Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 86
10. desember 2011 LAUGARDAGUR58 KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD JÓLIN KOMA Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is K jöt eða grænmeti nefnist 17. kafli bók- arinnar en í honum fer höfundurinn yfir hvað hefur breyst í mataræði nútíma- mannsins, frá tímum veiðimann- anna og safnaranna og hvaða afleiðingar nútímafæðið kann að hafa á heilsu okkar. „Enginn ágreiningur er um það að landbúnaðaröldin – síðustu 0,5% af sögu tegundar okkar – hefur haft lítil áhrif á erfðavísa okkar. Það sem er merkilegt er hvað við átum þær tvær og hálfa milljón ára sem þar komu á undan, á fornsteinöld. Aldrei verður veitt tæmandi svar við þeirri spurningu því að engin söguritun fór þá fram. Við verð- um að láta okkur nægja að gera hið sama og mannfræðingar sem sérhæfa sig í næringarfræði hófu að gera upp úr miðjum níunda ára- tugnum – að nota þjóðflokka veiði- manna og safnara á okkar dögum sem eins konar nálgun við forfeður okkar á fornsteinöld. Árið 2000 birtu sérfræðingar frá Bandaríkjunum og Ástralíu grein- ingu fæðis 229 þjóðflokka veiði- manna og safnara sem lifðu nógu langt fram á tuttugustu öld til þess að mannfræðingar gætu safnað nægum upplýsingum um mataræði þeirra. Þessi greining er enn talin hin rækilegasta sem gerð hefur verið á mataræði veiðimanna og safnara á okkar tímum. Sykurríkt fæði nýmæli Víst er að minnsta kosti að fæði þessara veiðimanna og safnara var mjög langt frá því sem mælt er með á okkar dögum og hefur að geyma sykruríkar og auðmeltan- legar sterkjur og mjöl – þar á meðal maís, kartöflur, hrísgrjón, hveiti og baunir. Sannleikurinn er sá að allt það sykrurríka fæði sem sagt er í byrjendanámskeiðinu um offitu (og í reynslusögum, að minnsta kosti fram undir 1960) að sé fitandi, eru nýmæli í mataræði mannanna. Margt af þessu fæði hefur aðeins verið til nokkrar síðustu aldir – síð- asta þúsundið af einu hundraðshlut- falli tveggja og hálfrar milljón ára sögu okkar á þessari reikistjörnu. Maís og kartöflur voru jurtir í Vesturheimi og bárust ekki til Evrópu og síðan Asíu fyrr en eftir ferð Kólumbusar vestur um haf. Vinnsla mjöls og sykurs í vélum hófst ekki fyrr en seint á nítjándu öld. Fyrir tveimur öldum borðuðum við minna en einn fimmta af þeim sykri, sem við borðum nú. Jafnvel ávextirnir sem við gæðum okkur nú á eru mjög ólík- ir þeim sem veiðimenn og safnar- ar átu, hvort sem þeir eru uppi á okkar dögum eða lifðu á fornstein- öld. Og nú fást þeir allt árið, en ekki aðeins nokkra mánuði í senn – seint á sumrin og haustin í tempraða beltinu. Þótt næringarfræðingar telji nú mikið af ávöxtum ómissandi í hollu mataræði og orðið sé vinsælt að telja einn vandann við vestrænt mataræði skort á ávöxtum, er rétt að hafa í huga að við höfum aðeins ræktað ávexti í nokkur þúsund ár og að þeir ávextir sem við borðum nú – Fuji-epli, Bartlett-perur, nafla- appelsínur – hafa verið erfðabætt- ir til að verða miklu safaríkari og sætari á bragðið en villtar tegund- ir og eru þess vegna í raun miklu meira fitandi. „Nýjar“ fæðutegundir í meirihluta Aðalatriðið er, eins og bent var á í greiningunni frá 2000 að hinar nýju fæðutegundir sem nú leggja til meira en 60% af öllum hitaein- ingum í dæmigerðri vestrænni máltíð – þar á meðal korn- meti, mjólkurafurðir, gosdrykkir, olíur og salatsósur, sykur og sætindi – „hefðu ekki lagt til nánast neina orku í venjulegri fæðu veiðara og safnara“. Ef við teljum að erfð- ir eiginleikar hafi ein- hver áhrif á það hvaða matur sé hollur, þá er líklegasta ástæðan til þess að auðmeltanleg- ar sterkjur, fínkorn- aðar sykrur (hveiti og hvít hrísgrjón) og sykurtegundir eru fitandi, sú að við þróuðumst ekki til að borða þær og svo sannarlega ekki í því magni sem við gerum nú á dögum. Aug- ljóst virðist að mataræði okkar yrði hollara án þeirra. Hins vegar eru kjöt, fiskur og fugl vegna prótíns- ins og fitunnar uppistaðan í hollum mat, eins og þessar fæðutegundir voru fyrir forfeður okkur í tvær og hálfa milljón ára. Ef við snúum þessari þróunar- röksemd við, þá komum við að reynslu einangraðra þjóðflokka sem hætta að éta hefðbundna fæðu sína og taka að neyta þeirra fæðu- tegunda sem algengastar eru á Vesturlöndum. Lýðheilsufræðing- ar kalla þetta „næringarfærslu“ og hún er ætíð samfara sjúkdóma- færslu líka. Í ljós koma ýmsir langvinnir sjúkdómar sem nú eru kunnir sem vestrænir sjúkdóm- ar einmitt af þeirri ástæðu. Þetta eru meðal annars offita, sykur- sýki, hjarta- og æðasjúkdómar, of hár blóðþrýstingur, heilablóð- fall, krabbamein, Alzheimer- sjúkdómurinn og aðrir kölkun- arsjúkdómar, tannskemmdir, sjúkdómar í tanngómi, botnlanga- bólga, munnangur, ristil bólga, gallsteinar, gyllinæð, æðahnút- ar og hægðatregða. Þessir sjúk- dómar og ástand eru algengir hjá þjóðum sem borða vestrænan mat og lifa nútímalegu lífi, en þeir eru sjaldgæfir eða jafnvel ekki til hjá þjóðum sem ekki gera þetta. Vestrænn matur og sjúkdómar Þetta samband sumra langvinnra sjúkdóma við nútíma mataræði og lífshætti varð fyrst ljóst á miðri nítjándu öld, þegar franskur lækn- ir, Stanislaus Tanchou, benti á að „krabbamein virtist, eins og geð- bilun, færast í aukana með framför- um“. Nú er þetta, eins og Michael Pollan segir, eitt af ágreiningslaus- um atriðum um mataræði og heilsu. Sá sem borðar vestrænan mat, fær vestræna sjúkdóma – ekki síst offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Þetta er ein megin- ástæða þess að lýðheilsufræðingar telja að slíka sjúkdóma megi rekja til mataræðis og lífshátta, jafnvel krabbamein – þeir séu ekki aðeins vegna óheppni eða vondra erfðavísa. Til að öðlast betri skiln- ing á þeim gögnum sem styðja þessa hugmynd skulum við skoða brjósta- krabbamein. Í Japan er þessi sjúkdómur tiltölu- lega sjaldgæfur og svo sannarlega ekki sami meinvaldur og hjá banda- rískum konum. En þegar japanskar konur flytjast til Bandaríkjanna, líða ekki nema tvær kynslóðir þangað til sama hlutfall af afkomendum þeirra fær brjóstakrabbamein og er hjá öðrum hópum. Þetta segir okkur að eitthvað í lífsháttum eða mataræði Bandaríkjamanna valdi brjóstakrabbameini. Spurning- in er hvað það sé. Við gætum sagt að eitthvað í lífsháttum eða mataræði Japana verji konur gegn brjósta- krabbameini, en sama þróun hefur orðið á meðal eskimóa, þar sem slíkt mein var nánast óþekkt fram undir 1960, Pima-fólksins og margra annarra þjóðflokka. Í öllum þess- um þjóðflokkum var tíðni brjósta- krabbameins lítil eða mjög lítil á meðan þeir nærðust á hefðbundnu fæði og hún hefur aukist talsvert, jafnvel mjög mikið, þegar þeir semja sig að siðum Vesturlandabúa. Lítill ágreiningur er um þetta. Þetta sést hvað eftir annað í rann- sóknum á vestrænum sjúkdómum. Ristilkrabbamein er tíu sinnum algengara í sveitum Connecticut en í Nígeríu. Alzheimer-sjúkdómurinn er miklu algengari á meðal banda- rískra þegna af japönskum uppruna en á meðal Japana í Japan; hann er tvisvar sinnum algengari meðal blökkumanna í Bandaríkjunum en í strjálbýli í Afríku. Ef við veljum eitt mein af lista um vestræna sjúk- dóma og einhvern stað, til dæmis einn í borg og annan í sveit eða einn á Vesturlöndum og einn annars stað- ar, og berum saman einstaklinga í sama aldurshópi, þá mun sjúkdóm- urinn reynast algengari í borgum og á vestrænum stað, en sjaldgæfari annars staðar.“ Millifyrirsagnir eru blaðsins Sykurneysla fólks hefur margfaldast Í bókinni Hvers vegna fitnum við – og hvað getum við gert við því ræðir höfund- urinn, bandaríski vísindablaðamaðurinn Gary Taubes, hvað veldur því að við fitnum. Hann ræðir einnig um þátt erfða í offitu og hvers vegna offitu- faraldur geisar á Vesturlöndum á sama tíma og heilsuræktaræði gengur yfir. ALDREI VERIÐ SÆTARI Ávextir hafa verið erfðabættir og eru miklu sætari í dag en þeir voru áður fyrr. Gary Taubes, höfundur bókarinnar Hvers vegna fitnum við, var lengi greinahöfundur hjá tímaritinu Science og skrifaði sömuleiðis fyrir The New York Times Magazine. Bókin á rætur sínar að rekja til greina sem hann ritaði þar um bágborið ástand á vísindalegum rannsóknum á næringu og langvinnum sjúkdómum. Hann skrifaði bókina Góðar hitaeiningar og vondar sem kom út árið 2007 en bókin Hvers vegna fitnum við kemur í framhaldi hennar. Í henni var hugmynd Taubes að setja efnið fram á mannamáli. Bókin reynir að skýra með vísindalegum hætti hvers vegna offitufaraldur herjar á Vesturlönd. Fjallað er um hvernig fólk á að bregðast við því ef fita fer að setjast utan á það, hvaða máli erfðir skifti, af hverju flestir megrunarkúrar misheppnast og hvað það er í mataræði Vesturlandabúa sem veldur vestrænum sjúkdómum eins og sykursýki, Alzheimer, hjartasjúkdómum og krabbameini. OFFITUFARALDUR Á VESTURLÖNDUM Taubes leggur áherslu á í bók sinni að hún sé ekki megrunarbók. Hann gefur samt ráð um mataræði og er lykilatriði í þeim ráðleggingum að forðast beri sykrur (kolvetni) í mat. Hann mælir með því að borðað sé kjöt og fiskur við svengd og fituna í þessum hráefnum þurfi ekki að forðast. Lykilatriði sé að hætta að borða þegar þér finnist þú vera orðinn saddur – hlusta á líkamann. Þegar menn eru svangir eiga þeir að borða eftir- farandi fæðu: Kjöt, fuglakjöt, fisk og skelfisk, egg. Fæðutegundir sem borða á daglega: Salöt, grænmeti, tært kjötseyði. Fæðutegundir sem á að borða í hófi: Ostur, rjómi, majones, ólífur, avokadó, sítrónur og fleira. Aðaltakmörkunin: Sykrur (kolvetni). HVAÐ MÁ BORÐA Kjöt, fiskur og fugl eru vegna prótínsins og fitunnar uppistaðan í hollum mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.