar eða þýzkar. „Ég er alls ekki að tala um að leggja niður flugherinn. En rétt eins og við aðstoðum nú Eystrasaltslöndin og Ísland við að gæta lofthelgi sinnar getum við skipt verkum með nágrannalöndunum í framtíðinni,“ sagði varnarmála- ráðherrann í samtali við Politiken. Ummælin eru eins og töluð út úr hjarta Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, sem hefur einmitt tekið sameiginlegt lofthelgiseftirlit sem dæmi um snjall- varnir. Þá bregður hins vegar svo við að Troels Lund Poulsen, talsmaður Venstre í varnarmálum – og flokksbróðir fram- kvæmdastjórans – lýsir harðri andstöðu við hugmynd Hække- rups og kallar hana útvistun á fullveldinu. „Fullveldi Dan- merkur er eitt af því allra viðkvæmasta sem við getum beðið önnur ríki að hjálpa okkur með. Gæzla fullveldisins hefur lykilþýðingu fyrir þjóðríkið. Ég er á móti þessu; þetta gengur allt of langt,“ sagði hann í viðtali við danska ríkisútvarpið. Hugmyndir Hækkerups eru í anda tillagna, sem Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði fram í skýrslu fyrir tæpum þremur árum en hann stakk þar upp á að Norðurlandaríkin ykju mjög samstarf um loftrýmis- og landhelgisgæzlu og tækju meðal annars að sér í sameiningu að gæta loftrýmis Íslands, jafnvel þótt tvö ríkjanna væru ekki í NATO. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra talar á sömu nótum og segist í samtali við Fréttablaðið þeirrar skoðunar að verði reglubundin gæzla íslenzka loftrýmisins gerð að einu af varanlegum, sameiginlegum verkefnum NATO „yrði það af hálfu Norðurlandanna, í samræmi við tillöguna góðu í Stoltenberg-skýrslunni“. ■ SAMEIGINLEGAR LOFTVARNIR: Snjallvarnir eða fullveldisskerðing? SKOÐANABRÆÐUR Nick Hækkerup á fundi með Anders Fogh Rasmussen fyrir skömmu. MYND/DANSKA VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ Snjallara NATO á þrengingatímum Snjallvarnir eru nýja tízkuorðið í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins. Ólafur Þ. Stephensen fjallar um hvernig hugtakið felur í sér róttækar breytingar á fyrirkomulagi útgjalda til varnarmála, sem sumar hverjar snerta þjóðarstolt aðildarríkjanna. ÓFYRIRSJÁANLEG VERKEFNI Fyrir nokkrum árum hefði engum Norðmanni dottið í hug að norski flug- herinn yrði upptekinn við verkefni í Norður-Afríku. Hér er samt norsk orrustuþota á flugi yfir Suda-flóa í Líbíu fyrir nokkrum mánuðum. MYND/NATO Mörgum finnst það spurning um fullveldi og þjóðarstolt að ríki geti sjálf séð um alla þætti landvarna sinna og þurfi ekki að fela þær öðrum, jafnvel þótt þar sé banda- lagsríki í NATO á ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.